Dagur - 05.12.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 05.12.1985, Blaðsíða 12
DftftPR Ákureyri, fímmtudagur 5. desember 1985 Kjúkíinq AKUREYRI Skipagötu 12 ■ Sími em gœðafceða AKUREYRI Skipagötu 12 ■ Sími 21464 Hver verður Andlit H-100? Það snjóaði grimmt þegar þátttakendur í keppninni Andlit H-100 stilltu sér upp til myndatöku í gær. En þær láta veðrið ekki á sig fá og úrslitin í keppninni verða Ijós nú um helgina. KGA Togaranum Ólafi bekk breytt í frystitogara? Engin ákvörðun hefur verið tekin Klaki í Stráka- göngum - getur valdið stórhættu og tjóni Nokkuð hefur borið á því að göngin í gegnum Stráka við Siglufjörð séu skilin eftir opin um vetrartímann. Gerir þetta að verkum að mikill klaki myndast í loft gangnanna. Þau grýlukerti og klaki sem myndast í göngunum þegar þau eru skilin eftir opin geta valdið stórhættu og tjóni. Starfsmenn Vegagerðarinnar gera það sem í þeirra valdi stendur til að berja niður klakann, en hann myndast jafnharðan vegna þess að göngin standa opin tímunum saman. Auðvelt er að komast hjá þessu með því að loka göngunum eftir að bílar eru komnir inn í þau við annan enda þeirra og loka þeim við hinn endann þegar komið er út úr þeim. Ef þessu væri fram- fylgt mundi það skapa mikið ör- yggi allra þeirra sem um göngin þurfa að fara. gej- Sigl- firð- ingur missti stýrið „Ég tel það mjög vel gert hjá áhöfninni að komast í land með því að stýra með toghler- unum. Þetta var ekki mjög erfítt, en mikið þolinmæði- verk, því ekki var hægt að sigla hraðar en á 3 til 4 mílum. Svo fórum við á móti þeim hér út og leiðbeindum inn fjörðinn og að landi,“sagði Ragnar Ólafs- son skipstjóri á Siglfíröingi. Eins og komið hefur fram missti togarinn Siglfirðingur stýrið, eins og kallað er á sjó- mannamáli. Þegar farið var að skoða skipið eftir að það kom að landi kom í ljós að Siglfirðingur hafði misst stýrið í orðsins fyllstu merkingu. Stýrið var horfið. Mun það fátítt að slíkt gerist á skipum f dag. Ragnar var ekki skipstjóri í þessari ferð Siglfirðings. Þegar hann var spurður hvers vegna hafi ekki verið leitað hjálpar hjá öðrum skipum eða bátum, sagði hann að erfitt væri að eiga við slík mál. Það er ómögulegt að semja um slík mál fyrir björgun og enn erfiðara getur verið að fá bakkröfur eftir björgunina. Siglfirðingur verður dreginn til Reykjavíkur til viðgerðar, sem áætlað er að taki rúma viku. Ekki er vitað um orsakir þess að togar- inn missti stýrið. gej- Það er ekki alls kostar rétt sem fram hefur komið í útvarpi og sjónvarpi að til standi að breyta Ólafí bekk frá Ólafs- fírði í frystitógara, að sögn Þorsteins Ásgeirssonar útgerð- armanns á Ólafsfírði. Hið rétta er að útgerðarfélagið lét kanna hagkvæmni þess að skipta um vél í skipinu og gera á því aðrar nauðsynlegar endur- bætur og hins vegar að koma búnaði til heilfrystingar fyrir í skipinu og lengja það, auk áður- nefndra breytinga. Önnur skip sem þannig eru útbúin eru t.d. Stakfellið og Kolbeinsey. Könnunin leiddi í ljós að seinni kosturinn er mun hagkvæmari fyrir útgerðina en engin ákvörð- un hefur verið tekin um það hvor kosturinn verður fyrir valinu. Aðaleigendur Ólafs bekks eru frystihúsin f Ólafsfirði og því hljóta þeir að skoða málið í vfðara samhengi en því hvað hag- kvæmast er fyrir útgerðina. Líklegt er að breytingar á Ólafi bekk og 5 öðrum systurskipum sem smíðuð voru í Japan á svip- uðum tíma verði boðnar út í einu Ekki hefur enn tekist að kom- ast fyrir alla byrjunarörðug- leika hjá Steinullarverksmiðj- unni á Sauðárkróki og hefur rafbræðsluofn verksmiðjunnar ekki reynst eins og honum er ætlað, að sögn Þorsteins Þor- steinssonar framkvæmda- stjóra. Ofninn afkastar ekki eins miklu og framleiðandi hans lagi og stendur til að þær breyt- ingar verði unnar á næsta ári. ábyrgist að hann skuli gera og leiðir það m.a. til þess að orku- kostnaður á hvert tonn af steinull er hærri en ráð var fyrir gert. Einnig eru afköst verksmiðjunn- ar að sama skapi minni en eðli- legt getur talist. Framleiðandi ofnsins er með menn í því að reyna að laga það sem þarf að laga til að ofninn skili sínu hlut- verki og sagði Þorsteinn að vonir Fleiri þurfa að samþykkja að kennsla í hársnyrti- greinum fari fram á Akureyri Svo sem skýrt var frá í blaðinu í gær hefur bæjarstjórn Akur- eyrar fyrir sitt leyti samþykkt að hafín verði kennsla í hár- snyrtigreinum við Verk- menntaskólann á Akureyri. Sú samþykkt segir þó ekki alla söguna. Akureyrarbær er rekstr- ar- og eignaraðili skólans en fleiri aðilar þurfa að „gefa grænt ljós“ á þessa tilhögun mála áður en hægt verður að hefja kennslu í hársnyrtigreinum í VMA. Þannig þarf Iðnfræðsluráð að veita málinu fulltingi sitt en menntamálaráðuneytið segir svo endanlega til um hvernig málum skuli háttað, væntanlega með hliðsjón af umsögn Iðnfræðslu- ráðs. Endanleg ákvörðun hefur því ekki verið tekin en Bernharð Haraldsson skólameistari Verk- menntaskólans sagðist fastlega reikna með jákvæðu svari. BB. Flugið gekk illa Flug gekk mjög illa á Norður- landi í gær. Þegar komið var fram á kvöldið hafði Flugleið- um ekki tekist að fljúga til Ak- ureyrar og ekki voru taldar líkur á að það tækist þá. Flugleiðum tókst þó að komast eina ferð til Sauðárkróks, eina til Húsavíkur og tvær til Egilsstaða en á þessa staði var flogið um há- degið í gær. Flugfélag Norðurlands flaug tvö leiguflug til Reykjavíkur. Að auki tókst að fljúga til Grímseyj- ar en þangað hafði ekki verið flogið í um vikutíma. Þá tókst að fara eina ferð til ísafjarðar. gk-. stæðu til að það tækist þegar vinnsla stöðvast vegna jólaleyfa. Lokið er viðgerðum og endur- bótum á ýmsum öðrum hlekkjum vinnslunnar og ef tekst að koma ofninum í gott lag ætti fram- leiðsla að geta gengið með fullum afköstum upp úr áramótum. Ekki er búið að semja um flutninga á steinull frá verksmiðj- unni en samningaviðræður við Ríkisskip standa nú yfir. -yk. Steinullarverksmiðjan: Afköst ofnsins eru minni en ábyrgst var

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.