Dagur - 17.03.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR -17. mars 1986
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 40 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GlSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN,
GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON,
KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
leiðari._____________________________
Framfærsluvísitala lækkar
Samkvæmt tölum frá Hagstofu íslands er vísi-
tala framfærslukostnaðar í byrjun þessa mán-
aðar 1,53% lægri en í febrúarbyrjun. Ýmislegt
bendir til þess að lánskjaravísitalan muni
einnig lækka. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir
alla landsmenn, enda í fyrsta sinn síðan í
ágúst 1971 sem vísitalan lækkar.
Þessi lækkun er bein afleiðing af efnahags-
aðgerðum ríkisstjórnarinnar við gerð sein-
ustu kjarasamninga. Helstu ástæður þessarar
lækkunar eru að verð á nýjum fólksbifreiðum
lækkaði stórlega í síðasta mánuði auk þess
sem aðflutningsgjöld á grænmeti og raf-
magnstækjum lækkuðu svo og bensínverð og
rafmagns- og húshitunarkostnaður. Nokkur
gagnrýni hefur komið fram vegna þeirrar
ákvörðunar að lækka verð á nýjum bílum.
Bent er á að sú aðgerð kemur ekki þeim til
góða, sem lægst hafa launin, auk þess sem
lækkunin hefur örvað bílasöluna stórlega og
þannig ýtt undir þenslu á markaðinum og
dregið úr innlendum sparnaði. Efnahagslífið
er mjög viðkvæmt og ekki þarf mikla þenslu
til að verðbólgan taki strikið upp á við að
nýju. Því er nauðsynlegt að gæta fyllstu var-
úðar. En lækkun vísitölunnar sýnir svo ekki
verður um villst að við erum á réttri leið.
Söluverð fasteigna
Söluverð fasteigna er mjög mismunandi eftir
landshlutum. Fasteignir eru dýrastar í
Reykjavík enda ræður lögmál framboðs og
eftirspurnar ríkjum á markaðinum. Fólk sem
flust hefur af landsbyggðinni til Reykjavíkur
hefur orðið áþreifanlega vart við þennan
mismun. Þannig fæst t.d. fjögurra herbergja
blokkaríbúð í Reykjavík fyrir andvirði meðal-
stórs einbýlishúss á Akureyri.
Þessi verðmismunur á fasteignum eftir
landshlutum kemur fram í mörgu. Þannig eru
verðbréf utan af landi ekki veðhæf nema að
25-35 prósentum af brunabótamati viðkom-
andi eigna og hjá lífeyrissjóðunum eru menn
farnir að óttast að 50% af brunabótamati sé
ekki næg trygging fyrir lífeyrissjóðslánunum.
í þeirri verðbólgu sem verið hefur eru lánin í
mörgum tilfellum komin upp fyrir söluverð-
mæti eignanna.
Breyttar verðbólguforsendur í þessum
mánuði bæta þó úr skák, því í raun valda þær
talsverðri hækkun á fasteignum, án þess að
verð þeirra hækki í krónutölu. Afborgun af
kaupverðinu fyrsta árið rýrnar mun minna en
áður. Minnkandi verðbólga kemur hús-
byggjendum í dag til góða og er það af sem
áður var, þegar verðbólgan hjálpaði mönnum
við að byggja. BB.
_viðtal dagsins----------------------------------
„Við viljum alltaf láta aðra
gera hlutina fyrir okkur“
- segir Kolbrún Þormóðsdóttir, sem skipar fjórða sæti á lista
Framsóknarflokksins til bæjarstjórnarkosninganna í vor
„Það er ekki svo ýkja langt
síðan ég fór að láta skoðanir
mínar á pólitískum niálum í
Ijós annars staðar en innan
veggja heimilisins,“ sagði
Kolbrún Þormóðsdóttir, en í
prófkjöri Framsóknarflokksins
á Akureyri til bæjarstjórnar-
kosninganna í vor hafnaði
Kolbrún í fjórða sætinu.
Kolbrún er fædd að Yatnsenda
í Ljósavatnsskarði og bjó þar
fyrstu þrjú ár æfi sinnar.
Þriggja ára gömul fluttist hún
til Reykjavíkur og bjó þar til
tuttugu og tveggja ára aldurs.
Kolbrún er gift Geir Friðgeirs-
syni barnalækni og eiga þau
fjögur börn á aldrinum sex til
fimmtán ára. Fjölskyldan bjó í
Svíþjóð í sex ár og við byrjum
á að spyrja um dvölina þar.
„Við fluttum til Svíþjóðar árið
1975 og bjuggum fyrst í
Eskilstuna og síðar í Gautaborg.
Það er ágætt að búa í Svíþjóð, fer
að vísu eftir í hvaða þjóðfélags-
stétt maður lendir. Stéttaskipting
er mikil og það má segja að í
Svíþjóð séu þrjár stéttir. Þeir
sem eru með árslaun á bilinu 80 -
100 þúsund krónur hafa ýmsa
styrki, eins og leigustyrki og þeir
þurfa ekki að borga mikla skatta.
Þegar svo menn eru komnir yfir
ákveðið þak varðandi tekjur
þurfa þeir að borga mikla skatta
og eru í rauninni farnir að borga
brúsann fyrir hina. Þriðji þjóðfél-
agshópurinn er svo aftur þeir sem
hafa geysimiklar tekjur, en lenda
ekki í því áð borga mikla skatta.
Það eru rosalegir skattar í Sví-
þjóð og ég held það sé ekkert
leyndarmál að allir sem geta
reyna að svíkja undan skatti.
