Dagur


Dagur - 11.02.1986, Qupperneq 12

Dagur - 11.02.1986, Qupperneq 12
Akureyri, þriðjudagur 11. febrúar 1986 Erum farin að taka á móti pöntunum í fermingaveislur. ✓ Utvegum sali ef með þarf. Leitið upplýsinga hjá Hallgrími eða Stefáni í síma Iðnaðardeildin: 2300 mokka- flíkur til Sví- þjóöar Eitthvað virðast vcgalcngdirnar hafa breyst - Slippstöðin steinsnar frá Pálmholti. Reyndar er málið miklu einfaldara, myndin er tekin með sterkri aðdrátt- arlinsu með þessum afleiðingum á Ijarlægðir._________________Mynd: KGA. Léttsteypan í Mývatnssveit: Framleiðir týrir flugstöðina - á Keflavíkurflugvelli Fyrir helgi var gengið frá samningi um sölu á stórri send- ingu af mokkaflíkum frá Iðn- aðardeild Sambandsins til vöruhússins Lisa Casseles Modelhus sem er í Kóngs- bakka í Svíþjóð. Að sögn Kristjáns Torfasonar hjá Skinnadeild var samið um sölu á 2300 flíkum sem jafngildir tveggja og hálfs mánaðar fram- leiðslu Skinnadeildar. Vöruhús þetta hefur verið viðskiptavinur Skinnadeildarinnnar í nokkuð mörg ár en aldrei gert svo stóra pöntun áður. Þegar er búið að tryggja sölu á mokkafatnaði sem nægir til að halda framleiðslunni í fullum gangi fram í miðjan júní og þá taka við hefðbundin verkefni sem ættu að duga fram í október. Þá er eftir að taka inn í dæmið mokkaflíkur fyrir Rússa en venjulega hefur verið byrjað að framleiða upp í þeirra pantanir í sumarbyrjun, að sögn Kristjáns. Það er því Ijóst að það eru næg verkefni framundan hjá Skinna- deild Iðnaðardeildar Sambands- ins. -yk. Slökkviliðið á Blönduósi var kallað út á laugardagskvöld. I neyðarsíma slökkviliðsins sem staðsettur er á sjúkrahúsinu komu boð um að eldur væri laus að Skúlabraut 3 og vai það unglingsrödd sem var í símanum. Allir slökkviliðsmenn staðarins voru kallaðir út en þegar komið var á staðinn kom í ljós að um gabb var að ræða. Menn biðu þó „Það er mjög bjart yfir okkur þessa stundina. Enda ekki á slökkvistöðinm i viðbragðs- stöðu ef svo illa hefði viljað til að misskilningur hefði orðið varð- andi þann stað sem eldurinn væri á. Svo reyndist ekki vera. Þorleifur Arason slökkvistjóri á Blönduósi sagði að langt væri síðan slökkviliðið á Blönduósi hefði verið gabbað svona og vildi hann koma því á framfæri að slíkt skapaði hættuástand. Lög- reglan vinnur að rannsókn málsins. G.Kr. annað hægt þar sem útlit er gott með verkefni,“ sagði Har- aldur Bóasson verkstjóri hjá Léttsteypunni h/f í Mývatns- sveit. Það fyrirtæki steypir hol- steina í útveggi, milliveggja- steina, gangstéttarhellur og margt fleira. Nú er verksmiðj- an að steypa prufusteina fyrir flugstöðina á Keflavíkurflug- velli. „Við gerum okkur góðar vonir um að fá það verkefni. En þar er um mánaðarvinnu að ræða,“ sagði Haraldur. Sú framleiðsla er sérpöntuð fyrir flugstöðina. Einnig á að vinna 10 þúsund hol- steina í útveggi flugstöðvarinnar. Skútustaðahreppur hefur pant- að gangstéttahellur hjá Létt- steypunni. Eiga þær að leggjast í sumar. Þar er 2 mánaða verkefni fyrir höndum. Þarf fyrirtækið að kaupa ný mót fyrir þá framleiðslu utanlands frá. Aætlað er að byrja þá framleiðslu í apríl. Sala á holsteinum hefur aukist mjög mikið frá því sem verið hefur. Fer framleiðslan um allt land. Þegar Haraldur var spurður hvort þeir væru þá ekki ánægðir með allar þessar pantanir, sagði hann: „Auðvitað erum við ánægðir. En hefðum samt gjarn- an vilja hafa undan að framleiða upp í pantanir sem streyma inn.