Dagur - 29.04.1986, Síða 9

Dagur - 29.04.1986, Síða 9
29. apríl 1986 - DAGUR - 9 -íþróttic Umsjón: Kristján Kristjánsson Knattspyrna: - Þór vann Tindastól 2:0 Þessi skemmtilega mynd var tekin í leik Vasks og Magna á fimmtudaginn. Bikarmót KRA: Mynd: KGA. Vaskur vann öruggan sigur á Magna Vaskur og Magni frá Grenivík Iéku í Bikarmóti KRA í knatt- spyrnu á sumardaginn fyrsta. Leiknum lauk með nokkuð öruggum sigri Vasks 2:0. Voru þetta fyrstu stig Vaskara í mót- inu en Magnamenn hafa tapað sínum leikjum. Vaskur lék undan sterkum vindi í fyrri hálfleik. Þeir komust þó lítið áleiðis fyrr en á 20. mín. er Valdimar Júlíusson skoraði laglegt mark fyrir Vask af víta- teig. Skömmu síðar skoruðu Magna- menn sjálfsmark. Samúel Björns- son einn besti maður Vaskara komst þá í gegn um vörn Magna en átti misheppnað skot sem lenti í varnarmanni Magna og af hon- um í markið. Magnamenn hresstust örlítið eftir markið en voru engu að síð- ur heppnir að vera ekki 3:0 undir í hálfleik er Valdimar komst einn inn fyrir vörn Magna í lok hálf- leiksins en gott skot hans fór rétt framhjá. Lítið minnisstætt gerðist í síð- ari hálfleik. Þó sýndi ísak mark- vörður Magna snilldartakta er hann varði meistaralega, fyrst skot frá Valdimari en síðan skalla frá Sölva Ingólfssyni. Fleira mark- vert gerðist ekki í leiknum sem lauk eins og áður sagði með 2:0 sigri Vasks. Lið Vasks virðist nokkuð sterkt og gæti orðið til alls líklegt í sumar í 4. deildinni. Ekki er sömu sögu hægt að segja um lið Magna sem hefur leikið frekar illa í þeim tveimur leikjum sínum í KRA mótinu til þessa. Gætu þeir átt erfitt uppdráttar í 3. deildinni þó enn sé dálítið snemmt að spá um þessa hluti. Knattspyrnulið KA, bæði karla og kvenna léku æfinga- leiki fyrir sunnan um heigina. Ekki er hægt að segja annað en ferðin hafi verið nokkuð góð og að unnist hafi sætir sigrar. Karlaliðið lék á laugardag gegn ÍBV á gervigrasinu í Laugardal. KA vann stórsigur 5:1 og var það mál manna að leikmenn ÍBV hafi aldrei átt glætu í leiknum. Mörk KA gerðu þeir Steingrímur Birg- isson 2, Tryggvi Gunnarsson 2 og Stefán Ólafsson 1 mark. Daginn eftir léku KA-menn gegn Skagamönnum og lauk þeirri viðureign með jafntefli, hvort lið skoraði 1 mark. Mark KA gerði Steingrímur Birgisson. Kvennalið KA lék þrjá leiki fyrir sunnan. Fyrst gegn UBK og fór leikurinn 1:1. Mark KA gerði Hjördís Úlfarsdóttir. Þá gegn ÍA og varð einnig jafntefli í þeim leik, hvorugu liðinu tókst að skora. í þriðja leiknum, gegn KR unnu KÁ-stelpurnar sanngjarnan 2:0 sigur. Mörk KA í þeim leik gerðu þær Anna Gunnlaugsdóttir og Valgerður Jónsdóttir. Þórsarar fóru til Sauðárkróks og léku gegn liði Tindastóls á laugardag. Leikurinn þótti frekar slakur og var leikinn við erfiðar aðstæður þannig að fátt var um fína drætti. Þórsarar unnu þó sanngjarnan sigur 2:0 og skoruðu ungu mennirnir þeir Hlynur Birg- isson og Siguróli Kristjánsson mörkin. Körfubolti: Tindastóll fær styrk frá bænum Bæjarstjórn Sauðárkróks hcfur ákveðið að styrkja lið Tindastóls í körfubolta næsta vetur. Verður það gert með því að fella niður húsaleigu af heimaleikjum liðsins. Fram kom tillaga um þetta frá félagsmálaráði bæjarins