Dagur - 17.01.1986, Page 8

Dagur - 17.01.1986, Page 8
8 - DAGUR - 17. janúar 1986 17. janúar 1986 - DAGUR - 9 Kristín Hjálmarsdóttir formaður verkalýðsfélagsins Iðju í helgaviðtali Fólkið sem stóð að stofnun félagsins var ótrúlega kjarkmildð Mynd: KGA „Ég get ekki gefið fólki uppskrift af því hvernig lifa á af 18-20þúsund króna mánað- arlaunum. Ég myndi gjarnan vilja fá skýr- ingu stjórnvalda á hvernig hœgt er að œtlast til að fólk skrimti á þessum launum. “ Við- mœlandi okkar er formaður Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri. Situr í mið- stjórn ASÍ og er varaformaður Landssam- bands verksmiðjufólks. Þetta er Kristín Hjálmarsdóttir. Kristín er fædd á Akureyri. Tveggja ára gömul flutti hún ásamt foreldrum sínum, Hjálmari Halldórssyni og Ólöfu Al- bertsdóttur að Halllandsnesi og þar bjuggu þau í níu ár, eða þar til Kristín var ellefu ára gömul. „Mér líkaði vel að búa í sveit og fyrstu árin eftir að við komum aftur til Akureyrar leiddist mér. Sérstaklega á sumrin." Sem unglingur var Kristín í kaupavinnu, tvö sumur á prestssetrinu í Vopnafirði og eitt á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði. Á veturna var Kristín í skóla rétt eins og aðrir. Að loknum þriðja bekk í Gagnfræðaskóla Akureyrar hætti Kristín skóla- göngu og fór að vinna. „Eg byrjaði á skóverksmiðjunni Iðunni, en var þar stutt. Bilaði í baki og var frá vinnu í töluverðan tíma. Fór suður og leitaði mér lækninga. Pegar ég kom þaðan hóf ég störf á fata- verksmiðjunni Heklu, sem þá var í Kaupfélagshúsinu í Kaupvangsstræti. Þar vann ég í þrjú ár við almennan sauma- skap. Mér fannst ágætt að vinna þar þó vissulega væri þar nokkuð þröngt. Næst flutti ég mig yfir á Saumastofu Bern- harðs Laxdal sem var kápusaumastofa. Þarna var ég í tvö ár, lengst af á saumastofu, en leysti líka af í búðinni.“ Þarna er komið árið 1960. Það ár eignaðist Kristín þrí- bura, átti eina dóttur fyrir. Hún hætti að vinna úti og var heima við bú og börn allt fram til ársins 1970. Nóg að gera heima. „Það var oft býsna mikið að gera, lítill friður oft á tíðum. Þeir voru heilsulausir þríburarnir fyrstu árin og þurfti því mikið að sinna þeim. Ég átti ekki gott með að fara út að vinna á þessum árum og ég hugsaði lítið um það hvernig væri að vera heimavinnandi húsmóðir. Það var bara sjálfsagt mál að vera heima. Ég tók að mér dálítinn saumaskap fyrir fólk, svona af og til þegar færi gafst. Svo var það árið 1970 að ég fór að vinna á kvöldvakt á Heklu. Þegar börnin fara að vaxa úr grasi og hefja skólagöngu þá þurfa þau rneira. Mér fannst þetta að mörgu leyti ágætur vinnutími, að vinna á kvöldvaktinni á milli klukkan fimm og tíu á kvöldin. Það var líka ákveðin tilbreyting að fara út á meðal fólks. Hins vegar skipti ég nokkuð fljótt yfir á dagvakt og vann þá hálfan daginn, fyrir hádegi. Mér fannst dagurinn nýtast bet- ur þannig. í maí árið 1980 hætti ég að vinna á Heklu og fór að vinna á skrifstofu Iðju, þá orðin varaformaður félagsins og hafði verið í stjórninni til nokkurra ára.“ Kristín hafði fylgst nokkuð vel með verkalýðsmálum um árabil. {stjórn Iðju kom Kristín fyrst sem fyrsti varamaður, en árið 1976 varð hún gjaldkeri félagsins. Næst er það að Kristín verður varaformaður félagsins árið 1980. Síðan gerist það að í byrjum árs 1981 fellur frá þáverandi formaður fé- íagsins, Jón Ingimarsson. Tekur þá Kristín við starfi hans. Við kosningu í stjórn verkalýðsfélaga er viðhöfð svokölluð listakosning. Lagður er fram listi á vegum stjórnarinnar og auglýst eftir mótframboðum. Er ákaflega fátítt að slíkur listi komi fram vegna þess m.a. að það þarf mikinn fjölda fólks á listana, auk stuðnings ákveðins fjölda félagsmanna. Fram hefur komið óánægja á meðal félagsmanna verkalýðsfélag- anna með þetta kosningafyrirkomulag, sem þykir nokkuð þungt í vöfum. „Jú, það er rétt, það eru margir óánægðir með þetta fyrir- komulag. En það er svo undarlegt að menn eru að mörgu leyti hræddir við við að breyta þessu og þá einkum í slærri félögum. Aðalástæðan er sú að það getur valdið erfiðleikum ef skipt er um alla aðila í stjórninni, ef í stjórn setjast ein- göngu nýir menn, því reynslan er dýrmæt. Hins vegar á að vera hægt að breyta þessu ef vilji er fyrir því.