Dagur - 29.04.1986, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 29. apríl 1986
29. apríl 1986 - DAGUR - 7
í Júlianahaab á Grænlandi í síðustu viku:
Samíð við
Grænlendmga
- Fyrsti umtalsverði samningurinn sem íslenskt
iðnaðarfyrirtæki gerir um útflutning á þekkingu
Klukkan sjö að morgni næst-
síðasta vetrardags tvísté nokk-
ur hópur manna við Mitsu-
bishi flugvél Flugfélags
Norðurlands, TF-JMC. Þessi
hópur var að leggja upp I ferð
til Julianahaab á Grænlandi og
þar sem fáir voru á ferli aðrir
skulu menn nafngreindir.
Þarna mátti sjá Jón Sigurðar-
son framkvæmdastjóra Iðnað-
ardeildar Sambandsins í stórri
og mikilli „Grænlandspeysu“
Örn var þarna Gústafsson for-
stöðumaður skinnaiðnaðar,
Kristján Torfason framleiðslu-
stjóri á skinnasaumastofu og
Bjarni Jónasson framleiðslu-
stjóri á sútun og þarna var líka
Valur Arnþórsson stjórnarfor-
maður Sambandsins og kaup-
félagsstjóri. Flugmennirnir
Gunnar Karlsson og Baldvin
Birgisson undirbjuggu vélina
fyrir ferðina yfir liafið. Þessi
hópur Sambandsmanna var á
leið til Grænlands að ræða við
þarlenda um aðstoð við upp-
setningu á sútun og sauma-
stofu. Blaðamanni Dags hafði
verið boðið með í för þessa og
fer frásögn hans hér á eftir.
Það var laust fyrir klukkan hálf
átta að TF-JMC hóf sig á loft og
Akureyri hvarf okkur sjónum.
Stefnan var sett á Reykjavík og
eftir þrjátíu og fimm mínútur var
lent á Reykjavíkurflugvelli. Á
Hótel Loftleiðum bættust þeir
Axel Gíslason aðstoðarforstjóri
Sambandsins og Ernst Möller-
Nilsen í hópinn og var vélin þá
fullskipuð. Flugumferðarstjórar
sáu ástæðu til að fá sér kaffi,
kannski vindil og mátti Sam-
bandshópurinn bíða ögn eftir að
komast í loftið. En allt tekur
enda, síðasti Bragakaffisopi flug-
umferðarstjóranna rann ljúflega
niður og þeir gáfu TF-JMC leyfi
til flugtaks.
Undirrituð hefur aldrei haft
verulega gaman af því að fljúga
og bjóst satt best að segja við smá
„veltingi" á leiðinni. En um slíkt
Þær saunia daginn út og daginn inn. Núverandi húsnæði er ákaflega óhent-
ugt, en fyrirhugað er að flytja starfsemina í nýtt húsnæði um áramót.
var ekki að ræða, vélin klauf loft-
ið yfir Atlantshafið fljótt og
öruggt. Eitthvað fór hitastigið í
vélinni úrskeiðis og eftir því sem
landið græna nálgaðist varð kald-
ara og kaldara í vélinni og minnti
æ meir á áfangastaðinn. Gerði
þunnur leðurjakki lítið gagn og
leit okkar maður oft hýru auga á
áðurnefnda „Grænlandspeysu“
Jóns Sigurðarsonar.
. . .að landið ætti
nafn gott
Þegar hér er komið sögu, lítum
við í fslendingabók, en þar segir
um upphaf byggðar í Græn-
landi: „Land það, er kallað er
Grænland fannst og byggðist af
íslandi. Eiríkur inn rauði hét
maður breiðfirzkur, er fór út
héðan þangað og nam þar land,
er síðan er kallaður Eiríksfjörð-
ur. Hann gaf nafn landinu og
kallaði Grænland og kvað menn
það mundu fýsa þangað farar, að
landið ætti nafn gott.“
Frá Reykjavíkurflugvelli var
þriggja tíma flug til Narrsassuaq,
en þar yfirgaf hópurinn flugvél-
ina og steig um borð í þyrlu sem
flutti Sambandsmenn á áfanga-
stað, Julianahaab. Tilgangur
ferðarinnar var eins og áður segir
að veita Grænlendingum aðstoð
við uppsetningu sútunar og
skinnasaumastofu. í Julianahaab
hefur um nokkurt skeið verið
rekin sútun og saumastofa á veg-
um fyrirtækisins KNA, sem er í
cigu grænlensku heimastjórnar-
innar, en það hefur einungis ver-
ið í litlum mæli. Vegna breyttra
aðstæðna í þjóðfélaginu hyggjast
Grænlendingar efla þennan iðn-
að og fyrirhuga verulega
stækkun. Að setja upp slíkan
rekstur er ekki síður spurning um
fjárfestingu í þekkingu en í vélum
og tækjum.
