Dagur - 28.10.1985, Blaðsíða 4
Horfum á heiminn...
•Heldur þunglamaleg en engu að síður ákaflega
vinaleg ísbjarnarmóðir að kenna unga sínum,
sem við köllum Önnu, allt um lífið - í litla dýra-
garðsheiminum.
4 - DAGUR - 28. október 1985
Engelbert Humperdinck
tör í megrun!
•„Ég missti 14 kíló á aðeins 30 dögum með því að fylgja mjög einföld-
um megrunarkúr," sagði Engelbert Humperdinck gamall hjartabrjótur.
„Og fyrst að ég gat það, þá getur þú það líka."
Engelbert byrjaði að hlaða utan á sig fitu skömmu eftir að faðir hans
lést, var mjög niðurdreginn og hóf að innbyrða mikið magn af „djönki“.
„Þegar ég uppgötvaði hversu þungur og feitur ég var orðinn varð ég
enn niðurdregnari. Og byrjaði að éta ennþá meira. Fékk rosa undir-
höku og gat ekki horft á sjálfan mig í spegli. Ég hataði sjálfan mig!"
Einn góðan veðurdag í Las Vegas var Engelbert feitur á stjái og sá
alla brúnu grönnu kroppana slöngvast um göturnar.
„Hvernig geta þeir verið svona grannir og sætir, þessir strákar,“
sagði ég við sjálfan mig.
Það var vinur hans, dansari sem leiddi hann í allan sannleikann - all-
ir á einhverjum töframegrunarkúr!
Og Engelbert til sálfræðings, sem sannfærði hann um ágæti kúrsins.
Ekkert mál Engelbert minn, bara að byrja. Og hann byrjaði og gekk
svona glimrandi vel. Kílóin fuku 14. Og nú er hann orðinn ofsa sætur
aftur. Og munið það lesendur góðir, fyrst að Engelbert Humperdinck
getur, þá getið þið það líka...
• Lok, lok
og læs
Aðalmal nýafstaðins
BSRB-þings var að taka af-
stöðu til úrsagnar
kennara úr BSRB, en
kennarar greiddu um það
atkvæði sl. vetur hvort
þeir ættu að ganga úr
BSRB eða ekki. Kennarar
voru þá gífurlega
óánægðir með BSRB og
var mikiif meirihluti á þvf
að ganga úr bandalaginu.
Margir sýndu einnig álit
sitt á þessu máli með því
að skila auðu. Þá greip
stjórn BSRB í hálmstráið
og túlkaðí auðu seðlana
sem stuðningsyfirlýs-
ingu, eða því sem næst
og þar með væru ekki 2/3
hlutar kennara tflbúnir til
að ganga úr BSRB.
Og sú varð einnig túlk-
un BSRB-þingsins sem
lauk fyrir helgi. Kennarar
eru þvf fastir í BSRB hvort
sem þeim likar betur eða
verr og verða að gera svo
vel að hafa aðra atkvæða-
greiðslu um málið. Og þá
er eins gott að hafa hlut-
ina á hreinu, því það má jú
alltaf túlka hlutina á svo
margvíslegan hátt.
# Ekkertgetur
bilað
Og hér er ein gömul og
góð, svona f óbeinu fram-
haldi af verkfalli flug-
freyja.
Sá dagur var runninn
upp að tækninni hafði
fleygt svo fram að flugvél-
arnar voru orðnar alger-
lega tölvustýrðar. Það
þurfti engan flugmann,
enga flugfreyju, né yfir-
leitt nokkurn af holdi og
blóði til að vinna við
flugið. Stjórntölvan sá um
það allt.
Hinir og þessir mektar-
menn þjóðfélagsins sátu
makindalega í sætum sfn-
um í flugvélinni er hún
keyrði að flugbrautarend-
anum og bjó sig til flugs.
Og þá heyrðist vélræn
rödd í hátalarakerfinu
segja:
„Góðir farþegar. Þetta
er stjórntölvan sem talar.
Ég býð ykkur velkomin í
þetta fyrsta altölvuvædda
flug veraldarsögunnar.
Við erum nú um það bil að
fara í toftið og ég bið ykk-
ur um að spenna beltin og
slökkva I vindlingunum.
Og þótt enginn mannleg-
ur máttur komi hér vlð
sögu fullvissa ég ykkur
um að ekkert getur
bílað.... ekkert getur
bilað.... ekkert getur
bilað....“
_á Ijósvakanum.
Barnaþátturinn hefst kl. 19.25.
sionvarpl
MANUDAGUR
28. október
19.00 Aftanstund.
Endursýndur þáttur frá 23.
október.
19.25 Barnaþáttur. Tommi
og Jenni, Hananú, brúöu-
mynd fré Tókkóslóvakíu
og Dýrin í Fagraskógi,
teiknimyndaflokkur frá
Tékkóslóvakíu.
19.50 Fréttaágrip á tákn-
máli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Áuglýsingar og dag-
skrá.
20.40 Móðurmálið-
Framburður
Þriðji þáttur: Um hljóð-
myndanir við góm, hv-kv
og fleira.
Umsjónarmaður: Ámi
Böðvarsson, málfarsráðu-
nautur Ríkisútvarpsins.
Aðstoðarmaður: Margrét
Pálsdóttir.
Skýringamyndir: Jón Júl-
íus Þorsteinsson.
Stjóm upptöku: Karl Sig-
tryggsson.
