Dagur - 12.08.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 12. ágúst 1985
Við vorum snemma á ferðinni á sólbjörtum
sumardegi í Mývatnssveit og því tilvalið að hefja
daginn hjá yngstu kynslóðinni, nánar tiltekið i
leikskóla þeirra Mývetninga. Klukkan var ekki
orðin níu og aðeins örfá börn mœtt, en Þóra
Fríður Björnsdóttir starfsmaður leikskólans
sagði að börnin yrðuflest komin um 9.30. María
Ketilsdóttir, forstöðukona spjallaði við okkur
meðan börnunum fjölgaði.
„Við erum tvær sem vinnum
hér. Leikskólinn er rekinn þann-
ig að á sumrin er opið fyrir há-
degi, frá 8.40-12.10. Á veturna er
hins vegar opið eftir hádegi, frá
12.50-16.20.“ María sagði að það
væru 17 börn á skrá, en þau
mættu sjaldan öll. Á sumrin eru
2-6 ára börn, en 3-6 ára á vet-
urna. Að þessu sinni voru þau
óvenju ung, flest 2-3ja ára.
Aðspurð um aðstöðuna sagði
María, að þær hefðu eina stofu
og hol í barnaskólanum. „Að-
staðan er auðvitað ekkert sam-
bærileg við fínu, nýju barnaheim-
ilin. En það er hlutur sem ekki
þýðir að setja fyrir sig ef starf-
semin á að ganga. Samstarfið við
kennarana er alveg frábært og
það hafa engir árekstrar orðið.“
Ekki er hægt að ganga beint af
leikvellinum inn í húsið og það
þarf því að fylgja börnunum á
milli. „Þetta þýðir aukna ábyrgð
okkar á börnunum. Þetta er
hugsað sem svo að leikur barn-
anna trufli ekki starfsemina í
skólanum,“ sagði María.
María er lærð fóstra. Hún er
Bárðdælingur, en fluttist í Mý-
vatnssveit fyrir 11 árum. Hún
hefur starfað við leikskólann síð-
an hún fluttist í sveitina, að
undanskildu tveimur og hálfu ári.
„Við vorum tvær sem komum
þessu af stað fyrir 11 árum. Þá
var þetta nýtt í sveitinni og við
þurftum að vinna þetta upp. Það
var mikil vinna. Allt byrjenda-
starf er erfitt á hverjum stað. Við
þurftum að vinna þessu fylgi og
breyta hugsunarhætti.“
- En þær sem eru útivinnandi
og hafa börn sín á leikskólanum,
er ekkert slæmt fyrir þær að hann
skuli bara vera opinn hálfan
daginn?
„Ég hejd að þær séu yfirleitt
ekkert í vandræðum. Hótelvinn-
an er vaktavinria og þær sem
„Hvað er konan að gera, má maður ekki leika sér í rörunum í friði?“
iSkemmtilegt starf
og alltaf lifandr
vinna í kaupfélaginu hafa barn-
fóstru hálfan daginn eða fá
pössun hjá vinum og vanda-
mönnum.“
- Stendur eitthvað til bóta
með húsnæðið?
„Það er áætlað að byggja
barnaskóla og þá stendur til að
við fáum það húsnæði sem skól-
inn er nú í. En þetta verður ekk-
ert alveg á næstunni. En við setj-
um það ekkert fyrir okkur. Þetta
er skemmtilegt starf og alltaf lif-
andi og það er það góða við það.
En ég viðurkenni alveg að það
er erfitt.“
Börnin tíndust inn á leikvöll-
inn, eitt af öðru og það var orðið
öllu líflegra á svæðinu. Þar sem
veðrið var mjög gott settu þær
María og Þóra vatn í plastkassa
og síðan létu börnin stór og smá
skip sigla á vatninu. En það virt-
ist ekki renna sjómannsblóð í
æðum allra, því tveir litlir guttar
sátu sem fastast í sandkassanum
við mokstur og húsagerð.
„Ég heiti Haukur Birkisson,“
sagði annar þeirra, og kvaðst
vera 3ja ára gamall. „Eg er að
byggja hús handa Sigurjónu. Það
á að vera stórt.“ En æ, æ, það
voru einhver vandræði með
húsið, það vildi hrynja, enda hef-
ur sandur víst aldrei þótt traust
byggingarefni. Haukur kvaðst
koma í leikskólann á hverjum
degi og það væri alveg ofsalega
gaman.
Það voru allir komnir á kaf í
leik og bátarnir í vatnið, svo við
töfðum ekki lengur en kvöddum
þessa hressu Mývetninga. Þá sem
erfa skulu landið.
- segir María Ketilsdóttir,
forstöðukona í leikskólanum
Reykjahlíð í Mývatnssveit
„Ég ætla sko að verða gröfu-
maður,“ gæti þessi snáði verið
að hugsa. Kannski var hann að
hugsa eitthvað allt annað.
Mokað af hjartans lyst. Sandkassinn alltaf jafn vinsæll.
Vatn komið í kassana og bátamir famir að sigla.
María og Þóra hjálpa börnunum með bátana.
| TEXTI: HJS - MYNDIR: mþþ|