Dagur - 19.02.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 19.02.1986, Blaðsíða 3
19. febrúar 1986 - DAGUR - 3 _/' dagsljósinLL Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki undanfarnar vikur og mán- uði um að ýmis lögbrot séu, eða hafí verið, stunduð af starfsmönn- um og/eða stjórnendum Sjallans á Akureyri. Stórfelldur stuldur und- an söluskatti, sala á smygluðu áfengi og brot á lögum um hluta- félög er allt meðal þess sem nefnt hefur verið. Einn af dyravörðum hússins hefur fullyrt það í samtali við blaðamann Dags að honum hafí verið uppálagt að taka þátt í því að tvíselja aðgöngumiða. Hvernig það er gert verður útskýrt nánar í greininni hér á eftir. Ann- ar fyrrverandi starfsmaður Sjall- ans segir að á meðan verkfall op- inberra starfsmanna stóð yfir haustið 1984 hafí verið selt smygl- að áfengi í húsinu. Arið 1984 var enginn aðalfundur haldinn í hluta- félaginu Akri og annar af tveimur endurskoðendum félagsins sem kjörnir voru á aðalfundi 1982 fékk að eigin sögn aldrei að sjá staf um reikninga félagsins. Tvíseldir miðar Hér skal skýrt nánar hvernig farið er að því að tvíselja miða, eins og dyra- vörðurinn fyrrverandi lýsti því. Hann sagði að dyravörðunum væri uppálagt að leitast við að ná miðun- um heilum af gestum hússins og safna þeim saman. Miðana lögðu þeir síðan inn í miðaafgreiðslu, við hliðina á kassanum sem peningarnir og óseldu miðarnir eru geymdir í. Miðarnir koma númeraðir í rúllum frá embætti bæjarfógeta sem sér um innheimtu gjalda, s.s. söluskatts og skemmtanskatts, af aðgöngumiðum. Þarf þá bókfærð miðasala að passa við númer á miðunum og þannig er hægt að hafa eftirlit með að inn- heimtur sé skattur af hverjum seld- um aðgöngumiða af rúllunni. Með því að taka miðana í heilu lagi af gesíum og selja sömu miðana tvisvar er hægt að fara fram hjá þessu eftir- liti og ná þannig umtalsverðum auka- tekjum sem fógetaembættið fær enga vitneskju um. Að vísu sagði einn starfsmaður bæjarfógeta í samtali við Dag að það væri „opinbert leyndarmál" að þetta svindl hefði tíðkast í Sjallanum. Bæjarfógetaembættið hefur hins veg- ar ekki gert neitt til að koma upp um „svindlið“ og t.d. má nefna að lög- reglan hefur ekki talið út úr Sjallan- um árum saman. „Við vorum nokkrir sem vorum á móti því að taka þátt í þessu en okk- ur var eiginlega bara skipað að gera það og það tóku allir þátt í því,“ sagði dyravörðurinn fyrrverandi. „Eg vissi hins vegar aldrei hvaðan skipanirnar komu eða hvert pening- arriir runnu sem komu inn fyrir mið- ana sem voru seldir aftur.“ Hann bætti því við að ef hljóm- sveitir komu og léku í húsinu gegn hlutdeild í innkomu hafi stundum verið maður frá viðkomandi hljóm- svéit niðri í anddyri til að fylgjast með því sem þar fór fram. Þá gættu dyraverðirnir þess vandlega að út- sendari hljómsveitarinnar sæi ekki að þeir færu með miða aftur inn í miða- sölu. Oft er það að fólk leggur mið- ana í heilu lagi í lófa dyravarða en heldur ekki á móti þegar dyravörður- inn ætlar að rífa af. Þá miða sem þannig komu í lófa dyravarðanna áttu þeir frekar að setja í rusladall en láta umboðsmann hljómsveitarinnar sjá að miðarnir færu aftur í sölu. Þegar þessi saga dyravarðarins fyrrverandi var borin undir Hannes Fréttaskýring Yngvi Kjartansson skrifar Þrálátur orðrómur um sölu- skattssvik og sölu á smygli - auk þess sem lögum um hlutafélag hafi ekki verið framfylgt Haraldsson, yfirdyravörð, og Sigurð Sigurðsson, framkvæmdstjóra, þver- tóku þeir fyrir að það hefði nokkurn- tíma gerst með þeirra vitneskju að miðar væru tvíseldir með þeim hætti sem að ofan er lýst. Föstudagskvöldið 17. janúar próf- aði blaðamaður Dags að telja þá gesti sem komu út úr Sjallanum frá klukkan 00:45 þar til allir