Dagur


Dagur - 17.03.1986, Qupperneq 9

Dagur - 17.03.1986, Qupperneq 9
17. mars 1986 - DAGUR - 9 „Miðað við aðstæður held égað vegagerðin um Vaðla- reit hafí tekist vel. En það er mikið eftir, því það þarf að leggja slitlag á veginn sem fyrst og einnig þarf að græða vegarkantana. Þeir eru brattari heldur en geng- ur oggerist, þannig að ég er hræddur um að það verði erfítt að græða þá upp nema með miklum tilkostn- aði.“ Þetta hafði Hallgrímur Indriða- son, skógarvörður, að segja um nýja veginn um Vaðlareit, þegar ég rakst á hann þar í skógarferð um daginn. Hallgrímur er ekki alveg sáttur við fráganginn á veginum. „Þú sérð að sárin fyrir ofan veg- inn eru ekki falleg," sagði Hall- grímur og ég gef honum orðið áfram. „Kantarnir eru brattir, en það var gert í fullu samráði við okk- ur hjá skógræktinni, til að valda sem minnstum skemmdum á land- inu. En ég er ekki alveg sáttur við hvað allar línur eru beinar, það er eins og þetta sé klippt og skorið hér inn í landið. Ég hefði gjarnan viljað búa til nokkurs konar landslag hérna í kantana, í samspili við það landslag sem fyrir er. Og kanturinn neðan við veginn er því miður enn Ijótari, þegar að er gáð, þótt það blasi ekki við vegfarendum. Hann er snarbrattur og þar er mikið verk óunnið við frágang, sérstaklega við ræsin. Það þarf að hlaða snyrtilega umhverfis þau og koma gróðri í kantana. Þeir eru lausir í sér ennþá og ég er hræddastur um að þetta gæti farið illa í leysingunum í vor. Én veturinn hefur verið snjóléttur það sem af er. Vonandi verður það til þess að vegurinn haldist allur á sínum stað.“ - En nú eruð þið að fella hér tré eftir tré; hefur ekki verið höggvið nægilega mikið af trjám í Vaðla- reit? „Við erum að grisja skóginn, það er nauðsynlegt til að þau tré sem eftir standa, nái að stækka og þroskast eins og þau hafa náttúru til. Ef ekki er grisjað verður skógurinn þéttur, svo þéttur að varla er hægt að komast um hann fótgangandi. Meira að segja sólin lendir í erfiðleikum með að koma þeirri orku til trjánna, sem þau þurfa nauðsynlega á að halda. Þetta leiðir síðan smátt og smátt til þess, að kyrkingur kemst í skóginn." - En eruð þið nægilega duglegir við þessa iðju? „Það er nú ef til vill ekki spurn- ing um dugnað, en það er alveg rétt, grisjun hefur því miður setið á „Þú fellir þetta og þetta og þetta . . Hallgrímur leiðbeinir Mána Guðmundssyni, skógarhöggsmanni. Grísjunin er góð æfing fyrír bændur - Rætt við Hallgrím Indriðason, skógarvörð, um vegagerð í Vaðlareit hakanum. En það er ekki vegna leti. Ástæðan er einfaldlega sú, að við höfum ekki átt peninga til að standa straum af kostnaði við slíka vinnu. Þetta er nefnilega mikið verk og tímafrekt. Við fengum bæt- ur fyrir skemmdirnar á Vaðlareitn- um frá Vegagerðinni. Hluta af þeim bótum verður varið til grisj- unar og síðan til að standa straum af kostnaði við að hirða reitinn. Þetta er gert í sam- vinnu við landeigendur og þeim er gefinn kostur á að skapa sér tekjur með skógarhögginu. Vonandi er þetta aðeins vísir að enn víðtækara Þetta lerkitré skyggði á annað, þannig að hvorugt átti eðlilega þroska- möguleika. Annað varð því að falla. samstarfi Skógræktarinnar og bænda, því víða er þörf á að taka til hendinni .í skógarreitum. Og þetta getur verið góð æfing fyrir þá bænd- ur sem þegar hafa lagt út í skógrækt, áður en þeir fara að grisja sína eigin skóga.“ - Þegar ég var á ferð í Vaðlareit voru Máni og Guðmundur Guð- mundssynir frá Halllandi þar við skógarhögg. Þeir voru að grisja þar lerkireit, sem var gróðursett í til 1961. Það er mikið og seinlegt verk. Trén eru orðin 5-6 metra há og svo þétt, að varla er fært um skóginn. Inn á milli lerkitrjánna eru birkitré og svonefnd „lúsafura". Nafnið kemur til af því, að þessar furu- plöntur voru á sínurn tírna fluttar inn frá Noregi. En þær voru ekki einar á ferð, því þeim fylgdi skæð lús, sern átti eftir að gera mikinn usla í íslenskum skógarreitum. Þessi lús olli t.d. verulegu tjóni í Vaðlareit. En ég spurði Hallgrím næst um það tjón, sem vegagerðin olli á reitnum? „Það er ljóst að tjónið hefur orð- ið nokkru meira heldur en ráðgert var í upphafi. Ástæðan er einfald- lega sú, að það fór meira land undir veginn heldur en við ætluðum. Ég hygg að þar hafi farið um það bil 1000 tré til viðbótar þeim 6000 trjám sent farip voru. Við þessu er í sjálfu sér ekkert að gera og ég á ekki von á öðru en Vegagerðin bæti okkur þetta tjón. En því miður ótt- ast ég að sagan sé ekki öll sögð. Eins og þú sérð standa heilu trjá- þyrpingarnar hér á blábakkanum ofan við veginn. Ég ótlast að jarð- vegurinn umhverfis þessi tré þorni upp og trén visni, verði ekkert að gert. Raunar eru nokkur tré dauð af þessum völdum nú þegar. Það þarf að loka þeim jarðvegssárum, sem vegagerðin skilur eftir sig sem allra fyrst. Annars gæti farið illa, því jarðvegutinn hér er grunnur og haft ófyrirsjáanlegar sagði Hallgrímur Ind- það gæti afleiðingar riðason. Það kom fram í samtalinu við Hallgrím, að á næstu árum verður unnið við að gróðursetja í Vaðla- reit og fegra hann enn frekar. Einn- ig verða gerð bílastæði við veginn og reiturinn gerður aðgengilegri til gönguferða. Þá hefur blaðið haft af því spurnir. að eigendur Veiga- staða ætli sér að byggja veitingasölu og orlofshúsabyggð ofan við reit- inn. - GS vt • - , l i» Bræðurnir Máni og Guðmundur Gudiuundssynir frá HalUandi unnu að skógarhöggi, en Hallland á hluta af Vaðlareit, ásamt Veigastöðum og Varðgjárbæjum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.