Dagur - 05.12.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 05.12.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 5. desember 1985 málefni aldraðra. Mér hefur ekki leiðst einn einasta dag - segir Brynhildur Þorleifsdóttir á Skjaldarvík Hér á ég marga góðavini - segir Tryggvi Kristjánsson 97 ára og elsti vistmaður Skjaldarvíkur Myndir: - KGA. Dvalarheimilið Skjaldarvík Aðstaðan er ekki nógu góð - segir Anna Guðrún Jónsdóttir Hjúkrunarforstjóri dvalarheimilanna Á Dvalarheimilunum Hlíð og Skjaldarvík eru nú 184 vistmenn, 107 á Hlíð og 77 á Skjaldarvík. Á biðlista að dval- arheimilunum eru eins og áður hefur komið fram í Degi eitt- hvað á milli 300 og 350 manns. „Vegna staðsetningar Skjald- arvíkur og einnig vegna þess að aðstaða þar er slæm vill fólkið síður fara þangað," sagði Anna Guðrún Jónsdóttir hjúkrunarfor- stjóri er Dagur heimsótti Skjald- arvík fyrr í vikunni. Á Hlíð hafa einkum aldraðir Akureyringar dvalist, en fólk úr sveitunum í kring verið á Skjaldarvík. Anna Guðrún sagði að fjar- lægðin hefði svolítið að segja, þó ekki væri lengra en 7 kílómetrar frá Glerárbrú að Skjaldarvík. Á Skjaldarvík starfar hjúkrun- ardeildarstjóri, sem er Helga Tryggvadóttir, þrjár stöður sjúkraliða eru við Skjaldarvík og starfsstúlkur eru um 27. „Það hefur verið erfitt að ráða hingað hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Við þyrftum nauðsyn- lega á fleira fólki að halda, en því miður hefur ekki tekist að fá jjað hingað,“ sagði Anna Guðrún. Starfsfólki er ekið á vaktirnar og geta vistmenn notað þær ferð- ir til að bregða sér í bæinn. Einn- ig eru fastar ferðir til Akureyrar þrisvar í viku. Að auki er fólkið keyrt ef sérstakar aðstæður krefj- ast þess, t.d. ef farið er til læknis, í æfingar að Bjargi o.s.frv. Alla virka daga vikunnar er vistmönnum boðið upp á föndur og ýmsa handavinnu undir leið- Anna Guðrún Jónsdóttir. sögn. Einnig er lesið upp og er fólk ánægt með það. Skjaldarvík var í eigu Stefáns Jónssonar klæðskerameistara og rak hann þar elliheimili í 23 ár. Árið 1965 gaf hann Akureyrarbæ jörðina með öllum gögnum og gæðum. Vistgjald á dvalarheimili er 828 krónur á dag, en 1507 krónur á hjúkrunardeild. Á Skjaldarvík er ekki hjúkrunardeild, en sam- Margrét Þ. Þórsdóttir skrifar kvæmt upplýsingum Jóns Kristins- sonar forstöðumanns dvalar- heimilanna er búið að sækja um hærri daggjöld fyrir 20 vistmenn. „Það hefur ekkert komið út úr því ennþá,“ sagði Jón. „Það er ráðuneytisins að taka um þetta ákvörðun og umsóknin getur velkst lengi í kerfinu." Að sögn Önnu Guðrúnar geta 20 af vistmönnum Skjaldarvíkur talist til hjúkrunarsjúklinga. „Endurbætur eru nauðsynleg- ar. Hér er aðstaða mjög slæm. Það er mjög þröngt hér og því erfitt um vik. Við þyrftum á fleira starfsfólki að halda til að geta veitt þjónustu eins og best verður á kosið. Eins og er þá er enginn virkilega þungur hjúkrunarsjúkl- ingur hjá okkur, en ef upp koma veikindi þá höfum við átt mjög gott samstarf við FSA. En auð- vitað væri æskilegast að til væru hjúkrunardeildir sem tekið gætu við þessu fólki. Þær eru því mið- ur ekki til í dag,“ sagði Anna Guðrún. - mþþ Brynhildur Þorleifsdóttir. og prjón.