Dagur - 12.08.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 12.08.1985, Blaðsíða 9
12. ágúst 1985 - DAGUR - 9 KA-liðin sem kepptu til úrslita. í fremri röð er b-liðið og í aftari röð a-liðið. Myndir: KGA Fulltrúi KEA, Áskell Þórisson afhendir pollunum verðlauu. Pollamót KEA: KA sigraöi og KA tapaði úrslitaleiknum - Tíu lið kepptu í pollamótinu Pollamót KEA fór fram á Þórsvelli á laugardaginn í norðanátt og rigningu. Reynd- ar svo mikilli að gárungarnir margfrægu vildu kalla mótið po/famót (harður framburð- ur). AIls voru það tíu lið sem tóku þátt í mótinu, en íþrótta- félagið Þór sá um allan undir- búning. Akureyrarliðin KA og Þór sendu A og B lið til keppni, KS sendi einnig tvö lið, A og B. Reynir, Leiftur, Magni og Dal- víkingar sendu eitt lið hver. Til úrslita kepptu A og B lið KA og er skemmst frá því að segja að A liðið vann 10:0. Áskell Þórisson blaðafulltrúi KEA afhenti verðlaunin. Það var mikið líf og fjör á Þórsvellinum þrátt fyrir nepjuna og börðust piltar og stúlkur hetjulegri baráttu um boltann. Létu rigninguna á engan hátt á sig fá. Liðin voru blönduð og var ekki að sjá á þeim liðum er blaða- menn Dags sáu til að stúlkurnar gæfu piltunum neitt eftir. En það er sama gamla sagan, myndirnar tala sínu máli. - mþþ/HJS '' ■■■■ ■' * ■ ■■•■ ' ' :' ■■■'■' Ihugull þjálfari. - * Þaö rigndi, en þeir félagar voru forsjálir og regnhlífin var með. Allir fengu pylsur eins og þeir gátu í sig trpðiö. í hádeginu varlíka kjúklingaveisla

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.