gestir voru komnir út úr húsinu. Blaðamaður taldi þá yfir 600 manns, þar af komu um 300 út úr húsinu fyrir klukkan 3 þegar dansleik lauk. Það skal tekið fram að þessa talningu verður að taka með nokkr- um fyrirvara því þegar straumurinn var sem mestur út úr húsinu eftir klukkan 3:00 kann talningin að hafa brenglast nokkuð þar sem mikið er um að fólk gangi út og inn aftur og straumurinn er svo mikill að talning- in getur ekki orðið örugg þó að blaðamaður hefi reynt að gæta sín á því að telja ekki sama fólkið tvisvar. Hins vegar telur blaðamaður sig hafa nokkuð örugga vissu fyrir því að talningin fram ti! klukkan 3:00 sé mjög nálægt því að vera rétt enda smátíndist fólk út á þessum tíma og auðvelt var að draga þá frá sem skut- ust inn í anddyrið og fóru strax út aftur. Samkvæmt bókum Sjallans voru seldir miðar þetta kvöld 379. Blaða- maður telur að með því að taka ýtr- ustu skekkjumörk inn í dæmið hafi verið a.m.k. 100 gestir í húsinu þetta kvöld, umfram það sem miðarúllan gefur til kynna. Þetta gerir frekar að staðfesta sögu dyravarðarins en hitt. Hér má einnig geta þess að einn af fyrrverandi dyravörðum H-100 hefur sagt blaðamanni Dags frá því að þessi vinnubrögð hefðu verið stund- uð í H-100 um árabil. Hann segist hafa gert sér það að leik, þegar hann var gestur í Sjallanum að fylgjast með vinnubrögðum dyravarða þar og þeir hefðu greinilega haft sama liátt- inn á. Líklegt má telja að þessa hluti sé ákaflega erfitt að sanna og stendur því eftir staðhæfing gegn staðhæf- ingu. Sala á smygluðu áfengi Dagur hefur einnig fengið þær upp- lýsingar frá fyrrverandi starfsmanni Sjallans að selt hafi verið smyglað áfengi í Sjallanunt í verkfalli opin- berra starfsmanna haustið 1984. Hann segir að síðustu helgina áður en verkfalli lauk hafi vínbirgðir húss- ins verið á þrotum, þrátt fyrir að hús- ið hefði birgt sig vel upp þegar sýnt þótti að verkfall brysti á. Þessa síð- ustu helgi hafi verið gripið til smygl- aðs áfengis og giskaði hann á að það hefðu verið á milli 10 og 20 kassar af smygluðu áfengi sem seldir voru á börum hússins þessa umræddu helgi. Kjörinn endurskoðandi sá aldrei reikninga Hlutafélagið Akur var upphaflega stofnað árið 1955 og voru það 46 ein- staklingar sem stóðu að stofnuninni. Á næstu árum bættust við nýir hlut- hafar og munaði þar mest um Sjálf- stæðisflokkinn og ýmis sjálfstæðisfé- lög á Norðurlandi. Akur hf. hóf rekstur Sjálfstæðishússins um eða upp úr 1960 og þá var flokkurinn og sjálfstæðisfélögin á svæðinu komin með meirihlutaeign í félaginu. Engar meiriháttar breytingar urðu á valdahlutföllum í félaginu fyrr en árið 1982. í desember 1981 brann Sjálfstæðishúsið og fljótlega var tek- in ákvörðun um að byggja húsið upp og um leið tóku nokkrir einstaklingar sig saman um að kaupa hlut Sjálf- stæðisflokksins og sjálfstæðisfélag- anna á svæðinu. Að sögn Sveinbjörns Vigfússonar bóksala, sem var einn þessara manna, voru það upphaflega milli 10 og 14 menn sem ætluðu að kaupa þennan meirihluta í félaginu en þeim fækkaði eitthvað strax áður en kom að því að greiða skyldi fyrstu greiðslu í umræddum hlutabréfum. Þegar að því kom segist Sveinbjörn telja að þeir hafi verið urn 8 talsins. í þeim hópi voru, auk hans, núverandi stjórnarmenn Akurs hf, þeir Jón Kr. Sólnes, Aðalgeir Finnsson og Þórður Gunnarsson sem er formaður stjórnar. Þórarinn B. Jónsson var einnig í þessum nópi en hann seldi stjórnarmönnum sinn hlut aftur um ári síðar. eignuðust meirihluta hlutafjár og þá tóku núverandi stjórnarmenn við taumunum. Á þeim stjórnarfundi var Sveinbjörn Vigfússon kjörinn annar endurskoðenda félagsins, hinn var Gunnar Sólnes, bróðir Jóns. Svein- björn segist hafa komið að máli við stjórnármenn fljótlega eftir