Dagur - 29.04.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 29. apríl 1986
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 40 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÓRNSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN,
GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON,
KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
leiðari.______________________________
Mörg mikilvæg og
stefnumarkandi lög
Almennt eru menn sammála um það að
nýlokið þing hafi verið heldur í rólegra lagi.
Það er hins vegar ekki mælikvarði á afköst
Alþingis í vetur, því óvenjumörg mál hlutu
afgreiðslu og mörg þeirra stór og stefnumark-
andi fyrir framtíðina. Má þar nefna skipu-
lagsmál atvinnuveganna, sjávarútvegs, land-
búnaðar, og kjara- og efnahagsmál, auk
húsnæðismála og sveitarstjórnarmála.
Stjórnarandstaðan undir forystu Alþýðu-
bandalagsins hefur verið óvenju máttlítil.
Helst er að Alþýðuflokkurinn hafi sýnt burði
til að vera málefnalegur á meðan Alþýðu-
bandalagið hefur að eigin sögn háð varnar-
baráttu — þakkar sér meðal annars það að
menntamálaráðherra tókst ekki að gjörbylta
lánakerfi námsmanna. Þær fyrirætlanir voru
hins vegar í óþökk framsóknarmanna á þingi,
svo Alþýðubandalagið getur ekki einu sinni
þakkað sér stöðvun málsins.
Sú atvinnustefna sem Framsóknarflokkur-
inn samþykkti fyrir um tveimur árum á Akur-
eyri hefur síðan verið grundvöllur atvinnu-
stefnu ríkisstjórnarinnar. Ötullega hefur verið
unnið að skipulagi og uppbyggingu nýrra
atvinnugreina og stórfé varið til þeirra mála.
í sjávarútvegi hafa verið gerðar miklar
skipulagsbreytingar. Fiskveiðistefnunni hef-
ur verið gjörbreytt og takmarkanir settar á
stækkun fiskiskipaflotans, auk þess sem hið
flókna sjóðakerfi sjávarútvegsins hefur verið
lagt niður. Fjölmargar aðgerðir hafa verið
gerðar til að auka framleiðni greinarinnar.
í landbúnaði hefur stjórnun framleiðsl-
unnar verið gjörbreytt og einnig þar hafa ver-
ið skapaðar aðstæður til að auka arðsemina
og tryggja betur hag þeirra sem stunda land-
búnað. Arangur þessara aðgerða er ekki enn
kominn í ljós en menn vænta þess að þær
muni tryggja framtíðarhag landbúnaðar og
búsetu fólks í sveitum landsins.
Merkustu lög þingsins tengdust kjara-
samningum og húsnæðismálum. Þar hefur
verið tekin upp algjörlega ný stefna sem von-
andi mun leiða til traustara efnahags með
meiri stöðugleika en þekkst hefur hér á landi
um árabil. Þá hafa verið samþykkt ný sveitar-
stjórnarlög, sem eiga að geta styrkt stöðu
sveitarfélaganna og aukið möguleika þeirra á
samstarfi.
Öll þessi mikilvægu stefnumarkandi lög eru
til komin vegna frumkvæðis ráðherra Fram-
sóknarflokksins og í samvinnu við viðkom-
andi aðila úti í þjóðfélaginu.
_w'óía/ dagsins.
Mynd: - KGA.
„Panta það sem
mér finnst fallegf
- Guðrún Jóhannsdóttir, eigandi tískuverslunarinnar
perfect í viðtali dagsins
„Ég opnaði búðina 2. maí ’83
hún á því 3ja ára afmæli á
föstudaginn, og býð öllum
10% afslátt í tilcfni dagsins. Þá
hét búðin Gallery, og ég keypti
vörur af eigendum Gallery og
Evu í Reykjavík.“ Það er
Guðrún Jóhannsdóttir, eig-
andi tískuverslunarinnar per-
fect sem svo mælir, en Guðrún
ætlar að segja okkur örlítið frá
verslunarstörfum sínum í við-
tali dagsins í dag.
„Síðastliðið haust hætti ég hins
vegar alveg að vera með vörurnar
frá Gallery og Evu og það er um
ár síðan ég breytti nafni verslun-
arinnar. Núna er ég með norskar
vörur sem heita Poco Loco og
Bik Bok. Poco Loco eru herra-
föt, en Bik Bok kvenmannsföt.
