Dagur - 17.01.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 17.01.1986, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 17. janúar 1986 tíðarandinn Matur er mannsmsmegin Nú á þessum síðustu og verstu tímum, þegar aukakílóin þrýst- ast út í fötin eftir matarsvall há- tíðanna, er ekki undarlegt að matur sé manni hugstæður - jólabragðið enn í munninum. Umsjónarmaður „Tíðarand- ans“ skokkaði (takið eftir því) léttfættur á Amtsbókasafnið og sökkti sér niður í matarupp- skriftir fornar sem nýjar. Er starfsemi munnvatnskirtlanna tók að aukast um of, var flett upp í bók Jóns Óttars Ragnars- sonar „Næring og heilsa“ og lesið um hitaeiningar, offitu og hjartasjúkdóma og matarlystin hvarf eins og dögg fyrir sólu. í þeirri góðu bók segir m.a. að vitneskja um mataræði landsmanna hafi aðallega kom- ið úr tveimur könnunum, könn- un Manneldisráðs á árunum 1939-1940, og neyslukönnun Hagstofu íslands árið 1965. Þessar kannanir sýndu að u.þ.b. helmingur af hitaeining- um fæðunnar er úr jurtaríkinu og um helmingur úr dýraríkinu. Yfir 50% af matnum eru inn- lendar landbúnaðar- og sjávar- afurðir. Afgangurinn er innflutt- ar matvörur. Einnig kom fram í bókinni að (slendingar borða hreint ótrú- lega mikið magn af sykri árlega, og allt of mikið af feitmeti. Hins vegar hefur grænmetisát landsmanna aukist til muna, sem og neysla á grófu korni og er það vel. Tittnefndum umsjónarmanni fannst tilvalið að bjóða lesend- um upp á að reyna nokkrar uppskriftir sem líklega eru flest- um gleymdar í dag. Heiti rétt- anna eru með eindæmum skemmtileg, Meykt grænkál, Rauðavínsbýtingur, Bóghveiti- grjónagrautur, og Spánskir syk- urhringir (til að stunda bakstur þeirra er hentugt að eiga hænsnabú). Þessar uppskriftir er að finna í bók sem ber hið sígilda heiti „Ný matreiðslubók" en hana skrifaði heiðursmad- daman Þóra Andrea Nikólína Jónsdóttir árið 1858. Til samanburðar birtist hér nýleg uppskrift eftir matkrákuna kunnu Jóhönnu Sveinsdóttur, sérdeilis Ijúffeng kálfalifur í app- elsínusósu. Til að sýna fram á að sumir hlutir standa fyrir sínu í tímans rás er svo uppskrift af grautar- lummum úr „Kvennafræðara" Elínar Briem frá árinu 1889. Lummur þessar eru fádæma vinsælar á mörgum heimilum. Auk alls þessa fylgja tvö gagnleg húsráð úr bók Þóru Andreu Nikólínu. Njótið vel. Sigríður Pétursdóttir. Hrísgrjónalummur 30 kv hveiti, 20 kv sykur, 1 pd hrísgrjónagrautur, mjólk, 2 egg, 2 kv kanel. Saman við grautinn skal hræra hveitinu, kanelnum og sykrin- um, því næst eggjunum, og seinast ögn af mjólk, ef deigið er of þykkt til að baka úr því þykkar lummur. Úr þessu deigi má baka eplaskífur, en láta þá ögn af lyptidupti í hveitið. Húsráð Að ei sjóði upp úr potti Þegar maður verður að hlaupa frá pottinum þarf ekki annað en fleygja í dálitlum bita af Sveiss- arosti, og sýður þá ekki upp úr. Hjartarsalt Þetta ósaknæma efni til að koma kökum til að lypta sjer fæst keypt á apóthekinu malið í dupt. Vilji maður steyta það sjálfur, verður að brúka trje- mortjel. Kálfalifur í appelsínusósu Undirbúningstími 20 mín. - steikingartími 10-15 mín. Þetta er einn af mínum uppá- haldsréttum og ég efast um að ég eigi nógu sterk lýsingarorð til að berja hann lofi, eins máttlaus og þau eru orðin nú til dags. Ég læt mér nægja að segja að hann sé hreint frábær! Upp- skriftin er frönsk, og miðast við fjóra. 