Dagur


Dagur - 11.03.1986, Qupperneq 6

Dagur - 11.03.1986, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 11. mars 1986 11. mars 1986 - DAGUR - 7 Björgunar- sveitin Garðar með Stjörnu- geim á laugar- dagskvöld Um tíu ára skeið hefur sú almesta meiriháttar sam- koma sem haldin er í Húsavíkurbœ verið sam- eiginleg árshátíð Björgun- arsveitarinnar Garðars og Kvennadeildar Slysa- varnafélagsins. I fyrsta sinn er þessi hátíð var haldin hlaut hún nafnið Stjörnumessa, síðar kom Stjörnunótt, Stjörnusam- koma, Stjörnustríð, Stjörnuhátíð o.fl. og 15. mars nk. verður haldið Stjörnugeim. Mjög hefur verið vand- að til þessara árshátíða og björgunarsveitarmenn sýnt að þeir eru ekki að- eins fœrir um að skipu- leggja björgunaraðgerðir, heldur geta einnig skemmt sér og öðrum konunglega. Örn Jensson erformað- ur skemmtinefndar þetta árið, hann segir að rosaleg vinna sé við undirbúning- inn og barátta að fá skemmtikrafta. Skemmti- nefndarstörfin komi oft á sömu mennina, en hópur- inn sé samstilltur og þeir væru ekkert að þessu ef þeim þætti það ekki gaman. Örn var svolítið leynd- ardómsfullur yfir skemmtiatriðunum í ár og sagði að sum þeirra myndu koma á óvart, en hann upplýsti þó að Sig- urður Hallmarsson yrði veislustjóri. Hákon Aðal- steinsson myndi skemmta og Einar G. Einarsson einnig, hljómsveit yrði Casa Blanca. Örn og félagar eru komnir með hugann á ball svo best er að forvitnast um hjá formanninum hvaða björgunarsveitar- brölt þetta er í mönnun- um. , 1M Formaður Björgunarsveitarinnar Garðars er Hörður Þórhallsson hafnarvörður. Hann er fæddur og uppalinn á Húsavík og hefur lengst af stundað sjómennsku, útgerð og skipstjórn. Faðir Harðar var Þórhallur Karlsson skipstjóri og móðir hans Hrefna Bjarnadóttir var formaður kvennadeildar Slysavarnafélagsins á staðnum um fjórtán ára skeið. I þá daga var ekki starfandi björgunarsveit og oft hafði Hrefna forgöngu um eða afskipti af leitum að bátum. Skipbrotsmenn gistu einnig stundum á heimilinu. Störf foreldranna mótuðu Hörð og gerðu honum grein fyrir hvert akkeri björgunarsveit er þegar eitthvað kemur upp á. - Hörður, hvað hefur þú verið formaður sveitarinnar lengi? „Um það bil þrjú ár, ég tók við af Vilhjálmi Pálssyni sem verið hafði formaður frá stofnun og unnið mjög mikið og óeigingjarnt starf.“ - Er björgunarsveitin ekki öflug á landsmælikvarða? „Ég held mér sé óhætt að full- yrða að hún sé mjög öflug, t.d. höfum við aðgang að sextíu mönnum. Vanalega eru tuttugu til þrjátíu virkir, en við getum kallað út sextíu. Ungir menn fara að byggja og ýmislegt og sinna þá störfum í sveitinni lítið eða ekki á þeim tíma, en koma svo aftur þegar hægist um. Við mætum öll fimmtudagskvöld í björgunar- skýlið og algeng mætingartala er þetta milli tuttugu og þrjátíu manns, þó ekki sé kallað út sér- staklega til að vinna að ákveðnu verkefni." - Við hvað er unnið á þessum kvöldum? „Yfirleitt er unnið að viðhaldi á húsum og búnaði, síðan fer fram umræða um málefni björg- unarsveitarinnar. Þetta eru mjög óformlegir fundir, rætt er um að hverju þurfi að hyggja, hvað vanti og um björgunarmál. í fyrra var 151 mætingardagur skráður í dagbókina, þó veit ég að menn trassa stundum að skrifa sig, þótt þeir séu að vinna. Eins eru menn stundum að vinna úti t' bæ á vegum sveitarinnar. Svo ég fullyrði að að meðaltali er ein- hver að gera eitthvað fyrir björg- unarsveitina annan hvern dag allt árið. Þessi þáttur í almannavörn- unt á Húsavík er lagður fram í sjálfboðavinnu, auk þess styðja bæjarbúar okkur hvað peninga- hliðina varðar. Enda værum við löngu búnir að gefast upp ef við fyndum ekki þennan góða meðbyr. Ef við þurfum einhvers nteð eru allir boðnir og búnir til aðstoðar.