“ Árið 1982 er nýjum lista stillt upp og er Kristín á þeim lista formaður. Auglýst hafði verið eftir listum, en enginn komið fram. „Mér fannst afskaplega erfitt að taka við þessu starfi. Hvers vegna? Mér fannst ég ekki nógu vel að mér í verka- lýðsmálum til að taka að mér þessa ábyrgðarstöðu, auk þess sem raunverulega þurfti meira en meðalmanneskju til að geta fetað í fótspor Jóns. Hann hafði stýrt félaginu af rögg- semi mikilli í áratugi og gjörþekkti að mér fannst alla innviði verkalýðshreyfingarinnar. Jú, vissulega var þetta erfitt í byrjun. En það kom fljótlega í ljós hversu marga og trausta vini Jón átti og ég fékk að njóta þess. Þannig að þetta gekk upp með góðra manna hjálp vil ég segja.“ - En það var erfitt að byrja? „Alveg skelfilegt! Það þurfti mikla trú á sjálfan sig fannst mér til að byrja með. En þetta gerðist nú bara eiginlega af sjálfu sér, ég átti enga undankomuleið. Ég hefði eflaust reynt að stinga af, hefði færi gefist á því.“ - Þegar þú lítur yfir farinn veg, hverju finnst þér Iðja helst hafa áorkað félagsmönnum sínum til handa? „Ég man það að í samningum árið 1980 þá náðum við nokkuð hagstæðri breytingu á veikindarétti fyrir okkar fólk sem vann hjá Sambandinu og Kaupfélaginu. En þessi breyt- ing var fólgin í lengingu veikindaréttar, þannig að hefði fólk unnið eitt ár eða lengur hjá þessum fyrirtækjum átti það rétt á fjögurra og hálfs mánaðar veikindatímabili, kæmi slíkt upp.“ - Þú sagðir áðan að þér hafi ekki fundist þú nógu vel að þér í verkalýðsmálum til að byrja með. Er það ekki stað- reynd að verkalýðsmál öll eru óþarflega flókin? „Þau eru auðvitað óskaplega umfangsmikil og þetta verður ekki lært á stuttum tíma. Maður er alltaf að læra. Jú, jú, það koma tímar sem manni finnst allt vonlaust og að enginn árangur náist. Þá langar mann mest að stinga hausnum undir kodda. En sem betur fer eru líka bjartari tímar, þegar manni finnst sem einhver áfangi hafi náðst. En það er staðreynd að við vitum ósköp vel hvaða kjör okkar fólk býr við. Mér sárnar skilningsleysi forráðamanna þjóð- félgsins, það vita allir hversu kröpp kjörin eru og þau hafa versnað upp á síðkastið. Alls staðar getum við séð stórfellda eignaupptöku hjá fólki sem er að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið. Ég myndi vilja fá uppskrift frá forráðamönnum þjóðfélagsins um hvernig hægt er að ætlast til að fólk lifi á 18-20 þúsund króna mánaðarlaunum. Það er því miður stað- reynd að fólk hefur þessi laun og ég get ekki gefið fólki þessa uppskrift. Það væri ekki vanþörf á að fá skýringu stjórnvalda á hvernig hægt er að ætlast til að fólk skrimti af þessum laun- um. Það fer auðvitað ekki hjá því að oft finnst manni ákaflega vonlaus barátta þegar verið er að þræta um tveggja til þriggja prósenta kauphækkun ofan á þessi lágu laun. Slík hækkun hefur bara ekkert að segja.“ - Hvað með svokallaðan lífskjarasamning? „Það má vel vera að hægt sé að gera lífskjarasamning þeg- ar sæmilega vel árar. En eins og ástandið er í dag þá finnst mér það vonlaust. Það er bara ekki hægt að tala um lífskjör hjá mörgum hópum þjóðfélagsins, þannig að lífskjarasamn- ingur á ekki við í dag.“ - Hvað er þá til ráða? Það þarf að stokka þjóðfélagið alveg upp. Málin hafa æxl- ast þannig að ráðamenn telja að ekki sé hægt að auka kaup- mátt svo nokkru nemi, þannig að ég sé ekki annað ráð en að stokka alveg upp á nýtt.