Dagur - 18.11.1985, Side 11
18. nóvember 1985 - DAGUR - 11
Bakarameistarar um fyrirhugað vörugjald á brauð:
„Órökræn skattheimta"
Nýbakaður fjármálaráðherra,
sem hefur þá yfirlýstu stefnu að
draga úr skattheimtu, hefur ný-
verið flutt fjárlagaræðu sína.
Þegar gluggað er í fjárlagaræðu
ráðherrans kemur ýmislegt fróð-
legt í ljós. Það sem mestu furðu
þó vekur, er stórkostleg aukning
skattheimtu í formi vörugjalds,
sem gefa á ríkissjóði lítinn millj-
arð í beinar tekjur. Hefur þá ver-
ið tekið tillit til fyrirhugaðra
tollalækkana og lækkunar á
tekjuskatti sem sjálfsagt hefur
verið hugsuð sem dúsa, til að
kaupa nokkurn frið vegna skatt-
heimtu þessarar. Brauð er meðal
þeirra vöruflokka, sem ætlunin er
að innheimta 30% vörugjald af
miðað við framleiðsluverð.
Vegna þessara hugmynda leyfir
Landssamband bakarameistara
sér að hreyfa eftirfarandi:
1. Álagning vörugjalds er í eðli
sínu afar órökræn skatt-
heimta. Vörugjaldið leggst á
suma vöruflokka, en aðra
ekki, og er þannig til þess fall-
ið að hafa óeðlileg áhrif á
neysluval almennings. Brauð,
sem er viðurkennd hollustu-
vara og nauðsynleg í fæðu
fólks, á að skattleggja um
30%, en aðrar mikilvægar
fæðutegundir eins og kjöt og
fiskur eru undanþegin skatt-
heimtunni, svo dæmi sé tekið.
Augljóst er, að vörugjaldið
hefur í för með sér minnkandi
neyslu á brauðvörum, en áð
sama skapi aukna neyslu ann-
arrar matvöru, sem ekki er
gjaldskyld. Landssamband
bakarameistara mótmælir
harðlega órökrænni skatt-
heimtu af þessu tagi.
2. Viðurkennt er af sérfræðing-
um, að kornmeti eins og
brauð sé einhver hollasta
fæða, sem mönnum er tiltæk.
Jafnframt hefur verið á það
bent af sérfræðingum, að auk-
in neysla brauðmetis bæti
heilsufar og sé liður í fyrir-
byggjandi heilsuverndarstarfi.
Það vekur því nokkra furðu,
að brauð skuli nú eiga að
skattleggja og að þau, nánast
ein hollustuvara, skuli tekin út
úr að þessu leyti. Svo virðist
nefnilega sem vörugjalds-
skyldar neysluvörur eigi fyrst
og fremst að vera þær, sem
hingað til hafa ekki þótt sér-
staklega hollar. Með hug-
myndum um upptöku vöru-
gjalds á brauð er verið að
skipa þessari mikilvægu fæðu
á Sekk með sælgæti og gos-
drykkjum. Landssamband
bakarameistara telur vinnu-
brögð af þessu tagi út í hött,
og í engu samræmi við hug-
myndir um fyrirbyggjandi
starf á sviði heilsugæslu og
stórfelldan sparnað í opinber-
um útgjöldum, sem á þann
hátt mætti ná.
3. Þegar leitað hefur verið eftir
hækkunum á „vísitölubrauð-
unum“ svonefndu hefur af
stjórnvöldum beint og óbeint
verið til þess vísað, að brauð
séu vörugjaldsskyld skv.
lögum. Þeirn lögum yrði hins
vegar ekki fylgt eftir meðan
„vísitölubrauðin" væru undir
verðlagsákvæðum, enda hefði
þessi gjaldtaka í för með sér
ekki aðeins gífurlega hækkun
á almennri brauðvöru, heldur
einnig á „vísitölubrauðum".
Þessar hótanir um innheimtu
vörugjalds á brauð hafa löng-
um slegið á harðari kröfugerð
af hálfu Landssambands bak-
arameistara varðandi verðlag
á „vísitölubrauðum“. Nú hef-
ur á hinn bóginn verið tekin
ákvörðun um að innheimta
vörugjald af öllum brauðum
frá og með næstu ármótum.
Það eru því stjórnvöld sjálf,
sem ríða á vaðið með stór-
fellda hækkun „vísitölu-
brauða", þeirra sömu brauða,
sem bakarameistarar hafa ver-
ið neyddir til að selja undir
kostnaðarverði árum saman
„til að gefa barnmörgum fjöl-
skyldum kost á ódýrri og
hollri brauðvöru", eins og það
hefur hljómað í munni stjórn-
málamanna og embættis-
manna. Þessi vörugjaldstaka
stjórnvalda nú er í samræmi
við þann tvískinnung, sem
ríkir á þessum bæ og lýsir sér í
óskráðu reglunni: „Pegar
ríkissjóð vantar peninga í
kassann, skipta fagleg vinnu-
brögð engu máli. Félagar
Landssambands bakarameist-
ara skora á fjármálaráðherra,
ríkisstjórn og alþingsmenn að
láta af öllum áætlunum um
innheimtu vörugjalds af
brauði. Brauð- og kökugerð
er stærst matvælagreina hér á
landi og veitir 700 manns fulla
atvinnu. Afkoma greinarinnar
og þeirra, sem í henni starfa
er teflt í tvísýnu, komist hug-
myndir um vörugjald á brauð
til framkvæmda.