“ gej- Hrísey: Mál Snæfells Gabb á Blönduósi Siglufjörður: 100% umframvatns- magn nægir ekki alltaf í biðstöðu Vatnsleysið hefur ekki skapað nein vandræði enn sem komið er. Þó skapaðist óöryggi í vatnsmálum hér nokkurn tíma fyrr í vetur,“ sagði Ottar Proppé bæjarstjóri á Siglu- fírði. Þar hefur borið á vatns- skorti af og til. Bæjarstjóri sagði að vatns- magn sem bærist til bæjarins væri óeðlilega mikið, eða um 100 sek- úndulítrar. Álitið er að vatnsþörf bæjarins sé um 50 sekúndulítrar. Það bendir því allt til þess að mjög mikill leki sé í kerfinu. Þeg- ar hefur fundist leki sem sam- svarar 15 sekúndulítrum. Fannst hann innanbæjar. Er unnið að frekari leit að bilunum. Ekkert er vitað um vatnsneysl- una í bænum þar sem engir mæl- ar hafa verið notaðir. Kemur það til af því að viðkvæm tæki sem vatnsmælar hafa ekki þolað óhreinindin í vatninu. Með frek- ari vatnsöflun og betra vatni er fyrirhugað að mæla og kortleggja notkunina. Óttar sagði að ekki væri vitað hve mikið vatn færi til fisk- og rækjuvinnslu sem væri mjög vatnsfrekur iðnaður. Miklar framkvæmdir hafa ver- ið í vatnsmálum Siglfirðinga á undanförnum árum. Byggð var dælustöð, vatnstankur fyrir ofan bæinn og unnið að endurbótum á kerfinu innanbæjar. Mikið af vatnslögnum í bænum eru gamlar og lélegar og hefur tilkoma nýja geymisins valdið auknum þrýst- ingi á kerfinu og væntanlega auk- ið leka sem fyrir var í eldri lögnum. gej- „Staðan er ágæt hjá okkur þessa stundina. Við erum byrj- aðir að vinna aftur og útlitið er þokkalegt,“ sagði Jóhann Þór Halldórsson útibússtjóri KEA í Hrísey. Þar hefur verið stopul vinna í fiskverkun að undan- förnu. Astæðan er meðal ann- ars bilun í togaranum Snæfelli sem gerður er út frá Hrísey. Núpur frá Grenivík landaði fyrir helgina 50 tonnum af góðum fiski í Hrísey. Er reiknað með að hann landi þar fljótlega aftur. Jóhann sagði að þeir hjá KEA væru með í athugun að fá báta til að landa í Hrísey meðan Snæfell- ið væri frá veiðum. „Mál Snæfellsins er í biðstöðu. Það er verið að kanna fjármögn- un og annað því viðkomandi," sagði Jóhann. Bíða Hríseyingar eftir svari frá Fiskveiðasjóði varðandi það mál. Ef úr rætist eru uppi hug- myndir að endurbyggja skipið. Auk þess þarf að skipta um vél í því, eins og komið hefur fram áður. Þegar Jóhann var spurður hvaða vonir Hríseyingar gerðu sér varðandi úrlausn frá Fisk- veiðasjóði sagði hann: „Við erum bjartsýnir á að það gangi. Annað væri óeðlilegt þar sem skipið er komið til ára sinna. Þess vegna þykir okkur fáránlegt ef á að neita okkur um fyrirgreiðslu til að endurbyggja skipið og halda því gangandi. Þetta er mikið byggða- mál og þar af leiðandi nauðsyn- legt að koma þessu máli í höfn sem fyrst.“ gej-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.