Mönnum finnst blóðugt að borga
60-70 % af tekjum sínum í
skatta,, en á móti kemur að réttur
manns er vel tryggður.
í Svíþjóð er talsvert mikið dul-
ið atvinnuleysi, meira en rauntöl-
ur gefa upp. Það er mikið af ungu
fólki sem ekki fær vinnu, en lifir á
bótum ýmiskonar og það er
aldrei til góðs. Margir leiðast út í
eiturlyfjaneyslu og glæpi og það
kostar jjjóðfélagið geysimikið.
Ég var heimavinnandi hús-
móðir fyrstu þrjú árin og konurn-
ar í hverfinu voru alltaf að reyna
að fá mig til að viðurkenna að ég
væri pínulítið óánægð. Þær eru
metnaðargjarnar og vilja vera úti
á vinnumarkaðinum. í framhaldi
af því þá hefur komið upp ágrein-
ingsmál um barnauppeldi og dag-
heimili. Á dagheimilunum er í
rauninni verið að ala upp ein-
staklinga sem taka við nýju þjóð-
félagi. Það hefur verið talsverð
umræða í Svíþjóð um að taka
upp sex tíma vinnudag, þannig
að foreldrar geti skipst á að vera
heima hjá börnunum.
Þetta er mjög fullkomið þjóð-
félag, stundum finnst manni það
næstum of fullkomið. T.d. get ég
nefnt að um 30 % af nýnemum í
menntaskóla þurftu að hætta
námi vegna þess að þeir voru
ekki með næga undirbúnings-
menntun. Það er svo mikil hóp-
vinna í skólunum, lítið um próf
og ef nemendur eru passívir þá
geta þeir komist í gegnum skóla-
kerfið án þess að læra.“
- Hvernig líkaði þér við Sví-
ana?
„Svíar eru á allan hátt ákaflega
meðvitaðir um rétt sinn og skyld-
ur við þjóðfélagið. Þeir taka mik-
inn þátt í öllu sem er að gerast og
skiptir þá máli. Hér á íslandi aft-
ur viljum við láta aðra gera hlut-
ina fyrir okkur og rífast svo bara
heima í eldhúsi. Samstaðan er
mikil í Svíþjóð og þeir eru mál-
efnalegir. Það er meiri almenn
fræðsla í Svíþjóð og fólk er
almennt mjög meðvitað. Þegar
maður kemur heim aftur, í
fámennið, þá finnst manni að
margt gæti betur farið og hægt
væri að hafa meiri og betri stjórn
á hlutunum."
Fjölskylda Kolbrúnar flutti
heim til Islands árið 1981 og bjó á
Húsavík í eitt ár, en árið 1982
fluttu þau til Akureyrar.
„Jú, það er auðvitað dálítið
þreytandi að vera alltaf að flytja
búferlum, en við erum samhent
fjölskylda og ef gott samband er
á milli fjölskyldumeðlima þá líð-
ur börnunum vel hvar sem þau
eru. Okkur leið vel á Húsavík,
þetta er gott samfélag, en hvað
skóla varðar eru þar ekki miklir
jmöguleikar. Okkur fannst leiðin-
legt að þurfa að sendabörnin ung
frá okkur í skóla.“
Á sínum tíma hóf Kolbrún
nám í lögfræði, en hafði ekki
pössun fyrir börnin þannig að
hún hætti. „En núna fer ég að
hafa tíma til að læra og þá finnst
mér hart að geta ekkert annað
gert en að fara til Reykjavíkur.
Mér finnst það geysilega mikið
atriði fyrir þetta byggðalag, að
koma hér upp kennslu á há-
skólastigi. Þetta er mikið hags-
munamál fyrir okkur. Það skiptir
miklu máli að fólk sem hefur
menntað sig geti fengið vinnu við
Mynd: - KGA.
hæfi í sinni heimabyggð. Það hef-
ur komið í Ijós að ekki nema um
10-15 % af hverjum árgangi sem
útskrifast úr menntaskóla hér
skilar sér aftur að námi loknu.
Þarna eru ótrúlega miklir pening-
ar í húfi, það kostar sitt að
mennta fólk upp að ákveðnu
marki og fá það ekki aftur til
starfa.
Það gengur ekki heldur að all-
ar stofnanir séu fyrir sunnan. Við
erum algjörlega háð vilja þeirra
sem stjórna og sitja fyrir sunnan.
Samt finnst manni stundum sem
það sé ekki mikið mál að fá útibú
frá þessum stofnunum hingað.
Við erum hluti af þjóðfélaginu og
eigum okkar rétt. Við verðum að
gera okkur grein fyrir hversy
miklu við getum áorkað ef við
stöndum saman.
Kolbrún sagðist hafa kynnst
því í Svíþjóð að hægt væri að
nýta skólabyggingar miklu betur
en gert er. Nefndi hún sem dæmi
að hægt væri að koma upp
kennslu í bóknámi fyrir þá sem
áhuga hafa um helgar. „Það væri
hægt að fá kennara úr háskólan-
um til að halda fyrirlestra hér t.d.
hálfsmánaðarlega og fólk myndi
svo lesa á milli og ræða málin við
kennarana um helgar. Ég held að
þetta yrði mjög jákvætt og alls
ekki mikið mál.“
- Ein týpísk að lokum,
Kolbrún, hvernig hefur þér líkað
á Akureyri?
„Að mörgu leyti vel. Hér er
gott að ala upp börn og það er
jákvæður andi í skólunum hér.
Börnin eru hvött til að læra og
gera vel. Ég er ánægð með það.“