“ - Er það ekki þrautin þyngri? „Vissulega. Og kannski ekki margir sem hafa áhuga fyrir því. Þannig að við getum líklega ekki vænst þess á næst- unni.“ Kristín hefur setið í miðstjórn Alþýðusambands íslands síðan árið 1984, eða frá því á síðasta þingi. í miðstjórn ASI er 21, þar af eru 7 konur. Á síðasta ÁSÍ þingi var fjölg- að í miðstjórninni, áður sátu þar 15 manns, þar af aðeins 1 kona. Er það satt, að fjölgunin hafi fyrst og fremst verið vegna þess að karlar vildu ekki standa upp fyrir konum sem sóttu á að komast í miðstjórnina? „Það er sjálfsagt angi af þessu. Karlarnir vildu ekki missa sæti sitt. En þetta var kallað öðru nafni. Hins vegar er það ekkert óeðlilegt að fjölgað sé í miðstjórninni, því stöðugt fjölgar félögum í samtökunum og það er því alls ekki óeðli- legt að þeir fái sinn fulltrúa í miðstjórnina. Jú, það er allir fundir haldnir í Reykjavík og þeir eru hálfs- mánaðarlega. Vissulega er þetta dýrt fyrir verkalýðshreyfing- una, en ég vona svo sannarlega að það skili árangri. Lands- byggðarfólk verður að eiga þess kost að vera með og taka ákvarðanir. Það má ekki eingöngu láta höfuðborgarbúum það eftir. Þetta starf er mikið til fólgið í ferðalögum og maður getur orðið óskaplega þreyttur. Það er líka oft á tíðum leiðinlegt að hanga í Reykjavík. Maður getur orðið býsna einn þar.“ Allar samningaviðræður á vegum Alþýðusambandsins hafa farið fram í Reykjavík, en að sögn Kristínar hefur Iðja alltaf samið að hluta heima í héraði og þá við Vinnumála- samband samvinnufélaganna. Þar hefur verið samið um ýmis sérákvæði, og eins hefur verið gengið frá öllum bónus- samningum hér heima. Kristín er varaformaður Landssambands iðnverkafólks, tók við því starfi árið 1982. Því sæti tók hún við af fyrrver- andi formanni Iðju, Jóni Ingimarssyni, en hann hafði verið varaformaður Landssambandsins frá upphafi. „Hlutverk Landssambandsins er að vinna að málefnum og hagsmunum ófaglærðs fólks sem vinnur í iðnaði. Það eru ýmis stór stéttarfélög vítt og breitt um landið sem eiga full- trúa í Landssambandinu. Stærst eru Iðja í Reykjavík og á Akureyri. Síðan eru deildir víða urn landið. Jú, ég vil meina að með Landssambandinu getum við unnið gagn. Á þingurn kemur saman fólk úr ýmsum byggðarlögum. Það eru yfirleitt sömu vandamálin sent verið er að fást við og það er ágætt að koma saman og bera saman bækur sínar og sjá hvað er til bóta. Það eru um fimmtíu manns sem sitja þessi þing, en það er mjög heppileg stærð, einkum með hliðsjón af því að fólkið kemur víða af landinu. Það vinnur ófaglært fólk í iðnaði út um allt land, en það er útilokað að stofna sér verkalýðsfélög í kringum hvern stað. Það skilar sér rnun betur að stofna smærri deildir, vera með minni einingar. Of stór verkalýðsfélög geta orðið of þung í vöfum. Verða of mikið bákn. Jú, vissulega eru verkalýðsfé- lögin dálítið bákn núorðið. Áður fyrr komst bókhald félag- anna nánast fyrir í vasa, en nú eru félögin orðin stór og þeini fylgja ýmsir sjóðir. Veltan er mikil og allt er bókhaldsskylt, þannig að mikil vinna skapast á skrifstofum félaganna. En með tölvusamvinnu stéttarfélaganna ætti þetta allt að verða auðveldara en kallar að vísu á ný vinnubrögð." Þá víkjum við talinu að konum og verkalýðshreyfingu. „Konur eru enn í minnihluta innan stjórnar verkalýðs- hreyfingarinnar, en þær sækja á. Það er nærtækast að taka dæmi úr stjórn Iðju, en í henni sitja þrjár konur af fimm mönnum í stjórn. Þetta er mjög eðlileg samsetning ef miðað er við kynskiptingu í félaginu. En almennt þá þokast þetta í rétt átt. Manni virðist þó stundum sem það þokist hægt, en samt... Ég held að aðalskýringanna sé einfaldlega að leita til þess að konur eru almennt hógværar og þær hafa ekki haft of mik- ið sjálfstraust. Sjálfsagt hafa þær ekki talið sig ráða við þessar ábyrgðarstöður. Svo eru þær bundnar heimilum og það kost- ar mikla vinnu að sitja á fundum og taka þátt í starfi verka- lýðsfélaganna. Heimilin sitja þá á hakanum, sem er auðvitað ekki nógu gott.