Dagur - 06.09.1985, Page 5

Dagur - 06.09.1985, Page 5
6. september 1985 - DAGUR - 5 Égáhund, mittungasprund LAUT RESTAURANT Böðvar Bjarkan kvað: Yfir hauður hraðar sér heillasnauður lýður. Draumaauður undan fer, eftir dauðinn rfður. María Bjarnadóttir kvað: Hörð er spá á hauðri og sjá, höppin smá að taka. Vonarstráin veik og fá vindar hrjá og skaka. Pá koma 3 stökur eftir Þórarin Þor- leifsson fyrrum bónda á Skúfi. Pegar vinir vorsólar vængi frá sér rétta, út úr berki ellinnar æskurósir spretta. Oft í heimsins harða styr hratt frá marki skeika þeir, sem gáfu guðimir góða hæfileika. Ekkert reynir anda manns undir sig að kúga eins og þetta andskotans amstur við að búa. Prestur nokkur á að hafa ljóðað svo á unga stúlku: Ég á hund, mitt unga sprund eins og þig í framan. Ætti hann mund af grettis grund gæfí ég ykkur saman. Stúlkan svaraði þegar: Ég á tík sem yður er lík í augum og hárafari. Væri hún rík, mér virtist slík vera af sama tagi. Þórhildur Sveinsdóttir mun hafa átt þcim grátt að gjalda, er hún ljóðaði á með þessum hætti: Ekki get ég gert að því gremju til þó finni. Stærstur hlekkur ertu í ólánskeðju minni. Þórarinn Sveinsson í Kílakoti kvað næstu vísurnar tvær. Minningar um æskuást ævi langa geymast, einkanlega ef hún brást, en æskubrekin gleymast. Meðan Ijós á lífið skín leiktu á gleðistrengi. Örskjótt líður ævi þín. Ekkert varir lengi. Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka kvað næstu vísurnar tvær. Oft er meinabrautin bein bæði sveini og sprundi. Ástin hreina, hún á ein helga leynifundi. Banni mæða og tregatár töpuð gæði að finna, reyndu að græða sviðasár svo þau blæði minna. Alfreð Ásmundsson í Hlíð hefur þetta að segja um móðurmálið. Okkar dýra móðurmál meitlað fögrum óði vekur unað innst í sál, eld í hjartablóði. Símon Dalaskáld orti til stúlku, enda sagður kær að konum: Hringabil ég vernda vil. Venus dyl ei hita. Okkur skilur þetta þil, þungt er til að vita. Grímur Sigurðsson frá Jökulsá mun hafa kveðið þessar vísur eftir að hann flutti úr sveitinni, til Akureyr- ar. Dalrúdngar Þær konur sem hafa hugsað sér að vera dagmæður í vetur eru vinsamlega beðnar að hafa samband við Barnaverndarnefnd sem allra fyrst. Fyrir hönd Barnaverndarnefndar, Eyvör Stefánsdóttir, Bárugötu 13, sími 96-61196 og Guðlaug Björnsdóttir, Hólavegi 15, sími 96-61173. Leikfimiæfingar fyrir eldra fólk í vetur veröa leikfimiæfingar fyrir eldra fólk meö breyttu sniði. Þær veröa haldnar í Húsi aldraðra og hefjast 12. september nk. Umsjón meö þeim hafa Ásta Guðvarðar- dóttir (A og B) og Bryndís Þorvaldsdóttir (C og D). 3ur A mánud. og fimmtud. lur B mánud. og fimmtud. )ur C þriðjud. og föstud. tur D þriðjud. og föstud. 14.00-15.00 15.00-16.00 10.00-11.00 11.00-12.00 Pantanir eru teknar í síma 25880, þar sem og eru veittar frekari upplýsingar. Félagsmálastofnun Akureyrar. Ekki minnkar umstangið þó ærnar séu farnir. Eltist ég nú orðið við endurminningarnar. Pað breytir engu þótt blómin fölni og beri ei angan sem fyrr í vor, þótt falli blöðin og síðan sölni, því sál mín rekur hin gengnu spor. Burt er flest um farinn veg. Fækka gleðistundir. Sólarinnar sakna ég sem er gengin undir. Aðalsteinn Ólafsson yrkir um feg- urðarsamkeppni sem víða er í tísku: Nú eru víða $ett á svið sígild kvennalærin. Kariar flestir keppast við að kanna tækifærin. Þegar meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur neitaði að láta SÍS annast sölu á þorskhausum Bæjar- útgerðarinnar, kvað Aðalsteinn Ólafsson: Framtíð er björt hjá fólkinu hér. Frelsinu vill það ei týna. Borgarfulltrúum auðvitað er annt um tvífara sína. Jón Pálmason alþingismaður á Akri kvað morgunvísu þessa á heima- hlaði: Kveðjur vanda vötn og fjöll, vörðinn standa hólar, fegra landið atlot öll upprennandi sólar. Gísli Jónsson, Saurbæ í Vatnsdal flutti þessa bæn: Drottinn, láttu dreifða byggð dalinn áfram geyma, svo að eigi íslensk dyggð einhvers staðar heima. Við bjóðum upp á þennan matseðil: Blandaðir sjávarréttir. Rjómalöguð kjörsveppasúpa bætt m/sherry. Heilsteiktar nautalundir m/bakaðri kartöflu & piparsósu. Grísakótilettur „Baden Baden“ m/rauðvínssósu & ristaðri peru. Marineraðir ávextir ( Madeira. Kaffi og konfekt. Borðapantanir í síma 22527. RESTAURANT LAUT HÓTELAKUREYRI HAFNARSTRÆTI 98 Dansleikur í Hlíðarbæ Dansleikur verður í Hlíðarbæ laugardaginn 7. september kl. 22.00. Verðlaunaafhending fyrir meistaraflokk í knattspyrnu o. fl. Hljómsveitin París leikur. UMSE I Vín Vínarís í brauði er góður, en þegar hann er kominn um borð í bananabát með öllu, er hann ólýsanlegur. Eitt sem allir þurfa að reyna. Heit sérbökuð Vínarbrauð alla helgina. Verið velkomin í Vín. Blómaskáli við Hrafnagil. Sími 31333 Opið á laugardögum frá kl. 9-12 ❖ Mikið úrval af skólafatnaði og skólavörum HAGKAUP Akureyri

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.