“ - Eru ekki fleiri en ein deild innan sveitarinnar? „Meginsveitirnar gagnvart björgun eru tvær, þótt við allir tökum þátt í verkefnum þeirra beggja. Svokölluð fjallasveit hef- ur verið mjög öflug hjá okkur undanfarið, þó að fyrst og fremst hafi þetta verið sjóbjörgunarsveit og hún var stofnuð sem slík. Fyr- ir 26 árum komu hingað fluglínu- tæki og línubyssa og menn fóru að þjálfa sig í notkun þessara hluta. Vegna flotans okkar og allra smábátanna var stofnuð þessi sjóbjörgunarsveit. Fyrir nokkrum árum gekk í sveitina vel þjálfaður maður sem hafði starf- að annars staðar, mikill fjalla- maður. Hann hefur unnið að þjálfun svo að við eigum orðið góða sigmenn og allgóðan búnað. Allir höfum við tekið þátt í átta- vitaæfingum, snjóflóðaleitaræf- ingum og fyrir stuttu vorum við að aðstoða Björgunarhundasveit íslands sem var við æfingar hjá Laxárvirkjun. Landssveitin sér um snjósleðana okkar og snjóbíl sem Rauði krossinn á en við höf- um aðgang að.“ - Það er stórt landsvæði sem þið sinnið útköllum á, alveg upp að Vatnajökli. „Já, en það ertrt jörgunarsveit- ir hér í sveitunum í kring t.d. mjög góð sveit í Mývatnssveit. En þegar farið er í stærri leið- angra höfum við virkað svona sem móðursveit, enda méð best- an búnað og kannski mesta þekk- ingu. Við höfum því oft verið kallaðir til aðstoðar og einnig fáum við aðstoð. Samstarf björg- unarsveitanna hér er mjög gott og hefur farið mjög batnandi. Nú eru starfandi hér í nágrenninu Hörður Þórhallsson formaður Björgunarsveitarinnar Garðars: að geta flóðlýst svæði án mikillar fyrirhafnar." - Nú er þetta heilmikill og dýr búnaður, hvernig fjármagnið þið þetta? „Mest af fjármagninu höfum við fengið frá kvennadeild Slysa- varnafélagsins á staðnum. Auð- vitað eru þetta allt peningar sem koma héðan úr bænum. Okkar stærsti tekjupóstur er hin árlega stjörnumessa, og við höfum feng- ið árvisst framlag frá Bæjarsjóði Húsavíkur, sem verulega munar um. Björgunarsveitin verður aldrei betri en bæjarbúar vilja hafa hana. Nú er að koma ný gerð björg- unarbáta og fjórir þannig bátar eru þegar komnir til landsins. Þetta eru svokallaðir harðbotns- bátar sem eru að hálfu leyti harð- ir og að hálfu leyti pylsu- eða gúmmíbátar, þeir eru mjög nota- drjúgir við hinar ýmsu aðstæð- ur. Framtíðardraumurinn okkar er að eignast svona bát. Það er stórt fyrirtæki og ég þori ekki að nefna neinar tölur, en bátur eins og við mundum vilja hafa hér væri talsvert lokaður. Hér eru norðanveður og þá mundum við helst þurfa að nota hann.“ - Hafið þið von um að eignast hann á næstu árum? „Ég ætla að segja já. Ég reikna með að við förum að reyna með einhverju móti að glíma við það, þó fjárhagsdæmið sé erfitt.