Dagur - 23.09.1985, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
68. árgangur
Akureyri, mánudagur 23. september 1985
105. tölublað
Siglufjörður:
Verksmiöjan
gangsett
Sfldarverksmiðja SR á Siglu-
firði var formlega tekin í notk-
un á laugardag eftir gagngerð-
ar endurbætur.
Þessar breytingar valda því
m.a. að hinn hvimleiði reykur
sem Siglfirðingar þekkja svo vel
frá fyrri tíð verður úr sögunni.
Orkan úr reyknum er nýtt og er
talið að orkusparnaður verk-
smiðjunnar verði 40%. Afköst
munu aukast úr þúsund í 14-1500
tonn á sólarhring, að því er talið
er. Afurðir verksmiðjunnar
verða jafnari að gæðum. Aukin
sjálfvirkni veldur því að aðeins
verða 15 manns á vakt í senn, en
fyrir áratug þegar loðnubræðsla
hófst í verksmiðjunni voru 60 í
vakt.
Jón Kjartansson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri SR, gangsetti verk-
smiðjuna. Mynd: HS
Umferðarslys
í Aðaldal
Aðafaranótt sl. föstudags valt
jeppabifreið út af vegi að veiði-
húsi hjá Grímshúsum í Aðaldal.
Fjórir voru í bílnum og hlaut
farþegi í l'ramsæti slæman höfuð-
áverka, en hinir hlutu lítil eða eng-
in meiðsli. Bifreiðin er mjög mik-
ið skemmd. - IM/Húsavík
Verður reist orlofshúsahverfí
á Akureyri á næstu árum? Hjá
Atvinnumálanefnd Akureyrar
er í athugun hugmynd Valdi-
mars Kristinssonar, starfs-
manns Seðlahanka íslands um
að einhvers staðar á svæðinu
frá Naustavegi að Kjarnalundi
rísi byggð orlofshúsa með
þjónustukjarna.
„Mér þykir hugmyndin allrar
athygli verð en þetta er aðeins
hugmynd ennþá og það vantar
mikið upp á að menn hafi áttað
sig á hvernig hægt er að útfæra
hana,“ sagði Jón Sigurðarson for-
maður atvinnumálanefndar í
samtali við Dag. Hann sagði enn-
fremur að þeim í atvinnumála-
nefnd þætti full ástæða til að
verja til þess fé og tíma að kanna
það nánar, hvort, og þá með
hvaða hætti, þessi hugmynd yrði
útfærð.
Valdimar segir að hjá sér hafi
þessi hugmynd kviknað í sumar-
leyfi í Hollandi þar sem hann
gisti í svokölluðu sumarhúsa-
hverfi og datt þá í hug hvort ekki
væri tilvalið að koma á einhverju
álíka á Akureyri. Félagasamtök
og fyrirtæki gætu sameinast um
að byggja það sem þarf og svo
gæti fólk eytt sumarfríinu eða
hluta þess í þessum orlofsbúðum.
Þetta mætti tengja við ýmislegt
sem á döfinni er að reisa við
suðurenda Leirutjarnar s.s.
skautasvæði og mætti hugsa sér
Nýr hótel-
■ ■ / ■ /
stjon a
Húsavík
- Reksturinn í sumar
gekk þokkalega, segir
Auður Gunnarsdóttir
„Það er rétt, ég hætti vonandi
störfum um næstu mánaða-
mót,“ sagði Auður Gunnars-
dóttir hótelstjóri á Hótel
Húsavík er við ræddum við
hana fyrir helgina.
Samvinnuferðir tóku við
rekstri hótelsips 1. júní í sumar
og á skrifstofu fyrirtækisins feng-
ust þær upplýsingar að ekki væri
búið að ákveða endanlega hver
yrði eftirmaður Auðar sem hótel-
stjóri. Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum Dags er þó um konu
að ræða og kemur hún frá
Reykjavík.
Auður Gunnarsdóttir hefur
starfað á Hótel Húsavík í 10 ár,
þar af 3 síðustu árin sem hótel-
stjóri. Hún sagði í samtali við
Dag að reksturinn í sumar hefði
gengið þokkalega, en þó hefði
vantað innlenda ferðamenn þar
eins og víðar á Norðurlandi og á
þar veðurfarið í þessum lands-
hluta síðustu mánuðina eflaust
alla sök á. gk-.
Akureyri?
lugmynd segir Jón Sigurðarson form. atvinnumálanefndar
að þar risi þjónustukjarni með
aðstöðu fyrir íþróttaiðkun og
verslun. Það yrði að hafa það í
huga við skipulagningu orlofs-
búðanna að þar gæti fólk dvalið í
góðu yfirlæti og haft nóg fyrir
stafni án þess að til kæmi gott
veður. Góða veðrið sem við Ak-
ureyringar og gestir okkar fá
stundum að njóta kæmi bara sem
bónus fyrir þá sem það hrepptu.
-yk.
„Stórkostleg óperusýning"
- Það er ekki ofsagt, þetta er sú
stærsta stund sem ég hef upp-
lifað hér í Þjóðleikhúsinu. Eg
er hrærður, nær orðlaus, en vil
þó ekki láta hjá líöa að þakka
ykkur öllum fyrir þessa stór-
kostlegu sýningu. Ykkur tókst
þetta með mætti samstöðunn-
ar, góðum starfsanda og mikl-
um hæfíleikum.
Á þessa leið mælti Gísli Al-
freðsson, þjóðleikhússtjóri, þeg-
ar hann ávarpaði þátttakendur í
óperunni Grímudansleiknum, að
lokinni frumsýningu á laugar-
dagskvöldið. Og það var ekki of-
sögum sagt; sýningin var stór-
kostleg og það kunnu frumsýn-
ingargestir að meta. Lófatak
þeirra í leikslok var langvarandi,
margir hrópuðu „bravó - bravó“,
sérstaklega fyrir Kristjáni Jó-
hannssyni, Elísabetu F. Eiríks-
dóttur og Katrínu Sigurðardótt-
ur, sem óneitanlega voru
„stjörnur" kvöldsins. Loks stóðu
allir á fætur og hylltu listamenn-
ina ákaft.
Kristján fer með hlutverk
Gustafs III Svíakonungs og hann
er burðarásinn í sýningunni.
Frammistöðu hans er best Iýst
með orðum Rafns Hjaltalín
sem hann lét falla við blaðamann
Dags í hléi: Hann er ekki bara
konungur á sviðinu; hann er kon-
ungur sviðsins. Nánar verður
fjallað um sýninguna í blaðinu á
miðvikudaginn. -G.S.
Orlofsbúðir á