Dagur


Dagur - 18.11.1985, Qupperneq 1

Dagur - 18.11.1985, Qupperneq 1
68. árgangur Akureyri, mánudagur 18. nóvember 1985 144. tölublað Óveðrið um helgina: - Umsögn Gísla Sigurgeirssonar um Jólaævintýrið - bls. 9 Allt um helgarinnar -í opnu Tré rifnaði upp - Víða fuku járnplötur af þökum Mig langaði heim Viðtal dagsins bls. 2 Þakplötur rifnuðu af húsum og mikið af heyi fauk út um allan dal. í gærmorgun varð aftur mjög hvasst og þá lagðist bárujárns- veggur í kringum vélsmiðjuport á Blönduósi niður. Til að koma í veg fyrir að plöturnar fykju yfir íbúðahverfi sem var hlémegin við vélsmiðjuna var griþið til þess Skemmdir urðu víða á Norður- landi í óveðrunum sem gengu yfir landið í gær og á föstudag- inn, sérstaklega vestan til. Á föstudaginn urður skemmdir mestar í Vatnsdal. Þar gerðist m.a. sá fátíði atburður að gamalt tré rifnaði upp við Forsæludal sem er innsti bær í Vatnsdal. ráðs að keyra jarðýtu og vörubíl ofan á girðinguna. Ekki hafa borist fréttir af meiriháttar óhöppum annars staðar á Norðurlandi en víða fuku járnplötur af húsum og á Akureyri skemmdist a.m.k. einn bíll við það að verða fyrir járn- plötu. -yk. Stora flugskýlið á Akureyrarflugveili opnaðist á óvenjulegum stað á föstudaginn. Það var hann Kári sem reif gat á suðvesturhorn skýlisins og hér er barist við að loka á eftir honum. Mynd: -yk. Norræna menningarmálastofnunin: Tryggvi Gíslason ráðinn deildarstióri Tryggvi Gíslason, skólameist- ari Menntaskólans á Akureyri, hefur verið ráðinn deildarstjóri við Norrænu menningarmála- skrifstofuna í Kaupmanna- höfn. Ráðningartíminn er fjög- ur ár og mun Tryggvi hefja störf þann 1. aprfl n.k. Tryggvi sagði í samtali við Dag að verið væri að breyta skipulagi Norrænu menningarmálaskrif- stofunnar sem starfað hefur frá árinu 1972. Fram til þessa hefur hún starfað á tveimur stöðum aðallega, í Ósló og Kaupmanna- höfn en verður nú starfrækt ein- göngu í Kaupmannahöfn. Starfsemi Norrænu menning- armálaskrifstofunnar er skipt niður í fimm fagdeildir og mun Tryggvi veita einni þeirra for- Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráðherra: Mikil verðmætaaukning í kjölfar kvótakerfisins Að sögn Halldórs Asgrímsson- ar sjávarútvegsráðherra spör- uðust líklega u.þ.b. 400 milljónir króna á árinu 1984 með breyttri sókn fiskiskipa vegna kvótakerfisins. 85.5% aflans fóru ■ fyrsta flokk á móti 80% árið áður. Þessi breyting hafði í för með sér um 200 milljón króna verðmætaaukn- ingu á afla upp úr sjó. Rækju- veiðar jukust mjög mikið I kjölfar breyttrar fiskveiða- stjórnunar á árinu 1984 og nemur su aukning 700-800 milljónum króna. Samanlagt þýðir þetta verðmætaaukningu um hátt á annan milljarð króna. Halldór sagði að öll þessi aukning á verðmætasköpun ís- lensks sjávarútvegs væri ekki bein afleiðing kvótakerfisins en hún væri vissulega sterk vísbend- ing um hagkvæmni þeirrar stefnu sem nú er við líði í stjórnun fisk- veiða. Samkvæmt framkomnum spám mun árið í ár verða mesta aflaár í sögu íslensks sjávarútvegs og er búist við að heildaraflinn verði um 1.671 þús, lesta. Metið sem nú er í gildi var sett árið 1979 en þá bárust alls 1.649 þús. lesta á land. Þessar tölur segja hins veg- ar ekki nema hálfa sögu þar sem athuga verður samsetningu aflans til að hægt sé að spá um verðmæti hans. Sem dæmi má nefna að þrátt fyrir að aflinn verði 1671 þús. lesta í ár en hafi aðeins verið 839 þús. lesta árið 1983 þá verður verðmæti aflans í ár ekki nema fimmtungi hærra en það var árið 1983. Það sem ræður úrslitum um þessa aflaaukningu er fyrst og fremst mikill loðnuafli. Aðspurður kvaðst Halldór vera ánægður með samþykkt Fiskiþings þess efnis að kvóta- kerfið skyldi vera í gildi næstu tvö ár en hann kvaðst þó sérstak- lega vera ánægður með það hversu góð samstaða hefði náðst innan sjávarútvegsins í heild. -yk. stöðu. Sú deild fjallar um skóla- og menntunarmál, menningu og fjölmiðlun. Tryggvi flytur til Danmerkur í vor og fær á sama tíma leyfi frá störfum sem skólameistari Menntaskólans á Akureyri. BB. Pizzaria de Cosimo: Skiptimynt stolið Aðfararnótt laugardags var brotist inn í Pizzaria de Cos- imo í Brekkkugötu 7. Brotin var rúða á suðurhlið hússins og farið þar inn. Þar komust innbrotsþjófarnir í pen- ingakassa með skiptimynt og létu greipar sópa. Lítið var af pening- um í kassanum og sjónarvottar gátu bent lögreglunni á hverjir þarna voru á ferð. -vk. Óká Ijósastaur í gærmorgun lenti fólksbfll á ljósastaur, sunnarlega á Hlíö- arbraut á Akureyri. Bæði staurinn og bíllinn skemmdust mikið, að sögn lög- reglu, en ökumaður sem var einn í bílnum slapp ómeiddur. Ekki er vitað um orsakir slyssins en mjög hvasst var þegar það átti sér stað og kann ökumaðurinn að hafa fipast við stjórn bílsins af þeim sökum. -vl

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.