20.50 Listin að lifa.
(Survival - The Graceful
Art of Success)
Bresk dýralífsmynd um
antilópur í Afríku.
Þýðandi og þulur: Jón O.
Edwald.
21.15 íþróttir.
Umsjónarmaður: Bjarni
Felixson.
21.50 Prófmiþeifur klipptur.
(Prometeus í saken)
Danskt sjónvarpsleikrit
eftir Emst Bmun Olsen
sem einnig er leikstjóri.
Aðalhlutverk: Inge Sofie
Skobo, Bjöm Watt Bools-
en, Lily Weiding og Tor-
ben Jensen.
Ung menntakona kemur
ráðherra í klípu í útvarps-
umræðum svo að hann
verður að grípa til belli-
bragða til að bíða ekki
álitshnekki.
(Nordvision - Danska sjón-
varpið)
Þýðandi: Jóhanna Þráins-
dóttir.
23.20 Fréttir í dagskrárlok.
lútvarpI
MANUDAGUR
28. október
7.00 Veðurfregnir • Fréttir •
Bæn. Séra Rúnar Þór Egils-
son flytur (a.v.d.v.).
7.15 Morgunvaktin -
Gunnar E. Kvaran, Sigríður
Árnadóttir og Hanna G.
Sigurðardóttir.
7.20 Morguntrimm.
Jónína Benediktsdóttir
(a.v.d.v.).
7.30 Fróttir • Tilkynningar.
8.00 Fróttir • Tilkynningar.
8.15 Veðurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Litli tréhestur-
inn" eftir Ursulu Moray
Williams.
Baldvin HaUdórsson byrjar
lestur þýðingar Sigríðar
Thorlacius.
9.20 Morguntrimm • Til-
kynningar • Tónleikar,
þulur velur og kynnir.
9.45 Búnaðarþáttur.
Ingi Tryggvarson formað-
ur stéttarsambands
bænda segir frá aðalfundi
Evrópusambands bænda
sem haldið var nýlega í
Luzern í Sviss.
10.00 Fróttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Lesið úr forustugrein-
um landsmálablaða • Tón-
leikar.
11.10 Úr atvinnulífinu -
Stjórnun og rekstur.
Umsjón: Smári Sigurðsson
• og Þorleifur Finnsson.
11.30 Stefnur.
Haukur Ágústsson kynnir
tónlist. (Frá Akureyri).
12.00 Dagskrá • Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir • Til-
kynningar • Tónleikar.
13.30 í dagsins önn - Sam-
vera.
Umsjón: Sverrir Guðjóns-
son.
14.00 Miðdegissagan:
„Skref fyrir skref“ eftir
Gerdu Antti.
Guðrún Þórarinsdóttir
'þýddi. Margrét Helga Jó-
hannsdóttir les (5).
14.30 íslensk tónlist.
15.15 Haustkveðja
Stokkhólmi.
Jakob S. Jónsson
frá
flytur
fjórða og síðasta þátt sinn.
15.45 Tilkynningar • Tón-
leikar.
16.00 Fréttir • Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar.
17.00 Barnaútvarpið
Meðal efnis: „Bronssverð-
ið“ eftir Johannes
Heggland. Knútur R.
Magnússon les þýðingu
Ingólfs Jónssonar frá
Prestbakka (7).
Stjómandi: Kristín Helga-
dóttir.
17.40 íslenskt mál.
Endurtekinn þáttur Guð-
rúnar Kvaran frá laugar-
degi.
17.50 Síðdegisútvarp
- Sverrir Gauti Diego.
Tónleikar • Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir • Dag-
skrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynnmgar.
19.35 Daglegt mál.
Guðvarður Már Gunn-
laugsson flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn.
Guðrún Helga Sederholm
kennari talar.
20.00 Lög unga fólksins.
Þorsteinn J. Vilhjálmsson
kynnir.
20.40 Kvöldvaka.
a. Hún móðir mín.
Þorsteinn Matthíasson
flytur þátt eftir frásögn
Ástu Sigurðardóttir.
b. Ljóð eftir Guðmund
Friðjónsson.
Úlfar K. Þorsteinsson les.
c. Jórunnarstaðaboli.
Elín Guðjónsdóttir les frá-
sögn eftir Kjartan Jú-
líusson.
Umsjón: Helga Ágústs-
dóttir.
21.30 Útvarpssagan: „Saga
Borgarættarinnar" eftir
Gunnar Gunnarsson.
Helga Þ. Stephensen les
(9).
22.00 Fréttir Dagskrá
morgundagsins.
22.15 Veðurfregnir • Orð
kvöldsins.
22.25 Rif úr mannsins síðu.
Þáttur í umsjá Sigríðar
Árnadóttur og Margrétar
Oddsdóttur.
23.10 „Frá tónskáldaþingi."
24.00 Fréttir • Dagskrárlok.
I rás 21
MANUDAGUR
28. október
10.00-10.30 Katir krakkar.
Dagskrá fyrir yngstu
hlustenduma frá barna-
og unglingadeild útvarps-
ins.
Stjómandi: . Ragnar Sær
Ragnarsson.
10.30-12.00 Morgunþáttur.
Stjórnandi: Ásgeir Tómas-
son.
14.00-16.00 Út um hvippinn
og hvappinn.
Stjómandi: Inger Anna
Aikman.
16.00-18.00 Allt og sumt.
Stjórnandi: Helgi Már
Barðason.
3ja mín. fréttir kl. 11,15,16,
og 17.