Dagur - 17.01.1986, Blaðsíða 16
DIOTE
Akureyri, föstudagur 17. janúar 1986
Utvegum salí fyrir þorrablót,
árshátíðir og annan veíslufagnað.
20-40 manna, 60-100 manna, 80-150 manna.
Sjáum um allar veitíngar.
Framleiðsla hafin aftur í Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki:
ástand i
Grímsey
- eftir að ferðir
Drangs lögðust niður
„Ástandið hefur verið mjög
slæmt og við söknum Drangs
mikið,“ sagði Steinunn Sigur-
björnsdóttir í Grímsey í sam-
tali við Dag.
Drangur fór út í Grímsey
hálfsmánaðarlega og annaðist
þungaflutninga og náði í fisk. Að
sögn Steinunnar hefur Ríkisskip
nú tekið við þeim flutningum og
hefur gengið nokkuð illa að
koma fiski frá eynni. •
„Skip hafa farið hér framhjá æ
ofan í æ. Ríkisskip ganga eftir
strangri áætlun þannig að oft hef-
ur það komið fyrir ef veður er
slæmt að skipin fara hér hjá.
Hafnaraðstaða er slæm hér í
Grímsey og ef eitthvað er að
veðri geta skipin ekki lagst að.“
Nú eru miklar birgðir af
söltuðum ufsaflökum í Grímsey.
Mikið var saltað í nóvember og
desember, en veður hefur verið
frekar slæmt, þannig að ekki hef-
ur tekist að koma fiskinum í skip.
„Við erum þvf óhress í bili, en
vonum að úr rætist. Það var mik-
ið öryggi í að hafa fastar báts-
ferðir,“ sagði Steinunn Sigur-
björnsdóttir í Grímsey. -mþþ
Ennþá erfiðleikar
varðandi orkunotkun
„Ofninn er kominn í gang
aftur, en of snemmt er að segja
um hver árangur verður eftir
þær lagfæringar sem unnar
hafa verið,“ sagði Einar Ein-
arsson framleiðslustjóri hjá
Steinullarverksmiðjunni á
Sauðárkróki. Eins og komið
hefur fram stöðvaðist fram-
leiðsla á steinull hjá fyrirtæk-
inu um jólaleytið.
Varð því framleiðslustöðvun í
eina viku umfram það sem áætlað
var. Norskir framleiðendur ofns-
ins hafa verið á Sauðárkróki og
unnið að endurbótum á honum.
Hafa þeir tímann fram að 27.
janúar til að gera þær lagfæringar
sem þarf. En þann dag verður
formleg prufukeyrsla ofnsins að
nýju. Pær tölur sem þá fást verða
lagðar til grundvallar í nýjum út-
reikningum. Ef þær lagfæringar
sem unnið er að nú, skila sér ekki
innan 2 mánaða frá 27. janúar,
eru framleiðendur ofnsins skaða-
bótaskyldir samkvæmt samningi.
Viðgerðir á ofninum miðast við
það að minnka raforkueyðslu
hans. Hefur ofninn eytt um 250
kílówattstundum umfram áætlan-
ir á framleitt tonn. Gera það um
500 þúsund krónur á þeim tíma
Pólstjarnan hf. á Dalvík:
Nýtt lagmetis-
fyríitæki
sem ofninn hefur verið keyrður
nú. Þessa umframeyðslu eru
framleiðendurnir að reyna að
koma í veg fyrir.
Framleiðsluverðmæti sem
náðst hefði á þessari viku sem
verksmiðjan var ekki í gangi er
2,7 milljónir.
Öll framleiðsla verksmiðjunn-
ar fer á innanlandsmarkað.
Liggja fyrir pantanir tvær vikur
fram í tímann og ekkert lát er á
eftirspurn. Lítillega er farið að
huga að útflutningi, t.d. til Fær-
eyja. gej-
Þarna uppi á þaki er maður með byssu ■
og skýtur grimmt. Það er heftibyssa og þakið er skotmarkið.
Mynd: KGA.
Akureyri:
Brunavamakerfi
víða ófullkomin
Nýtt fyrirtæki hefur verið
stofnað á Dalvík. Heitir það
Pólstjarnan h/f. Mun það
vinna að niðursuðu á sjávar-
Handbolti:
Stórtap gegn
Sovétmönnum
Það er ekki hægt að segja að
mikill glans hafí verið yfír leik
íslenska handboltalandsliðsins
er þeir léku gegn Sovétmönn-
um í gærkvöld. Leikurinn var í
Baltic-cup keppninni í Dan-
mörku.