“ - Nú er Húsavík á hættusvæði Hörður Þórhallsson. hvað jarðskjálfta varðar. Á hverri stundu má búast við stór- skjálfta á sprungu rétt utan við bæinn. Er björgunarsveitin til- búin að mæta honum? „í þessu sambandi er björgun- arsveitin einn liðurinn eða hlekk- urinn í almannavarnakeðjunni. Hér er starfandi almannavarna- nefnd og það er til sérstakt almannavarnaskipulag, þar eig- um við að gegna ákveðnu hlut- verki. Það væri ef til vill nauösyn að hrista oftar rykið af þessu skipulagi en við erum vel rneðvit- aðir um þessa hluti og reynum að hafa þá í huga ekki síður en annað. Sýslumaður er formaður almannavarnanefndar á staðnum og í sambandi við þennan þátt má geta þess að hér á Húsavík er sérlega gott samstarf lögreglu og björgunarsveitar." - Eru áætlanir almannavarna fyrir Húsavík þá í góðu lagi? „Neyðaráætlun var gerð fyrir allmörgum árum, fyrst og fremst í sambandi við jarðskjálftahættu. Ég veit að lögreglan skoðar hana oft en það mætti kannski kynna betur fyrir bæjarbúum hvernig þeir eiga að bregðast við, hvar þeir ciga að halda sig í húsum sínum og annað, þannig að þeir gætu verið búnir að leiðbeina börnum sínum og heimilisfólki hvernig bregðast skuli við slíkum hlutum ef til kæmi til að hægt væri að bjarga þvf sem bjargað yröi.“ tvær sveitir er starfa undir merkj- um Landssambands Hjálpar- sveita skáta. Við höfum alfarið hafnað því að blanda okkur í það sem kalla má samkeppni milli björgunarsveita og ákveðið að aldrei skuli koma fyrir að við för- um að hafa samkeppni um slysin, það er mjög neikvætt.“ - f fyrra þegar óhapp varð á Vatnajökli, var talsvert rætt um að björgunarsveitir víða af land- inu hópuðust að, vantar skipulag eða finnst björgunarsveitum gott að fara í svona leiðangra til æfingar? „Þarna vantar verulega hcild- arskipulag á. Þarna kom mjög fljótt í ljós að ekki var endilega um líf eða dauða að tefla þannig að ástæða væri til að láta svona. Þannig að það hefði aðeins mátt setjast niður og athuga og vinna þetta betur. Við vorum við tal- stöðvar reiðubúnir til að veita aðstoð. Fyrst og fremst er mjög nauðsynlegt í meiriháttar útköll- um að til sé samræmingarafl er hafi heildaryfirsýn svo menn viti hver af öðrum. Forustumenn samtakanna hafa nú komið betra lagi á þessi mál. Það kom í ljós þarna að talstöðvar voru hver með sína tíðni. Við rákum okkur einnig á þetta í sambandi við stóra æfingu sem haldin var á Þeistareykjum. 1 henni tóku þátt sveitir frá fleiri samtökum. Þá vantaði okkur nógu örugga sam- skiptarás. Björgunarsveitarmenn huga aö tækjabúnaði sínuni. Myndir IM. Það er ekki hægt að neita því að stundum þegar ekki er bein- línis um líf og dauða að tefla er svolítil freisting að prófa sig, það er kannski ástæðan til að fleiri fóru af stað. Menn vilja reyna sinn búnað og vera fyrstir, sú staða getur komið upp þó ég eigi ekki von á að slíkt gerist hér.“ - Hvaða búnað hefur Björg- unarsveitin Garðar? „Lykilbúnaðurinn við skip- strand verður alltaf línubyssan og björgunarstóllinn. Síðan um aldamót hafa verið dregnir í land mörg hundruð ef ekki þúsund sjómenn með þeim búnaði. Við eigum þrjá slöngubáta og höfum nýlega endurnýjað alla mótora á þeim. Við eigum mjög góðan fjórhjóladrifsbíl sem tekur 12 menn, tvo nýja snjósleða sem eru mjög góð tæki. Síðan crum við með svokallaða þurrbúninga á bátasveitina okkar og búninga á alla sveitina, auk þess ýmsan smærri búnað eins og til fjalla- ferða. Á undanförnum árum hafa far- ið talsvert miklir peningar í