Dagur - 19.02.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 19.02.1986, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 19. febrúar 1986 19. febrúar 1986 - DAGUR - 7 i i i i r : • Hér halda þeir Kristján Torfason og Karl Friðriksson á leðurflíkum eins og þeim sem ætlunin er að fara að framleiða hjá Skinna- saumastofu Sambandsins. Myndir: KGA Mikill uppgangur hefur verið hjá Skinnasaumastofu Iðnaðardeildar Sambandsins á síðustu misserum. Dagur heimsótti Skinnasaumastof- una fyrir skömmu til að kynna les- endum þá starfsemi sem þar fer fram. Leiðsögumenn voru þeir Kristján Torfason framleiðslustjóri og Karl Friðriksson sölustjóri. Fyrir skömmu var gengið frá samn- ingi um sölu á stórri sendingu af mokkaflíkum frá Iðnaðardeild Sam- bandsins til vöruhússins Lisa Casseles Modelhus sem er í Kóngsbakka í Svíþjóð. Að sögn Kristjáns var samið um sölu á 2300 flíkum sem jafngildir tveggja og hálfs mánaðar framleiðslu Skinnasaumastofunnar. Vöruhús þetta hefur verið viðskiptavinur Skinnadeildarinnnar í nokkuð mörg ár en aldrei gert svo stóra pöntun áður. Karl Friðriksson sölustjóri er á leiðinni á vörusýningu í Evrópu þar sem búast má við að hann selji þó nokkuð af mokkafatnaði til viðbótar • Svo þarf að raka suma bútana. og reikna yfirmenn Skinnasauma- stofunnar með því að þeir séu búnir að tryggja sér verkefni sem ættu að duga fram í október. Þá er eftir að taka inn í dæmið mokkaflíkur fyrir Sovétmenn en venjulega hefur verið byrjað að framleiða upp í þeirra pant- anir í sumarbyrjun, að sögn Kristjáns. Það er því ljóst að það eru næg verkefni framundan hjá Skinna- saumastofu Iðnaðardeildar Sam- bandsins. Skinnasaumastofan er að taka upp samstarf við tvo nýja umboðsaðila í Skandinavíu, Norocon í Noregi og Albackens í Svíþjóð. Að sögn Karls sölustjóra má reikna með að á þessu ári fari um 2000 flíkur til Noregs og 1500 til Svíþjóðar, fyrir utan þær 2300 flíkur sem fara til Casseles Modelhus. Einnig er verið að athuga með mögu- leika á sölu til annarra landa, s.s. Bretlands. í undirbúningi er framleiðsla á tískufatnaði úr leðri og eru miklar vonir bundnar við þá framleiðslu. Auk þess er að fara í gang framleiðsla á svokölluðum „jungle“ fatnaði úr ærgærum sem sútaðar eru á sérstakan hátt en slíkur fatnaður er vinsæll vest- anhafs. Fram til þessa hafa ærgærur ekki verið notaðar til fataframleiðslu hér á landi. - En fylgir ekki þessari fram- leiðsluaukningu aukin þörf fyrir mannskap? Jú, að sögn þeirra forstöðumanna hjá Skinnadeildinni stendur til að bæta við saumakonum og verða þær væntanlega teknar úr hópi þeirra sem missa vinnuna þegar fataverksmiðjan Hekla hættir störfum. En hitt er ekki minna um vert að afköst Skinna- saumastofunnar hafa batnað verulega á undanförnum árum. Fyrir fjórum árum fóru að meðaltali 10 til 12 vinnustundir í að sauma eina kápu en nú hefur tekist að ná þeim tíma niður í 5 til 6 tíma. Þannig hafa afköst saumastofunnar nálega tvöfaldast á fáum árum. Helstu ástæður fyrir þess- ari framleiðsluaukningu eru miklar vinnurannsóknir, afkastahvetjandi launakerfi, ný tækni, t.d. við snið, og betri framleiðslustýring. Við gengum um saumastofuna og fylgdum framleiðslulínunni sem byrj- ar þar sem gærurnar koma inn í húsið, fullsútaðar og litaðar. Guðjón Sigurgeirsson tekur á móti þeim og flokkar þær. Þó að inn komi margar gærur með sama lit þarf samt að velja saman gærur í hverja flík þar sem lit- blær gæranna er misjafn og gæta þarf þess að þær gærur sem koma í sömu flík hafi sem líkasta áferð. Til þess að leysa þetta starf vel úr hendi þarf mjög glöggt auga en Guðjóni þótti það ekki mikið tiltökumál þegar ég spurði hann út í þetta. „Þeir kvarta að minnsta kosti ekki undan flokkuninni hjá mér,“ sagði hann. Guðjón velur saman 6 til 7 gærur í hverja flík og frá honum fara þær í sníðasalinn. Þar taka sníðarar við og þeirra starf er vandasamt því efnið er dýrt og að sögn Kristjáns er það í sníðasalnum sem það ræðst einna helst hvort framleiðslan stendur undir sér eða ekki. Góð nýting á gærunum er höfuðatriði enda er hráefnis- kosnaður rúm 50% af framleiðslu- verði mokkafatnaðar. Þegar búið er að sníða er öllum bútum sem fara í eina flík raðað í • Kápan er svo saumuð saman. grind og henni rennt inn í saumasal- inn. Þar er allt unnið eins og á færibandi. Hver kona saumar ákveðinn saum og þannig taka þær viö hver af annarri þar til flíkin er fullbúin. Þá kemur hönnuðurinn og lítur yfir hverja flík til að ganga úr skugga um að enginn galli finnist. Gæðaeftirlit er mjög strangt, enda segist Kristján ekki muna eftir að kvartað hafi verið vegna gallaðrar mokkaflíkur frá því hann byrjaði fyr- ir um tveimur árum. Hönnuður saumastofunnar er Ing- ólfur Ólafsson og er hans starf aðal- lega fólgið í því að útfæra snið sem hönnuð hafa verið af umboðsaðilum Skinnadeildarinnar erlendis en einnig hefur hann grunnhannað nokkrar flíkur sjálfur. „Það eru náttúrlega bestu flíkurnar," segir hann og glottir. Okkur eru sýndar leðurflíkur sem Ingólfur hefur hannað og búið er að sauma prufur af og því verður ekki móti mælt að þetta eru mjög fallegar flíkur. Eins og áður segir stendur til að hefja framleiðslu á tískufatnaði úr leðri í sumar og má gera ráð fyrir fyrstu flíkunum á innanlandsmarkað í haust. Við bíðum spennt. -yk. • Hver sauinakona hefur ákveðið hlutverk • Þa er kápan tilbúin og Ingólfur Ólafsson ur yfir verkið L > %

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.