Það eru í rauninni sömu eigendur
sem eiga þessi fyrirtæki, en þeim
er haldið alveg aðskildum. Eftir
áramótin hef ég svo verið með
svolítið af hollenskri vöru.“
Guðrún var ekki alveg ókunn-
ug verslunarrekstri áður en hún
fór sjálf út í hann. Foreldrar
hennar eru Jóhann Ingimarsson
og Guðrún Helgadóttir, betur
þekkt sem Didda og Nói í Örk-
inni hans Nóa. „Þetta var mín
fyrsta reynsla af verslunarrekstri
þegar ég byrjaði með Gallery. Ég
hataði Örkina eins og pestina,
mamma og pabbi voru bæði mik-
ið að vinna í búðinni og mér
fannst þetta stela einhverju frá
mér. Það sama er uppi á teningn-
um með dóttur mína núna, henni
finnst ákaflega leiðinlegt að vera
með mér í búðinni."
- En hvers vegna að setja upp
verslun, kannski gamli góði máls-
hátturinn, að sjaldan fellur eplið
langt frá eikinni, eigi við í þessu
tilviki?
„Já, það má kannski segja það.
Ég bjó í Reykjavík í nokkur ár
meðan maðurinn minn var í
Tækniskólanum. Þegar hann
lauk sínu námi var ákveðið að ég
setti upp tískuverslun. Mér
bauðst þetta húsnæði hjá pabba
og mömmu og mér fannst spenn-
andi að fara út í sjálfstæðan
rekstur."
- Þú þarft að panta inn vörur,
hvernig gengur það fyrir sig?
„Ég fer út tvisvar á ári til að
panta inn, í janúar til að panta
inn fyrir veturinn og í september
til að panta inn fyrir sumarið. Þá
fer ég í þessi fyrirtæki. Það er
einn maður sem tekur á móti mér
og sýnir mér allt sem þeir hafa
upp á að bjóða, hann kemur með
eina slá af buxum og ég vel úr
þeim, síðan peysur og þannig
koll a^kolli. Þeir eru aðeins með
sýnishorn og framleiða síðan upp
í pantanir."
- Halda þessir framleiðendur
sýningar fyrir viðskiptavini sína?
„Nei, þeir eru ekki með sér-
stakar sýningar, en það er sýning-
arfólk á staðnum ef maður vill sjá
flíkina á einhverjum. En svo fer
ég á sýningar til að sjá hvað aðrir
hafa upp á að bjóða, ég fór fyrir
stuttu á sýningu í Noregi til að sjá
hvaða liti aðrir væru með fyrir
næsta vetur.“
- Hverjir eru það sem ákveða
tískuna?
„Það eru framleiðendurnir.
Þeir taka enga áhættu því þeir
framleiða bara upp í það sem er
pantað, en það er auðvitað þeirra
hagur að selja sem mest. Það eru
verslunareigendurnir sem taka
áhættuna. Ég get t.d. aldrei verið
viss um að sá litur seljist mest
sem ég panta mest af.“
- Eftir hverju ferðu þegar þú
pantar fötin?
„Ætli ég panti ekki bara eftir
mínum smekk. Ég panta það sem
mér finnst fallegt, ég fer líka eftir
því hvort sniðin eru góð. Ég
reyni að fylgjast með hvað aðrir
eru að bjóða upp á og fer líka eft-
ir því. Ég panta auðvitað alltaf
mikið af því sem ég held að verði
vinsælt, en reyni líka að hafa fjöl-
breytt vöruúrval. Fyrir síðasta
vetur pantaði ég t.d. jafnt inn af
öllu og það gekk mjög vel.“
- Þú ert oft með tískusýning-
ar, er það mikilvægt?
„Já, þær eru góð auglýsing. Ég
var með tískusýningar í Sjallan-
um fyrstu helgi í hverjum mánuði
fyrir áramót, en hef ekki verið
með fastar sýningar síðan. Mað-
ur finnur alltaf mun á sölu eftir
sýningar, fólk kemur oft og spyr
um eitthvað sem það hefur séð á
tískusýningu. Það hefur líka mik-
ið að segja í hverju afgreiðslu-
fólkið er, það er oft betra að sjá
flíkina á fólki, en hangandi á
herðatré.“
- Að lokum, hvernig hefur
reksturinn gengið?
„Hann hefur gengið mjög vel
alveg frá því ég opnaði verslun-
ina. Salan hefur líka aukist um
helming frá því ég for að vera
með norsku vörurnar, það eru
meira föt fyrir bæði unglinga og
fullorðna, ég get því þjónað ungl-
ingunum meira núna. Ég byrjaði
líka með skartgripi, skó og
snyrtivörur sem hefur gengið
mjög vel.“ - HJS