Dagur - 30.01.1986, Side 1

Dagur - 30.01.1986, Side 1
69. árgangur Akureyri, fimmtudagur 30. janúar 1986 20. tölublað Trúlofunarhringar afgreiddir samdæaurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Rafeindafyrirtækið DNG: Færeyingar kaupa 50 færavindur - Reksturinn farinn að gefa vel af sér segir Kristján Jóhannesson Rafeindafyrirtækið DNG á Akureyri hefur samið um sölu á 50 færavindum til Færeyja og verða þær afgreiddar á næstu mánuðum. Þetta er önnur pöntunin sem Færeyingarnir gera í vindurnar frá DNG, þeir höfðu áður fengið 40 slíkar af- hentar. „Þetta er stór pöntun á okkar mælikvarða. Hún eykur bjartsýni okkar og sýnir okkur að þessi framleiðsla líkar vel,“ sagði Kristján Jóhannesson fram- kvæmdastjóri DNG í samtali við Dag í gær. Hver vinda kostar 90 þúsund krónur þannig að hér er um sölu fyrir um 4,5 milljónir króna að ræða og það mun taka einn og hálfan mánuð að vinna upp í þessa pöntun. Kristján sagði að hjá DNG væru menn nú að undirbúa sig fyrir aðal sölutímabilið innan- lands en það er á tímabilinu apríl til júlí. Reynt hefur verið að framleiða færavindur á lager og væru nú til um 30 vindur fyrir innanlandsmarkað. „Við erum komnir með árs- uppgjör fyrir síðasta ár í hend- urnar og erum ánægðir með þró- unina,“ sagði Kristján. „Arið kemur Ijómandi vel út, þetta virðist allt vera á réttri leið. Reksturinn er farinn að gefa vel af sér og nú verður hægt að fara að saxa á skuldirnar og gera þetta að alvöru fyrirtæki." gk- Togarar ÚA: 1000 tonn af þorski - frá áramótum Frá áramótum hafa togarar Útgerðarfélags Akureyringa hf. veitt um 1000 tonn af þorski og um 200 tonn af öðr- um fiski. Þorskkvóti þeirra fjögurra tog- ara ÚA sem eru með aflamark mun vera samtals um 5650 tonn af þorski og Hrímbakur sem er með sóknarkvóta má veiða um 1750 tonn af þorski. Hrímbakur landaði 14. janúar 72 tonnum og var að landa í gær um 120 tonnum. Harðbakur landaði 20. jan. 167 tonnum, Sléttbakur 21. jan. 174 tonnum, Kaldbakur 23. jan. 183 tonnum og Svalbakur sl. mánudag 139 tonnum. Skiptaverðmæti fyrir þessar síðustu veiðiferðir togar- anna mun vera um 13,5 milljónir króna. gk-. Siglufjörður: Mjólkurlaust á Siglufirði - frá því á þriðjudag „Við erum ekkert óhressir, en þetta er slæmt fyrir því,“ sagði Guðleifur Svanbergsson úti- bússtjóri KEA á Siglufirði. En þar er búið að vera mjólkur- laust síðan á þriðjudaginn. „Menn eru óánægðir, en það eru engin læti í fólki.“ Siglfirðingar hafa oft orðið fyr- ir barðinu á Vöndum veðrum í gegnum tíðina. Pó er ekki oft á undanförnum árum sem það hef- ur gerst að mjólk og aðrar nauð- synjar vanti í bæinn. Áður var allt flutt með Flóabátnum Drangi, en nú er hann úr sögunni í bili og fara því birgðaflutningar fram með bílum. Guðleifur sagði að þeir hafi yfirleitt gengið mjög vel. Þó gerist það af og til að veð- ur hamli flutningum. Reynt var að keyra með mjólk og aðra kælivöru til Siglufjarðar í gær en það hafði ekki tekist um miðjan dag. Var verið að reyna að fá Vegagerðina til að hjálpa bílum sem biðu við Ketilás. En þar voru margir bílar og biðu fær- is á að komast til Siglufjarðar. Þar á meðal var bíll hlaðinn mjólk og