Dagur - 11.02.1986, Page 8

Dagur - 11.02.1986, Page 8
8 - DAGUR - 11. febrúar 1986 Yerdtflbod óskast í eftirtaldar fasteignir á Akureyri: íbúö mína á tveimur hæöum í Strandgötu 45. Verslunarhús á Hafnarbakka, þarf að flytja af grunni. Bílskúr á Oddeyrartanga, þarf aö flytja af grunni. Áskil mér rétt til að taka hvaöa tilboði sem er, eöa hafna öllum. Oddur Ágústsson, simi 23395, Akureyri. Iðnaðarhúsnæði Leitum að 1000-1500 ferm. verksmiðjuhúsnæði fyrir matvælaiðnað. Leitað er að leiguhúsnæði með hugsanleg kaup í huga síðar. Ahugaaðilar hafi samband við Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. í síma 96-26200. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. Glerárgötu 30, 600 Akureyri,, sími 96-26200. Odýr einangrun Seijum annars flokks steinull fyrst um sinn á óbreyttu verði. 2” kr. 41,00 fm. Stgr. 4” kr. 82,00 fm. Stgr. 3” kr. 61,50 fm. Stgr. 6” kr. 123,00 fm. Stgr. Hentugt til einangrunar á gripa- og geymsluhúsnæði svo og eldri íbúðarhúsum. Sauðárkróki Byggingavörudeild Eyri Sími 95-5200 og 5874. Ódýri húsgagnamarkaðurinn Skipagötu 13, Kjarnahúsinu Erum alltaf að fá fleiri og fleiri húsgögn. Lítið inn og skoðið. Allt á að seljast. - Hagstætt verð. Opið milli kl. 3-6 e.h. virka daga. KJARNAKARLAR. Húsvíkingar - Þingeyingar 41585 er símanúmer Ingibjargar Magnúsdóttur blaðamanns Dags. Skrifstofan er að Stóragarði 3. Opið frá kl. 9-11 f.h. $ SAMBANDISLEN2KRA SAMVINNUFÉLAOA Iðnaðardeild - Akureyri Húsnæði óskast Einbýlishús eða raðhús óskast til leigu frá og með 1. júní nk. Þarf að vera staðsett á Brekkunni. Uppl. gefur Jón Arnþórsson. Iðnaðardeild Sambandsins. Glerárgata 28 Pósthólf 606 Simi (96)21900 Jokdreifat___________________ Eyðið tegundinni Homo sapiens - svo aðrar líftegundir geti lifað og þróast - Draumvitrun Úlfs Ragnarssonar Við rákumst á frásögn af draumvitrun Úlfs Ragnars- sonar, læknis, í nýútkominni Dagskrá, sem gefin er út á Selfossi. Raunar er frásögnin tekin upp úr tímaritinu Lífs- geislar, þar sem Ingvar Agn- arsson hafði viðtal við Ulf. Frásögnin af þessari draum- vitrun er hluti af þessu við- tali. Hér á eftir er gripið nið- ur í frásögnina, þegar Úlfi finnst að geimskip sé í grennd við hann og hvernig honum tekst að ræða við farþega þess. „Heyrðist mér þá eins og í út- varpssendi að sagt er á ensku: Yes, the end has come. (Þ.e. endalokin eru komin). Hljóðið var málmkennt eins og það bær- ist frá tölvu. Ég þóttist reyna að beina huga mínum inn á sama bylgjusvið, og sendir þeirra flugdisksmanna, og ég sendi þeim hugskeyti: „Hverjir eru þið, hvaðan komið þið og hvert er erindi ykkar?“ Og ég greindi svar þeirra: „Við komum frá öðrum hnetti, við erum verur með sams konar sál eins og þið en með annarri líkamsbyggingu, og við erum sendir af yfirboðurum okkar til að eyða því sem eftir er af mannkyni jarðar ykkar.“ Ég þóttist svara: „Hverjir eru þessir yfirboðarar ykkar og hver er ástæða þess, að þeir vilja eyða mannkyninu á okkar jörð?“ Ég nam svar þeirra: „Þið menn eruð að tortíma öllu lífi á ykkar jörð. Við og þeir sem okkur eru æðri, viljum koma í veg fyrir að slíkt gerist. Við leyfum ekki að ein líftegund á einhverju hnetti tortími bæði sjálfri sér og um leið öllum öðr- um líftegundum hnattarins. Því var haldin allsherjar ráðstefna hjá allífsstjórnendum hnatt- anna (eða alheimsráði hnatt- anna), og sú samþykkt gerð, að tilraun Homo sapiens - hafði mistekist og eyða skyldi því, sem eftir væri af tegundinni, svo að aðrar líftegundir mættu lifa áfram og þróast.“ Og röddin frá flugdiskinum hélt áfram að berast inn í huga minn á þessa leið: „Mjög lengi höfum við reynt að komast í samband við ein- hvern jarðarbúa en aldrei tekist. Enginn virðist skilja hvert stefnir og hverjar afleið- ingarnar verða. Þú ert fyrsti maðurinn, sem við höfum náð sambandi við.“ Ég þóttist svara: „Ég held að þetta sé nú ekki alls kostar rétt, því ég þekki marga menn, sem skilja hvert stefnir og vilja mjög leggja sig fram um að breyta hér um stefnu og þeir vilja ná sam- bandi við lengra komna hjálp- endur í geimnum. Það sem á vantar er að hitta á rétta bylgju- lengd, svo samband við ykkur geti tekist.“ Foringi geimskipsmanna svaraði á þessa leið: „Þar sem okkur hefur nú tekist að komast í samband við einn jarðarbúa (sem ert þú), með fullan áhuga á að þiggja hjálp til að breyta um stefnu, þá eru forsendur fyr- ir að eyða mannkyni jarðarinn- ar breyttar, a.m.k. í bili. Við munum hætta við þetta áform sem stendur en í þess stað snúa aftur til heimahnattar okkar og skýra frá, hvers við höfum orðið áskynja. Þá mun aftur verða boðað til ráðstefnu til þess að ræða þessi mál. Og e.t.v. verður niðurstaðan önnur en sú, sem varð á síðustu alheimsráðstefnu hnattanna. En festu þér eitt í minni: Við viljum, að þú kunngerir öðrum, hvers þú hefur orðið vísari, hver ógn vofir yfir og að von geti verið um björgun. Þú verð- ur að skilja, að líf milljóna get- ur verið undir því komið, að þú kunngjörir opinskátt, hvers þú hefur orðið vísari.““ Líklega munu lesendur leggja misjafnan dóm á þessa frásögn Úlfs. En hvað um það, hún hlýtur að vekja menn til um- hugsunar á atómöld. Krakkar! \ erið velkomnir é ikrifstofu hitaveitunnar á öskudaginn. Hitaveita Akureyrar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.