700-800 g kálfalifur, 4 msk. hveiti, u.þ.b. 40 g smjör, V2 tsk. strásykur, majoram (marjoram, marjo- laine), salt og pipar, 2 appelsínur, 21/2 dl af ferskum appelsínu- safa, 1 'Æ msk. maísmjöl eða hveiti, 6 msk. rjómi. Afhýðið appelsínurnar og fjar- lægið vandlega allt hvítt utan af þeim. Skerið þær í sneiðar ekki of þunnar. Hreinsið burtu himn- una utan af lifrinni, sinar sömu- leiðis. Skerið hana í þunnar sneiðar, þversum eða langsum, og reynið að hafa þær sem jafn- þykkastar. Veltið þeim síðan upp úr hveiti. Bræðið smjörið á pönnu, steikið lifrarsneiðarnar við vægan hita í nokkrar mínút- ur á hvorri hlið, piprið þær beggja vegna og verið óspör á marjoramið, sem er milt krydd og nokkuð sætt, og fer einstak- lega vel við lifur. - Meðan á steikingu stendur vætlar blóð- leitur vökvi úr lifrinni, en þið látið ykkur hvergi bregða. - Það er smekksatriði hversu lengi þið steikið lifrina og tíminn fer líka eftir þykkt sneiðanna. Gætið þess aðeins að lifrin þorni ekki, ég mæli með henni Ijósrauðri að innan. Skerið ykkur bara bita af og til og athugið málið. Þegar lifrin er steikt setjið þið hana á djúpt fat, sem má gjarnan hita áður, og lok yfir svo lifrin kólni ekki á meðan þið búið til sós- una. Velgið nú appelsínusneið- arnar í potti eða á pönnu, hellið appelsínusafanum yfir og setjið út í hálfa teskeið eða svo af sykri. Hrærið eða hristið vel saman rjóma og maísmjöl og þykkið sósuna með þeirri blöndu. Hellið sósunni yfir lifrina og berið fram ásamt kartöflu- stöppu. Ath.: Best fer á því að hver og einn salti lifrina að vild þegar hún er komin á diskana. Meykt grænkál Fyrst skal taka kúfaðan djúpan disk af kálinu, sem rífa skal frá leggjunum, og meyrsjóða í vatni með dálitlu af salti, og færa kálið síðan upp i pjátur- sáld. Svo skal hnoða vel saman 3 lóð af þvegnu smjöri, dálítið af hveiti og ögn af múskatsblómi, og sjóða út í 1/2 pela af kjötsoði. Þá skal láta kálið út í seyðið, byrgja það og hleypa suðu upp á yfir glæðum. Pottinn verður að hrista við og við, svo að kálið festist ekki við. Rauðavíns býtingur 1/2 pottur af rauðavíni er soðinn með 4 lóðum af sætum söxuð- um möndlum, 2 lóðum af bitrum steyttum möndlum, 10 lóðum af sykri og ögn af rifnum sítrónu- berki og steyttu vanille. 1/2 pd af sagógrjónamjöli er svo hrært út í 1/2 pott af rauðavíni, og hrært gætilega saman við hitt vínið þegar það sýður. Þegar þetta allt er búið að sjóða 10 mínútur, skal taka það af eldin- um, láta saman við 12 eggja- blóm, og hræra svo í 1/2 stund. Seinast er hvítan úr eggjunum þeytt og látin saman við. Að því búnu er allt látið í mótið. Suðu- tíminn 21/2 stund. Kryddflauta ídýfa á bezt við. - Handa 10. Bóghveitigrjóna - grautur úr mjólk: Út á 4 potta af sjóðandi mjólk er kastað % potti af góðum grjón- um og hrært í þangað til aptur sýður. Grauturinn verður að sjóða 2 stundir og á iðuglega að hræra í. Útálát: helzt sætt öl. - Handa 6. Spánskir sykurhringar 20 harðsoðin eggjablóm skal