Dagur - 19.02.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 19.02.1986, Blaðsíða 11
19. febrúar 1986 - DAGUR - 11 .orð í belg. Sagði af mér vegna samvisku minnar og sannfæringar Á fundi bæjarstjórnar Akureyr- ar 11. febr. s.l. sagði ég, undirrit- aður, af mér sem stjórnarmaður í stjórn Vatnsveitu Akureyrar og þar með að sjálfsögðu sem for- maður stjórnarinnar. - Ég hefi átt sæti í stjórn Vatnsveitunnar frá árinu 1974 og verið formaður þar frá árinu 1978. - Staða Vatnsveit- unnar var mjög slæm þegar ég kom í stjórnina og hafði verið það um alllangt skeið þá. Notkun vatns á Akureyri hafði vaxið langt umfram það sem áætlað hafði verið. - Með tilkomu vatnsöflun- ar á Vaglaeyrum í Hörgárdal og þeirra framkvæmda, sem ráðist var í til að flytja vatn þaðan, var talið að vatnsþörf bæjarins væri fullnægt a.m.k. til ársins 1990 og voru þær framkvæmdir að lang- mestu leyti fjármagnaðar með lántökum. - Á árunum 1974- 1978 varð ljóst að þegar þyrfti að ráðast í framkvæmdir til að mæta aukinni vatnsþörf. Var þá ráðist í smíði miðlunargeymis á Rang- árvöllum, sem gerði kleift að mæta aukinni vatnsþörf um hríð. Framkvæmd þessi var að miklu leyti fjármögnuð með lánum. - Á þessum sömu árum varð stjórn Vatnsveitunnar ljóst að ekki mætti lengur dragast að byggja upp aðstöðu fyrir starfsemina. Starfsemin var í gömlum brögg- um frá heimsstyrjaldarárunuin og starfsmönnum ekki bjóðandi upp á þá vinnuaðstöðu sem þar var. í byrjun þess kjörtímabils sem hófst árið 1978 varð full samstaða í Vatnsveitustjórn um langtíma- áætlun, sem miðaði að því að byggja upp aðstöðu fyurir veit- una og koma starfsaðstöðu í nútímahorf og jafnframt að auka vatnsöflun veitunnar það tíman- lega að ekki kæmi til vatnsskorts á Akureyri. - Áætlun þessi var við það miðuð að ekki þyrfti að taka lán til þeirra, en forsenda þess var í fyrsta lagi að dreifa framkvæmdum á nægjanlega langan tíma og í öðru íagi að hækka vatnsskatt og annað endurgjald fyrir vatnið. M.ö.o. var við það miðað að viðskipta- vinir Vatnsveitunnar kostuðu framkvæmdirnar að fullu á fram- kvæmdatímanum. Við það var miðað að aukin hagkvæmni í rekstri og bættur hagur veitunnar kæmi viðskiptavinum hennar til góða jafnóðum og hægt væri með lækkun á verði vatnsins. Við lok framkvæmdatímans gerði Vatns- veitan ráð fyrir að staðan yrði slík, að hún gæti selt vatnið á mjög lágu verði. Jafnvel að um yrði að ræða ódýrasta vatn á ís- landi. Allt frá árinu 1978 hefur Vatnsveitan farið eftir þessari áætlun og er nú komin yfir erfið- asta og fjárfrekasta hjallann, og hefur verið hægt að lækka verö á vatninu. Gert var ráð fyrir að lækkun á verði vatnsins kæmi smátt og smátt til framkvæmda á næstu árum þótt ennþá séu 4-5 ár eftir af framkvæmdaáætlun- inni, en að þeim tíma loknum yrði verð vatnsins í lágmarki til frambúðar. Stjórn Vatnsveitunnar lagði fram frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir árið 1986 í samræmi við þessa stefnu sína, þar sem m.a. Freyr Ófeigsson, bæjarfulltrúi, skrifar var gert ráð fyrir að næsti þáttur í áætluninni yrði smíði nýs miðl- unargeymis á Miðhúsaklöppum. Um þessa áætlun var algjör samstaða í stjórn Vatnsveitunn- ar. Var m.a. ýmsum öðrum smærri, en nauðsýnlegum fram- kvæmdum frestað, til þess að hægt væri að ráðast í þessa fram- kvæmd án lántöku og jafnframt að lækka verð vatnsins í samræmi við þá áætlun, sem ég hefi áður lýst. Á áðurnefndum fundi bæjar- stjórnar var fjárhagsáætlun Vatnsveitunnar til síðari um- ræðu. - Á fundinum kom fram