Dagur - 30.01.1986, Page 2

Dagur - 30.01.1986, Page 2
2 - DAGUR - 30. janúar 1986 viðtal dagsins. ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðari______________________________ Frumvarp að nýjum sveitarstjórnarlögum Frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga er nú til umræðu á Alþingi. Þetta er ákaflega viða- mikill málaflokkur og mikilvægt að vel takist til með útkomuna. Vafalaust þarf að gera ein- hverjar breytingar á frumvarpinu áður en það kemur til endanlegrar afgreiðslu á þinginu. Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambands Norðlendinga, ritaði grein um þetta efni í Dag, þar sem hann telur að gagn- gerar endurbætur verði að gera á frumvarp- inu hvað ýmis atriði varðar. „Sumar tillögur nefndarinnar bera vott um að auka eigi á ný umsjón valdsmanna ríkisins með sveitar- stjórnarmálum. Einnig vottar í verulegum mæli fyrir þeirri áleitni að taka upp í íslensk sveitarstjórnarlög ýmis ákvæði erlendra laga, sem ekki eiga rætur í ríkjandi sveitarstjórnar- hefð. Sumir þessara ágalla voru lagfærðir áður en frumvarpið kom til Alþingis, en aðrir hafa flotið áfram í frumvarpi því sem nú er til afgreiðslu, “ segir Áskell í grein sinni. Meðal þess sem hann nefnir er að sveitarfé- séu fyrir hendi félagsleg eða landfræðileg vinnurekstrinum fyrirgreiðslu í formi ábyrgða. Hann nefnir einnig að það sé eðli- legt og nauðsynlegt að ráðherra sveitar- stjórnarmála hafi frumkvæði um sameiningu sveitarfélaga að ákveðnu íbúamarki og hafi frumkvæði að lagasetningu varðandi samein- ingu, ef samkomulag á milli aðila næst ekki og ef full rök eru fyrir því að sameina sveitar- félög. Það verði hins vegar að vera á valdi Al- þingis hverju sinni að meta það hvort leggja skuli niður sveitarfélög með lögum. Framkvæmdastj óri Fj órðungs sambandsins segir að öllum sé að verða það ljóst, að ekki séu fyrir hendi félagsleg eða landfræðileg skilyrði fyrir því að koma á almennri samein- ingu sveitarfélaga, svo þau geti orðið full- burða til að veita nútímalega þjónustu. Því sé ljóst að sveitarfélög verði í vaxandi mæli að leysa verkefni í samstarfi sín á milli. Sé sveit- arfélagi ofviða að leysa einstök verkefni eigi að skylda það til að leita samstarfs við önnur sveitarfélög, einnig ef sú tilhögun leiði til meiri hagkvæmni í rekstri. Bæði þurfi að veita styrki úr jöfnunarsjóði til sameiningar sveit- arfélaga, eins og gert sé ráð fyrir í frumvarp- inu, en einnig til að efla samstarf um verkefni. Hér er á ferðinni veigamikil löggjöf sem vanda þarf til t.d. hvað varðar hlutverk og til- veru landshlutasamtaka. Sveitarstjórnar- menn á landsbyggðinni verða sérstaklega að halda vöku sinni og koma á framfæri athuga- semdum meðan tími vinnst til. „Yfirleitt tekur fólk okkur vel“ - segir Björn Magnússon umdæmisverkfræðingur Fasteignamats ríkisins á Akureyri í viðtali dagsins Mynd: KGA Björn Magnússon heitir mað- urinn og er umdæmistækni- fræðingur Fasteignamats ríkis- ins á Norðurlandi með aðsetur á Akureyri. Hann er innfædd- ur Akureyringur og hefur búið á Akureyri alla sína ævi, að undanskildum fjórum árum þegar hann var við nám í bygg- ingartæknifræði í Danmörku. „Reyndar ætlaði ég í Tækni- skóla Islands að loknu stúdents- prófi. En til að komast þar inn þurfti ég að taka inntökupróf þar sem ég var ekki iðnaðarmaður. Þegar ég átti að þreyta inntöku- prófið