sem bæjarstjóm samþykkti. En eins og öllum er kunnugt sigraði lið Tindastóls í 2. deildinni í vetur með glæsi- brag og vann sér þar með rétt til að leika í 1. deild að ári. Kraftlyftingar: Kári keppir á Evrópu meistaramótinu Akureyrarmót í göngu: Síöasta mót vetrarins Kári Elíson kraftlyftingamaður frá Akureyri mun á flmmtu- daginn fara til Svíþjóðar og taka þar þátt í Evrópumeist- aramótinu í kratlyftingum á föstudag í Stokkhólmi. Með Kára í förinni verður Haukur Ásgeirsson varaformað- ur Lyftingaráðs Akureyrar og mun hann aðstoða Kára á mótinu og jafnframt sitja þing Evrópu- sambandsins fyrir hönd KRAFT. Kári verður eini íslenski kepp- andinn á mótinu en ástæðan fyrir því að ekki eru fleiri keppendur frá íslandi mun vera m.a. vegna mikils kostnaðar en enginn styrk- ur fæst frá KRAFT þar sem kass- inn þeirra er tómur. Aftur á móti hefur Haukur verið duglegur við að ganga í fyrirtæki hér í bæ og leitað eftir styrk til fararinnar. Hefur það gengið nokkuð vel og eru þeir félagar þakklátir þeim fyrirtækjum fyrir þá aðstoð. Kári sem keppir í 67,5 kg flokki á nokkuð góða möguleika á verðlaunasæti. Hann kemur þó Drengir 10 ára og yngri 1,5 km: Drengir 15-16 ára 5,5 km: Ragnar I. Jónsson KA, 8,32 Ásgeir Guðmundsson KA, 20,46 Helgi Jóhannesson Þór, 10,36 Anton J. Þórarinsson KA, 11,22 20-34 ára 12,5 km: Kristófer Einarsson KA, 11,36 Haukur Eiríksson Þór, 39,03 Drengir 11 ára 2,0 kni: Kári Jóhannesson Þór, 7,41 Árni F. Antonsson KA, Jóhannes Kárason Þór, 41,33 48,11 Arinbjörn Þórarinsson KA, 8,17 35-40 ára 12,5 km: Jakob Jörundsson Þór, 9,14 Sigurður Aðalsteinsson KA, 40,31 Drengir 12 ára 2,0 km: Kristinn Eyjólfsson KA, 56,49 Sverrir Guðmundsson KA, 8,05 41-45 ára 10,0 km: Sigurður Helgason KA, 8,19 Kristinn Finnsson KA, 70,12 Stúlkur 11 ára 2,0 km: 46-50 ára 10,0 km: Anna María Kristinsd. KA, 10,55 Þorlákur Sigurðsson KA, 43,07 Stúlkur 13-15 ára 3,5 km: 51-55 ára 7,5 km: Helga Malmquist Þór, 24,18 Jóhann Sigvaldason KA, 51,07 Kári Elíson á góða möguleika á verölaunasæti á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fer í Svíþjóð um næstu helgi. Mynd: KGA. til með að etja kappi við sjálfan heimsmeistarann í þessum flokki, heimsmeistara unglinga og heimsmeistarann í réttstöðu- lyftu. Kári er engu að síður bjart- sýnn og ætlar að gera sitt besta. Á Evrópumeistaramótinu í fyrra hafnaði Kári í öðru sæti. Knattspyrna: KSIék fyrir sunnan Knattspyrnulið KS frá Siglu- fírði fór á fimmtudag til Reykjavíkur og dvaldi þar yfir helgina og Iék þrjá leiki. Var árangur liðsins góður og voru þeir KS-menn ánægðir með ferðina. Sérstaklega þóttu ungu nýliðarnir standa sig vel í leikjunum. Fyrsti leikur KS var gegn ÍR og unnu Siglfirðingar sanngjarnan sigur 2:1. Annar leikur liðsins var gegn 1. deildar liði Breiðabliks í Kópavogi. Breiðablik vann leik- inn 3:2 í skemmtilegum leik. Sýndu Blikarnir oft skemmtilega takta og spiluðu vel en KS-menn vörðust vel og áttu sín færi í leiknum. Síðasti leikur ferðarinnar var gegn Ármanni. Þann leik unnu KS-menn 2:0 í frekar rólegum leik enda menn orðnir þreyttir eftir erfiða leiki. KA gerði góða ferð suður

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.