tillaga frá Sjálfstæðismönnum um að fella niður fjárveitingar til smíði vatnsgeymisins og „frysta“ peningana í bæjarsjóði. Þessi tillaga var samþykkt af meirihluta bæjarstjórnar og fjár- hagsáætlun Vatnsveitunnar síðan samþykkt þannig. - Með sam- þykkt þessari var meginhluti framkvæmdafjár tekinn af Vatns- veitunni og þar með kippt stoð- um undan þeirri áætlun og stefnu Vatnsveitunnar, sem ég hefi áður rakið. Með samþykkt þessari var af bæjarstjórn mörkuð ný stefna í málefnum Vatnsveitunnar, sem ég er mjög andvígur. í þessari nýju stefnu felst sú skoðun meiri- hluta bæjarstjórnar að nýta eigi góða stöðu fyrirtækja bæjarins til dulbúinnar skattlagningar í bæjarsjóði í stað þess að við- skiptavinir fyrirtækjanna njóti þess í lækkuðu verði. - Sam- kvæmt þessari stefnu mundi t.d. bætt staða Hitveitunnar ekki koma fram í lækkuðu verði á heita vatninu, heldur vera nýtt til fjáröflunar fyrir bæjarsjóð, til þess m.a. að komast hjá að inn- heimta hinar lögboðnu tekjur, útsvar og fasteignaskatt, að fullu. - Sem bæjarfulltrúi er ég andvíg- ur þessari tekjuöflunarleið bæjar- sjóðs og tel að verið sé að fara inn á varhugaverða braut. Ég tel að fullnýta eigi tekju- stofna bæjarsjóðs til að standa undir þeirn framkvæmdum sem bæjarsjóður vill ráðast í þ.á m. smíði dvalarheimilis fyrir aldr- aða. - Ég geri ráð fyrir að auk Vatnsveitunnar verði hafnarsjóð- ur næst aðnjótandi þessarar nýju stefnu, með þeim rökum að nauðsynlegra sé að fjölga t.d. dagvistarstofnunum, en að bæta aðstöðu trillukarla með smíði á bryggjum og þess háttar. Alþýðuflokkurinn er ekki aðili að meirihlutasamstarfi í bæjar- stjórn. Ég var kosinn í stjórn Vatnsveitunnar í byrjun þessa kjörtímabils af hinum formlega meirihluta bæjarstjórnar, án míns atkvæðis, án tilstilli míns flokks og án nokkurs samkomu- lags við þá aðila sem kusu mig. Ég tel mig því ekki bera neinar skyldur gagnvart þeim til setu í Vatnsveitustjórn. Ég tel að for- sendur þess, að ég var kosinn í stjórn Vatnsveitunnar og for- maður hennar, hafi verið ánægja með þá stefnu, sem ég fylgdi þar á næsta kjörtímabili á undan og í kosningu minni hafi falist stuðn- ingur við áframhald þeirrar stefnu, enda hefi ég fylgt henni fram til þessa með stuðningi a.m.k. meirihluta bæjarstjórnar. Undir þessum kringumstæðum taldi ég mér ekki skylt að sitja áfram í stjórn Vatnsveitunnar og gat raunar ekki hugsað mér að fara að framkvæma þar stefnu annarra flokka í fullkominni andstöðu við stefnu mína og míns flokks. Auk þess tel ég að brostnar séu forsendur hjá þeim er kusu mig fyrir þeirra stuðningi og því ólýðræðislegt athæfi af mér að sitja áfram í stað þess að gefa þeim kost á að fela skoðana- systkini sínu starfið. Af framangreindum ástæðum komst ég ekki hjá því að segja af mér samvisku minnar og sann- færingar vegna. Ég vona að þetta greinarkorn mitt skýri sjónarmið mitt fyrir þeim, sem það lesa og þeir skilji (andstætt við marga bæjarfull- trúa) að ágreiningurinn er ekki um það, hvort smíða eigi einn til- tekinn vatnsgeymi eða ekki, eða hvort vatnsgeymir sé nauðsyn- legri framkvæmd en smíði dval- arheimila fyrir aldraða. Ég vil þakka stjórnarmönnum gott og ánægjulegt samstarf og sérstaklega færi ég framkvæmda- stjóra Vatnsveitunnar þakkir fyr- ir samstarfið og öðru starfsfólki hennar þakkir mínar fyrir störf þess í minni formannstíð. Að lokum vil ég óska Vatns- veitunni gæfu og gengis í fram- tíðinni. Þótt skammsýnir bæjar- fulltrúar hafi nú um sinn brugðið fyrir hana fæti vona ég að þeir muni