Dagur - 23.09.1985, Blaðsíða 12
Bflapernr
6-12 og 24 volta TegUNdÍr
SAMLOKUR
fyrir og án
peru
Kópasker:
Utlitið ekki
gott með
rækjuvertíðina
„Þetta kom ekki nogu
skemmtilega út,“ sagði Jón-
björn Pálsson hjá Hafrann-
sóknastofnuninni á Húsavík,
er hann var spurður um þær
rannsóknir sem gerðar hafa
verið á rækjugengd í Öxar-
firði.
Norðurland:
Mikil
aukning
á þorsk-
veiði
báta
Þorskafli sem borist hefur á
land til vinnslu á Norðurlandi
var 10 þúsund tonnum meiri á
tímabilinu janúar til ágúst í ár
en á sama tíma í fyrra.
í ár hefur 58.424 (48.439)
tonnum af þorski verið landað á
Norðurlandi. Þar af veiddu
togarar 39.512 (36.818) go bátar
18.912 (11.621). Tölur frá árinu í
fyrra eru í svigum. Af öðrum
botnfiski hefur hins vegar veiðst
ívið minna í ár en á sama tíma í
fyrra eða 22.948 (26.449).
Heildarafli togaranna er því þeg-
ar upp er staðið því sem næst sá
sami í ár og á sama tíma í fyrra.
Veiðiaukningin hjá bátunum
liggur aftur á móti öll í þorsk-
inum því þar hefur veiði á öðrum
botnfiski staðið í stað.
Ef litið er á ágústmánuð sér,
þá kemur í ljós í bráðabirgða-
tölum frá Fiskifélagi íslands að
25.586 (13.333) tonn af fiski hafa
borist á land og munar þar mest
um 15.592 tonn af loðnu en engin
loðnuveiði var í ágústmánuði í
fyrra. -yk.
„Ástandið er gjörólíkt því sem
var í fyrra, því þá var rækja svo
til um allan flóa. En núna fund-
um við ekki nema tvo örlitla
bletti. Að vísu stóð hún þétt á
þeim blettum en þeir eru litlir."
Jónbjöru reinaði með að það
færu fram frekari rannsóknir á
þessum slóðum síðar. „Það er
heldur ekki útilokað að rækjan
eigi eftir að dreifa sér meira þeg-
ar fer að líða á haustið," sagði
hann.
Kristján Ármannsson sem er
oddviti á Kópaskeri, og jafnframt
framkvæmdastjóri rækjuvinnsl-
unnar Sæbliks hf. sagði að þeir
vonuðu að breytingar yrðu á
þessu. Það á eftir að rannsaka
þetta frekar svo við vonum að
þetta fari allt vel.“ Kristján sagði
að rækjuvinnslan hefði komið
mjög vel út á síðasta ári, svo það
yrði mikið áfall ef þetta brygðist
nú.
Rækjuveiði hefst venjulega í
september eða október, og
stendur fram í apríl. Fyrirhugað
er að byrja veiðar eftir sláturtíð,
því mikið er að gera á þessum
árstíma hjá fólki. gej-
Fyrsti Kanadatogarinn, sem vinna á við hjá Slippstöðinni á Akurcyri, kom
um helgina. Mynd: KGA.
Stuðmenn:
Dansleikur í
stað tónleika
„Stuðmenn sóttu hér um leyfí
fyrir tónleika og fengu það, og
ég hef ekki áreiðanlegar heim-
ildir fyrir því að um dansleik
hafi verið að ræða,“ sagði Sig-
urður Eiríksson fulltrúi bæjar-
fógeta á Akureyri í samtali við
Dag.
Sl. laugardagskvöld var hald-
inn mikill dansleikur í samkomu-
húsinu Freyvangi í Eyjafirði. Er
talið að þar hafi verið á fimmta
hundrað ungmenna sem greiddu
750 krónur hvert í aðgangseyri.
Samanlagður aðgangseyrir mun
því hafa verið á fjórða hundrað
þúsund krónur.
En Stuðmenn, sem héldu
þennan dansleik fengu leyfi fyrir
tónleika en ekki dansleik. Við
spurðum Sigurð Eiríksson hvaða
munur væri á þessum leyfum.
„Þegar haldnir eru tónleikar er
ekki greiddur söluskattur eða
skemmtanaskattur eins og gert er
þegar um dansleik er að ræða.
Annars var lögreglan þarna á
staðnum og mun gefa skýrslu um
málið, og það verður svo athugað
um framhaldið ef ástæða þykir
til.“ gk-.
