Dagur - 11.02.1986, Blaðsíða 3
11. febrúar 1986 - DAGUR - 3
Ein leiðin enn til
að soga fjármagn
frá landsbyggðinni
- segja menn um aukna bindiskyldu
lífeyrissjóðanna úr 40% í 70%
„Mér fínnst furðulegt að slá
málinu upp með þessum hætti.
Þetta hefur verið unnið eitt-
hvað í nefnd og á að takast til
umræðu í samninganefndinni í
dag. Ég tel að svona stórt mál
eigi fyrst og fremst að fara til
verkalýðsfélaganna og ræðast
þar, áður en menn taka af-
stöðu. Þetta er geysimikilvægt
mál sem snertir hagsmuni svo
margra félagsmanna í verka-
Iýðsfélögunum,“ sagði Jón
Helgason, framkv.stj. lífeyris-
sjóðsins Sameiningar um stór-
aukna bindiskyldu lífeyrissjóð-
anna.
„Ég hef ekki séð þessar tillögur
ennþá og get því ekki lagt dóm á
þær þó held ég að þetta gæti haft
mjög neikvæð áhrif t.d. fyrir líf-
eyrissjóðina á landsbyggðinni.
Það eiga að vera réttkjörnar
stjórnir lífeyrissjóðanna sem
ákveða það hvort fjármunum
þeirra er ráðstafað heima í
byggðarlögunum eða annars
staðar. í mörgum tilvikum er það
mjög stórt mál að þetta geymslu-
fé, sem getur myndast, skapi
grundvöll fyrir lánum til einstakl-
inga og fyrirtækja á viðkomandi
svæðum. Á síðustu árum hafa
sjóðféjagar leitað minna eftir lán-
um en oft áður en féð hefur þá
verið geymt í lánastofnunum hér
og komið svæðinu til góða með
þeim hætti. Við reynum að
standa við bakið á fyrirtækjum
sem eiga í erfiðleikum og höfum
t.d. bent þeim á að leita til lána-
stofnana sem hafa fé í geymslu
frá Sameiningu.
Ég hef haldið því fram lengi að
fyrsta skrefið til að koma til móts
við húsbyggjendur sé einfaldlega
að lækka vextina, því vaxta-
greiðslurnar eru oft á tíðum að
Valgarður Baldvinsson.
sliga húsbyggjendur og hinn ai-
menna lántakanda. Auk þess hef
ég ekki trú á því að það verði
neitt meira fjármagn til húsbygg-
ingalána þó peningarnir séu
geymdir í Reykjavík,“ sagði Jón
Helgason, framkvæmdastjóri líf-
eyrissjóðsins Sameiningar.
„Mín fyrstu viðbrögð eru þau
að hér sé á ferðinni ein leiðin enn
til að soga fjármagn frá lands-
byggðinni suður til höfuðborgar-
innar og miðstýra því þaðan,“
sagði Valgarður Baldvinsson,
bæjarritari, sem hefur með mál-
efni lífeyrissjóðs starfsmanna
Akureyrarbæjar að gera.
„Mér líst ekkert á að láta allt
þetta fjármagn fara á einn stað,
því hér er um gífurlega mikið
fjármagn að ræða. Ég tel að líf-
eyrissjóðirnir hafi ekki farið illa
með fé umbjóðenda sinna. Auk
þess skil ég ekki röksemdirnar á
bak við þetta. Hugmyndin mun
vera sú að byggingalánasjóðirnir
greiði lífeyrissjóðunum yfir 9%
vexti, en láni hins vegar hús-
byggjendum með 31/i% vöxtum.
Einhvers staðar þarf að inn-
heimta þennan mismun og ætli
niðurstaðan verði ekki sú, að
þeíta komi fram í hækkuðu vöru-
verði til almennings," sagði
Garðar Aðalsteinsson hjá lífeyr-
issjóði verksmiðja SÍS.
Viðkvæði þeirra sem Dagur
hafði samband við vegna þessa
máls voru á eina leið: Það er ver-
ið að soga fé frá landsbyggðinni
til miðstýringarinnar í Reykja-
vík. Þetta eykur þensluna í
Reykjavík og þar verður fyrst og
fremst byggt. Þar af leiðandi fer
þetta fé í sífellt auknum mæli til
byggingaframkvæmda á höfuð-
borgarsvæðinu. Lánastofnanir út
um land sem ávaxtað hafa fé líf-
eyrissjóðanna og lánað til at-
vinnureksturs og almennings
verða af þessu fé í enn frekara
mæli en verið hefur. Stórfelldur
fjármagnsflutningur hefst frá
landsbyggðinni til Suðvestur-
lands og telja flestir að ekki hafi
verið á bætandi. HS
Framsóknarflokkurinn Akureyri:
Jón til starfa á
kosningaskrifstofunni
Jón Arnþórsson hefur verið
ráðinn skrifstofumaður hjá
Framsóknarflokknum á Akur-
eyri, en flokkurinn hefur nú
aðsetur að Eiðsvallagötu 6.