fleiri nauðsynjum. Síð- degis í gær var ennþá frekar slæmt veður á þessum slóðum og óvíst hvort Vegagerðin ætlaði að hjálpa bílunum til Siglufjarðar. gej- Mynd: KGA. í gær var landað úr Hrímbaki hjá Ú.A. og þá var þessi mynd tekin í móttökusalnum. Fóðurverö loðdýrabúa: „Ætti að lækka með auknum fjölda búa“ - segir Ævarr Hjartarson ráðunautur „Það er ekki slæmur kostur að fara út í loðdýrarækt, sérstak- lega ef birtir til í sambandi við fóðurkostnaðinn. Hann ætti að Iækka með auknum fjölda búa,“ sagði Ævarr Hjartarson ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar. Stærsti kostnaðurinn við skinna- framleiðsluna er fóðurverðið og segja má að góð afkoma loðdýra- ræktar byggist á því að halda fóð- urverði niðri. Um síðustu áramót voru loð- dýrabú á Norðurlandi 91 að tölu. Á þessum búurn voru um áramót 15.149 læður, þar af 6469 refa- læður og 8680 minkalæður. Þegar rætt er um loðdýrabú er algengast að skipta landinu niður í fóðurstöðvasvæði, eftir því frá hvaða fóðurstöð loðdýrabúin fá fóðrið. Þannig eru loðdýrabú í Skaga- firði og Húnavatnssýslum 37 að tölu og fá fóður frá fóðurstöðinni á Sauðárkróki. Á búunum eru alls 2224 refalæður og 3280 minkalæður. Á Eyjafjarðarsvæðinu eru 27 bú með samtals 2900 refalæður og 4270 minkalæður. Fóðurstöð- in á Dalvík sér þessum búum fyr- ir fóðri. . í Suður-Þingeyjarsýslu eru 12 bú með 375 refalæður en 1130 minkalæður. Fóðurstöðin fyrir það svæði er á Húsavík. í Norður-Þingeyjarsýslu eru eingöngu refabú og eru þau 14 að tölu. Þar eru alls 970 refalæður. Fóðrið er fengið frá fóðurstöð- inni á Raufarhöfn. Ævarr benti á að fóðurstöðv- arnar væru raunverulega búnar að fjárfesta meira en þær þyrftu. rniðað við þann dýrafjölda sem er á búunum í dag. Fjármagns- kostnaðurinn væri því nokkuð þungur á rneðan stöðvarnar geta ekki nýtt afkastagetuna að fullu. Mjög mikið hefur verið um að loðnubátar hafa siglt til út- landa með afla sinn að undan- förnu. Á sama tíma hefur loðnubræðslur hér vantað verkefni. „Já það er mikið um þetta," sagði Andrés Finnbogason hjá loðnunefnd er Dagur ræddi við hann í gær. „Þeir eiga ekki bræðslurnar og fá einfaldlega meira verð fyrir að sigla með aflann. Það er bara markaðslög- Ævarr taldi að þótt dýrafjöldinn t.d. á Eyjafjarðarsvæðinu tvö- faldaðist þyrfti það ekki að kalla á aukna fjárfestingu hjá viðkorn- andi fóðurstöð. Mjög nauðsyn- legt væri því að fóðurstöðvarnar fengju aukna lánafyrirgreiðslu til að dreifa stofnkostnaðinum á lengra tímabil. „Horfurnar í hefðbundnum búgreinum eru ekki bjartar og ef halda á sveitunum í byggð þá verður eitthvað að koma í stað- inn og þar virðist loðdýraræktin vera vænlegust." sagði Ævarr að lokum. BB. málið sem ræður þessu." Andrés sagði að bátarnir hefðu siglt til Færeyja, Noregs, Dan- merkur og Skotlands en mest hefði verið um að farið væri til Færeyja. Veiðin hefur gengið fremur brösuglega að undanförnu vegna veðurs. Þó var aflinn um 15 þús- und tonn í fyrrinótt og veiðisvæð- in eru út af Hvalbak og út af Stokksnesi. Einungis fjórir bátar eru búnir að veiða allan kvóta sinn. gk-. Sigla með loðnuna

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.