Dagur - 01.04.1986, Síða 12
Akureyri, þriðjudagur 1. apríl 1986
★ Vökvadælur
og mótorar
-O-
SF
STRAUMRAS
ÞJÓNUSTA MEÐ LOFT- HÁÞRÝSTI- OG RAFMAGNSVÖRUR
Furuvðllum 1 • 600 Akureyri • Sími 96-26988
„Bíðum eftir yfirlýsingu frá ríkinu
- um niðurgreiðslur á ull áður en við gefum upp ákveðið verð til bænda,“ segir Jón Sigurðarson
Vetrarrúningur er langt kom-
inn eða búinn á Norðurlandi
og er talið að meirihluti fjár á
þessu svæði eða 60-70% hafi
verið rúinn að undanförnu. En
bændur vita ekki hvað þeir fá
fyrir ullina því þó að gefið hafi
-verið út ákveðið ullarverð á
verðlagsgrundvelli hafa ullar-
kaupendur ekki viljað gefa
bændum upp verð þar sem
ekki hefur fengist staðfest af
hálfu ríkisvaldsins hverjar nið-
urgreiðslur þess verða.
„Þannig er að það er sam-
komulag á þessu landi á milli iðn-
aðar, ríkisvalds og samtaka
bænda um að iðnaðurinn borgi
heimsmarkaðsverð á ull, þá er
tekið mið af ákveðnu verði sem
verður til á uppboðsmörkuðum
erlendis. Síðan ábyrgist ríkið
þetta samkomulag með því að
greiða niður ullina þannig að
bændur fái í sinn hlut ákveðið
verð sem ákveðið er á verðlags-
grundvelli,“ sagði Jón Sigurðar-
son, framkvæmdastjóri Iðnaðar-
deildar Sambandsins í samtali við
Dag.
„Á síðasta ári var gefið út
ákveðið ullarverð á verðlags-
grundvelli og svo var annað verð
til verksmiðjanna en ríkið átti að
brúa bilið með niðurgreiðslum.
Þá brá hins vegar svo við að ríkið
kom aldrei með allar niður-
greiðslurnar og ullariðnaðurinn í
landinu varð að leggja út einar 16
milljónir fyrir ríkissjóð og það er
Ijóst að iðnaður sem rekinn er
með miklu tapi um þessar mundir
getur ekki lagt út stórar fjárfúlg-
ur fyrir ríkissjóð.
Þegar við sáum að búið var að
gefa út ákveðið verð til bænda á
verðlagsgrundvelli fyrir þetta ár
þá sögðumst við ekki treysta okk-
ur til að ábyrgjast ákveðið verð
til bænda fyrr en ríkisstjórnin
væri búin að gefa út yfirlýsingu
um hvað hún ætlaði að greiða ull-
ina mikið niður og við það situr,“
sagði Jón ennfremur.
Heimsmarkaðsverð á ull hefur
lækkað mikið að undanförnu og
er komið niður fyrir 40 krónur
fyrir kíló að meðaltali. Hins vegar
er talið að meðalverð samkvæmt
verðlagsgrundvelli sé eitthvað í
kring um 130 krónur á kíló og er
því ljóst að ef ríkið á að brúa
þetta bil er þar um töluverðar
fjárhæðir að ræða. -yk.
Framsóknarflokkurinn Húsavík:
Framboöslistinn ákveðinn
„Ég er ánægður með þennan
lista, það er ungt og nýtt fólk í
2.-4. sæti,“ sagði Tryggvi
Finnsson sem skipar efsta sæti
á lista Framsóknarflokksins
við bæjarstjórnarkosningarnar
í vor, en sæti listans skipa:
Það líða einir þrír mánuðir þar til þetta skip sést í íslenskri höfn aftur, því klukkan 15,00 í gær, annan í páskum hélt
skipið Þórður Jónasson til Noregs. Þar á að gera miklar breytingar á skipinu, lengja það um 6,40 metra, skipta um
aðalvél og Ijósavél, ásamt skrúfubúnaði. Á myndinni er einn skipverjanna sem fór með skipinu að koma föggum sín-
um um borð. Skipstjóri og vélstjóri verða erlendis meðan unnið er við breytingarnar. Mynd gej-
1. Tryggvi Finnsson,
framkvæmdastjóri.
2. Hjördís Árnadóttir,
verslunarmaður.
3. Lilja Skarphéðinsdóttir,
ljósmóðir.
4. Stefán Haraldsson,
tannlæknir.
5. Sigurgeir Aðalgeirsson,
framkvæmdastjóri.
6. Egili Olgeirsson,
rafmagnstæknifræðingur.
7. Hafliði Jósteinsson,
kirkjuvörður.
8. Kristrún Sigtryggsdóttir,
húsmóðir.
9. Jón Helgason,
yfirfiskmatsmaður.
10. Ragna Valdimarsdóttir,
húsmóðir.
11. Börkur Emilsson,
matreiðslunemi.
12. Sigrún Hauksdóttir,
verkstjóri.
13. Sigtryggur Albertsson,
deildarstjóri.
14. Sólveig Þórðardóttir,
húsmóðir.