að kaupa talstöðvar, bæta fjar- skiptabúnað og við erum með svokallaðan endurvarpa á Húsa- víkurfjalli. Nýlega eignuðumst við mjög góða rafstöð og hófum útbúið mikið af ljóskösturum við hana. Þannig að á afmörkuðum slysstöðum s.s. við skipströnd, snjóflóðaleit og þ.u.l. eigum við „Prófessonnn eltí fallega rauðklædda stúlku“ - Hver mundi gangast fyrir slíkri fræðslu? „Við höfum verið með alls konar námskeiðahald t.d. vorum við með mjög stóran fund og námskeið um öryggismál sjó- manna, áttavitanámskeið, Geir Friðgeirsson læknir flutti fyrir okkur erindi um ofkælingu og kal, skyndihjálparnámskeið hafa verið haldin. Okkur ber ekkert síður að sinna fyrirbyggjandi þættinum, þótt þetta kallist björgunarsveit." - Hefur ekki verið lítið um útköll hjá ykkur síðastliðið eitt og hálft ár? „Ég held að segja megi að útköll hafi verið fjögur á síðasta ári, fyrir utan smærri aðstoðar- beiðnir. Ég starfa sem hafnar- vörður og spyr ekki eftir því hvort verið er að hafa samband við mig sem slíkan eða sem for- mann björgunarsveitarinnar þeg- ar verið er að spyrjast fyrir um báta eða þvíum líkt. Utköllin hefðu hugsanlega verið fleiri ef ég gegndi ekki báðum þessum störfum. Á árinu 1984 fengum við fjórt- án útköll og sum þeirra mjög alvarleg og erfið. í þó nokkur skipti var ekki hægt að koma björgun við, þannig að slysið var orðið þegar við komum á staðinn. Leita þurfti að látnu fólki og koma því til byggða." - Nú vinnið þið þessi störf í sjálfboðavinnu. Þið getið átt von á að lenda í erfiðum leitum, hættulegum björgunaraðgerðum og stundum þurfið þið að standa frammi fyrir miður skemmtileg- um hlutum. Hvað hvetur ykkur? „Fyrir unga menn þá fylgir þessu oft spenna, mikil útivera og margar góðar stundir. Þarna er góður félagsskapur en félags- skapur verður alltaf góður ef hann er um góð málefni og markmið. Hjá okkur þessum eldri er kannski vissan um þörf- ina fyrir þetta starf í okkar bæjar- félagi. Við trúm því að fólkinu í bænum líði betur að vera hér ef það veit að þetta er til staðar. Hvatning fólksins og félags- skapurinn er fyrst og fremst ástæðan. Flestir meðlimir björgunar- sveitarinnar eru starfsmenn hjá fyrirtækjum í bænum. Ég er þakklátur þessum fyrirtækjum fyrir að þegar við þurfum á mönnunum að halda til leitar eða björgunar veit ég ekki til að laun þeirra hafi verið skert. Það þvkir sjálfsagt á Húsavík að þeir menn sem vilja leggja á sig að sinna þessum málum geri það án þess að laun þeirra séu skert. Útköllin geta verið ákaflega mismunandi. Einu sinni var ferðamannahópur í Dimmuborg- um, fararstjórinn var ung rauð- klædd stúlka og í hópnum var þýskur prófessor. Hann sá fallega rauðklædda stúlku og elti liana. en þeirri sömu leist ekkert á blik- una og stakk prófessorinn af og hann varð eftir í Dimmuborgum. Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit var kölluð út til að leita, auk þess leitaði hópurinn að manninum. Þegar leið að kvöldi var mað- urinn ekki fundinn og þá vorum við beðnir um aðstoð. Sagt vanað veðrið væri gott. viö þyrftum aðeins að koma vel skóaðir og vera fljótir. Sautján mínútum eft- ir útkallið kom tilkynning um að prófessorinn væri kominn fram. Hann hafði haft vit á aö klifra upp á hól. sá vatnið, komst á veg- inn og fékk bílfar í Lauga. Þegar ferðantannahópurinn kom