steyta smátt, hræra svo í sund- ur í 20 hráum eggjablómum, og elta síðan saman við þetta sínu pundinu af hverju, flórmjöli, sykri og þvegnu smjöri, og rifn- um berki af 2 sítrónum. Þegar búið er að elta deigið vel, skal búa til úr því smáhringa, dýfa þeim öðru megin upp úr þeyttri eggjahvítu með stórsteyttu sykri í, og bakað svo Ijósbrúnar. Verða um 60 kökur. ^vísnaþáttur Þá koma vísur sem til urðu hjá mér að Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri: Henti oft að aðgát hvarf er ég vanda mætti. Nú vill létt og lítið starf lenda í undandrætti. Hafa vitrir, hér og þar hyggni talið ringa að eyða töfrum æskunnar á unga vitleysinga. Engin þörf er æskulýð alls hins besta njóta. Geyma átti ellitíð ævintýra kvóta. Víst ég hefði viljað sjá vorsól þess er lifir, heldur en að horfa á húmið færast yfir. Líklega má kenna næstu vísu við „gálgahúmor“, en hún varð til í Dvalarheimilinu Hlíð á liðnu hausti, þá mjög var rætt um fjár- pestir og niðurskurð: Hér angrar fjölmargt ellimóðan lýð, en einkum riða, garnapest og mæði, því búpeningur bæjarins í Hlíð hann býr á pestaniðurskurðarsvæði. Pá koma þrjár vísur sem háöldruð húsmóðir úr Hörgárdal sagði mér og hafði hún lært þær í æsku. Vil ég bjarga þeim frá gleymsku. Prests- sonur frá Myrká varð úti á leið frá Hólum. Vitjaði hann unnustu sinn- ar og kvað: Lykkja varð á leiðinni, lengjast tóku stundir. Hörgárdals á heiðinni hvíli ég snjónum undir. Ekki munu allir sammála því sem haldið er fram í næstu vísu: Draumar Ijúga ærið oft. Enginn haldi þeim á lofti, né setji það í sinnurann þó sviplegt beri fyrir mann. Mér er ekki ljóst hvort næsta vísa er mannlýsing ein, eða skamma- vísa: Pú ert maður makalaus, mögnuð er hver taug og liður. Hefur góðan gáfuhaus, en Guði tókst með hjartað miður. Það mun hafa verið fyrir síðustu aldamót, að umkomulaus kona á Akureyri skaut þessari vísu að efnabónda sem var að stríða henni og hreykja sér: Víst er ég snauð af veraldar auð, vafin eymd og sútum. En síst hef ég brauð í sultarnauð sótt til Árna á Skútum. Ólína Jónasdóttir, skáldkonan skag- firska, kvað: Hafir þú um kyrrlátt kveld kysst og faðmað svanna verður hlýtt við arineld en durminninganna. Lára Árnadóttir á Húsavík orti svo: Visið laufblað, von sem dó veldur trega sárum. Það er gott að geta þó glaðst í liðnum árum. Merk kona sagði mér þessa vísu og mun hún vera eftir Hannes Haf- stein: Taktu ekki níðróginn nærri þér. Það næsta er gömul saga, að lakasti gróðurinn ekki það er sem ormarnir helst vilja naga. Ungar og ærslafengnar stúlkur báðu Jón Þorsteinsson skáld á Arnarvatni, að gera nú skemmti- lega vísu. Jú, reyna mátti það: Jón Bjarnason frá Garðsvík skrifar Til þess sem er minnimáttar mannkærleikans þel ég ber. Það er einkum þegar náttar þetta vakir fyrir mér. Þá leyfi ég mér að birta vísur eftir Jóhannes Jónsson að Hlíðarseli í Fellum austur. Hann var kunnur hagyrðingur, fæddur 1862. Vorvís- ur: Varpa hýði blómin blíð, burtu skríður snærinn. Yfir fríða fjallahlíð flögrar þýði blærinn. Lóan kær er komin nær, kveðnar færir bögur. Unaðsblær á öllu hlær. Áin tær og fögur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.