„Ástæðan fyrir því að Græn-
lendingar leituðu til okkar er
einkum tvenns konar. Annars
vegar vegna þess að þeir vissu að
við réðum yfir mikilli og ágætri
reynslu og hins vegar vegna þess
að það er mikill viljj meðal
Grænlendinga að vinna með
íslendingum,“ sagði Jón Sigurð-
arson framkvæmdastjóri Iðnað-
ardeildar Sambandsins.
Grænlendingar hafa sett sér
það markmið að vinna öll þau
skinn sem falla til innanlands og
þá í það sem mest verðmæti
gefur. Um er að ræða eitthvað á
annað hundrað þúsund skinn af
ýmsu tagi, aðallega selskinn og
gærur.
Grænlendingar hafa
ekki sútað mikið
af gærum
Bjarni Jónasson framleiðslu-
stjóri sútunar sagði að ársverk á
sútun hefðu á síðasta ári verið
191 og þar af hefðu ársverk Iðju-
fólks verið 157. Um átta til tíu
manns vinna verkamannavinnu
við sútun í Julianahaab. Aðal-
verkefni sútunar hefur verið að
sögn Bjarna að súta gærur af
íslensku fé í mokkaskinn. Auk
þess sem nýlega er byrjað að súta
leður úr lambagærum. Reiknaði
Bjarni með að á þessu ári yrðu
um 400 þúsund gærur fullunnar í
mokka á sútunarverksmiðjunni.
Þá er nokkuð um að ærgærur fari
í mokkasútun og enda þær sem
svokallað „jungle“ eða frum-
skógarmokki, en það er sérstakt
afbrigði. Sumar ærgærur hafa
náttúrlegan galla, þannig að þær
eru skellóttar. Gæran er lituð og
eykur það verðmæti gærunnar
nokkuð þannig að hún selst á
mun hærra verði en ella. Bjarni
sagði að um 40 þúsund ærgærur
yrðu sútaðar hjá verksmiðjunni í
ár.
verksmiðju sútað töluvert af
hreindýrum og ref auk þess sem
pelssútun verður á selskinnum.
Meginverkefni sútunarverk-
smiðjunnar verður fullvinnsla á
selskinnum. Öll selskinn sem til
falla í landinu verða sútuð annað
hvort í pels eða leður í sútuninni
þeirra.
Grænlendinga vantar þekkingú
á verksmiðjuvinnslu á sútun og
hana komum við til með að veita
á næstu árum. Þeir þurfa að bæta
við sig vélum og munum við veita
aðstoð við val og kaup á vélum
og miðlum þeim af okkar reynslu
og þekkingu. Þá munum við
einnig aðstoða við innkaup á
ýmsum kemiskum efnum sem til
sútunar þarf og jafnvel munu þeir
ganga inn í stærri pantanir hjá
okkur og lækka þannig kostnað-
inn,“ sagði Bjarni Jónasson fram-
leiðslustjóri sútunar.