15. Benedikt Kristjánsson,
húsasmiður.
16. Ingibjörg Magnúsdóttir,
blaðamaður.
Aðalsteinn B. Karlsson,
skipstjóri.
Jónína Hallgrímsdóttir,
hússtjórnarkennari.
17.
18
Bakarasveinar:
Ekki verkfall
Fkki varð af verkfalli bakara-
sveina sem átti að hefjast á
miðnætti s.l.
Á skírdag var haldinn fundur
hjá Sveinafélagi bakara og var
felld þar með jöfnum atkvæðum
tillaga um að hefja verkfall sem
taka átti gildi á miðnætti s.l.
Þess í stað hófst fundur hjá
sáttasemjara í gærkvöldi þar sem
bakarasveinar lögðu fram kröfur
sínar. Þeir neita að fallast á
samninga þá sem gerðir hafa ver-
ið á vinnumarkaðnum að undan-
förnu en hins vegar eru vinnu-
veitendur ekki til viðræðu um að
bakarasveinar fái meiri launa-
hækkanir en aðrir hafi fengið.gk-
Þúsundir í
Hlíðarfjalli
Geysilegur fjöldi fólks sótti
skíðastaði víðs vegar um land
Ný framleiðsla Mjólkurstöðvar KÞ á Húsavík:
Islenskur heilsudrykkur
Mjólkursamlag Kaupfélags
Þingeyinga er að hefja fram-
leiðslu á nýrri vöru sem kynnt
verður almenningi í dag. Hér
er um nokkurs konar heilsu-
drykk að ræða. Einkaleyfi er
fengið fyrir framleiðslunni sem
er hugmynd Hlífars Karlssonar
mjólkursamlagsstjóra.
Hlífar sagði í samtali við Dag
að sig hefði lengi dreymt um að
finna leið til að nýta mysuna,
fundist synd að hella niður öllum
þeim vítamínum og steinefnum
sem í henni væru. Hann hefði
rætt hugmyndir sínar við Hreiðar
Karlsson kaupfélagsstjóra í haust
og Hreiðar hefði strax verið með
á nótunum og pantað þann
tækjabúnað er þurfti til tilrauna-
framleiðslunnar. Aðaluppistaðan
í tækjabúnaðinum eru tæki til
eimingar mysunnar en hún er
eimuð þar til aðeins eru eftir
fimm cl af hverjum lítra. Upp-
skrift drykksins er framleiðslu-
leyndarmál en hugmynd Hlífars
var að framleiða alhliða heilsu-
drykk, alíslenskan og því er bætt
í mysuna skarfakáli er hefur ver-
ið þurrkað og malað og einnig
ögn af hákarlalýsi.
Hlífar sagði að reynt hefði ver-
ið að hafa mjög hljótt um tilraun-
ir við þessa framleiðslu í vetur,
þó hefðu nokkrir einstaklingar
verið fengnir til að reyna drykk-
inn að staðaldri og áhrif hans
væru undraverð, minnka hefði
þurft skammtinn sem fólkinu var
ætlaður því það hefði orðið of
hresst, dæmi væru um að vinnu-
afköst fólks ykjust um helming
eftir að það hefði neytt einnar
fernu af drykknum á dag í hálfan
mánuð. í drykknum ættu að vera
öll þau efni er líkaminn þarfnað-
ist og neysla hans drægi úr matar-
lyst. Það sem mest hefði þó kom-
ið á óvart væri að gráhært fólk
sem neytt hefði drykkjarins væri
komið með sinn upprunalega
háralit og þeir er verið hefðu með
skalla væru orðnir hárprúðir.
Nú stæðu yfir samningar við
stórt heilsufæðifyrirtæki í Banda-
ríkjunum um að koma vör-
unni á markað erlendis og
ekki væri séð fyrir endann á hvað
úr þessu yrði.
í dag þriðjudag verður fólki
boðið að reyna þennan nýja
drykk frá kl. 5 til kl. 6 í verslun
Brauðgerðar KÞ á Húsavík. IM
um paskana, enda veður yfir-
leitt mjög gott til útiveru.
í Hlíðarfjalli við Akureyri var
margt um manninn og sagði ívar
Sigmundsson að aðsókn hefði
ekki verið svona góð um langt
árabil. „Ég tel að á föstudaginn
langa hafi verið hér á þriðja þús-
und manns, það var geysilegur
fjöldi hér allan daginn og ég man
ekki eftir svona mikilli aðsókn í
mörg ár. Þá var einnig mjög
margt fólk hér á laugardag og
páskadag en minna hina dagana.
Við getum því ekki verið annað
en ánægðir og hér er mikill og
góður skíðasnjór," sagði ívar.
Hann taldi að mikill hluti þessa
fólks hefði verið aðkomufólk sem
hefði eytt páskum við skíðaiðkun
í Hlíðarfjalli. í flugleiðamótið í
skíðagöngu sem haldið var í
fyrradag komu um 130 manns en
ívar taldi að talsvert á 6. þúsund
manns hefi komið í Hlíðarfjall
þessa daga.
gk--