Dagur


Dagur - 11.03.1986, Qupperneq 12

Dagur - 11.03.1986, Qupperneq 12
D&eUR Akureyri, þriðjudagur 11. mars 1986 nr •• i / / a* Tokum a moti pöntunum í fermingaveislur. * Utvegum sali ef með þarf. Leitid upplýsinga hjá Hallgrími eða Stefáni í síma 21818 Norðurland: Þorskaflinn er mun meiri en á sl. ári Heildarþorskafli til hafna á Norðurlandi tvo fyrstu mánuði ársins nam 17.868 tonnum og var aukning 4.485 tonn miðað við sömu mánuði ársins 1985. Hins vegar nam heildarafli ails físks á Norðurlandi tvo fyrstu mánuði ársins nú 50.164 tonn- um og var það 22.528 tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Munar þar mestu að loðnuafli til hafna á Norðurlandi tvo fyrstu mánuði ársins var 26.293 tonnum minni en á sama tíma í fyrra. Þorskafli togara á Norðurlandi nam nú um mánaðamótin 8.580 tonnum en var 5.766 tonn á sl. ári á sama tíma. Bátarnir komu með 3.753 tonn tvo fyrstu mánuðina á móti 1.937 tonnum á sama tíma í fyrra. Ef við lítum á hæstu löndun- arstaði á Norðurlandi hvað varð- ar þorsk, þá hefur mestur afli borist til Akureyrar, eða 4.621 tonn. Siglufjörður kemur næst með 2.049 tonn, Ólafsfjörður 2.001 tonn, Dalvík 1.878 tonn, Skagaströnd 1.537 tonn, Húsavík 1.090 tonn og Sauðárkrókur 1.000 tonn. Ef litið er á heildaraflann er Siglufjörður með 13.013 tonn og munar þar mestu að 10.610 tonn bárust þangað af loðnu. Akureyri er með 12.105 tonn og Raufar- höfn með 10.928 tonn, en þangað bárust 10.146 tonn af loðnu. gk-. , Gamalt lag eftir Olaf Hauk í söngva- keppni sjónvarps Það var engin furða þó margir Akureyringar teldu sig kannast við eitt lagið sem flutt hefur verið í sjónvarpi og útvarpi í tengslum við fyrirhugaða þátt- töku í Eurovision-söngva- keppninni. Dæmi voru þess að krakkar sungu með og kynnu textann, þegar lagið var ttutt í fyrsta skipti í sjónvarpi. Við nánari skoðun hefur nefnilega komið í Ijós að lagið er ekki nýtt og hefur reyndar verið sungið í sjónvarpi áður. Hér er á ferðinni Vögguvísa, ákaflega geðþekkt lag, ekki síst þegar það er farið að venjast. Og þeir voru margir sem höfðu heyrt lagið áður. Það er ekki hægt að haida því leyndu hver er höfund- ur því lag þetta var flutt á leik- sýningum hjá Leikfélagi Akureyr- ar í fyrravetur. Sýningin hét „Kötturinn sem fór sínar eigin leiðir“ og lagið og textinn er eftir Ólaf Hauk Símonarson. Gunnar Þórðarson annaðist útsetningu lagsins fyrir sýninguna og lék á öll hljóðfæri inn á band. Sá sem söng lagið á sýningunni, og reyndar í fréttatíma sjónvarpsins þegar sagt var frá frumsýningu verksins, var Theodór Júlíusson. Nú vaknar hins vegar spurn- ingin um það hvort þetta lag er gjaldgengt. Voru ekki einhver ákvæði um það að lag í keppninni mætti ekki hafa birst opinberlega áður? Leiksýningar og flutningur í sjónvarpi hljóta að teljast til opinbers flutnings. Eða var bara hugmyndin að lagið hefði ekki mátt hafa komið út á hljómplötu eða þvíumlíku? HS Listadagar í M.A. hófust í gærkvöld með samkomu i Möðruvallakjallara. Þar lásu nokkrir nemendur Ijóð sín og smásögur; tónlistafólk úr röðum nemenda lék klassiska tónlist. Boðið var upp á kaffí og meðlæti og samkom- an var fjölmenn. Mynd: KGA. Nýr rækju- bátur til Hvamms- tanga „Það er margt óljóst í málinu ennþá. Við erum rétt byrjaðir að ganga milli ráðamanna í Reykjavík til að fá fyrir- greiðslu,“ sagði Friðrik Friðr- iksson útgerðarmaður á Hvammstanga. Fn hann ásamt fleiri aðilum eru að kanna kaup á nýjum rækjuveiðibáti frá Noregi. Við erum nýkomnir frá Þránd- heimi í Noregi, þar sem við skoðuðum 70 tonna skutbyggðan bát,“ sagði Friðrik, en hann hef- ur gert út bátinn Rósu HU, sem er trébátur, byggður í Svíþjóð 1946 og hefur nú verið dæmdur í úreldingu og var tekinn úr umferð sl. haust. Ef af því verður að Friðrik og þeir sem að þessu standa fái