komst ég ekki þar sem ég var veðurtepptur á Þórshöfn þannig að ég fór bara til Dan- merkur í staðinn. Það var ágætt og ég sé ekki eftir því,“ segir Björn og hlær við. Þetta er jú óneitanlega með frumlegri skýringum sem maður heyrir á því af hverju menn kjósa að sækja skóla til útlanda. „Ég kom síðan heim í ársbyrj- un 1979 og hef starfað hjá fast- eignamatinu síðan. Fyrst starfaði ég hér sem tæknifræðingur í hálft ■ár en varð síðan umdæmistækni- fræðingur yfir Norðurlandi öllu að viðbættri Strandasýslu. Þegar ég byrjaði var bara einn maður hér fyrir sem var búinn að starfa frá árinu 1977.“ - í hverju felst svo ykkar starf hér? „Samkvæmt lögunum felst starfið í því að meta fasteignir til staðgreiðsluverðs. Við metum þá allar fasteignir á svæðinu, þar með talin útihús og alls kyns byggingar. Byggingafulltrúarnir eru tengiliðir okkar við sveitarfé- lögin og þeir senda okkur upplýs- ingar um húsin sem við höfum til grundvallar þegar við metum verð þeirra. Fasteignamatið var stofnað í núverandi mynd árið 1977. Áður voru tveir menn í hverju sveitar- félagi sem sáu um að meta verð fasteigna og á þessu svæði eru 72 sveitarfélög. Þá hafa 144 menn starfað við þetta og samræmið var eðlilega ekki nógu gott með því fyrirkomulagi.“ - Er ekki í gangi eitthvert endurmat um þessar mundir? „Jú, sko það sem við erum að gera er að endurmeta allt hús- næði á svæðinu og höfum verið að því í ein sex ár. Við erum að verða búnir að meta allt húsnæði á Akureyri. Við eigum sam- kvæmt lögum að endurmeta öll hús á fimm til tíu ára fresti. Við vinnum eiginlega eingöngu við mat á húsum á Akureyri á vet- urna. Á sumrin erum við ekkert hér í bænum heldur förum við um svæðið og metum hús annars staðar á svæðinu.“ - Til hvers er ríkið að láta verðmeta fasteignir? „Samkvæmt lögunum á að finna það fjármagn sem liggur í fasteignum á landinu. Eins og er er þetta aðallega notað sem skattstofn við álagningu á fast- eignagjöldum og eignaskatti. Það er verið að reyna að sameina þessi möt, fasteignarnat, bruna- bótamat o.s.frv. Það yrði þá stofnuð ein matsstofnun sem yrði Björn Magnússon. þá vonandi hlutafélag í eigu þeirra sem nota matið. Þegar við metum hús byrjum við á að reikna það sem við köll- um endurstofnverð, þ.e. hvað kostar að byggja húsið. Því næst reiknum við afskriftir og marg- földum með svokölluðum mark- aðsstuðli. Markaðsstuðull í Reykjavík er einn. Hér er stuð- ullinn í kringum 0.7.“ - Hvernig tekur fölk ykkur þegar þið komið að skoða íbúðir þess? „Yfirleitt tekur það okkur mjög vel. Við erum þakklátir fyr- ir það hve vel fólk tekur á móti okkur. Menn geta í raun og veru flokkað þetta undir hnýsni. Margir byrja á að afsaka sig fyrir það hvað það sé mikið rusl, ekki búið að taka til o.s.frv., en þetta eru hlutir sem við tökum ekkert eftir. Við sjáum bara þá hluti sem við erum komnir til að sjá en ekki hvort allt er fínt og fágað eða í óreiðu. Þegar maður kemur út úr íbúð man maður ekkert nema það sem skiptir máli fyrir matið. Hvernig íbúðin er í laginu, hvort eru teppi á gólfum o.þ.h. Fólk getur alveg neitað okkur um að koma inn og hefur til þess laga- legan rétt. Þá metum við húsið bara eftir teikningu og setjum það í fullt mat en þá er hætta á að húsið verði of hátt metið. Það vilja fæstir því þetta er notað sem skattstofn." -yk.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.