Dagur - 01.04.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 01.04.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, þriðjudagur 1. apríl 1986 60. tölublað D.N.G. Færavindan vekur athygli erlendis - aukin sala kallar á stækkun verksmiðjunnar „Það er óhætt að segja að franilciðsla okkar hafi vakið mikla og góða athygli á sýning- unni. Það var mikið skoðað og spurt, en um hreina sölu var ekki að ræða,“ sagði Kristján Hollies til „Mér hefur tekist að fá þessa heimsfrægu hljómsveit hing- að norður og ég vona bara að Akureyringar og aðrir kunni vel að meta,“ sagði Sigurður Sigurðsson í Sjallanum á Akureyri í samtali við Dag í gær, en ákveðið er að hin heimsfræga hljómsveit The Hollies leiki í Sjallanum n.k. mið vikudagsk völd. Hljómsveitin er nú á hljóm- leikaferðalagi í Bandaríkjunum og hefur slegið þar í gegn með gömlu lögin sín sem margir þekkja. Hollies skemmta í veit- ingahúsinu Broadway í Reykja- vík um næstu helgi, en vegna þess að hljómsveitin kemur til landsins á miðvikudagsmorgun tókst að fá hana til Akureyrar. „Þetta eru án efa frægustu Mikil kirkjusókn var víða um land um páskana. Víða voru fermingar eins og t.d. í Lögmannshlíðarkirkju þar sem sr. Pálmi Matthíasson fermdi þrívegis á skírdag. Þar er aðstaða af skornum skammti og þarf t.d. að notast við strætis- vagn sem skrúðshús. Myndin var tekin I strætisvagninum að morgni skírdags þegar fyrstu fermingarböm sr. Pálma voru að klæðast fermingakirtlunum í strætisvagninum. Mynd: gk- Jóhannesson framkvæmda- stjóri D.N.G. á Akureyri, en það fyrirtæki framleiðir tölvu- stýrðar færavindur. D.N.G. tók þátt í sjávarútvegssýningu sem haldin var í Glasgow í Skotlandi fyrir skömmu. Þátttaka íslensku fyrirtækj- anna D.N.G., Plasteinangrunar, Hampiðjunnar, Marels og fleiri fyrirtækja var skipulögð af Útflutningsmiðstöð iðnaðarins. „Það má líta á þetta framlag okkar sem kynningu áður en ráð- ist verður frekar til atlögu við Bretlandsmarkaðinn,“ sagði Kristján. D.N.G. komst í kynni við 2 umboðsmenn sem væntan- lega taka að sér sölu á Bretlands- markaði, en handfæraveiðar eru töluvert stundaðar þar, en Bretar lítið farnir að nota nútímavindur við veiðarnar. „Þess vegna er þarna nokkuð stór markaður sem ekki hefur verið nýttur sem skyldi og þessi sýning því mjög góður undirbúningur varðandi framhaldið,“ sagði Kristján. Sala á færavindum frá D.N.G. hefur gengið mjög vel innanlands og má búast við frekari sölu þeg- ar handfæraveiðar hefjast fyrir alvöru í vor. Mikið er selt af vindum til Færeyja og verið er að kanna markaði í Kanada, en þangað voru sendar vindur sem verið er að kynna þar. Næsta skref í kynningu á fram- leiðslu D.N.G. er sýning í Bella Center í Kaupmannahöfn sem haldin verður fljótlega. „Þar ætl- um við að komast inn á Skandi- navíumarkaðinn, sem við höfum ekki getað sinnt hingað til. En sú sýning verður fyrsta skrefið í þá áttina,“ sagði Kristján. Ef af sölu verður til þessara landa er sýnt að stækka þarf fyrir- tækið, því það framleiðir ekki upp í pantanir í dag. Kristján sagði einnig að betra væri að fá fjárhagslega fyrirgreiðslu ef framleitt væri til útflutnings, í stað þess að framleiða fyrir innanlandsmarkað. gej- Daniel Hilmarsson og Ingigerður Júlíusdóttir frá Dalvík unnu bæði til gullverðlauna á landsmótinu. Mynd: - KGA. Ekkert gull til Akureyrar Skíðalandsmót var haldið í Blá- fjöllum um páskana og keppt í fjölmörgum greinum að venju. Isfirðingar unnu til flestra gull- verðlauna á mótinu eða 10 talsins, Dalvíkingar og Reykvík- ingar komu næstir með 4 gull- verðlaun en Akureyringar unnu enga keppnisgrein og er langt síðan það hefur gerst. Einar Ólafsson frá ísafirði vann fem gullverðlaun á mótinu, og Daníel Hilmarsson frá Dalvík þrenn. Sjá nánar um mótið og aðra íþróttaviðburði helgarinnar á fjórum íþróttasíðum. Bls. 5-6-7-8. Eldur í hlöðu á Svalbarðsströnd: „Mátti ekki tæpara standa“ 36 gripum bjargað úr fjósi sem er áfast hlöðunni „Það mátti ekki tæpara standa með að ná skepnunum út því reykurinn var orðinn það mik- ill inni í fjósinu,“ sagði Bene- dikt Kristjánsson bóndi á Efri- Dálksstöðum á Svalbarðs- strönd, en þar kviknaði í heyi í hlöðu á páskadagsmorgun. Benedikt sagði að fólkið hefði verið nýkomið úr fjósi er bónd- inn á Neðri-Dálksstöðum kom og tilkynnti þeim að mikill reykur kæmi frá gamalli hlöðu og fjósi sem er áfast við hlöðuna. 1 fjós- inu voru 36 geldneyti, kálfar og kvígur og sem fyrr sagði tókst með naumindum að bjarga skepnunum út. í hlöðunni voru hátt í 300 hest- ar af heyi og taldi Benedikt að megnið af því væri ónýtt þótt eitthvað væri hægt að nýta. Skemmdir urðu ekki miklar á byggingunum, en hlöðuþakið er ónýtt. gk-. Akureyri: Akureyrar skemmtikraftar sem við í Sjall- anum höfum getað boðið upp á,“ sagði Sigurður við Dag í gær. „Við munum gera ráðstaf- anir í húsinu til að geta tekið sem flesta gesti inn í húsið, munum t.d. taka út öll borð þannig að sem flestir komist í sæti. Aðgöngumiðasala verður í dag kl. 18-20 og er aðgangseyrir 550 krónur.“ Hljónisveitin Hollies hefur af mörgum verið kölluð „meistarasveit popprokksins" enda eru mörg lög hennar orðin sígild. Nægir í því sambandi að nefna „He Ain’t Heavy, He’s My Brother“ sem setið hefur á vinsældarlistum í 46 löndum, lagið „Look Through Any Window“, „I’m Alive“ og „Bus Stop“. Þriggja bíla árekstur Fremur rólegt var hjá lögregl- unni á Akureyri um páskana. Þó var í ýmsu að snúast eins og venjulega en engin stórtíðindi áttu sér stað. Alls urðu 8 árekstrar á Akur- eyri og voru þeir flestir minni háttar. Mestar skemmdir urðu í þriggja bifreiða árekstri á mótum Þingvallastrætis og Dalsgerðis á skírdag og þaðan var tvennt flutt á sjúkrahús en fékk að fara heim eftir aðhlynningu. Þá var í fyrri- nótt bifreið ekið á ljósastaur á mótum Skógarlundar og Brá- lundar og urðu talsverðar skemmdir á bifreiðinni og einnig á ljósastaurnum. Fjórir voru teknir grunaðir um meinta ölvun við akstur á Akureyri um pásk- ana. gk-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.