þennan fund og óskað eftir því að öll hlutbréf félagsins yrðu innkölluð og gefin út ný, vegna þess að þá var ekki ná- kvæmiega ljóst hvað mikið væri til af hlutabréfum eða hverjir væru raun- verulégir éigendur ntargra þeirrá.' Sveinbjörn segir að þessi ósk sín hafi fengið jákvæðar undirtektir en efndir hefðu engar orðið, enda hefur þetta ekki verið gert enn. Sveinbjörn sagðist einnig hafa farið fram á að fá að sjá hlutaskrá félagsins, sem sam- kvæmt lögum um hlutafélög á að liggja frammi á skrifstofu félagsins. hluthöfum til sýnis ef þeir óska eftir því. Þeim óskum hans var einnig tek- ið vel en efndir urðu engar. Sveinbirni var ekki kunnugt um að haldnir hefðu verið aðalfundir frá því að hann var kjörinn endurskoðandi á aðalfundinum í ágúst 1982 og hefur hann aldrei verið kallaður til að líta á reikninga félagsins. „Þegar ég sá að þessir menn ætl- uðu að stjórna þessu og hafa þetta al- veg eins og þeim sýndist hætti ég að hafa áhuga á að taka þátt í þessu og hætti þar með að taka þátt í þessum kaupum á hlut flokksins." sagði Sveinbjörn í samtali við Dag. Hvað eiga stjórnarmenn Akurs hf. stóran hlut í félaginu? í lögum um hlutafélög segir að aðal- fundi skuli halda árlega. innan 9 inn í árslok árið 1983 og árið 1984 var enginn aðalfundur haldinn í Akri hf. í október árið 1985 var svo haldinn aðalfundur fyrir árin 1983 og 1984. Þessir fundir voru boðaðir með aug- lýsingum í Morgunblaðinu en ekki í bæjarblöðunum eða með tilkynning- um til hluthafa. Blaðainaður spurði Þórð Gunnars- son. formann stjórnar, hvort liann mætti líta á hlutaskrá félagsins. Þórð- ur kvaðst ekki sjá því neitt til fvrir- stöðu en bað blaðamann að snúa sér til Jóns Kr. Sólnes sem hefði þessa skrá undir höndum ásamt öðrum gögnum félagsins þar sem hann væri lögfræðingur þess. Þegar þessi ósk var borin undir Jón kvaðst hann reikna með að þetta ætti að vera hægt. hann hefði skrána að vísu ekki undir höndum en gæti nálgast hana. Hins vegar kvaðst Jón vera upptek- inn og bað blaðamann að koma síðar. án þess að segja til um það ná- kvæmlega hvenær. Samkvæmt upplýsingum Þórðar Gunnarsson eiga stjórnarmenn Ak- urs yfir 70% í félaginu en Sveinbjörn Vigfússon segist draga það stórlega í efa. Úr þ\í fæst væntanlega skorið þegar Jón Kr. Sólnes sýnir blaða- rnanni hlutaskrá félagsins. Er Sjallinn gjaldþrota? í umræðunni um Sjallann. sem verið hefur töluverð undanfarnar vikur og mánuði eins og áður sagði. hefur kotnið til tals að fyrirtækið væri gjaldþrota. Skuldir þess næmu milli 80 og 90 milljónum króna. að mestu leyti við Iðnaðarbankann en einnig við kauptelagið á Svalbarðseyri. Flestir \ iðskiptavinir Sjallans voru búnir að loka á öll viðskipti vegna hráefniskaupa nema gegn stað- greiðslu. Hvað svo sem hæft er í þessum sögum um gjaidþrot er ljóst að fyrirtækið er ákaflega illa statt fjárhagslega og hefur \erið reynt að selja það undanfarið. Hefur heyrst að eigendur vilji fá 110 milljónir króna fvrir húsið og tilheyrandi. Að \ onum hefur stærsti lánadrott- inn Sjallans mikilla hagsntuna að gæta varðandi sölu fyrirtækisins og mun hafa krafíst þess að fyrirtækið yrði selt. Reiknað er með að jafnvel verði gengið frá því ntáli innan nokk- urra daga og fyrirtækinu þar með bjargað frá gjaldþroti. Sjallinn hefur verið ntjög áberandi þáttur í bæjarlífinu á Akureyri. af honum hefur jafnvel verið menning- arauki að sumra mati. Hvort nýjum eigetidum tekst að koma fótunum undir fyrirtækið á nýjan leik er óvissu háð. í ágúst 1982 var haldinn fyrsti aðal- mánaða frá því reikningsári lýkur. fundur félagsins eftir að nýir aðilar Aðalfundur fyrir árið 1982 var hald- Skiptir Sjallinn um eigendur á næstunni? Mynd: KGA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.