Dagur - 17.03.1986, Blaðsíða 12
D&OUR
Akureyri, mánudagur 17. mars 1986
Ritstjóm • Auglýsingar • Afgreiðsla Síminn er 2 4 222
Súlan
á þorsk-
veiðar fýrir
Snæfellið
Súlan EA 300 hélt til þorsk-
veiða á föstudaginn. Skipið
mun veiða upp í kvóta Snæ-
felisins og landa aflanum í
Hrísey, en Snæfeliið hefur að
undanförnu Iegið við festar
með bilaða vél. Þar af leiðandi
hefur verið hráefnisskortur hjá
frystihúsinu í Hrísey.
Súlan hefur nýlega fyllt sinn
loðnukvóta, en skipið er einnig
búið til togveiða, „tekur trollið
inn að aftan,“ eins og stóru togar-
arnir. Ekki er vitað hversu mikið
verður veitt fyrir Hríseyinga, en
því til viðbótar á Súlan 290 tonna
þorskkvóta. Síðan taka loðnu-
veiðar við aftur eftir 1. ágúst og
útlit er fyrir mjög góða loðnu-
veiði, að sögn Sverris Leóssonar,
útgerðarstjóra Súlunnar.
Samkvæmt heimildum Dags er
ætlunin að gera við Snæfellið til
bráðabirgða. Skipið þyrfti að fara
í „klössun", en þess í stað mun
vera stefnt að þvt' að kaupa nýtt
„Snæfell“ í stað þess gamla.
- GS
Súlan EA.
Kaupfélag Svalbarðseyrar:
Fariö fram á
greiðslustöðvun
^ - Saksóknari hafnaði beiðninni
Stundabil í sólskini.
Mynd: KGA
„Ég hef enga afstööu tekið til
þessa ináls og þori ekki að spá
um framvindu ef rannsóknin
fer fram,“ sagði Tryggvi Stef-
ánsson síjórnarformaöur
K.S.Þ. Eins og komið hefur
fram hefur félagsmaður í
K.S.Þ. farið fram á að opinber
rannsókn verði gerð á málefn-
um félagsins.
Bréf sem innihélt ósk um opin-
bera rannsókn var sent sýslu-
manninum á Húsavík, sem sendi
það áfram til saksóknara ríkisins.
Hann vísaði málinu frá og taldi
ekki unnt að verða við beiðni um
opinbera rannsókn. Saksóknari
bað jafnframt um frekari upplýs-
ingar frá sýslumannsembættinu á
Húsavík. Skýrslur voru því tekn-
ar af stjórnarmönnum K.S.Þ.
nýlega og er nú verið að ganga
frá þeim áður en saksóknari fær
þær í hendur til frekari athugun-
ar.
Tryggvi Stefánsson stjórnar-
formaður K.S.Þ. sagðist hafa
reiknað með því lengi að einhver
færi fram á opinbera rannsókn.
Þegar hann var spurður hvers
vegna stjórn eða endurskoðend-
ur fyrirtækisins hefðu ekki farið
fram á rannsókn sagði hann,
„Það var ekki meirihlutaálit
1200 fermetrar
fyrir
Eins og Dagur hefur áður skýrt
frá hefur verið tekin ákvörðun
Slippstöðin á Akureyri:
Ný hliðar-
færsla vígð
- Þriðjungs afkastaaukning
Ný hiiðarfærsla fyrir skip sem
verið hefur í smíðum í Slipp-
stöðinni á Akureyri undan-
farna mánuði var vígð á föstu-
daginn.
„Að sögn Sigurðar Ringsted
yfirverkfræðings Slippstöðvar-
innar gæti tilkoma hliðarfærsl-
unnar þýtt þriðjungs afkasta-
aukningu við stöðina. Áður var
mögulegt að hafa eitt skip til hlið-
ar við sleða dráttarbrautarinnar,
en með tilkomu nýju hliðarfærsl-
unnar geta tvö skip staðið á hlið-
arfærslum og eitt í sleðanum,
„sem er mjög hentugt, því oft
þarf að taka skip í sleðann með
stuttum fyrirvara, til minniháttar
viðgerða og var hann því oft
upptekinn vegna stærri verkefna.
