Dagur


Dagur - 11.03.1986, Qupperneq 3

Dagur - 11.03.1986, Qupperneq 3
11. mars 1986 - DAGUR - 3 Ályktun frá Landssambandi iðnaðarmanna: Fagnar tilraun til að draga úr verðbólgu Framkvæmdastjóri Landssam- , bands iðnaðarmanna fagnar þeirri tilraun sem felst í nýgerðum kjarasamningum til þess að draga úr verðbólgu. Jafnframt lýsir Landssamband iðnaðarmanna ánægju með ýmsar þeirra efna- hagsráðstafana, sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir í tengslum við kjarasamningana, einkum lækk- un raforkuverðs, lækkun tolla, lækkun vaxta og aukningu fjár- magns til húsnæðislánakerfisins. Auk þess er sérstaklega fagnað niðurfellingu launaskatts á iðnað, sem Landssambandið hefur lengi barist fyrir. Ekki verður þó hjá því komist að vekja athygli á, að sú ráðstöfun nær aðeins til iðnað- ar samkvæmt atvinnuvegaflokk- un Hagstofu íslands. Ýmsar stór- ar iðngreinar, sem selja út vinnu, s.s. byggingariðnaður, verða áfram launaskattsskyldar. Mögu- leikar þessara iðngreina til að standa undir launahækkun án þess að veita því út í verðlagið eru því minni. Landssamband iðnaðarmanna - samtök atvinnurekenda í lög- giltum iðngreinum - beinir þeim tilmælum til aðildarfélaga sinna, sem gefa út útsölutaxta, að sú 5% hækkun launa, sem kemur til framkvæmda við gildistöku kjarasamninganna, verði sem allra minnst látin koma fram í útsölu. Landssambandið vekur sérstaka athygli á því, að til þess að ná þeim árangri, sem að er stefnt, þurfa allir að leggjast á eitt. Forsenda þess, að nýgerðir kjarasamningar standist, er að framleiðn: "tvinnuveganna aukist verulega. Landssamband iðnað- armanna beinir því þeim tilmæl- um til allra fyrirtækja innan sinna vébanda, sem framleiða vöru eða veita þjónustu, að þau leiti ýtr- ustu leiða til hagræðingar i rekstri og aukningar framleiðni, þannig að þau geti haldið verð- lagi sem stöðugustu. f>á verður einnig að gera þá kröfu til stjórn- valda, að þau skapi aðstæður til þess að auðvelda fyrirtækjum að ráðast í framleiðniaukandi aðgerðir. Siglufjörður: Tíðar bilanir togara „Það stemmir, Stálvíkin kom inn með bilað stýri, en það er ekkert alvarlegt. Það losnuðu boltar í stýrisblöðkunni og hún hékk á einum bolta á leiðinni í land,“ sagði Runólfur Birgis- son hjá Þormóði ramma á Siglufirði er hann var spurður um bilun í togaranum Stálvík. Stálvík varð fyrir þessari bilun á þriðjudaginn. Ferðin í land gekk heldur erfiðlega því ekki var hægt að beygja skipinu nema á aðra síðuna. Skipverjar á Stál- víkinni reyndu að gera við bilun- ina en stýrðu síðan til lands með toghlerunum, sem er orðin þekkt aðferð hjá skipum með bilað stýri. Fleiri Siglufjarðartogarar hafa orðið fyrir bilunum að undan- förnu. Sveinborg kom líka til Siglufjarðar í gær með bilað spil. Viðgerð verður lokið í dag og heldur skipið til veiða strax að henni lokinni. Sigluvík hélt til veiða á þriðjudag eftir viku- stopp. Kom skipið til lands með brotið spil, sem gert var við