Dagur


Dagur - 17.01.1986, Qupperneq 4

Dagur - 17.01.1986, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 17. janúar 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVlK), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÚRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Lífskjarctmisréttið er ógnværdegt leiðari. Eins og kunnugt er eru samningar nær allra starfs- hópa á vinnumarkaði lausir frá og með áramótum. Þar á meðal má nefna samninga við opinbera starfsmenn og velflest verkalýðsfélög inn- an ASÍ, að undanskildum sjómönnum á fiskiskipum, sem að öllu óbreyttu verða bundnir til næstu áramóta. Verkalýðsfélögin hafa verið að móta kröfugerð sína og lagt fram umræðu- grundvöll sem í felast kröf- ur um 8% aukningu á kaup- mætti kauptaxta, verð- tryggingu og uppskurð á launakerfinu, sem miði að því að minnka mun á kaup- töxtum og greiddu kaupi. Vinnuveitendur hafa metið þessar kröfur til allt að 40% kauphækkunar. Ekki virðist horfa væn- lega með samningagerð þá sem framundan er. Verka- lýðsfélögin eru nánast til- neydd til að gera miklar kröfur fyrir umbjóðendur sína, einkum þá sem verst eru settir. Vinnuveitendur standa hins vegar frammi fyrir því, að staða útflutn- ingsgreinanna, einkum frystihúsanna, er með þeim hætti að hætta er á rekstr- arstöðvun síðar á árinu. Samtök fiskvinnslunnar telja að tap á frystingu sé nú 8-9% að meðaltali. Vinnuveitendur benda á að við þær aðstæður sé aug- ljóst að hækkun launa verði ekki sótt til fyrirtækjanna með öðrum hætti en þeim að gjöld þeirra muni enn aukast án þess að tekjurnar vaxi. Rekstrarafkoman versni því frá því sem nú er og á þann vanda sé ekki bætandi. Meginmálið sem við er að glíma er það, að koma í veg fyrir að kjarasamningarnir valdi nýrri verðbólguhol- skeflu. Það væri það versta sem gæti gerst, bæði fyrir launþega og atvinnurekst- urinn. Það er lítið svigrúm fyrir miklar almennar launahækkanir í þjóðfélag- inu í dag. Staðreyndirnar blasa við. Það sem þarf hins vegar að takast alvarlega á við er hinn gífurlegi ójöfnuður sem orðinn er á launakjörum í landinu. Lífs- kjaramisréttið sem af þessu hefur hlotist er orðið ógn- vænlegt. Það stafar reyndar einnig af öðrum sökum, nefnilega kynslóðaskipt- ingunni í húsnæðis og lána- málum. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um það að aðil- ar vinnumarkaðarins verði að útkljá kjaramálin sjálfir, verður ekki hjá því komist að benda á þá staðreynd að hluta af þeim mikla vanda sem blasir við verður ekki hægt að leysa nema með stjórnvaldsaðgerðum, enda eiga stjórnvöld nokkra sök á því hvernig komið er. úr hugskotinu Það ástkæra ylhýra Sverrir er maður nefndur og ei Hermannsson, vestfirskrar ættar, en þingmaður Austfirð- inga, og nýlega orðinn ráðherra menntamála eftir mikið stóla- brölt eins og alþjóð er kunnugt. Var fljótlega eftir þessum ráð- herra tekið eftir að hann settist í sinn nýja stól, og þegar frá upp- hafi ljóst að hann yrði með af- brigðum atkvæðamikill í allri sinni embættisfærslu, svo sem gerst mega nú vita námsmenn, lektorar og aðrir þeir er að menningariðju í einu eða öðru formi starfa. Til varnar tungunni Meðal fyrstu embættisverka hins nýja ráðherra var það að boða til ráðstefnu í Reykjavík suður, þar sem fjalla skyldi um málvernd. Við skulum hér ekk- ert vera að rifja upp fyrsta emb- ættisverkið hans, að ákveða háskólakennslu á Akureyri þeg- ar á komandi hausti. Pað mál mun nú vera komið í salt og segir sagan, að um það eigi þeir að sjá háskólarektor og Dóri Blöndal, sem þegar mun hafa fengið talsverða reynslu í þess háttar söltunarstörfum undir stjórn hennar Röggu með bros- ið blíða. En snúum aftur að málvernd- inni. Hin fagra frú, tungan, sem við öll tignum og dáum, og sem svo mörg skáldin hafa fagurlega mært, hefur nú eignast sinn kurteisa og hugumstóra ridd- ara, sem reiðubúinn er að fórna miklu til að hún verði varin fyrir ásókn þeirra illu vígahnatta sem að henni sækja og spúa í átt til hennar sínum banvænu geisl- um. Og á sjálfan fullveldisdag- inn gullu herlúðrar til merkis um að hinn hugumstóri riddari hygðist ganga til bardaga við hina skelfilegu óvætti. Sem ein- vígisvott hafði nefndur riddari af menntamálum tilnefnt út- varpsstjórann okkar, en samt var ekki útvarpað frá samkom- unni þar sem landsbyggðarvarg- urinn mátti alls ekki missa af samkomu þeirri sem stúdenta- íhaldið bauð upp á þennan sama dag, eða var Mogginn ef til vill búinn að fá einkaréttinn á frá- sögnum af samkomunni í Pjóð- leikhúsinu? Af hverju íslensku? Vitaskuld stendur þjóðin ein- huga að baki sínum hugumstóra riddara og ráðherra í hinni hetjulegu baráttu hans fyrir málstað okkar ástkæra, ylhýra máls. Því er