Dagur - 19.02.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 19.02.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 19. febrúar 1986 _á Ijósvakanum 2. þáttur frainhaldsmyndaflokksins Hótel er á dagskrá í kvöld kl. 22.25 og nefnist hann Undir fölsku flaggi. Hér sjást þau Christine og McDermott, greinilega önnum kafin. IsiónvarpM MIÐVIKUDAGUR 19. febrúar 19.00 Stundin okkar. Endursýndur þáttur frá 16. febrúar. 19.30 Aftanstund. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Söguhornið - Karlinn í tunglinu, sögukafli eftir Ernest Young. Guðjón Guðjónsson þýddi. Sögu- maður: Brynhildur Ing- varsdóttir. Myndir: Svan- hildur Stefánsdóttir. Sögur náksins með fjaðraham- inn, spænskur teikni- myndaflokkur, og Ferðir Gúllívers, þýskur brúðu- myndaflokkur. 19.50 Fréttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Hirðmenn rokkkóngs- ins. (Rock’n Roll Disciples) Bandarísk heimildamynd sem sýnir hversu sterk ítök Elvis Presley á enn í hugum nokkurra tryggra aðdáenda. Þýðandi: Veturliði Guðna- son. 21.15 Á líðandi stundu. þáttur með blönduðu efni. Bein útsending úr sjón- varpssal eða þaðan sem atburðir líðándi stundar eru að gerast ásamt ýms- um innskotsatriðum. Umsjónarmenn: Ómar Ragnarsson, Agnes Braga- dóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Stjórn útsendingar og upptöku: Tage Ammen- drup og Óli Örn Andreas- sen. 22.25 Hótel 2. Undir fölsku flaggi. Bandarískur rnyndaflokkur 1 22 þáttum. Aðalhlutverk: James Brolin, Connie Sellecca og Anne Baxter. Tilræðismaður situr um líf embættismanns frá ísrael sem gistir á hótelinu. Þangað leitar einnig ein- stæð móðir til að afla sér fjár. Þýðandi: Jóhanna Þráins- dóttir. 23.15 Fréttir í dagskrárlok. \útvarpM MIÐVIKUDAGUR 19. febrúar 11.10 Norðurlandanótur. Ólafur Þórðarson kynnir. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Unga fólkið og fíkniefnin. Umsjón: Anna G. Magnús- dóttir og Bogi Arnar Finn- bogason. 14.00 Miðdegissagan: „Svaðilför á Grænlands- jökul 1888“ eftir Friðþjóf Nansen. Kjartan Ragnars þýddi. Áslaug Ragnars les (8). 14.30 Óperettutónlist. 15.15 Hvað finnst ykkur? Umsjón: Örn Ingi. (Frá Ak- ureyri). 15.45 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónieikar. 17.00 Barnaútvarpið. Meðal efnis: „Stína" eftir Babbis Friis Baastad í þýð- ingu Sigurðar Gunnars- sonar. Helga Einarsdóttir les (14). Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Úr atvinnulífinu - Sjávarútvegur og fisk- vinnsla. Umsjón: Gísli Jón Krist- jánsson. 18.00 Á markaði. Fréttaskýringaþáttur um viðskipti, efnahag og atr vinnurekstur í umsjá Bjarna Sigtryggssonar. 18.15 Tónleikar • Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur. Helgi J. Halldórsson flytur. 19.50 Eftir fréttir. Bernharður Guðmundsson flytur þáttinn. 20.00 Hálftíminn. Elín Kristinsdóttir kynnir popptónlist. 20.20 íþróttir. Umsjón: Samúel Örn E.rl- ingsson. 20.50 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21.30 „Það var nú þá", smá- saga úr samnefndri bók eftir Elías Mar. Höfundur les. 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma (21). 22.30 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarðvík. 23.10 Á óperusviðinu. Leifur Þórarinsson kynnir óperutónlist. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 20. febrúar 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Undir regnbogan- um“ eftir Bjarne Reuter. Ólafur Haukur Símonarson les þýðingu sína (8). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Málræktarþáttur. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Helgi J. Halldórsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugrein- um dagblaðanna. 10.40 „Ég man þá tíð". Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum Irás 21 MIÐVIKUDAGUR 19. febrúar 10.00-12.00 Morgunþáttur. Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. Hlé. 14.00-15.00 Eftirtvö. Stjórnandi: Jón Axel Ólafsson. 15.00-16.00 Nú er lag. Gunnar Salvarsson kynnir gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. 