Jón sagði í samtali við Dag að
framundan væri mikil vinna við
undirbúning bæjarstjórnarkosn-
inganna.
„Við erum hér í nýju vistlegu
húsnæði sem gerir okkur kleift að
sinna betur þeim mörgu verkefn-
um sem þarf að vinna við undir-.
búning kosninga,“ sagði Jón.
Jón er á skrifstofunni kl. 16.30-
18.30 alla virka daga. Allir vel-
unnarar flokksins eru velkomnir
til skrafs og ráðagerða við undir-
búning þeirrar baráttu sem fram-
undan er og ekki skemmir að allt-
af er heitt á könnunni.
Jón á skrifstofunni. Mynd: KGA.
1936 — FERÐAFÉLAG AKUREYRAR 50 ARA — 1986
'eeaJ AÐALFUNDUR FERÐAFÉLAGS AKUREYRAR vérður haldinn í skátaheimilinu Hvammi, Hafnarstræti 49, föstudaginn 14. febrúar 1986 kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. 1 Æn&hrpi/tinriar
L-ayaui cm /l/cj/ . Undirbúningur vegna 50 ára afmæli félagsins.
ÍLI 1
Stjórnin.
1936 — FERÐAFÉLAG AKUREYRAR 50 ÁRA — 1986
Aðalftindur
Loðdýraræktarfélags Eyjafjarðar
verður haldinn sunnud. 16. febr. 1986 að Hótel KEA
kl. 16.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Afhending skinnaverðlauna.
4. Önnur mál.
Stjórnin.
Sjálfsákvörðunarréttur
þroskaheftra
Styrktarfélag vangefinna á Norðurlandi og foreldra-
félag barna með sérþarfir á Akureyri efna til fundar
laugardaginn 15. febrúar kl. 15.30 að Hrísalundi 1 b.
Fundarefni:
Sjálfsákvörðunarréttur þroskaheftra.
Framsöguerindi flytja Dóra S. Bjarnason lektor og
Ásta Baldvinsdóttir félagsráðgjafi.
Allir sem áhuga hafa á málefnum þroskaheftra
eru hvattir til að mæta.
Fræðslunefndin.
Til sölu er
Garðyrkjustöðin Brúnalaug ef viðunandi tilboð
fæst.
Um er að ræða lögbýli með eigið vatn, 60 mín.l. 90
gráðu heitt. Tvö íbúðarhús og þarfnast annað við-
gerðar. Þá eru ca 700 fm í nothæfum gróðurhúsum
og 300 fm í húsum sem þarfnast viðgerðar. Einnig
geymsluskúrar og pökkunarhús.
Allar nánari upplýsingar á Fasteignasölu Ás-
mundar S. Jóhannssonar hdl., Brekkugötu 1 við
Ráðhústorg, sími 21967.
Norðlendingar -
Norðlendingar
Nú eru námskeið verkstjórnarfræðslunnar flutt til Ak-
ureyrar. Fyrsta námskeiðið var haldið í janúar með
góðum árangri.
Næstu námskeið verða haldin ef næg þátttaka fæst:
12.-15. febrúar. Verkskipulagning.
Ath. breyttan tíma.
Á námskeiðinu verður farið yfir undirstöðuatriði í
skipulagningu verka, áætlanagerð, upplýsingaöflun
og eftirlit með verkum.
17.-20. febrúar. Stjórnun II.
Á námskeiðinu verður farið yfir undirstöðuatriði í lík-
amsbeytingu við vinnu, verktiisögn, stjórnun breyt-
inga í fyrirtækjum og hegðun einstaklinga við vinnu.
Námskeiðin eru óháð hvor öðru og kostar hvert
námskeið kr. 7.800,-
Innifalin eru öil námsgögn og kaffi.
Skráið þátttöku strax til Iðntæknistpfnunar (slands
sími 91-687000 og til Árna Björns Árnasonar verk-
stjórafélagi Akureyrar, vinnusími 96-21300 og
heimasími 96-21249.