“ - Nú heyrist oft að hinn almenni félagsmaður taki ekki mikinn þátt í starfi verkalýðsfélaganna. Á það við um Iðju? „Það á við, já, því miður. Það er að manni finnst æði mikil félagsdeyfð hér meðal hins almenna félagsmanns. En hér starfar góður kjarni og það er mikils virði. Það er einnig mikilvægt að trúnaðarmenn á vinnustöðum séu virkir. Það hefur mikið að segja í öllu félagsstarfi. Trúnaðarmenn eru tengiliðir á milli vinnustaða og stjórnar og ég hef fundið það að ef trúnaðarmenn eru virkir í starfi þá gengur allt starf mik- ið betur.“ - Það mæta fáir á fundi verkalýðsfélaganna, hverju er þessi fundardeyfð að kenna? Hefur fólk ekki trú á verka- lýðsfélaginu sínu? „Það er sjálfsagt hluti af skýringunni. En það eru margir samhangandi þættir sem ég hygg að þessu valdi. Vinnutími er langur og þegar heim er komið taka heimilisstörfin við. Fólk hefur þá hreinlega enga orku til að fara út og sitja fundi. Svo þykir sumum sem þeir hafi engin áhrif á það sem gerist á fundum verkalýðsfélaganna. Að það skipti ekki máli hvort þeir sitji fundi eða ekki. Þetta er reginmisskilningur. Auðvit- að er best að fá sem flesta til að taka þátt í umræðum og heyra sem flest sjónarmið. Ef hinn almenni félagsmaður vill, þá getur hann haft áhrif á stefnu og gerðir félagsins.“ Verkalýðsfélagið Iðja á Akureyri verður 50 ára í mars. Fyrirhugað er að minnast afmælisins á myndarlegan hátt þeg- ar þar að kemur. Aðalhvatamaður að stofnun félagsins var Jón Hinriksson, en það að stofna verkalýðsfélag fyrir 50 árum kostaði hann vinnuna. Á fyrstu árum félagsins var það of vanmegnugt til að geta varið hann. „Það voru vinnuveit- endur sem stóðu í veginum á þessum árum. Það kostaði mikil átök og baráttu að stofna félagið. Árið 1936 töldu menn að liðinn væri sá tími að ekki væri hægt að stofna verkalýðsfé- lag. Af gömlum fundargerðarbókum getur maður ráðið að það fólk sern stóð að stofnun félagsins hafi verið ótrúlega kjarkmikið. Þetta fólk átti yfir höfði sér brottvikningu úr starfi og það voru engar atvinnuleysisbætur á þessum árum. Þannig að missti fólk vinnuna var hungurvofan ekki langt undan. Það voru um 100 manns sem unnu í iðnaði á þessum tíma, flestir á Skinnaverksmiðju Sambandsins og á Skóverksmiðju Kvarans og einnig voru nokkrir sem unnu að ullariðnaði. Nú eru um 900 manns í félaginu, flestir á Akureyri, en það eru einnig nokkrir á Dalvík. Um 100 manns eru eldri félagar sem hættir eru störfum, en af þeim 800 sem starfandi eru þá eru 560 rnanns starfsmenn Sambandsverksmiðjanna. Af gömlurn fundargerðarbókum sér maður að mikið er tal- að um að bæta aðbúnað, það er rauði þráðurinn í fundargerðum fyrstu áranna. Það er skemmtilegt að glugga í þessar görnlu fundargerðarbækur, það hefur verið mikið fjör á fundum í félaginu. Yfirleitt fékk fólk sér snúning að fundi loknum. Það er spurning hvort við ættum að taka það upp nú í dag, að bjóða fólki upp á dans að loknum fundum. Það gæti orðið til að draga úr deyfð félagsmanna að sækja fundi!" Það er komið að lokum samtals okkar Kristínar, við spyrj- unt að lokum hvort henni hafi dottið það í hug, er hún ung konan vann á saumastofum, að hún yrði formaður verkalýðs- félagsins síns? „Oðru nær, ég hefði margsvarið fyrir það. Ég hef að vísu alltaf haft áhuga á verkalýðsmálum, en óraði ekki fyrir að málin tækju þessa stefnu. En maður sér ekki allt fyrir... -mþþ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.