Sama verð á öllum
sclskinnuni
Á skinnasaumastofunni vinna
nú 12 manns og er húsið sem
starfsemin fer fram í þröngt og
óhentugt, en fyrirhugað er að um
áramótin verði öll starfsemin
komin í nýtt og rúmbetra hús-
næði. Aðalframleiðsla sauma-
stofunnar er að sauma úr sel-
skinni. Sagði Kristján Torfason
framleiðslustjóri skinna-
saumastofu Iðnaðardeildar Sam-
bandsins að fyrirhugað væri að
senda héðan módel, teikningar
og snið, en skinnasaumastofan
hér hefur að sögn Kristjáns fylgst
mjög vel með allri tísku. „Við
munum senda mjög fljótlega
teikningar af því allra nýjasta hjá
okkur, sem þeir á Grænlandi geta
haft til hliðsjónar. Það má segja
að hingað til hafi þeir einbeitt sér
að sígildum sniðum, en það er
rétt að taka fram að það þarf ekki
að vera nein lausn fyrir þá að
breyta því. Þeir fara ekki að
breyta breytinganna vegna,“
sagði Kristján.
KNA fékk fjárveitingu sem
veitt var í Kaupmannahöfn til að
vinna að uppbyggingu fyrirtækis-
ins og sagði Kristján að svo virtist
sem um ríflega fjárveitingu hefði
verið að ræða. Þegar er búið að
kaupa eitthvað af vélum sem til
rekstursins þarf og kom Kristján
Fyrrverandi vígalegur ísbjörn. Valur Arnþórsson og Axel Gíslason virða fyrir
sér ísbjarnarskinn í sútunarverksmiöjunni.
Sútunarverksmiðjan selur öll
sín skinn í ferfetum og á þessu ári
er reiknað með að um 3,5 millj-
ónir ferfeta verði seld í mokka og
leður. Meðalskinn er um sjö
ferfet. Á undanförnum árum hef-
ur sútunin sífellt aukið fram-
leiðslu sína, þannig að árið 1982
voru seld 1,1 milljón ferfet, 1983
1,7 milljón og árið 1984 voru þau
2,2 milljón og á síðasta ári 2,6
milljón ferfet. Sagði Bjarni að nú
væri sútunin að komast í þrot
með það hráefni sem til fellur
innanlands og eru þeir farnir að
leita fyrir sér annars staðar, m.a.
í Færeyjum og Bretlandi.
„Grænlendingar hafa hingað til
sútað mjög lítið af gærum. Þeir
hafa gert svolítið af því að súta
langhærðar teppagærur eða
skrautgærur og gerð það nokkuð
vel. Hins vegar hafa þeir ekkert
verið í mokkasútun. Þar munum
við koma til sögunnar og verða
þeim til leiðbeiningar og aðstoða
þá við að byggja upp sína sútun á
þeim gærum sem þeir hafa til ráð-
stöfunar. Það eru eitthvað um 18-
20 þúsund gærur sem til falla á ári
hverju, en síðan verður í þessari
Kaffltími á saumastofunni.
Sambandsmenn saman komnir. Frá vinstri: Kristján Torfason framleiðslustjóri skinnasaumastofu, Ernst Möller Nilsen framkvæmdastjóri KNA í Julianahaab, Örn
Gústafsson framkvæmdastjóri skinnaiðnaðar, Jón Sigurðarson framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar, Bjami Jónasson framleiðslustjóri sútunar, Valur Arnþórsson kaupfélags
stjóri og stjórnarformaður Sambandsins og Axel Gíslason aðstoðarforstjóri Sambandsins. Myndir: -mþþ
Skinnin skoðuð gaumgæfilega í saumastofu KNA, Kristján, Örn og Bjarni djúpt hugsi.
með lista yfir þær vélar sem fyrir-
hugað er að kaupa og „mér sýnist
hann nokkuð skynsamlegur. Ég
er að lesa hann þessa dagana.
Við fyrstu yfirsýn virðist mér sem
ekkert óhóflegt bruðl sé á ferð-
inni.“
Á skinnasaumastofu Sam-
bandsins á Akureyri tekur urn
sex og hálfan tíma að sauma síð-
an herrafrakka, en hjá KNA í
Julianahaab tekur um þrettán
tíma að sauma sams konar
frakka. „Það skiptir kannski ein-
hverju máli að hér er afkasta-
hvetjandi launakerfi, en ekki hjá
þeim.