Fyrri hálfleikur var jafn fyrstu
7-8 mín. en þá sögðu Sovétmenn
hingað og ekki lengra. Þeir tóku
leikinn algerlega í sínar hendur
og skoruðu 9 síðustu mörkin í
fyrri hálfleik og staðan þá 12:3.
í síðari hálfleik héldu Sovét-
menn uppteknum hætti og átti ís-
lenska liðið ekkert svar við góð-
um leik þeirra. Þegar flautað var
til leiksloka höfðu Sovétmenn
unnið 15 marka sigur, 27:12.
Flest mörk íslands gerðu þeir
Kristján Arason 5 og Þorgils Ott-
ar 3. -kk
afurðum. Pólstjarnan er stofn-
uð upp úr fyrirtækinu Stórhóli
sem Jón Tryggvason hefur rek-
ið um 2 ára skeið.
Formleg stofnun Pólstjörnunn-
ar var 12. janúar s.l. Auk Jóns
Tryggvasonar eru allir bátaút-
gerðarmenn á Dalvík og einn að-
ili á Árskógsströnd stofnendur fé-
lagsins. Hlutafé þess er 3,3 millj-
ónir króna.
Unnið hefur verið við niður-
suðu á rækju í hlaupi hjá fyrir-
tækinu og fer tilraunasending af
þeirri vöru til Frakklands fljót-
lega. Áður var rækjan framleidd
fyrir innanlandsmarkað. Jón
sagði að nú væri verið að sjóða
niður lifur, því hún væri eina
afurðin sem seldist á þessum
tíma. Framundan er tilrauna-
vinnsla á svilum, en lítið hefur
verið reynt að selja þau niðursoð-
in úr landi. Vinnsla á sjólaxi hef-
ur verið eitt aðalverkefni verk-
smiðjunnar frá því það var undir
nafni Stórhóls og verður þeirri
framleiðsiu haldið áfram.
Pólstjarnan er aðili að Sölu-
stofnun lagmetis og mun hún sjá
um sölu á afurðum fyrirtækisins.
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar
vann að stofnun Pólstjörnunnar
h/f. í vetur verða starfsmenn milli
tíu og fimmtán. gej-
„Það er skylda að hafa við-
vörunarkerfí í nýjum húsum í
dag. En það vill brenna við að
þeim þætti sé ekki sinnt sem
skyldi,“ sagði Víkingur Bjöms-
son eldvarnaeftirlitsmaður á
Akureyri, er hann var spurður
um eldvarnakerfi í opinberum
byggingum.
Miklar umræður hafa orðið
síðustu daga um þessi mál vegna
brunans í Kópavogshæli fyrir
stuttu. Virðist vera að ríkið trassi
að ganga frá þessum málum í
stofnunum sínum. „Því miður
þarf slys á borð Við það sem varð
á Kópavogshælinu til að þessi
mál séu skoðuð," sagði Víkingur.
Á Akureyri eru 27 fyrirtæki og
stofnanir tengd beint við slökkvi- |
stöðina. Þá sjá vaktmenn á
slökkvistöðinni strax ef eitthvað
óeðlilegt er að gerast á viðkom-
andi stöðum. Mjög gott kerfi
reyk- og hitaskynjara er á sjúkra-
húsinu á Akureyri. Ef eldur, eða
óeðlilegur hiti myndast sést það
strax á slökkvistöðinni og jafnvel
í hvaða herbergi það er. Á öðr-
um stöðum er ófullkomnara kerfi
innanhúss. Á elliheimilunum í
Skjalarvík og Hlíð er innanhúss-
kerfi sem ekki er tengt á slökkvi-
stöðina. Slæmt ástand er á
Sólborg. Þar er viðvörunarkerfi
aðeins í einu húsi og sagði Vík-
ingur að bæta þyrfti úr strax. Á
Kristnesspítala er ófullkomið
kerfi á göngum sem ekki er tengt
slökkvistöð. Nefndi hann dæmi
um stofnanir og fyrirtæki sem
þyrftu að koma sér up viðvör-
unarkerfi. T.d. heimavist M.A.,
Hótel Varðborg, Hótel Akureyri
og fleiri staði.
Fyrsta viðvörunarkerfi sem
sett var í hús á Akureyri, var í
Menntaskólanum. Það var árið
1966. Farið hefur verið fram á að
það kerfi verði endurbætt, en
engar peningar fengist til þess.
„Mitt álit er að tryggingafélög
eigi að leggja hærra iðgjald á þá
aðila sem ekki sinna þessum
öryggisþætti í fyrirtækjum eða
stofnunum. Það væri líka fróð-
legt að vita hverjir það eru sem
stoppa fjárveitingar til uppsetn-
ingar á viðvörunarkerfum, eins
og til dæmis á Sólborg,“ sagði
Víkingur Björnsson. gej-