Dagur - 01.04.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 01.04.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 1. apríl 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. /e/'öarí___________________________ „Allir vildu Lilju kveðið hafa“ Flestir kannast við bókina um Litlu gulu hæn- una. Þar segir frá hænu einni sem fann hveiti- fræ og vildi þreskja það og búa til brauð. Hún leitaði liðsinnis félaganna en enginn vildi hjálpa henni. En þegar að því kom að brauðið var tilbúið vildu allir borða það. Þessi saga kemur upp í hugann þegar hugsað er til umræðunnar um síðustu kjarasamninga. Engum blandast hugur um að ef illa hefði tek- ist til við þá samningagerð hefði skuldinni verið skellt á ríkisstjórnina eina. En nú er það svo að flestir eru mjög ánægðir með samning- ana og þær ráðstafanir sem gripið var til í kjölfar þeirra. Þetta eru tímamótasamningar sem miða að því fyrst og fremst að viðhalda kaupmætti launa og vinna bug á verðbólg- unni. Þótt deila megi á einstaka þætti samn- inganna eru menn í höfuðatriðum á einu máli um að skynsemin hafi ráðið ferðinni og að samningarnir séu til verulegra hagsbóta fyrir almenning í landinu. Það ætti að vera gleði- efni fyrir alla en málið er ekki svo einfalt. Stjórnarandstaðan getur ekki með góðu móti viðurkennt að ríkisstjórnin sé að gera góða hluti. Þess vegna hefur hún gripið til þess gamalkunna ráðs að reyna að blekkja almenning með því að hagræða staðreynd- um. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa keppst við að eigna einhverjum öðrum en ríkisstjórninni heiðurinn af því að samið var á þeim grunni sem gert var. Þannig hafa sumir þeirra haldið því fram í fullri alvöru að stefnan í efnahags- og kjarmálum hefi verið tekin úti í bæ, þ.e. hjá aðilum vinnumarkaðarins, en ekki á hæstvirtu Alþingi. Jafnframt er því haldið fram að þingmenn og ráðherrar hafi hvergi komið þar nærri. Með slíkum fullyrð- ingum eru þingmenn stjórnarandstöðunnar að vanvirða Alþingi og hella olíu á eld þeirra manna sem vilja veg þess sem minnstan. Við kjósum okkur menn til að stjórna landinu og þeir standa og falla með sínum verkum. Ríkis- stjórnin setti sér það markmið í upphafi að ná verðbólgunni niður og hefur leitast við að ná því marki æ síðan. Til þess hefur hún þurft að hafa gott samstarf við aðila vinnumarkaðar- ins og það hefur tekist. En forystuhlutverk ríkisstjórnarinnar og Alþingis í samningamál- unum var ótvírætt og tilraun stjórnar- andstöðunnar til að véfengja það og eigna öðrum heiðurinn er hjákátleg. En e.t.v. er til- raun manna til að eigna sér heiðurinn skiljan- leg því virða má þeim til vorkunnar að vilja eiga hlut í því sem vel er gert, því „allir vildu Lilju kveðið hafa.“ BB. _viðtal dagsins._________________ „Menntastofnun sem styrkir atvinnulífið“ - er það sem vantar á Akureyri, segir Heimir Ingimarsson, 2. maður á lista Alþýðubandalagsins Bæjarstjórnarkosningar nálgast. I dag og næstu daga verða birt í Degi viðtöl við þá sem eru efstir á framboðslist- um flokkanna á Akureyri, næst á eftir núverandi bæjar- fulltrúum. "Áður hefur verið talað við Kolbrúnu Þormóðs- dóttur sem verður í 4. sæti á lista framsóknarmanna en nú er röðin komin að Heimi Ingi- marssyni sem skipar annað sætið á lista Alþýðubandalags- ins og fyrst eru örfá orð um ætt og uppruna. „Ég er fæddur og uppalinn Vestfirðingur, nánar tiltekið frá Bíldudal, og er Vestfirðingur og Breiðfirðingur að langfeðgatali. Ég kom til Akureyrar fyrir tíu árum, þá frá Raufarhöfn og hef verið hér búsettur síðan. Eig- inlega kom ég við á Akureyri á suðurleið. Ég ætlaði aldrei að vera hér nema eins og eitt ár á leiðinni frá Raufarhöfn en þangað flutti ég á sínum tíma úr Hafnarfirði. Það hefur hins vegar orðið úr að við höfum búið hér síðan. Hér eigum við þrjú börn gift og búsett og eitt í foreldra- húsum þannig að það virðist sem fjölskyldan sé búin að skjóta hér rótum.“ - Við hvað hefur þú helst starfað? „Ég er lærður húsasmiður. Ég lærði það í fyrndinni og vann við það í 17 ár, lengst af vestur á Bíldudal þar sem ég rak mitt verkstæði. Ég hætti því í lok Við- reisnar sem þá var búin að ganga svo rækilega að landsbyggðinni að menn þóttust góðir að sleppa frá því með sæmilega hýrri há. Þetta var árið 1970 og þá flutti ég suður og hef aðallega fengist við ýmiss konar skrifstofustörf síðan.