í Lauga og allir auðvitað niöur- brotnir yfir týnda manninum, sat hann nýbaðaður við kvöldverðar- borð og leið afskaplega vel. Hann hafði ekkert hugsað um að láta vita af sér og að svona útköll gætu komið. Þetta gerðist í kvöldmatartíma í ágúst og ég var mjög ánægður með hve fljótt mennirnir brugðust við, því þeg- ar farið var að hringja út og afboða leitina sautján mínútum eftir að beiðnin barst náði ég að- eins tveim þeim síðustu heima af fjórtán mönnum sem kallaðir voru út, hinir voru komnir í skýl- ið eða á leiðinni. Á síðustu árum höfum við tvisvar unnið fyrir Japani, annað skiptið í santbandi við slys en í hinu tilvikinu var japanska aðal- sjónvarpið að mynda eldgos við Kröflu. Þeir vildu fjalla um björgunar- sveitirnar því erlendis er það yfir- leitt herinn sem sinnir þessum málum. Þeim fannst alveg með ólíkindum að ólaunaðir menn væru tilbúnir að koma til og jafn- vel leggja sig í hættu fyrir hvern sem væri í nauðum staddur.“ - Um næstu helgi er stjörnu- eitthvað hjá ykkur, segðu mér frá því? „Stjörnugeim heitir þessi árlega fjáröflunarsamkoma núna. Hún er orðin fastur liður í bæjarlífinu. Það er alltaf vandað sérstaklega til þessarar sam- kontu. sem er árshátíð okkar og Kvennadeildar Slysavarnafélags- ins. Hefð er að taka á móti kon- unum með blómum, síðan er kokteill, borðhald og undir borð- um eru skemmtiatriði og alltaf hefur verið reynt að vanda sér- staklega til þeirra. Það hefur oft gert mikla lukku að fá þá er voru duglegir að skemmta hér fyrir tuttugu. þrjá- tíu árum til að koma fram aftur. Fólk úr bænum. sveitunum og aðkeyptir skemmtikraftar hafa komið frarn og þetta hefur þótt takast afskaplega vel. Ýmis smá- fyrirtæki, saumaklúbbar og fleiri hópar halda þarna sína árshátíð með okkur og styrkja gott mál- efni um leið. Þarna er alltaf happdrætti og fvrirtæki í bænum gefa okkur alla vinningana. Þeir hafa verið ntjög glæsilegir og sennilega er eins- dæmi með happdrætti á landinu að við höfum giskað á að heildar- verðmæti vinninganna sé ntikið hærra en andvirði seldra ntiða. Vinningarnir eru margir og fólk hefur verið duglegt að kaupa miðana. enda hafa margir borgað ferðina sína á samkomuna og vel það með þeim vinningum sem þeim hafa fallið í skaut." - Er þetta ykkar aðalfiáröfl- unarleið? ..Já þetta er það eina sent við beitum okkur ívrir í fjáröflun. Þaö hefur komið fyrir að við séunt beðnir að vinna ákveðin verk t.d. þegar Kolbeinsey kom úr siglingu um verslunarmanna- helgina í sumar. Þá fengum við vinnu við að búa skipið til veiða vegna þess að frystihúsfólkið var í fríi. Viö höfðum gaman af því og það gaf okkur góðar tekjur." - Vildirðu segja eitthvað að lokum Hörður? „Mér er efst í huga þakklæti til mannanna sem starfa í þessu með ntér og vinna svona mikið og óeigingjarnt starf. Jafnframt vildi ég koma á framfæri þökkum til allra sent veita okkur stuðning. Núna vantar okkur nauðsynlega meira af ungu fólki til starfa í sveitinni. Ég vil hvetja þá sem áhuga hafa á að ganga til liðs við okkur að hafa samband. tala við einhvern telaganna eða koma í skýlið á fimmtudagskvöldi. Að lokum vil ég hvetja fólk til að sækja samkornuna því við ætlum að halda merkinu hátt og það fer enginn óánægður heint af stjörnuhátíð." 1M

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.