síðar átta sig á mistökum sínum og taka upp fyrri stefnu og gera Vatnsveitunni kleift að þjóna sínum viðskiptavinum á sem bestan og hagkvæmastan hátt, þeim og bæjarfélaginu í heild til hagsbóta. Freyr Ófeigsson. ^skák. Umsjón: Gylfi Þórhallsson. í þriðju umferð áttust þeir við Arnar Þorsteinsson og Tómas Hermannsson, en Arnar sem var með hvítt, sótti grimmt og eyddi í það miklum tíma, og þegar hér er komið sögu átti hann aðeins eina mínútu á næstu tíu leiki, en svartur átti nógan tíma, en þeir leika báðir mjög hratt næstu leiki. abcdefgh Arnar lék síðast 31. Ra5 - og svartur svaraði 31. - Da4 (Dc7 er betra). (Hér á hvítur rakta vinningsleið. 32. De6-I— Kd8, 33. Hxd6!! - Bxd6, 34. Dxd6 - Hc3, 35. Hd2 - og það er sama hvað svartur leikur, hann tapar í öllum afbrigðum, t.d. 35. - Bb5, 36. Db8+ - Hc8, 37. Rb7+ - Ke8, 38. Dxc8+ - Kf7, 39. Rd6+ - og mát.) En í stað- inn lék hann 32. De6+ - Kd8, 33. Dxd7+ - Dxd7, 34. Bxd7 - Kxd7, 35. Hdd2 - (betra er 35. Hb3 - og vinnur peð, t.d. 35. - Hc3, 36. Hxc3 - bxc3, 37. Bd4 með góðar vinningslíkur eða 35. - Hb8, 36. a3 - og vinnur) 35. - Hc3, 36. Bgl - (Bf4 er betra) - h5, 37. Rb3 - Ke6, 38. Bb6 - Hh7, 39. Kb2 - Hc4, 40. Hh4 - Hb7, 41. Bf2 - Hb5, 42. Rcl - d5 hér sömdu kappar um jafntefli. Tómas var lengst af með verri stöðu á móti Sigurjóni Sigur- björnssyni í fjórðu umferð. en hann sneri snyrtilega á hann. Tómas er með hvítt og á leik á stöðinni. abcdefah 1. Rxd6!!-Cxd6 2. c7 - Rb7 3. Hxb7 - Hc8 4. Hc3 - Kf6 5. Hxb6 - Hexb7 6. Hbc6 - Hxc6 7. dxcó og svartur réð ekkert við peðin og gafst því upp. í skák Jakobs Kristjánssonar, tefldi sá síðarnefndi stíft til vinnings, eftir vel heimabrugg- aðan leik í Ben-oní vörn, sem var allóvenjulegur, en það setti hvítan algjörlega úr jafnvægi. Þessi staða kom upp. abcdefgh Friðgeir er með svart og leikur 1. - Rxd3!, 2. Hxd3 (ef 2. Dxd3 - Dxd3, 3. Hxd3 - Hxe2!. 4. Rxe2 - Bf5 og það er sama hvað hvítur leikur næst, því hann tapar hróknum f öllum afbrigð- um, því svartur leikur næst peð- inu til c4 og vinnur, einnig geng- ur ekki 2. Rgl - vegna 2. - Dxf2, 3. Hxd3 - Hel+ og vinnur) 2. - Bf5, 3. Rxf5 (ef 3. Hhdl þá 3. - Hxe2. 4. Rxe2 - Dxe2 og vinnur) 3. - Dxhl +, 4. Hdl - De4+ og hvítur gaf. í síðasta þætti er villa í stöð- unni hjá Hauki og Sigurjóni, peðið á e7 á ekki að vera. Alúðarþakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns og föður okkar, ÓSKARS LEIFSSONAR, Skarðshlíð 25c. Sérstakar þakkir til laekna og starfsfólks gjörgæsludeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Árný Björnsdóttir og dætur. Við seljum ^ ódýrt Dömukápur á kr. 3.300.- Stór númer. Úlpur á kr. 1.870.- Ný sending. Dömupils. KLvbíraisliui SigínbiirGnbinniidwihirlit. HAFNARSTRÆTI96 SÍMI96-24423 AKUREYRI Híisvíkingar - Þingeyingar Dagur hefur fastráöið starfsmann á Húsavík. Það er Ingibjörg Magnúsdóttir, sem auk blaðamannsstarfa mun sjá um dreif- ingu og auglýsingamóttöku fyrir blaðið. Við hvetjum lesendur blaðsins til að hafa samband við Ingi- björgu varðandi ábendingar um fréttir og efnisval. Einnig bendum við lesendum á, að Ingibjörg tekur á móti smá- auglýsingum og tilkynningum í dagbók, t.d. varðandi stór- afmæli og dánarfregnir (mynd má fylgja) svo eitthvað sé nefnt. Sú þjónusta er lesendum að kostnaðarlausu. Ingibjörg hefur aðsetur í Stóragarði 3, sími 41585. Fastur skrifstofutími kl. 9-11, en er auk þess við á skrifstof- unni á öðrum tímum. Heima: Sólbrekka 5, sími 41529.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.