Dagur - 30.01.1986, Síða 5

Dagur - 30.01.1986, Síða 5
30. janúar 1986 - DAGUR - 5 jafnvel þótt skammbyssa sem skýtur hitastýrðum, litlum eld- flaugum komi við sögu, er hugar- fluginu við gerð þessarar sögu haldið innan marka þess sem hugsanlega gæti gerst. Ágæt mynd. - HS Einkunnagjöf: * * * i/2 The Mean Season Árstíð óttans, eins og þessi mynd hefur verið kölluð á móðurmál- inu, fjallar um allsérstæða reynslu, svo ekki sé fastar að orði kveðið, sem blaðamaður við stór- blað í Miami lendir í. Hann skrif- ar frétt um morð, morðinginn setur sig í samband við hann og segir fyrirætlanir sínar um að drepa fimm manns. Blaðamaður- inn á að fjalla um þessi morð öll og morðinginn hefur samband við hann og segir honum hvar þau hafa verið framin. Tilgangur- inn að vekja sem mesta athygli. Sem sagt snarbilaður skratti. Blaðamaðurinn (Kurt Russel) verður leiður á þessum leik og fær raunar meiri athygli sjálfur en morðinginn, sem hinum síðar- nefnda líkar illa. Hann snýr því spjótum sínum að blaðamannin- um og unnustu hans (Mariel Hemingway). Aðrir áberandi ieikarar í myndinni eru Richard Jordan og Rishard Masur. Leikur er góður, spennan töluverð, einkum er undir lokin dregur. Ágæt afþreying. - HS Einkunnagjöf: *** + Runaway Hér er á ferðinni aldeilis alveg ágætur vísindaskáldskapur (science fiction) og með því betra sem sést hefur af því taginu. í bandarískri borg er sérsveit lög- reglunnar þjálfuð til að fást við biluð vélmenni, en þegar þarna er komið sögunnar eru vélmenni á hverju strái. Þau sjá um heimil- isstörf, vinna á ökrum, í bygg- ingavinnu o.fl., en eiga það til að bila, eins og fleiri mannanna verk. Undarlegar bilanir fara að koma fram - vélmenni af marg- víslegu tagi gerast mannskæð. Skipt hefur verið um rafrásir og er tilgangur þeirra sem það gera svolítið óljós, en augljóslega glæpsamlegur. Leikarar í aðal- hlutverkum eru Tom Selleck, Cynthia Rhodes og Gene Simmons (hljómsveitarlimur í Kiss). Tækin sem þarna sjálst gætu orðið framtíðarbúnaður og Mask Mask eða Gríman segir frá ungl- ingi sem hefur ákaflega sjaldgæf- an sjúkdóm, er lýsir sér í því að ofvöxtur hleypur í höfuðbein. Hann er afskræmdur í útliti fyrir vikið og raunar á hann ekki að vera í tölu lifenda, þar sem þessi sjúkdómur leiðir til dauða strax í barnæsku, undir venjulegum kringumstæðum. Myndin segir _jnyndböncL_ T H E BREAKFAST The Breakfast Club Fimm táningar vinna sér það til refsingar að dvelja heilan dag í skóla sínum, nánar tiltekið laug- ardag þegar almennt frí er í skólanum. Þau þekkjast ekkert innbyrðis og virðast eins ólík og hugsast getur. Þau eru uppreisn- argjörn og snúast hvert gegn öðru fyrst í stað, en áður en lýkur hafa þau opnað huga sinn hvert fyrir öðru. Þau eiga öll sameigin- legt vandamál, þó aðstæður þeirra séu mjög mismunandi. Foreldravandamálið er þeim efst í huga, kynlífið kemur svolítið við sögu og vináttutengslin eru krufin til mergjar. Þetta hljómar rétt eins og um mikla þjóðfélagslega úttekt og ádeilu sé að ræða, en því fer fjarri að þessi mynd gjaldi fyrir það að krakkarnir ræða vanda- mál sín. Hún er bráðskemmtileg. Leikur stórgóður. HS Einkunnagjöf: ****+ 6.151.43 f! Einkunnastigi: ★ ★★★★ Frábær ★ ★★★ Mjög góð ★ ★★ Góð ★ ★ Sæmileg ★ Afleit frá baráttu þessa lífsglaða ungl- ings fyrir því að lifa eðlilegu lífi. Hún segir frá samskiptum hans við móður hans, sem er eitur- efnafíkill og við félaga hennar, sem eru mótorhjólatöffarar. Móðurina leikur fyrrum söng- konan Cher og var hún valin besta kvikmyndaleikkonan á há- tíð í Cannes 1985 fyrir frammi- stöðu sína í þessari mynd. Með stór hlutverk fara auk þess Sam Elliot og Eric Stoltz, sem leikur unglinginn. Þetta er átakanleg saga, bland- in kímni. Hún er sögð sönn, en einhvern veginn nær hún ekki sömu tökum á manni og t.d. myndin um Fílamanninn og er mjög erfitt að líkja þeim saman, þrátt fyrir svipað umfjöllunar- efni. Leikstjóri myndarinnar er Peter Bogdanovich og kvik- myndatöku annaðist Laszlo Kovacs. Einkunnagjöf: ***V2 Súlnaberg-Caféteria Þorramatur Senn líður að þorra Eins og undanfarin ár er þorramatur okkar í sérflokki hvað verkun og gæði snertir. Hver skammtur inniheldur: Hangikjöt, heitan uppstúf ★ Nýtt kjöt, heitar kartöflur ★ Saltkjöt, heita rófustöppu ★ Súra sviðasultu ★ Súran hval ★ Súr eistu ★ Súrt pressað kjöt (lundabaggi) ★ Hákarl ★ Harðfisk ★ Flatbrauð ★ Laufabrauð ★ Smjör. Verð kr. 595.- Veitum afslátt fyrir hópa. Pantið tímanlega. HOTEL KEA Opið alla daga frá kl. 08.00-20.00. AKUREYRI í bökkum, tvær stærðir. Verft kr. 380.- og 500.- bakkinn. Súrmatur í úrvaii★ Hákari ★ Harðfiskur auk fjölda smárétta úr kjötborði. Verið velkomin í Hrísalund «■ •,ir,r \m m 1 r IJ J

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.