Dagur - 13.05.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 13.05.1986, Blaðsíða 7
13. maí 1986 - DAGUR - 7 itt að horfast í augu við stað- reyndir lífsins en það höfum við íslendingar þó verið að gera nú síðustu árin í æ ríkari mæli,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður á ráð- stefnu Lífs og lands. Sagði Eyjólfur að í sínum huga léki enginn vafi á því að öll byggðarlög landsins eigi eftir að eflast á næstu árum því að mönn- um er að lærast að laga sig að breyttum aðstæðum. Nefndi Eyjólfur nokkur dæmi þar um og byrjaði á samþykkt Alþingis um að hverfa frá flóknu og illskiljan- legu sjóðakerfi og koma afrakstri sjávarútvegsins beint til fólksins. Auk þess sem æðstu ráðamenn í peningamálum hafi lýst yfir þeirri afdráttarlausu skoðun sinni að stefna þeirra væri að draga á næstunni úr bindingu innlends sparifjár, en með þeirri aðgerð eykst starfsfé íslendinga og leitar inn á arðvænlegar brautir, sagði Eyjólfur. I erindi sínu lýsti Eyjólfur yfir þeirri skoðun sinni að atvinnulíf mætti stórefla í öllum byggðar- lögum landsins og gæti það víða gerst með tiltölulega lítilli fjár- festingu. Vék Eyjólfur sérstak- lega að fiskirækt og nefndi að í Kelduhverfi hafa staðið yfir ýms- ar tilraunir á því sviði í sex ár í samvinnu við Norðmenn og hafa þær borið góðan árangur þannig að nú er verið að stórauka rekst- urinn á mörgum sviðum. Sagði Eyjólfur að aðstæður til fiskiræktar væru góðar í Keldu- hverfi, en að ekkert hérað væri til á íslandi sem ekki gæti fóstrað öfluga fiskirækt. -mþþ Þurfum að jafna möguleika til menntunar og menningameyslu - sagði Signý Pálsdóttir Signý Pálsdóttír leikhússtjóri á Akureyri hélt erindi á ráð- stefnu Lífs og lands þar sem hún fjallaði um menningu og mikilvægi frumkvæðis heima- manna á því sviði. „Mann- jöfnuður milli bæjarfélaga og þá einkum Reykjavíkur og „hins íslandsins“ er farinn að ganga of íangt á köflum. Þykir okkur landsbyggðarmönnum oft auðmýkjandi hvernig borg- arbúar klappa okkur á kollinn, ef þeim virðist við vera með einhverja tilburði til menning- ar.“ Sagði Signý það nærtækt að álykta að stjórnvöld stunduðu meðvitaða menningarpólitík af þeim síauknu styrkjum ríkis og bæjarfélaga til menningar utan höfuðborgarsvæðisins. Það væri hins vegar nær sanni að öll menn- ingarstarfsemi landsbyggðarinnar væri til orðin fyrir frumkvæði ein- staklinga á viðkomandi stöðum og að opinberir styrkir hafi ekki fengist fyrr en starfsemin væri búin að sanna gildi sitt. Signý rakti tilurð og þróun þriggja listastofnana á Akureyri máli sínu til sönnunar, en það voru Myndlistaskólinn, Tónlist- arskólinn og Leikfélag Akureyr- ar. Árið 1973 stofnaði Myndlistar- félag Akureyrar Myndsmiðjuna, en ári síðar var ákveðið að leggja skólann niður og var þess farið á leit við Akureyrarbæ að hann tæki að sér rekstur skólans, en því var synjað. Þegar Helgi Vilberg núverandi skólastjóri Myndlista- skólans og Aðalsteinn Vestmann ákváðu að stofna Myndlistaskól- ann á Akureyri og halda starfinu áfram, fékkst smástyrkur frá bæjarfélaginu, en þegar svo skól- inn fór að sanna ágæti sitt stóð ekki á styrkjum frá bæjunum. Nú er svo komið að Akureyrarbær greiðir 50% reksturskostnaðar skólans og ríkið 35%. Sagði Signý að stórfelldar hækkanir hefðu orðið á ríkisstyrk og nefndi sem dæmi að á árunum 1983—4 hækkaði ríkisstyrkur til skólans um 84%. Við skólann starfa 12 kennarar og nemendur eru um t 200 á hverju ári. „Og þetta tel ég beri að þakka bjartsýni og dugn- aði myndlistarmanna, sem í stað þess að yfirgefa heimabæ sinn og stefna suður, sköpuðu listgrein sinni vaxtarskilyrði í heima- byggð.“ Tónlistarskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1946 og síðan hefur þróunin verið geysimikil. Nemendur við skólann eru nú um 480 og kennarar 25, þannig að skólinn er næststærsti tónlistar- skóli á landinu. Mikil hljómsveit- arstarfsemi fer fram í skólanum. Sagði Signý að skólinn nyti þess að til væru lög um tónlistarskóla sem tryggja skólanum launa- greiðslur kennara og skiptast þær jafnt á milli ríkis og bæjar. „Framtíðarsýn Tónlistarskólans er að stofna kennaradeild við skólann og að hér verði sett á laggirnar kammerhljómsveit atvinnumanna. Því til að tryggja búsetu tóniistarmanna á svæðinu þurfa að- vera atvinnutækifæri fyrir þá í listgrein sinni.“ Þriðja dæmið um frumkvæði áhugasamra heimamanna er leik- félagið, en það þróaðist í atvinnuleikhús árið 1974. Sagði Signý að árið 1985 hafi sýningar- gestir leikfélagsins verið rúm- lega 17 þúsund á 85 sýningum og hafði þeim þá fjölgað um 3000 manns á ári tvö ár í röð. „Það gildir svo sannarlega um leikfé- lagið að auknir opinberir styrkir hafa náðst smám saman með aukinni sönnun á tilverurétti félagsins. Akureyrarbær styður nú dyggilega við bakið á leikfé- laginu á margvíslegan hátt, enda hafa stuðningsmenn þess getað notað það sem röksemd að leik- félagið dragi fólk af öllu landinu í bæinn, sem aðrir aðilar í bænum eins og verslanir, hótel og skemmtistaðir njóta góðs af. Þannig getur menning líka skap- að atvinnutækifæri og jafnvel út- flutning. Á síðustu 4 árum hafa um 200 manns starfað á einn eða annan hátt í launuðum störfum fyrir leikfélagið. Og hvað leikfé- laginu viðvíkur a.m.k. virðist byggðapólitík nú eiga upp á pall- borðið hjá ráðamönnum fyrir sunnan. Þannig jukust fjárveit- ingar frá ríkinu til leikfélagsins um 56% frá árunum ’82-’86 á meðan þær drógust saman um 32% til Þjóðleikhússins.“ Signý sagðist hafa rakið sögu þessara listastofnana á Akureyri vegna þess að með því að efla menningu og listir í heimabyggð- um, eflist sjálfstraust heima- manna og dragi um leið úr minni- máttarkennd þeirra gagnvart ofurefli höfuðborgarsvæðisins í menningarmálum. „Ef við ætlum að halda áfram að vera ein þjóð í einu landi, verðum við að þekkja sögu okkar, vernda tunguna og ekki síst hafa jafna möguleika til menntunar og menningarneyslu, hvar sem við búum. Þar þarf að koma til ekki einungis meiri skilningur ráðamanna á mikilvægi menningar heldur jafnvel frum- kvæði,“ sagði Signý, en fyrr í erindi sínu sagði hún að því mið- ur hefði reyndin oft verið sú að hæfir og vaxandi listamenn úr öll- um greinum flykktust úr sínum heimahögum þegar þeir finna kröftum sínum ekki viðnám heima. „En það vill oft gleymast að búið er að mennta þetta fólk með fyrirhöfn og metnaði. Og viljum við gjarnan sjá fram á þann dag að listir sem önnur menning geti dafnað fullgild á heimaslóðum listamannsins.