Dagur - 23.09.1985, Síða 8

Dagur - 23.09.1985, Síða 8
8 - DAGUR - 23. september 1885 Gestir á Húsavík: Aldrei séð Vinabær Húsavíkur í Dan- mörku er Álaborg, og þaðan komu 24 gestir sl. mánudag, dvöldu þeir á Húsavík og ferð- uðust um Þingeyjarsýslur á vegum Húsavíkurbæjar fram á íímmtudag. Hér var á ferðinni einn bekkur 15 ára nemenda við Ferslevskóla, ásamt þrem fararstjórum. Gist var á einkaheimilum og reynt að haga svo til að þar kynntust ungu gestirnir fólki á svipuðum aldri. Ingimundur Jónsson, kennari og Sigurjón Jóhannesson skóla- stjóri ferðuðust um með gestun- um, og segir Sigurjón að pers- ónulega finnist sér að heimsóknin hafi tekist afskaplega vel. Veðrið alveg einstakt og mikils virði fyrir unglingana að kynnast jafnöldr- um sínum. Henning Nielsen, einn dönsku fararstjóranna lýsti yfir mikilli ánægju með dvölina hér, börnin væru ákaflega ánægð, þau hefðu farið í skoðunarferðir séð jarð- hitasvæði og eldfjöll og fengið að fara á sjó til fiskveiða. Sagðist hann vonast til að fá bekk frá Húsavík í heimsókn til Álaborg- ar á næsta ári. - IM Notar bamíð þitt gleraugu? Vorum að taka upp níðsterkar bama- og unglingaumgjarðir frá Essilor í Frakklandi. Bamagleraugu em sérgrein okkar. Gleraugnaþjónustan Skipagötu 7 - í miðbæ Akureyrar Þessa dagana vinna tveir Þjóðverjar að uppsetningu vatnspökkunarvéla fyrir Akva hf. í Mjólkurstöð KEA á Ak- urcyri. Ef allt gengur að óskum verður byrjað að pakka vatni í fernur upp úr mánaðamótum. Á myndinni stendur Júlíus Kristjánsson starfsmaður Akva við hluta vélasamstæðunnar. Mynd: KGA Haustþing framhaldsskóla- kennara var haldið í Möðru- vallakjallara um fyrri helgi. Um 200 manns sóttu þingið víðsvegar að af landinu. Aðal- þema þingsins var kennsla er- lendra tungumála. Einnig var á þinginu fjallað um ráðningu kennara og kom frami að aldrei hefur verið erfiðara en á þessu hausti að fá kennara til IQclfere Gleraugu starfa. Aðalorsök þess eru talin kjaramál kennara. Á þinginu var einnig rætt um aðbúnað og vinnuaðstöðu kennara og hvað mætti bæta í þeim efnum. Ákveðið var að halda viðræðum um betri vinnu- aðstöðu áfram og gera tillögur um hvað betur mætti fara. Þá var fjallað um gerð námsefnis, en skortur er mikill á námsefni í ýmsum sérgreinum. Rætt var um hvað helst þyrfti að gera til að bæta þá hlið málsins. - mþþ Ungir gestir og gestgjafar halda til fiskveiða. Þeir gátu mannað 6 báta Húsa- víkurflotans. Mynd: IM Frá þingi framhaldsskólakennara. Mynd: KGA Ráðning kennara, vinnuaðstaða og skortur á námsefni - til umræðu á haustþingi framhaldsskólakennara

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.