á Siglufirði. gej- Það var nú mál til komið að mála - ekki satt? Mynd: KGA. Verðlaunagetraun KEA: Aðalvinningshafinn aðeins þriggja ára Búið er að draga í verðlauna- getraun KEA fregna. Nokkur hundruð rétt svör bárust og vegna mikillar þátttöku var ákveðið að veita 10 aukaverð- laun, en aðalverðlaunin voru átta þúsund króna vöruúttekt í einhverri af verslunum KEA á félagssvæðinu. Aukaverðlaun- in eru hljómplata. „Ég vildi þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessari getraun. Ljóst var að margir þeirra sem svöruðu voru ungir að árum. Þannig var aðalvinningshafinn aðeins þriggja ára. Ég býst við að hann hafi fengið aðstoð við að fylla út seðilinn," sagði Áskell Þórisson, blaðafulltrúi KEA í samtali við Dag. Aðalvinninginn hlaut Klara Fanney Stefánsdóttir, Smárahlíð 4c Akureyri, en aukavinningar komu í hlut eftirtaldra: Arnars Bergþórssonar, Smárahlíð 16h Akureyri, Fríðu Pétursdóttur, Hvammshlíð 11 Akureyri, Garð- ars H. Jóhannessonar, Furulundi 8t Akureyri, Sigríðar Stefáns- dóttur, Lyngholti 8 Akureyri, Huga Kristinssonar, Klettagerði 2 Akureyri, Ölmu Axfjörð, Skarðshlíð 8d Akureyri, Alberts Þorvaldssonar, Hólabraut 5 Hrís- ey, Helga Snorrasonar, Rima- síðu 4 Akureyri, Huldu Guðna- dóttur, Hafnarstræti 81 Akureyri og Páls Gísla Ásgeirssonar, Hlíð- arhaga í Saurbæjarhreppi. Öll svöruðu þau því til að KÉA hefði verið stofnað að Grund í Eyja- firði, að Hjörtur E. Þórarinsson væri stjórnarformaður KEA og að minnismerkið sein afhjúpað verður hjá Mjólkursamlaginu þann 19. júní gengi undir nafninu Auðhumla. Félag verslunar- og skrifstofufólks Almennur félagsfundur veröur haldinn þriðjudaginn 11. mars í Alþýðuhúsinu 4. hæð kl. 20.30. Fundarefni: Nýgerðir kjarasamningar. Stjórnin. Teppahreinsun - Húsgagnahreinsun Pantið tímanlega fyrir fermingar Hreingerningar með nýjum og fullkomnum vélum. Sérstök efni á ullarefni og ullarklæði. Löng reynsla - Vanir menn. Símatími frá kl. 9-10 f.h. og 7-8 e.h. Sími 21719. Spilakvöld að Freyjuiundi Föstudaginn 14. mars kl. 21.00 hefjast á ný okkar vinsælu spilakvöld og bingó aö Freyjulundi. Þriggja kvölda keppni. Góö verölaun. Athugið! Byrjum á slaginu 21.00. Nefndin. Húsvíkingar - Norðlendingar Stiömugeim 1986 laugardaguin 15. mars Húsið opnað kl. 19. Gestamóttaka samkvæmt uppskrift björgunarsveitarmanna. Fordrykkur o.fl. á Rauðatorgi. Samkoman sett: Hörður formaður. Veislustjóri: Sigurður Hallmarsson. MatseöiH: Nammi namm. Geimsúpa með stjörnubragði. Steikt villibráð (a lamba) með ýmsum fylgihlutum sem kitla bragðlaukana. Fjölbreytt skemmtiatriði. Happdrætti á staðnum. Steini sér um dinnermúsík. Hljómsveitin Casa Blanca leikur fyrir dansi. Miðaverð kr. 1350.- Miðapantanir á miðvikudagskvöld 12. mars í stma 41650 kl. 20-22. Aðgöngumiðarnir afgreiddir föstudagskvöld 14. mars kl. 18-20. ' Góða skemmtun. Björgunarsveitin Garðar • Slysavarnadeild kvenna Oð PIOIMEER

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.