“ -mþþ — Að skreyta sig með annarra blómum - Kolbrún Þormóðsdóttir er 4. maður á lista framsóknarmanna við bæjarstjórnarkosningar á Akureyri 31. maí nk. Skólamál okkar Akureyringa þarfnast þess að á þeim verði tekið. Ríkissjóður skuldar Akur- eyrarbæ tugi milljóna vegna skólabygginga í bænum. Þessir peningar þurfa að koma strax. Þau sjálfsögðu mannréttindi að grunnskólanemendur geti stund- að nám í sínu heimahverfi eru mikið baráttumál okkar, fram- bjóðenda Framsóknarflokksins. Ég mun vinna að þessu heils hug- ar á komandi kjörtímabili. Foreldrafélög við skólana hafa í vaxandi mæli átt þátt í að efla samstarf heimila og skóla. Ég vil styrkja og efla þessi félög, því ég veit að með meiri stuðningi fá þau enn meiru til leiðar komið. Skólanesti sem skólinn jafnvel sér um í samvinnu við foreldra- félög er af hinu góða. Margt jákvætt er að gerast í aðhæfingu skólatíma að vinnu- tíma foreldra. Skólaathvarfi og vistun hluta dags er hægt að koma á strax í haust ef vilji allra hagsmunahópa er fyrir hendi. Vinna verður að skipulagningu á samfelldum skóladegi allra nemenda, ekki síst í 1.-3. bekk, í vor og sumar og skipuleggja skólatíma yngstu nemendanna með tilliti til umferðar. Athug- andi væri að koma á vörslu við mestu umferðargötur. Mörg atriði þarf að laga. Sem dæmi má nefna að brunavarnir í Barnaskóla Akureyrar eru væg- ast sagt litlar sem engar. Úr því verður að bæta hið snarasta. Heimavist þarf að rísa í tengslum við aukið framhaldsnám á Ákur- eyri og Amtsbókasafnið þarf að fá viðbótarhúsnæði, ekki síst eftir að háskóli hefur tekið til starfa. Sundlaug í Glerárhverfi þarf að rísa, hefja verður framkvæmdir strax á þessu ári og ljúka á því næsta. Mér finnst hart að horfa upp á alls kyns ótímabærar endurbætur á sundlaugunum í borg Davíðs, meðan við skatt- borgarar á Akureyri höfum ekki lágmarkskennsluaðstæður og nemendur njóta ekki lögboðinna réttinda. Akureyringar hafa látið bjóða sér up á ótrúlegt ranglæti í skóla- málum. Mikilvægur áfangi náðist þegar Jónas Jónsson frá Hriflu, menntamálaráðherra 1927-1931, veitti Gagnfræðaskóla Akureyrar heimild til að brautskrá stúdenta. Framsóknarmenn hafa lengi vilj- að koma á háskólakennslu hér. Þegar undirbúningur var vel á veg kominn 1983-1984 tókst þáverandi menntamálaráðherra sjálfstæðismanna, Ragnhildi Helgadóttur, að svæfa málið gjörsamlega. Ekki aðeins há- skólamálið varð útundan, heldur einnig ýmiss konar grunnskóla- og sérkennsla. Á sama tíma jók þessi menntamálaráðherra Sjálf- stæðisflokksins á allan möguleg- an hátt við þegar fullnægjandi kennslu í Reykjavfk, t.d. með því að hefja kennslu 5 ára barna þar. Akureyringar ættu að gera sér grein fyrir hvaða öfl vinna gegn sjálfsögðum mannréttind- um skattborgara bæjarins og þá um leið gegn hamingju og velferð Akureyringa. Nú eru líkur á að háskóla- kennsla hefjist á Akureyri innan tíðar. Það ber að þakka, en við skulum heldur ekki gleyma því að vegna frumkvæðis og mála- fylgju Ingvars Gíslasonar var háskólamálið komið á fram- kvæmdastig og lítið annað eftir en pennastrikið. Því finnst mér núverandi