16.00-17.00 Dægurflugur. Leopold Sveinsson kynnir nýjustu dægurlögin. 17.00-18.00 Þræðir. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. 3ja mín. fréttir kl. 11, 15, 16 og 17. RIKJSUTVAKPID A AKURtYRI 17.03 18.30 Rikisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp. ________hér og þar______ Mennskar tilrauna- „kauímir" Þúsundir atvinnulausra Breta stunda það að bjóða sig fram sem „tilraunakanínur“ til að ná í skjótfenginn stundargróða. Rannsóknarstofur um alla Evrópu tæla til sín blanka ferðamenn með gylliboðum um góð laun fyrir að prófa lyf sem ekki hafa verið úrskurðuð örugg á almennan markað. Margir sjálfboðaliðar virðast blindir fyrir þeim aflciðingum sem tilraunirnar kunna að hafa. Fjöldi þeirra sem taka þátt í þessum tilraunum fer ört vax- andi, sérstaklega í V.-Þýskalandi þar sem rannsóknarstofur greiða hæst laun. Sjálfboðaliði við Iphar Institute í útjaðri Munchen getur þénað allt að fimmtán þúsundum króna á viku. Sumir nota jafnvel þessa aðferð til að fjármagna heimsreisu. „Ég lít á sjálfan mig sem far- andsölumann,“ segir Paul White- house frá Leeds í spaugi. „Ég ferðast frá einni rannsóknarstofu til annarrar og sel skrokkinn á mér.“ Karlmenn á aldrinum 18 til 40 ára eru gjaldgengir í þessar rann- sóknir. Til þess að fá að taka þátt í rannsókn þurfa þeir að standast læknisskoðun. Sjálfboðaliðar mega ekki inn- byrða neinn mat eða áfengi í.24 stundir áður en rannsókn hefst og ef einhver merki finnast um kannabisefni eða önnur fíknilyf í blóði þeirra er þeim umsvifalaust vísað frá. Sjálfboðaliðunum er fenginn pési með upplýsingum um það lyf sem þeim er ætlað að prófa, hvað lyfið heitir, hverjar eru þekktar hliðarverkanir þess og varað er við hugsanlegum óþekktum hlið- arverkunum. Rannsóknarstofan ábyrgist líka tryggingu fyrir sjálfboðalið- ana og greiðir hugsanlegan sjúkrakostnað ef sjálfboðaliði veikist af völdum tilraunanna. Anda djúpt! sem taka þátt í rannsóknunum að vera við góða heilsu. • Milliliðir Alltaf er verið að tala um hversu mlkllvæg ný at- vinnutækifæri séu fyrir eínahagslífið. Að undan- förnu hefur ný atvinnu- grein skotið upp kolllnum og nýtur hún mikilla vin- sælda meðal einstakra manna. Þarna er um að ræða eins konar „nótu- laust svartamarkaðsbrask með landbúnaðarvörur“. Þeir sem atvinnugrein fyrir sig benda á að stofnkostnað- ur sé svo til enginn og er það óneitanlega mikill kostur. Á móti kemur að áhættan er nokkuð mikii. Atvinnan er fólgin í því að taka landbúnaðarvörur ófrjálsri hendi, t.d. í mjólk- ursamsölu ellegar frysti- geymslu einhvers slatur- leyfishafans, og koma þeim siðan í verð i versl- unum. # Allir græða! S&S náði tali af einum frumkvöðli þessarar nýju atvinnugreinar og bað hann að útskýra hag- kvæmni starfsgreinarinn- ar með tilliti til þjóðar- hags. Það stóð ekki á svarlnu: „Sjáðu tll, það græða allir á þessum viðskiptum. „Heildsalinn“, græðir þvi hann fær talsvert fyrir sinn snúð, þótt hann seljf á hálfvirðl. Kaupmaðurinn græðir því hann fær vör- una á hálfvírði. Neytand- inn græðir auðvitað Ifka, því varla sér kaupmaður- inn sóma sinn í því að selja einhverja vöru fullu verðí sem hann fær fyrir „slikk“. Slfkt þekkist ekki. Hér er því augljóslega um mjög sníðugt viðskipta- fyrirkomulag að ræða.“ - Já en hvað með mjólk- ursamsöluna eða slátur- leyfishafann? Þeir aðilar hljóta þó að tapa á „við- skiptunum“? „Nel blessaður vertu. Það er um svo mikla offram- leiðslu að ræða að ekki sér högg á vatni. Auk þess lækkar þetta geymslukostnaðínn og hjálpar til við að leysa birgðavandann,11 sagði þessi viðmælandi okkar og var hinn alvarlegasti. Samt hlýtur það að liggja í augum uppi að maðurinn var að grínast. Alla vega er hér um alvarlega vönt- un á ábyrgðarleysisskorti að ræða... • Skilgrein- ing Og hér kemur ein ágætis skllgreining á íhalds- manni, sem einn velunn- ari S&S skildí eftir á skrif- borðshorninu fyrir skömmu: íhaldsmaður er maður sem stendur föst- um fótum - í lausu lofti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.