Húsavík:
Innheimta
gengur
erfiðlega
Bæjarstjóm Húsavíkur hélt ný-
Iega sinn fyrsta fund eftir
sumarleyfí. Margvísleg málefni
lágu fyrir fundinum. Samþykkt
var gjaldskrárhækkun fyrir
barna- og dagheimilið Besta-
bæ. Nemur hækkunin 15% og
tekur gildi 1. október. Einnig
var samþykkt hækkun aðgangs
að sundlauginni frá sama tíma.
Kostar nú 40 kr. fyrir full-
orðna, en 20 kr. fyrir börn.
Rætt var um að innheimta
bæjargjalda, - sérstaklega gjalda
hitaveitu og rafveitu - gengi erf-
iðlega hjá nokkrum fyrirtækjum
í bænum. Þrengdi þetta stöðu
bæjarsjóðs, til að standa við
skuldbindingar sínar út á við.
Umræður úrðu um að nú lægi
fyrir að koma upp sundlaug fyrir
landsmót UMFI sem fram fer á
Húsavík 1987, þar sem UMFÍ
hafnaði tillögu um að sundmótið
færi fram í sundlauginni í
Reykjahlíð í Mývatnssveit. At-
hugað verður hvort hagkvæmara
verður að reisa sundlaug til
bráðabirgða eða steypa upp var-
anlega laug. - IM
Akureyri:
„Erfitt að
fáfolk
til starfa“
„Staðan á vinnumarkaði á Ak-
ureyri er þannig núna að það
er víða erfítt að fá fólk til
starfa,“ sagði Jón Sigurðarson,
formaður Atvinnumálanefndar
Akureyrar aðspurður um at-
vinnuástand á Akureyri um
þessar mundir.
Það hefur löngum verið hvað
mest að gera á haustin en hvernig
eru horfurnar í vetur? Jón kvaðst
telja að horfumar í atvinnumál-
um væru skárri nú en marga
undanfarna vetur. Með tilkomu
nýs togara ÚA og þess kvóta sem
honum fylgir er útlit fyrir að nóg
verði að gera hjá Utgerðarfélag-
inu og nær að óttast vinnuafls-
skort en fiskleysi. - yk.
Veðrið í dag: Hæg-
viðri, skýjað með köfl-
um og hitinn verður á
bilinu 5 til 10 stig.
Ekki sem verst. Og
þetta er samkvæmt
upplýsingum veður-
fræðings Veðurstof-
unnar í morgun.
• Mátti ekki
tala um kjöt
Blaðamenn lenda stundum í
hinum skrýtnustu hlutum og
svo fór fyrir útsendara Helg-
arpostsins sem á dögunum
hugðist ræða við yfirmann
Stokknesstöðvar varnarliðs-
ins nærri Hornafirði. - Yfir-
maðurinn kvaðst mjög gjarn-
an vilja ræða við blaðamann-
inn en hann þyrfti fyrst að fá
leyfi til þess frá blaðafulltrúa
hersins á Keflavíkurflugvelli.
- Þegar til kom reyndist það
leyfi ekki fáanlegt og var ekki
annað að heyra en að yfir-
manninum í Stokknesstöðinni
þætti það miður. Svo fór HP
að kanna hvað hefði valdið
þessu og þá voru svör blaða-
fulltrúans þau að viðtalið
hefði ekki verið veitt vegna
þess að hann héldi að um-
ræðuefnið ætti að vera kjöt
og innflutningur varnarliðs-
ins á því hingað til lands.
Blaðamaðurinn varð að von-
um hissa og sagðist ekki
hafa gert sér ferð til Horna-
fjarðar til að ræða um kjöt, en
blaðafulltrúanum varð ekki
hnikað.
• Línur milli
hnitpunkta
„... í samræmi við samþykkt
miðbæjarskipulags vestan
og norðan ióða félagsins við
Hafnarstræti 87-89. Öll lóðin
Hafnarstræti 87-89 takmark-
ist af línum milli hnitpunkt-
anna nr. 10-11-12-13-14-24-
27-37-36-35-45-56-54-55-57-
9-10, samanber mæliblað nr.
682.1....“ Ofanritað er úr
fundargerð bygginganefndar
á Akureyri og menn geta svo
sem dundað sér við að reyna
aö skilja!
• Að leita í lit
Björgunarsveitarmaður, sem
þaulvanur er að bregða sér á
öræfin til hjálpar nauðstödd-
um eða leitar að týndu fólki,
fór á dögunum í göngur með
bændum. Undi sér hið besta á
heiðum uppi og ætlar aftur
næsta haust.
En þá vonar hann að gangna-
menn verði búnir að tileinka
sér hinn ágæta sið björgun-
arsveitarmanna, að nota
skærlita búninga til fjalla-
ferða. Vita ekki aliir hvers
vegna?