Eins er betra að vinna við skipin
þegar þau eru ekki í sleðanunt.
En það sem réði úrslitum um
byggingu hliðarfærslunnar voru
þau verkefni sem við fengum yið
Kanadatogarana," sagði Sigurð-
ur.
Norðurverk h/f á Akureyri
vann steypuvinnu samkvæmt út-
boði og skilaði verkinu „vel og á
tilsettum tímá,“ sagði Sigurður.
Hluti hliðarfærslunnar var keypt-
ur í Danmörku, en starfsmenn
Slippstöðvarinnar unnu við hluta
smíðinnar og uppsetninguna.
Einnig vann Vélsmiðjan Atli h/f
við verkið. Fyrsta skipið sem fer í
nýju hliðarfærsluna er Guð-
mundur Ólafur frá Ólafsfirði, en
skipta þarf um vél í skipinu og
tekur það nokkurn tíma. gej-
um stofnun „iðngarða“ a
Akureyri að frumkvæði bæjar-
yfirvaida.
Nú hefur bæjarráð falið bæjar-
stjóra að ganga til samninga við
fyrirtækið Aðalgeir og Viðar hf.
um kaup bæjarins á húsnæði til
starfrækslu iðngarða á grundvelli
tilboðs sem borist hefur frá fyrir-
tækinu. Um er að ræða 1200 fer-
metra húsnæði þar sem 5-8 fyrir-
tæki gætu leigt aðstöðu af bænum
til nokkurra ára. gk-.
stjórnarinnar og reyndar ekki
tekin afstaða til þess máls.“
- Hvert er næsta skrefið hjá
stjórninni?
„Við föruni sennilega frarn á
greiðslustöðvun fljótlega og á ég
von á því að hún verði sett á. Þá
verður reynt að semja um skuldir
og að fá kaupendur að því sem
myndi nægja fyrir sem mestu af
skuldunum," sagði Tryggvi Stef-
ánsson.
Aðalsteinn Jónsson bóndi sem
fór fram á opinbera rannsókn
sagði að saksóknari hefði talið
það eðlilegra að beiðni um rann-
sókn kæmi frá stjórn eða endur-
skoðendum K.S.Þ. „Það er alfar-
ið ákvörðun saksóknara hvort
málinu verður stungið undir stól,
eða það tekið til rannsóknar,"
sagði Aðalsteinn og bætti við.
„en ég bíð átekta." gej-
Ný bensín-
stöð í Þorpinu
Fyrir helgina hófust fram-
kvæmdir við jarðvegsvinnsiu
vegna nýrrar bensínstöðvar
Skeljungs á mótum Hörgár-
brautar og Hlíðarbrautar.
Jarðvegsvinna á að klárast í
júní, en ekki er ákveðið hvenær
sjálfri byggingunni á að vera
lokið. Sigurður J. Sigurðsson hjá
Skeljungi sagði að þarna yrði um
hefðbundinn rekstur bensín-
stöðvar að ræða. Lóðin sem stöð-
in kemur til með að standa á er
um 3600 fermetrar að stærð.
Skeljungur rekur 2 bensínstöðvar
í dag, en væntanlega mun stöðin í
Ferðanesti verða lögð niður þeg-
ar Leiruvegurinn verður tekinn í
notkun. „Það má túlka þessi við-
brögð okkar á þann hátt að við
séu að komast aftur inn á þjón-
ustuleið þjóðvegar númer eitt,
þegar Ferðanesti híættir,“ sagði
Sigurður. gej-
Anton Finnsson yfirmann dráttarbrautarinnar, þegar nýja hliðartilfærslan var notuð i fyrsta sinn. Mynd: KGA.