bátinn, mun hann eingöngu verða notaður til rækjuveiða. Enda er hann sérsmíðaður með það fyrir augum. Er báturinn frambyggður, tveggja þilfara og með tæki til rækjufrystingar. Um kaupvérð bátsins sagði Friðrik að erfitt væri að gefa nákvæma tölu. „Það á eftir að skoða þau mál vel. En þetta verða kringum 35- 40 milljónir króna,“ sagði hann. gej- Plasteinangrun og Sæplast: Mjög mikil sala til Færeyja „Við höfum teygt okkur eins og hægt er miðað við núver- andi vélakost og þarf því að auka hann ef auka á fram- Óhappið á Reykjavíkurflugvelli: Hefur ekki áhrif á innanlandsflug „Það er ekki eins mikið að gera hjá okkur yfír vetrarmán- uðina og verður þegar kemur fram á vorið, þannig að þetta skapar ekki vandræði fyrst um sinn,“ sagði Sæmundur Guð- vinsson fréttafulltrúi Flugleiða er Dagur ræddi við hann í kjölfar óhappsins á Reykjavík- urflugvelli í gærmorgun. Þar bilaði hreyfill Fokker-vélar í flugtaki með þeim afleiðingum að vélin rann út af flugbrautinni og lauk því ferðalagi á miðri Suðurgötunni. Vélin var með 41 farþega á leið til Patreksfjarðar og urðu engin meiðsli á fólki um borð. „Það er alveg ljóst að við þurf- um að fá aðra vél í staðinn fyrir þessa,“ sagði Sæmundur. Hann sagði að ekki væri búið að meta skemmdir til fulls en ef gert yrði við vélina myndi viðgerð taka marga mánuði. Sæmundur sagði að Flugleiðir myndu fá Fokkervél í stað þess- arar sem skemmdist. Flugleiðir ættu varahluti í þær vélar og flug- menn væru þjálfaðir á þær. Þann- ig myndi þetta óhapp ekki verða til þess að farið yrði að liuga að endurnýjun flugflotans í innan- landsflugi, slíkt þyrfti meiri undirbúningstíma. Innanlandsflug Flugleiða hefur gengið mjög vel frá áramótum. Farþegar tvo fyrstu mánuði árs- ins voru um 18.000 talsins sem er met á þessum árstíma. gk-. Ieiðsluna,“ sagði Sigurður Jóhannsson framkvæmdastjóri Plasteinangrunar. Fn það fyrirtæki framleiðir fiskikassa og trollkúlur fyrir markað innanlands og utan. Sigurður og Pétur Reimarsson framkvæmdastjóri Sæplasts á Dalvík eru nýlega komnir úr ferð til Færeyja. Eftir þá ferð kemur í ljós að Færeyingar kaupa á þessu ári að minnsta kosti sama magn af fiskikössum frá Plasteinangrun og á síöasta ári, eða 30 þúsund kassa. Einnig fengust óvæntar pantanir í fiskiker sem Sæplast framleiðir. Sigurður sagði að framleiðslan væri það mikil að þurft hefði að auka vinnu í verksmiðjunni. Nú væri unnið allar helgar og fram- leiðslunni ráðstafað langt fram á sumar. Auk innanlandsmarkaðar fyrir fiskikassa og Færeyjamark- aðarins væri verið að athuga með sölu til Bretlands og Skotlands, en þar standa fyrir dyrum breyt- ingar á notkun fiskikassa, úr trékössum í plastkassa. „Við höf- um fylgst mjög vel með þeim málum og ef yrði af samningum þýddi það aukinn vélakost til verksmiðjunnar," sagði Sigurður Jóhannsson.. Pétur Reimarsson sagði að þessi góða sala til Færeyja hefði komið nokkuð óvænt. Nú þegar væri búið að selja 1100 ker, en á öllu árinu í fyrra var salan 800 ker. „Við erum að sjálfsögðu mjög ánægðir með þessa sölu, en hún setur okkur nokkrar skorður, vegna þess að við höfum ekki nægjanlegan tækjakost til að anna allri eftirspurninni. Þetta þýðir að við verðum að afhenda ker til Færeyja fram eftir öllu sumri, því við höfum líka skyldur við kaupendur hér innanlands, því aldrei hefur selst jafn mikið á jafn skömmum tíma og nú að undanförnu,“ sagði Pétur. Það er sama sagan hjá Sæplasti og hjá Plasteinangrun, að unnið er allar helgar. Húsakostur er þröngur hjá Sæplasti, en stendur væntan- lega til bóta, því unnið er að undirbúningi byggingar nýs verk- smiðjuhúss. Aðalfundur fyrir- tækisins tekur síðan ákvörðun um hvort ráðist verður í hana, „en þörfin er mikil á nýju húsi,“ sagði Pétur Reimarsson. gej-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.