Dagur - 29.04.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 29.04.1986, Blaðsíða 5
29. apríl 1986 - DAGUR - 5 Hugbfll? Þó að þessi ruslabíll sé vel útbúinn fyrir akstur í snjó, eins og best sést á stærð hjólanna, þá er þetta eina leiðin sem hann kemst til fjallaþorpsins Betten í svissnesku Ölpunum yfir vetrarmánuðina. Hann hangir þarna neðan í kláfi fyrir skíðamenn og þannig er bíllinn fluttur á milli kvölds og morgna, rúmlega kílómetra leið í allt að 80 feta hæð yfir jörðu. FRAMSOKN TIL FRAMFARA Framsóknarfélögin á Akureyri Unnur Pétursdóttir iðnverkakona er 6. á lista framsókn- armanna til bæjarstjórnarkosninganna í vor. Hún verð- ur til viðtals á skrifstofunni Eiðsvallagötu 6, miðvik- udaginn 30. apríl frá kl. 17-18. Heitt veröur á könnunni. Hittumst hress. Valgerður Sverrisdóttir: í tilefni kosninga Nú segir almanakið okkur að sumarið sé komið og margt bend- ir til þess að það nálgast í raun- veruleikanum. Við sem njótum þeirra forréttinda að búa í sveit eigum í vændum annasaman en um leið yndislegan mánuð, maímánuð. t>á er stórkostlegt að fylgjast með gróðrinum lifna við og lömbunum fæðast og komast á legg- Maímánuður verður væntan- lega annasamur hjá fleirum en sveitafólki í ár, en þá á ég við frambjóðendur til bæjarstjórnar- kosninga sem fram fara 31. maí. Framsóknarmenn hafa lagt fram lista í flestum þeim bæjum og kauptúnum þar sem kosið verður 31. maí. Ég vil sem for- maður kjördæmissambandsins lýsa sérstakri ánægju með listana og fullum stuðningi kjördæmis- stjórnarinnar. Mig langar sérstaklega að nefna þann mikla og góða stuðning, sem konur og ungt fólk hafa fengið. Hann sýnir og stað- festir það sem við framsóknar- menn höfum haldið fram að inn- an flokksins ríkir frjálsræði. Flokkurinn hefur á síðustu miss- erum verið að laga sig að kröfum nútímans um fullt jafnrétti kynj- anna og eru listar framsóknar- manna um allt land lýsandi dæmi um það. Pá er ástæða til að geta þess, að ungu fólki er gefið tæki- færi og eru listarnir skipaðir yngra fólki nú en nokkru sinni fyrr. Þetta vil ég sérstaklega benda þeim fjölmörgu ungu kjós- endum á, sem nú kjósa í fyrsta sinn og hafa ekki gert upp hug sinn og efast kannski um hvort þeir eigi að taka þátt í þessum leik. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð verið sterkur í þessu kjör- dæmi, enda má kannski leiða rök að því að hann eigi rætur sínar einmitt hér rétt eins og sam- vinnuhreyfingin. Ég leyfi mér að halda því fram, að þessi tvö fé- lagasamtök, sem eiga margt sam- eiginlegt þótt þau séu ekki eitt, eigi sinn þátt í því að hér stendur byggð á sterkum grunni. Ein- hverjir vilja e.t.v. halda því fram, að blómaskeiðinu sé löngu lokið og allt stefni norður og niður, ef marka má umfjöllun í fjölmiðl- um. Það þýðir víst ekki annað en viðurkenna það, að landsbyggðin hefur verið í mikilli vörn á undanförnum árum og er skýringin á því að stærstum hluta kvótamálin, bæði í landbúnaði og fiskveiðum. En ég spyr, treystir einhver sér til að halda því fram að þar hafi verið um óþarfar aðgerðir að ræða? Það má alltaf deila um leiðir og allt orkar tví- mælis sem manneskjan aðhefst. Það er margt sem bendir til þess að nú séu hlutirnir að snúast við og landsbyggðin að komast í sókn, og væri óskandi að svo væri. Ekki bara okkar vegna sem búum í dreifbýli, heldur þjóðar- innar í heild. í samræmi við ályktun frá síð- asta kjördæmisþingi efnir kjör- dæmisstjórnin til fundar og nám- skeiðs fyrir frambjóðendur Framsóknarflokksins í kjördæm- inu 2. og 3. maí nk. Ég skora á frambjóðendur að fjölmenna og ekki síður fram- sóknarfólk sem situr í sveitar- stjórnum þar sem kosning fer fram síðar. Með baráttukveðju Valgerður Sverrisdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.