Dagur - 05.12.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 05.12.1985, Blaðsíða 7
■ Bcrnharð Huraldsson irgunleikfimi, Rósa Guðjónsdóttir. Textí: Helga Kristjánsdóttir Myndir: Gísli Tryggvason. Okkur datt í hug aö tala einnig viö einhvern sem væri vel aö sér í málefnum sundlaugarinnar. Fyrir valinu varö Markús Hávarö- arson sundlaugarvörður. - Hvers vegna geröist þú sundlaugarvörður? „Þaö er nú þaö, ætli þaö hafi ekki verið tilviljun." - í hverju er starf þitt fólgið? „í eftirliti og þrifnaöi hér á svæöinu." - Hvenær kemur fólk helst í sund? „Það koma flestir yfir sumar- tímann, á veturna er skólasund hér meirihluta dagsins (milli kl. 8 og 17).“ - Er það einhver ákveðinn aldurshópur sem kemur helst í sund? „Nei það kemur allur al- menningur, alveg frá nokkurra mánaöa ungbörnum til fólks á áttræðisaldri.“ — Er mikið um að vissar „sundklíkur" hittist hér daglega? „Ja, þaö koma ákveðnar grúppur hingað snemma á morgnana, um hádegisbiliö og svo um kl. 5 síödegis." - Hvaö geta margir farið í sund í einu? „Þaö á sér engin takmörk, 1600-1700 er hámarkið yfir dag- inn.“ - Hvenær fara unglingar helst í sund á daginn? „Yfirleitt eftir kl. 7.00 á kvöldin. - Þegar prófin byrja í skólunum fara margir í sund áður en haldið er í skólann." Viö þökkum Markúsi fyrir viö- talið. Helga Björk hætt Helga Björk hefur sagt upp störfum sínum viö þáttinn vegna anna. Hvort frekari mannabreytingar veröa á næst- unni er enn óvíst. Við viljum enn minna lesend- ur á að koma nú með tillögur um efni í þáttinn. Árrisulir sundgestir. 5. desember 1985 - DAGUR - 7 'Spurning vikunnar______________, Hvað kosta jólin Siguröur Magnússon: Viö skulum sjá. Þegar maöur er búinn aö mála og gera allt sem þarf, auk þess að kaupa mat og gjafir handa fólkinu, þá er þetta komiö í 40 til 45 þúsund krónur. Mest borga ég með Visa-korti. Þetta verða Visa-jól hjá mér eins og mörgum öörum. Ára- mótin eru ekki inni í dæminu, þau kosta aukalega. Guðmundur Sigurbjörnsson: Guð minn góöur, þar fórstu al- veg meö mig. Ég hef bara ekki hugmynd um hvað þau kosta. Ég er ekki einn af þeim sem fer í þaö aö umturna íbúöinni rétt fyrir jól. Slíkt geri ég heldur í janúar, eins og aö mála og slíkt. Ætli 30 til 40 þúsund krónur séu ekki nálægt lagi. Þá á ég við gjafir, mat og þetta venjulega sem þarf. a Snorri Kristjánsson: Þau kosta ekki mikið hjá mér núna. Ég gef ekki margar jóla- gjafir. Það eru auövitaö barna- börnin, þau fá gjafir. Börnin eru svo stór aö þau fá ekki gjafir. Aö sjálfsögöu fær frúin gjöf frá bóndanum. Ég giska á aö jólin kosti hjá mér milli 20 og 30 þús- und krónur. Sólveig Adamsdóttir: Eitt get ég sagt þér, þau veröa dýr. Þaö þarf að vísu ekki að mála og kaupa ný húsgögn eins og hjá sumum. Aðalútgjöldin eru í mat og gjöfum, en endan- leg tala fer eftir því hversu rausnarleg ég verö við eigin- manninn varöandi jólagjöf. Ára- mótin kosta aukalega. Ég get líklega ekki sloppið með lægri tölu en 40 þúsund krónur. Örn Hansen: Ég veit ekki hvaö ég á aö segja. Ætli það verði ekki um 300 þús- und krónur. Ég er nefnilega aö taka baðið í gegn heima. Það kostar um 250 þúsund. Hin 50 þúsundin fara í mat og gjafir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.