Dagur - 11.03.1986, Blaðsíða 9
Umsjón: Kristján Kristjánsson
11. mars 1986 - DAGUR - 9
Bikarmót í svigi og stórsvigi í Hlíðarfjalii:
Guðmundur Sigurjónsson
sigraði í stórsvigi
Bikarmótin í svigi og stórsvigi í
karla- og kvennaflokki sem áttu
að fara fram á Siglufirði um
helgina voru flutt hingað til Ak-
ureyrar vegna lélegs færis á
Siglufirði. Mót þessi voru
svokölluð Dynastarmót. A
laugardag kepptu karlarnir í
stórsvigi en konurnar í svigi.
í stórsvigi karla sigraði Guð-
mundur Sigurjónsson A á
2:16,03, annar varð Guðmundur
Jóhannsson í á 2:16,68 og þriðji
varð Jón Harðarson A á 2:18,31.
Keppendur voru 15 en 11 komust
í mark.
í svigi kvenna sigraði Snædís
Úlriksdóttir R á 1:48,72, önnur
varð Guðrún H. Kristjánsdóttir
A á 1:49,12 og þriðja varð Anna
María Malmquist A á 1:49,15.
Alls voru 10 konur skráðar til
keppni en aðeins 6 þeirra komust
i mark.
Svo á sunnudaginn kepptu
konurnar í stórsvigi og karlarnir í
svigi. í stórsvigi kvenna varð
sama röð á þremur fyrstu kepp-
endunum og í sviginu daginn
áður. Snædís Úlriksdóttir sigraði
á 2:18,00, önnur varð Guðrún H.
Kristjánsdóttir á 2:18,59 og
þriðja varð Anna fylaría Malm-
quist á 2:22,23. Af þeim 10 sem
skráðar voru til keppni luku
henni 9.
í svigi karla sigraði Guðmund-
ur Jóhannsson í á 1:41,80, annar
varð Örnólfu. Valdimarsson R á
1:43,69 og þriðji Kristján Valdi-
marsson R á 1:45,53. Af þeim 15
sem skráðir voru til keppni tókst
aðeins tæplega helmingnum að
ljúka henni, eða 7.
Guðmundur Sigurjúnssun.
Arsenal-West Hani 2
Birmingham-Tottenham 2
Coventry-Sheff.Wed. 2
Man.City-Watford 1
Newcastle-Ipswich 1
Q.P.R.-Man.United 2
Southampton-Liverpool 2
W.B.A.-Leicester \
Brighton-Stoke 1
Charlton-Portsmouth 1
Fulham-Wimbledon 2
Hull-Sunderland 1
Arsenal-West Ham 2
Birmingham-Tottenham x
Coventry-Sheff.Wed. 2
Man.City-Watford 1
Newcastíe-Ipswich I
Q.P.R.-Man.Cnited 1
Southampton-Liverpool 2
W.B.A.-Leicester 2
Brighton-Stoke 1
Charlton-Portsmouth 2
Fulham-Wimbledon 1
Hull-Sunderland \
Athugið!
Fólk sem spilar i getraunum er minnt á að skila seðlunum inn fyrir
hádegi á fimmtudögum, svo enginn verði nú af vinningi.
Steingrímur Hermannsson og Matthias A matthesen asamt konum sinum a
leik Islands og Spánar í Sviss. Mynd: KK.
Þorgils Óttar Mathiesen:
Spilaði meiddur
í 8 leikjum
Öruggt má telja að það að Þorgils
Óttar Mathiesen hafi leikið á HM
í Sviss og í undirbúningi fyrir þá
keppni sé einsdæmi. En Þorgils
Óttar varð fyrir því óhappi í
Danmörku skömmu fyrir keppn-
ina að liðband í hné slitnaði.
Ekki var tími til þess að skera
hann upp og þar sem það hefði
kostað það að hann spilaði ekki í
Sviss. Eins og allir vita var útbú-
inn spelka fyrir hann og lék hann
8 landsleiki þannig útbúinn fyrir
HM og í HM keppninni sjálfri.
Þorglis Óttar hefur nú lagst inn
á sjúkrahús og átti að skera hann
upp í morgun. Vonandi tekst sú
aðgerð vel svo hann komist sem
fyrst á stjá til að hefja undirbún-
ing fyrir Seoul 1988.
Þorgils Óttar Mathiesen.
Ingunn Jónsdóttir var harðari í getraunaleiknum um síðustu helgi.
Hún sigraði Önnu Grétu Halldórsdóttur 8:7 en þær stöllur voru
jafnar í síðustu viku. Ingunn heldur áfrant og henni fínnst vera kom-
inn tími fyrir KA-mann í leikinn og hefur skorað á Arna Þór Frey-
steinsson knattspyrnumann. Arni Þór er mikill Grimsby aðdáandi
en þeir leika sem kunnugt er í 2. deild. Af liðum í 1. deild er Árni
hrifnastur af Liverpool. Árni Þór þóttist nokkuð öruggur um sigur
í getraunaleiknum með svona 10 rétta. Við sjáum til og hér er spá
þeirra.
Ámi Þór:
Ingunn:
Lambaganga í
blíðskaparveðri
AUs tóku 20 keppendur þátt í
Lambagöngunni sem haldin
var hér á Akureyri á sunnu-
daginn. Keppt var í tveimur
Flugleiðir rausnarlegir:
Bjóða leikmönnum
til Luxemborgar
- sem léku á HM í Sviss
Stjórn Flugleiða tilkynnti í gær
að þeir ætluðu að bjóða öllum
leikmönnum íslenka landsliðs-
ins sem léku á HM í Sviss í ferð
til Luxemborgar. Einnig verð-
ur eiginkonum og kærustum
þeirra boðið með.
Leikmenn ráða því hvenær
þeir fara og hvort þeir vilja fara
einhverjir saman eða hver í sínu
lagi. Er þetta boð Flugleiða
rausnarlegt en félagið hefur stað-
ið dyggilega við bakið á strákun-
um bæði i keppninni og á meðan
undirbúningurinn stóð sem hæst.
Geta strákarnir loksins farið í
gott frí með konunum en sjálf-
sagt hafa þeir ekki troðið þeim
um tær á síðustu mánuðum.
flokkum karla. I flokki 34 ára
og yngri og flokki 35 ára og
eldri og fór keppnin fram í
blíöskaparveðri.
í flokki 34 ára og yngri varð
Haukur Eiríksson A að láta sér
nægja 3. sætið en hefur verið
mjög sigursæll á göngumótum
hingað til. Sigurvegari varð
Þröstur Jóhannesson í á 1:40,09,
annar varð Ingþór Eiríksson A á
1:40,19 og þriðji varð svo Hauk-
ur Eiríksson á 1:44,19.
í flokki 35 ára og eldri sigraði
Sigurður Aðalsteinsson A örugg-
lega á 1:44,58, annar varð Ingþór
Bjarnason í á 2:05,35 og þriðji
Rúnar Sigmundsson A á 2:08,07.
Ingunn
skorar á
r5
////// CWM86
W
vann og
Áma Þór
íslenska landsliöið ásamt þjálfara, aðstoðarmönnum og stjórnarmönnum.
Mynd: KK.