“ - Þú varðst sveitarstjóri á Raufarhöfn. Hvernig bar það að? „Það bar svolítið skemmtilega að. Svoleiðis var að ég var aug- lýsingastjóri á Þjóðviljanum og mitt starf var fólgið í því að lesa auglýsingar í öðrum blöðum, aðallega Mogganum og gráta út úr auglýsendum einhverja mola handa Þjóðviljanum. Ég var orð- inn býsna þreyttur á þessu ströggli og sníkjum og einn daginn birtast þrjár starfsauglýsingar í Moggan- um og ég sæki um öll þessi þrjú störf upp á von og óvon. Ég set bréfin í póst, fer upp til Eiðs framkvæmdastjóra og segi upp og hringi svo heim í konuna og segi frá því hvað ég hafi gert. Það varð úr að út úr þessu kom þetta starf á Raufarhöfn. Nú, við flutt- um til Raufarhafnar og líkaði mjög vel þar og þar eigum við marga góða vini enn þann dag í dag.“ - Hvernig er að vera sveitar- stjóri í svona litlu sveitarfélagi eins og á Raufarhöfn? „Það er gríðarlega skemmti- legt. Maður er allt í öllu. Einn maður er í skrifstofustörfunum, hann er félagsmálastjóri, bæjar- verkstjóri, fjallskilastjóri, hafn- arstjóri, sorphreinsunarmaður, jafnvel bílstjóri á hreppsbílnum og nokkrum sinnum var ég bíl- stjóri á steypubílnum. Auk þess þurfti ég að vera ambassador míns sveitarfélags á öllum þing- um og ráðstefnum þannig að það er ekkert slíkum manni óviðkom- andi. Enda lenti ég í því sama árið og Idi Amin varð formaður Einingarsamtaka Afríkuríkja að ég varð formaður Fjórðungs- sambands Norðlendinga vegna þess að í báðum þessum samtök- um gilda þessar sömu reglur að sá sem býður til ráðstefnuhalds öðl- ast sjálfkrafa forystu í samtökun- um það árið. Við Idi Amin vor- um þarna á sama rólinu árið 1975. Hvort hægt er að jafna okkur saman að öðru leyti verða aðrir að segja til um.“ Frá því Heimir flutti til Akur- eyrar hefur hann starfað hjá Fjórðungssambandi Norðlend- inga, Leikfélagi Akureyrar, Skattstofu Norðurlands eystra, Lífeyrissjóði Iðju og við bókhald fyrir ýmsa aðila. En hvenær hóf- ust afskipti hans af stjórnmálum? „Ég hef tekið þátt í stjórn- málastarfi frá því á unglingsár- um. Ég varð félagi í Æskulýðs- fylkingunni í Reykjavík strax á námsárum og starfaði auk þess í Iðnnemasambandinu á þeim ár- um. Það er kannski gaman að geta þess að þegar Sigurjón Pét- ursson var formaður Félags húsa- smíðameistara þá var ég ritari þess og við vorum á svipuðu róli í skóla. Ég er einn af stofnendum Alþýðubandalagsins frá árinu 1956 og var einn af stofnendum og fyrsti formaður Alþýðubanda- lagsins í V.-Barðastrandarsýslu. Ég var í hreppsnefnd á Bíldudal frá árinu 1966 til 1970 sem fulltrúi Alþýðubandalagsins á sameigin- legum lista Alþýðubandalags og Framsóknar. Ég starfaði nokkuð í Alþýðubandalaginu í Reykja- vík á meðan ég var þar og svo á Raufarhöfn. Þar var ég hrepps-c nefndarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins frá árinu 1974 og þangað til ég flutti burt. Ég hef frekar líjil afskipti haft af pólitísku starfi hér á Akureyri en þó hef ég verið í félaginu síð- ustu 4 árin og kosningastjóri í síðustu sveitarstjórnar- og alþingiskosningum. Svo hef ég verið formaður bygginganefnd- ar fyrir hönd Alþýðubandalags- ins frá því Helgi Guðmundsson flutti úr bænum fyrir tveimur árum. Ég hef líka setið í kjara- samninganefnd bæjarins þetta kjörtímabil sem nú er að líða. Þetta eru nú þau trúnaðarstörf sem ég hef gegnt fyrir sveit mína og hérað, eins og sagt er í minn- ingargreinunum.“ - Hvað setur þú á oddinn í komandi kosningabaráttu? „Ég held að það sem bíður næstu bæjarstjórnar hér á Akur- eyri sé að hugsa rækilega til nýjunga í atvinnulífi. Ég hallast helst að því að úrbætur í þeim málum verði tengdar væntanleg- um háskóla hér. Ég held að við ættum að leggja alla áherslu á að fá hér menntastofnun sem styrkir atvinnulífið. Það mætti hugsa sér tækniháskóla. Við eigum hér Verkmenntaskóla og við ættum að byggja ofan á hann háskóla sem menntaði kunnáttumenn í hagnýtum greinum atvinnulífs- ins. Þar á ég ekki síst við alla þá gríðarlegu rafeindatækni sem þegar er komin í gang og á eftir að stóreflast. Þarna vantar okkur fyrst og fremst kunnáttu og ef við herðum okkur nú upp og verðum á undan höfuðborgarsvæðinu í að mennta upp hæfa sérfræðinga á þessu sviði þá held ég að það eigi eftir að skapa hér gríðarlega atvinnuuppbyggingu.“ -yk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.