“ Einnig segist hún lesa mikið og þá allt sem hún nær í, blöð og bækur. Hún hlustar mik- ið á útvarp og segist fylgjast vel með þvf sem er að gerast í þjóð- lífinu. „Ég er alveg stálslegin og ég get ekki látið mér leiðast. Ég get farið hvert sem ég vil, fer oft í bæinn og í sumar skellti ég mér til Egilsstaða í heimsókn til sonar míns sem þar býr. Nei, ég keyrði ekki sjálf, en ökuskírteinið mitt er í lagi,“ segir Brynhildur hin hressasta. „Það þýðir ekkert annað en að vera jákvæður til lífsins og tilver- unnar. Hér er ljómandi fólk, ná- grannar mínir eru öndvegis- manneskjur og hjúkrunar- og starfsfólkið er gott.“ Brynhildur varð sextug þann 8. nóvember síðastliðinn. „Krakk- arnir mínir komu hingað með kökur og það komu margir í heimsókn til mín, það var stans- laust rennerí langt fram á kvöld.“ Brynhildur á 7 börn og barna- börnin eru orðin 14. „Það var alltaf nóg að gera á heimilinu. En mér finnst þetta ekki hafa verið neitt erfitt þegar ég er búin að koma börnunum upp,“ sagði Brynhildur að lokum. - mþþ Elsti vistmaður Skjaldarvíkur er Tryggvi Kristjánsson, en hann verður 97 ára gamall nú í desember. „Ég var bóndi á Meyjarhóli á Svalbarðsströnd frá því árið 1910 og fram til ársins 1944. Það var allt í smáum stíl og við hjónin unnum að búinu. Við fluttum í bæinn þegar Kristján sonur okk- ar varð fyrir því óláni að missa sjónina. Hann lærði að búa til bursta og dfvana hjá Blindrafé- laginu í Reykjavík og kom til Akureyrar og vann við það hér.“ Tryggvi segist hafa unnið við afgreiðslu skipa hjá Eimskipafé- laginu á Akureyri, einnig vann hann hjá Valgarði Stefánssyni. Síðan hóf hann að vinna við að skrifa nótur og annað fyrir Krist- ján son sinn. „Það eru tæp þrjú ár síðan ég kom hingað á Skjaldarvík. Mér líkar vel og hér á ég marga góða vini. Fólkið er mér gott. Ég þekki hér fólk sem var með mér yfir á Svalbarðsströnd í eina tíð og sumir koma í heimsókn til mín á hverjum degi.“ Tryggvi er að mestu rúmliggj- andi, en segist fara fram að ganga tvisvar á dag. Einnig segist hann hafa staf sem hann gangi við í sínu herbergi ef hann vilji ganga meira. „Ég hef mitt vit sem ég hef haft ennþá, en er dálítið farinn að tapa minni. Mér þykir vænt um að það sem ég hef verið beðinn að gera það hef ég gert ef ég mögulega gat. Og ég hef starfað við það sem ég hef verið beðinn um eftir bestu getu. Stundum hef ég fengið viðurkenningu fyrir mitt starf og það þykir mér vænt um.“ „Jú, mér finnst lífið vera orðið nógu langt. Þegar maður liggur fyrir engum til gagns, þá er lífið tilgangslítið. En hér líður mér vel. Ég get borið mig um sjálfur og ég borða sjálfur. Fyrir það er ég þakklátur.“ sagði Tryggvi Kristjánsson, elsti vistmaður á Skjaldarvík. - mþþ Tryggvi Kristjánsson. „Ég er Akureyringur, átti þar heima og líkaði vel,“ sagði Brynhildur Þorleifsdóttir vist- maður á Skjaldarvík, þegar blaðamaður Dags heimsótti hana nú í vikunni. „Það eru þrjú ár í febrúar síð- an ég kom hingað. Hér er ljóm- andi gott að vera. Það er allt gert fyrir mann sem hægt er og maður biður um. Mér hefur ekki leiðst hér einn einasta dag í þessi þrjú ár.“ Brynhildur segist föndra mikið. „Ég er alltaf með ein- hverja handavinnu, mest útsaum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.