Bakarameistarar telja ekki ráðlegt að setja vörugjald á brauð.
brúða t.d. hanskabrúður, stang-
arbrúður, brúðugerð sem nefnd
er marotten og stórar brúður sem
stjórnandinn fer innan í.
Einnig verða í Dynheimum
brúðuleiksýningar. Sýndir verða
leikþættirnir „Feluleikurog „Lilli
gerist barnfóstra" en þeir voru
báðir sýndir í Brúðubílnum í
sumar sem leið.
Sýnt verður fyrir leikskólana á
Akureyri fimmtudag og föstudag
og fyrir almenning verða sýning-
ar sunnudaginn 24. nóvember
klukkan 14 og klukkan 16. Miða-
verð er kr. 150.00. Sala hefst
klukkan 12.30. Sýningin tekur
llA klukkustund. Það eru þær
Helga og Sigríður Hannesdóttir
sem sjá um sýningar í Brúðubíln-
um.
Dagana 23. nóvember til 2. des-
ember heldur Helga Steffensen
sýningu á leikbrúðum sínum í
sýningarsal Dynheima á Akur-
eyri. Sýningin er opin frá klukk-
an 14-19 virka daga og klukkan
14-22 á sunnudögum.
Sýndar verða 60 leikbrúður,
sem allar hafa komið fram á sviði
eða í sjónvarpinu á síðastliðnum
árum. Elsta brúðan er frá 1969,
en það er Sigga sem var í sjón-
varpsþáttunum „Sigga og skessan
“. Þarna eru ýmsar tegundir leik-
Helga Steffensen ásamt nokkrum brúðum.
Leikbrúðu-hátíð
í Dynheimum á Akureyri
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 41., 45. og 48. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984
á fasteigninni Fjólugötu 10, Akureyri, þingl. eign Brynjólfs
Snorrasonar, fer fram eftir kröfu Ólafs B. Árnasonar hdl., Har-
aldar Blöndal hrl. og Brunabóteíélags íslands á eigninni sjálfri
föstudaginn 22. nóvember kl. 16.45.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 52., 65. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985
á fasteigninni Sunnuhlíð 12, H-hluta, Akureyri, þingl. eign
Smára hf., fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri og
innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 22.
nóvember 1985 kl. 14.15.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 41., 45. og 48. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984
á fasteigninni Óseyri 16, Akureyri, þingl. eign Varar h.f., fer
fram eftir kröfu inniheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri
föstudaginn 22. nóvember 1985 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 1., 27. og 33. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985
á fasteigninni Grenilundi 15, Akureyri, þingl. eign Hauks Þórs
Adólfssonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á
fasteigninni sjálfri föstudaginn 22. nóvember 1985 kl. 17.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 128., 130. og 133. tbl. Lögbirtingablaðsins
1983 á fasteigninni Arnarsíðu 6d, Akureyri, þingl. eign Ásgeirs
Inga Jónssonar, fer fram eftir kröfu veðdeildar Landsbanka
íslands, Jóns Sveinssonar hdl., Tryggingastofnunar ríkisins
og bæjargjaldkerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstudaginn
22. nóvember 1985 kl. 16.15.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Kjalarsíðu 18d, Akureyri, talinni eign Árna
Þorvaldssonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns rikissjóðs,
Gunnars Sólnes hrl., Ásgeirs Thoroddsen hdl. og bæjargjald-
kerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstudaginn 22. nóvember
1985 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Ægisgötu 13, Akureyri, þingl. eign Svein-
ars Rósantssonar, fer fram eftir kröfu Ólafs B. Árnasonar hdl.
og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 22. nóv-
ember 1985 kl. 15.15.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Vanabyggð 2b, Akureyri, talinni eign Eð-
varðs R. Guðbjörnssonar, fer fram eftir kröfu Jóns-Bjarnason-
ar hrl., Valgarðs Briem hrl„ Guðmundar Jónssonar hdl., Út-
vegsbanka fslands, lögfræðingad., bæjargjaldkerans á Akur-
eyri og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 22.
nóvember 1985 kl. 15.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Eyrarlandsvegi 22, Akureyri, talinni eign
Hjörleifs Gísiasonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka islands,
lögfræðingadeildar, bæjargjaldkerans á Akureyri, Gunnars
Sólnes hrl., Ólafs B. Árnasonar hdl., Ólafs Gústafssonar hdl.,
Verslunarbanka íslands, Ásgeirs Thoroddsen hdl. og Bruna-
bótafélags íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 22. nóvember
1985 kl. 14.45.
Bæjarfógetinn á Akureyri.