Ég ræddi þetta við Hanne
Schiött verkstjóra á saumastof-
unni, en hún sýndi ekki mikinn
áhuga á það koma upp slíku*
kerfi. Enda er ekki hlaupið að
því. Það er rétt að taka fram að
þessi tímamunur hér og á Græn-
landi liggur ekki eingöngu í
afköstum starfsfólksins heldur
einnig og kannski ekki síður í
skipulagi. Með betra skipulagi er
hægt að stytta tímann verulega.
Húsnæðið er mjög óhentugt, það
þarf jafnvel að hlaupa með flík-
ina á milli hæða á framleiðslu-
stigi. En hjá okkur er öllu raðað
upp í framleiðsluröð, þannig að
eitt tekur við af öðru. Þegar
saumastofan hefur flutt í hið nýja
húsnæði, sem að líkindum verður
um næstu áramót, munum við að
einhverju leiti aðstoða við að
skipuleggja vinnsluferilinn. Ann-
ars var Hanne alveg með á nót-
unum og hún veit alveg hvaða
vinnubrögðum á að beita, en eins
og ástandið er í dag þá vinnur
Jón Sigurðarson á góðri stundu með varaborgarstjóra Julianahaab, hvers
nafn við ekki vitum.
hún við ákaflega erfiðar aðstæð-
ur.“
Áætlað er að framleiða um
2000 selkápur og um 1000
mokkakápur auk smávöru ýmiss
konar, svo sem húfur, skó og
minjagripi á árinu 1987.
„Það er auðvitað margt sem
eftir er að skoða,“ sagði Kristján.
„Það sem mér fannst dálítið
skrýtið var að skinn eru keypt á
ákveðnu verði, þ.e. það er bara
ákveðin krónutala fyrir hvert
skinn burtséð frá því hversu stórt
það er. Það er alveg sama hvort
skinnið er fjögur eða þrettán
ferfet, verðið er það sama. Þegar
ég kaupi skinn, þá hef ég stærð
og gæðastandard til viðmiðunar.
Ég tel að þarna þurfi að koma til
hugarfarsbreyting hjá Grænlend-
ingum og þeir þurfa að berjast
fyrir því að fá þetta lagfært."
sagði Kristján Torfason fram-
leiðslustjóri á skinnasaumastofu.
í Julianahaab undirrituðu
Sambandsmenn fimm ára samn-
ing við KNA og í honum er kveð-
ið á um að Iðnaðardeildin mun
veita Grænlendingum aðgang að
allri þeirri reynslu og þekkingu
sem fyrir hendi er bæði í sútun og
saumi. Ýmsar tilraunir verða
gérðar í rannsóknarstofu Iðnað-
ardeildar sem Grænlendingum
koma að gagni. Einnig mun
aðstoð veitt í þjálfun starfsfólks,
bæði koma hingað Grænlending-
ar og héðan fer fólk til
Grænlands. Þá mun Iðnaðar-
deildin verða til ráðgjafar hvað
markaðsmál varðar. Aðstoð
verður veitt við áætlanagerð eins
verður bent á markaði sem
Grænlendingar gætu unnið á. Þá
kemur einnig til greina að sögn
Jóns Sigurðarsonar að Iðnaðar-
deildin taki að sér sölumálin til
að byrja með, en þau síðan færð
yfir á hendur Grænlendinga.
„Þetta er fyrsti umtalsverði
samningurinn sem íslenskt iðn-
fyrirtæki gerir um útflutning á
þekkingu,'1 sagði Jón „Það er
greinilegt að áhugi er bæði á
meðal stjórnvalda og almennings
um að koma upp iðnaði. Græn-
lendingar telja sig komna á það
stig að þeir verða að koma upp
iðnaðarsamfélagi. Það verður
ekki til baka snúið, þeir eiga ekki
aðra leið. Og ég fagna því mjög
ef við íslendingar getum hjálpað
þeim á þeirri braut og ég tel að
íslensk viðskiptafyrirtæki eigi að
kanna nánar hvaða möguleikar
eru fyrir hendi til að auka sam-
skiptin á milli landanna." -mþþ
Sútunarverksmiðja KNA í Julianahaab. Þar eru verkuð öll skinn sem til falla
í landinu.