Dagur - 23.09.1985, Blaðsíða 3
23. september 1985 - DAGUR - 3
Ný viðhorf
í búrekstri
Á síðustu árum hefur fram-
leiðsla búvara dregist mikið
saman m.a. vegna framleiðslu-
takmarkana sem settar hafa
verið á einstaka bændur. Við
þetta hafa skapast ný viðhorf í
búrekstri, þar sem bændur
geta nú ekki aukið tekjur sínar
með því að auka framleiðslu.
Samhliða þessu hafa lána-
kjör breyst gífurlega, og er nú
þörf mikillar aðgæslu við hvers
kyns fjárfestingar. Héraðs-
ráðunautar verða mjög varir
við þessar breytingar í starfi
sínu, en þeim er gert að meta
framkvæmdaþörf og búrekstur
bænda við lánsumsóknir.
Til að auðvelda héraðsráðu-
nautum þetta vandasama verk-
efni héldu Búnaðarfélag íslands
og Búvísindadeild Bændaskólans
á Hvanneyri þriggja daga nám-
skeið dagana 4.-6. september sl.
Skipulagningu og faglega um-
sjón höfðu þeir Ketill A. Hannes-
son, búnaðarhagfræðiráðunautur
Búnaðarfélags Islands og Gunn-
laugur Júlíusson búnaðarhag-
fræðingur.
Grenivík:
Mikil atvinna
í frystihúsi Kaldbaks hf. á
Grenivík hefur verið mikil at-
vinna í sumar og fyrirsjáanlegt
er að þokkaleg atvinna verði á
haustdögum, að sögn Kristleifs
Meldal verkstjóra.
„Það skapast meiri verkefni
fyrir þær hendur sem eftir verða
þegar skólafólkið er farið,“ sagði
Kristleifur. Um 40-60 manns
vinna hjá Kaldbak yfir vetrartím-
ann.
„Við teljum okkur vera búna
að tryggja sæmilega stöðuga at-
vinnu í vetur. Það gætu orðið ró-
legheit seinnipartinn i desember,
en eftir áramótin sjáum við fram
á mikia vinnu.“
Áskell, sem er 70 tonna bátur,
hefur verið á netum og fiskað
mjög vel upp á síðkastið, hefur
komið með um 30 tonn af fiski
eftir 2-3ja daga veiðiferðir. Auk
Áskels leggja nokkrir smábátar
upp hjá Kaldbak.
Togarinn Núpur er í slipp þar
sem verið er að gera við tjón er
hann varð fyrir í desember sl.
Vonast er til að hann verði kom-
inn á línuveiðar um mánaða-
mót. Núpur á eftir rúmlega 200
tonn af kvóta sínum og sagði
Kristleifur að ekki væri með öllu
vonlaust að hægt væri að fá
keyptan viðbótarkvóta fyrir
hann. - mþþ
Sharp alvöru VHS video fyrir aðeins
kr. 37.600 staðgreitt.
Að sjálfsögðu er líka hægt að kaupa með
greiðsluskilmálum.
Einnig úrval af öðrum videotækjum ásamt
sjónvörpum,
snældutækjum, hljómflutningstækjum og
fleira.
Vorum að fá nýja gerð
af eldhúsdteglum
Eigum úrvai af gólfteppum,
mottum og dreglum
1 r HEILSUGÆSLUSTöeiN
/AWaWA' á akureyri
Læknaval
Ákveðið hefur verið að gefa þeim íbúum Akur-
eyrarlæknishéraðs, sem ekki hafa heimilislækni,
kost á að velja sér heimilislækni. Hér er um að
ræða þá meðlimi Sjúkrasamlags Akureyrar, sem
höfðu læknana Baldur Jónsson, Magnús Stef-
ánsson og Sigurð Ólason sem heimilislækna,
einnig meðlimi Sjúkrasamlags Eyjafjarðarsýslu,
sem búa í Arnarnes-, Skriðu-, Öxnadals-,
Glæsibæjar-, Hrafnagils-, Saurbæjar-, og Öng-
ulstaðahreppi, og þá meðlimi Sjúkrasamlags
Þingeyjarsýslu sem búa í Svalbarðsstrandar-, og
Hálshreppi.
Læknavalið hefst þriðjudaginn 1. október
nk. og fer fram í afgreiðslu Sjúkrasamlags
Akureyrar, Gránufélagsgötu 4, Akureyri frá
kl. 9.15-12.00 og 13.00 til 15.30 virka daga.
Læknar þeir, sem valið er um eru:
Erlendur Konráðsson.
Friðrik Vagn Guðjónsson.
Inga Björnsdóttir
Ingvar Þóroddsson, (Þórir Þórisson til vors).
Kristinn Eyjólfsson.
Allir þeir íbúar læknishéraðsins, sem þessi aug-
lýsing á við, eru eindregið hvattir til þess að
koma og velja sér heimilislækni. Jafnframt eru
þeir beðnir að sýna sjúkrasamlagsskírteini sitt
og fá nafn læknisins fært inn á það.
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI.
Einkaflugmannsnámskeið
Bóklegt kvöldnámskeið verður haldið á
tímabilinu október til desember.
Upplýsingar veita:
Baldvin Birgisson flugkennari. Heimasími 26645.
Sigurbjörn Arngrímsson flugkennari. Heimasími 23871.
Flugskóli Akureyrar
Akureyrarflugvelli - Sími 21824.