Dagur - 28.10.1985, Síða 3
28. október 1985 - DAGUR - 3
Lögreglustöðin á Siglufirði:
Heldur hvorki
vatni né vindum
- í rigningu og hláku rennur vatn inn í fangageymslurnar
Fangaklefarnir eru u.þ.b. einn
metri á breidd, tveir fnetrar á
lengd og tveir metrar á hæð. Þar
inni er einn steinbekkur, dýna og
teppi. Eina ljósið í klefunum er
frá perum sem eru á ganginum,
utan við ristar sem ætlaðar eru til
að hleypa lofti inn í klefana.
Jóhannes Þórðarson, yfirlög-
regluþjónn, sagði að klefarnir
væru svo þröngir vegna þess að á
þeim tíma sem þeir voru byggðir
var hugsað um að nýta plássið
sem best og hafa þá sem flesta.
Þá voru líka oft á tíðum full not
fyrir alla klefana og fleiri til en
þá voru einnig klefar í öðru húsi
ofar við götuna. En það er liðin
tíð að svo margir gisti fanga-
geymslur lögreglunnar á Siglu-
firði.
Ný lögreglustöð
Búið er að úthluta lóð undir nýja
lögreglustöð og verða skrifstofur
bæjarfógeta í sama húsi sem
verður byggt við Gránugötu 4-6.
Að sögn Erlings Óskarssonar,
bæjarfógeta, verður fljótlega haf-
ist handa við að teikna húsið en
óvíst er hvenær bygging þess get-
ur hafist og veltur það á fjárveit-
ingum. -yk.
Hér sést hvernig stigagangurínn lítur út að innan. Saggi og mygla allsráð-
a,,di. Myndir: KGA.
Vinnuaðstaða lögrcglunnar við daglcg smrf einkennist af þrengslum og öllu
ægir saman. Framan við þrekhjólið^stendur Björn Hafliðason lögreglu-
þjónn.
„Hvorki fangelsið né lögreglu-
stöðin á Siglufirði eru mönnum
bjóðandi,“ sagði Viktoría
Gestsdóttir, heilbrigðisfulltrúi
í Norðurlandskjördæmi vestra,
í samtali við Dag á fimmtudag-
inn. Og víst er um það að að-
staða lögreglunnar á Siglufirði
er ömurleg eins og sjá má á
mynduin þeim sem Ijósmynd-
ari Dags tók þar og birtar eru
hér á síðunni.
Lögreglustöðin er í steinhúsi
við Gránugötu 18 og hefur verið
þar frá árinu 1956. Hús þetta er
ágætlega byggt en nokkuð skortir
á að því hafi verið nægilega vel
við haldið. Einhvern tíma í
kringum 1960 var byggður stiga-
gangur utan á húsið og bæjar-
skrifstofurnar fluttar á þriðju
hæðina eftir að húsið sem þær
voru í fyrír, brann. Steypan í
þessari viðbyggingu er svo gölluð
að hún er lítil fyrirstaða þegar
rignir og rennur vatn í gegnum
hana og inn í kjallara hússins þar
sem fangageymslurnar eru. Fór
að bera á þessum leka mjög fljót-
lega eftir að stigagangurinn var
byggður.
Auk þess vatns sem lekur inn í
kjallarann, lekur einnig inn í
eldri bygginguna þegar rignir í
hvassri sunnanátt, en allir glugg-
ar hússins þarfnast viðgerðar og
er aðeins einfalt gler í þeim
öllum.
F angagey mslurnar
í kjallara hússins eru 10 fanga-
klefar en aðeins 3 þeirra eru not-
aðir og þá eingöngu í ýtrustu
neyð, að sögn Jóhannesar Þórð-
arsonar yfirlögregluþjóns. í hvert
skipti sem rignir eða hlánar, þarf
að ausa vatni af gólfi fanga-
geymslanna og er mikill saggi í
kjallaranum. Lyktin er eftir því.
Þar er ekkert niðurfall, enda er
gólf kjallarans undir sjávarmáli
og þarf því að bera allt vatn það-
an í fötum.
Klcfarnir eru svo þröngir að þar er varla rúm til að skipta um skoðun, enda
eiga menn, sem þangað eru færðir það til að brjálast þegar þeir sjá aðbún-
aðinn.
Scdkerakvöíd
Föstud. 1. nóv.
kl. 19.30 í Mánasal
Gísli Jónsson
forstjóri Ferða-
skrifstofu Akure) rar
er sælkeri kvöldsins
og hefur hann
sett saman þennan
glæsilega matseðil
Fordrykkiir
Forréttur
I'até úr reyktum laxi og
heilagflski lyllt ni/giifusoðiiii
spergilkáli
MifCirétlur
Tr jón ukratiliasúpa
Kainpavínssorbct
Aðafréttur
Fyllt (iiid in/svínamörhráð
og olívum liorið l'ram með
gljáðum agúrkum, smjör-
hauiium og purísurkartöflum
Ejtirréttur
l.ldsteikt jarðarher með
grænpipar og Pernodlíkjiir
Slíe’tumlialriði
Operusöngvarariiir
Síeglinde Kahmann og
Sigurður Kjörnssou
syngja léttar operuarmr.
Korðapantanir alla daga Irá
kl. 14-16 i síma 229711.
Miðaverð aðeins kr. 1.185.-