nefnilega þannig varið, að það ástkæra, ylhýra er höfuðforsenda þess að við get- um með réttu kallað okkur sjálfstæða þjóð og ofan í kaupið þjóð sem státað getur af sögu og menningu sem að minnsta kosti á sér ekki margar hliðstæður norðan Alpafjalla. Og þökk sé tungunni, þá gengur hinn sér- stæði menningararfur þjóðar- innar átakalítið frá kynslóð til kynslóðar og hefðin nær aldrei að rofna, þrátt fyrir allar tækni- byltingar nútímans. Sjálfsagt má fyrirfinna ein- hverja íslendinga sem telja það nauðsynlegt fyrir okkur að leggja niður íslenskuna og taka upp mál tölvualdarinnar, það er að segja enskuna, eða bara dönskuna svona upp á gömlu rómantíkina með maðkaða mjölið og allt það. Þegar hafa ábyrgir aðilar lýst því yfir að leggja beri niður íslensku mynt- ina, og því þá ekki tunguna með. Þá myndi að minnsta kosti sparast sá tími sem nú þarf að eyða í tungumálanám og í nú- tímaþjóðfélagi er tíminn dýr- mætur. Svona röksemdafærslu er ekki erfitt að svara. Það er blátt áfram skylda okkar við heims- menninguna, að við höldum við okkar stórkostlegu menningar- hefðum, eins og það er raunar skylda hverrar þjóðar að sporna við því að einhvers konar al- heimsmenning verði til, menn- ing sem mun steypa alla jarðar- búa í nákvæmlega sama mótið. Alla vega finnst manni heims- myndin verða litlausari og fá- tæklegri ef slíkt gerist. Fyndist mönnum það í alvöru talað ekki fáránlegt ef, segjum þriðja kyn- slóð héðan frá þyrfti að fara að lesa Njálu í enskri þýðingu? Margar hœttur Það steðja svo sannarlega ýms- ar hættur að íslenskri tungu, og raunar er ekki hægt að lá menntamálaráðherra þó hann hafi. af þeim nokkrar áhyggjur. Hitt er svo annað mál að það hefur svo sem gerst áður að tungan hafi komist í hann krappan og sennilega hefur henni aldrei verið hættara en í kringum siðaskiptin, þegar reynt var að troða upp á okkur erlendri kirkjuskipan, og þar með erlendu guðsorði, sem eins og kunnugt er þurrkaði út tung- ur Norðmanna og Svta. Góðu heilli voru þeir til staðar Oddur Gottskálksson sem snaraði Nýjatestamentinu í fjósinu í Skálholti eins og frægt varð, og Guðbrandur Hólabiskup með prentsmiðju sína. Hitt er svo annað mál hvort gamla mjólk- urstöðin sem Sverrir keypti á dögunum fyrir litlar hundrað milljónir, reynist eins heilla- drjúg íslenskri menningu og fjósið í Skálholti forðum. Líklega er íslenskri tungu ekki jafn hætt í dag og á siða- skiptatímanum, meðal annars vegna þess að nú gera allir sér grein fyrir hættunni, en ekki bara fáeinir lærdómsmenn eins og þá. Þó er engan veginn vert að vanmeta þessa hættu, og í því sambandi hvarflar hugurinn auðvitað að vígahnöttunum hans Sverris, og vissulega geta þeir orðið tungunni einkar skeinuhættir, ekki síst vegna þess að landið verður engan veginn varið fyrir geislum þeirra til frambúðar, hvað sem öllum skrúðmælgisreglugerðunum hans Matta Bjarna líður. Svona reglugerðir geta meira að segja verið stórhættulegar vegna þeirrar fölsku öryggiskenndar sem þær kunna að veita, auk þess sem þær bjóða auðvitað upp á það að þjóðin muni búa til sínar eigin reglugerðir. Það eru nefnilega engar líkur á því að Murdock hinn ástralski sem á Sky Channel, eða aðrir þeir sem leigt hafa rásir í fjarskipta- hnöttum til að dreifa sjónvarps- efni, fari að láta einhverja Reynir Antonsson skrifar smákalla úti á íslandi segja sér fyrir verkum, og þvert á það sem margir halda þá er öll þró- un þessara mála þannig, að æ færri af þessum rásum verða truflaðar, einfaldlega vegna þess að rekstur þeirra verður kostaður af auglýsingum, líkt og þegar á sér stað með ýmsar útvarpsstöðvar sem við náum hér. Því verðum við að búa okkur undir samkeppni sem ekki byggir á reglugerðum, og við eigum ýmis vopn, eins og til dæmis staðbundin kapalkerfi sem ber að efla, ekki síst vegna þess að það verða litlu staðirnir sem hvað mest munu verða fyrir ásókn vígahnattanna sökum takmarkaðra afþreyingarmögu- leika þar. Þá virðist ríkissjón- varpið okkar vera á réttri leið, og hrafnakrunkið sem þaðan berst hljómar bara þægilega. Ber þá ekki hvað síst að hrósa Hrafni Gunnlaugs sérstaklega fyrir áramótadagskrána sem var að mínu mati mikill persónuleg- ur sigur fyrir hann. Slíkar dagskrár hafa meira gildi fyrir tunguna en margur hyggur, að því tilskildu að umsjónarmenn tali gott mál auðvitað. Og því ekki að stefna að því að næsta áramótabail sjónvarpsins verði á Akureyri, fyrsta beina útsend- ingin milli landshluta. Góðu heilli eru menn á réttri leið hvað varðar starfsemi þessa mikil- vægasta fjölmiðils landsins hér, en óneitanlega myndi mögu- leikinn til beinna sendinga gera þetta allt enn betra.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.