menntamálaráðherra vera að skreyta sig með annarra blómum þegar hann hreykir sér af þessu máli. Ég á fjögur börn á skólaaldri og mun berjast fyrir menntun, atvinnumöguleikum og hamingju þeirra og allra annarra hér. Mér er það Ijúf skylda. Kolbrún Þormóðsdóttir. Ásgeir Arngrímsson: Viltu eignast húsnæði? Með tilkomu nýrra laga um lán til húsbyggjenda og íbúðarkaup- enda, hefur möguleiki þinn á að geta eignast þak yfir höfuðið stóraukist. Lögin sem taka eiga gildi í haust, fela í sér gjörbreytingu á uppbyggingu húsnæðiskerfisins, lánsfjárhæðir hækka verulega og geta einstök lán orðið allt að 2,1 millj. króna, vegna byggingar eða kaupa á nýrri íbúð, og um 1,5 millj. króna vegna kaupa á notaðri íbúð. Þessi lán miðast við þá sem ekki eiga íbúð fyrir, en aðrir eiga rétt á 70% af þessum upphæðum. Lánstími er lengdur úr 31 ári í 40 á nýjum íbúðum en úr 21 ári í 40 ár á notuðum íbúð- um. Lánin eru verðtryggð með 3,5% vöxtum. Byggingarsjóði verkamanna er ætlað að grípa inn í hjá þeim, sem verst eru settir og eru lán úr þeim sjóði hækkuð úr 80% í 85%, jafnframt því sem gert er ráð fyrir skammtímafyrirgreiðslu fyrir þá sem eiga erfitt með að kljúfa úborgun. Lán til nýbygg- inga skal vera afborgunarlaust fyrstu tvö árin en endurgreiðast síðan árlega með fjórum jöfnum afborgunum á ári. Til að þú lesandi góður getir áttað þig á núverandi greiðslu- byrði af 2 millj. króna lánum sem eru samsett af bankalánum, líf- eyrissjóðs- og húsnæðisstjórnar- lánum og 2 millj. króna láni sam- kvæmt nýja húsnæðisfrumvarp- inu skulurn við taka dærni. Algeng ársgreiðslubyrði af 2 millj. kr. láni í dag er um 400 þúsund, eftir samsetningu á skammtíma- og langtímalánum en verður samkvæmt húsnæðis- frumvarpinu um 70 þúsund krónur. Hér er um algera byltingu að ræða í húsnæðismálum enda korninn tími til að eitthvað mannlegt gerðist í þeim málum. Verðtryggingarstefna undanfar- inna ára hefur skapað andvöku- nætur hjá mörgum íbúðarkaup- endum og gert margar fjölskyld- ur eignalausar, þannig aö það var mál að linnti. Nýja húsnæðisfrumvarpið á að taka gildi í september í haust. Ég vil hvetja fólk sem er í þeim hugleiðingum að kaupa sér íbúð, að kynna sér rétt sinn til lána, sérstaklega ungt fólk, vegna þess að lífeyrissjóður þinn hefur áhrif á lánarétt þinn. Mögulegt er fyrir þá sem búa í hálfkláruðum íbúðum að fá lán hjá Húsnæðisstofnun ef greinar- gerð um framkvæmdaáætlun fylgir með umsókn. Ljóst er að bjartari tímar eru framundan fyrir íbúðarkaupend- ur en verið hafa í langan tíma. Eftir situr sá hópur fólks (oft kenndur við Sigtúnshóp) sem lenti harkalega fyrir stjórnlausri lánskjaravísitölunni, eitthvað verður gert fyrir það fólk sem ennþá hangir á eignum sínum, t.d. viðbótarlán, en þeir sem misst hafa allt sitt verða að byrja upp á nýtt. Húsnæðismál eru mikið áhuga- mál hjá okkur framsóknarmönn- um, þess vegna skalt þú lesandi góður leita til okkar ef þú vilt vita frekar um þessi málefni. Ég vona þó að þessi greinarstúfur upplýsi einhverja um hvað sé að gerast í þessum málum. Heimilið er jú einn af hornsteinum þjóðfélags- ins, án trausts hornsteins er hætt við hruni í þjóðfélaginu. Með nýjum lögum um hús- næðismál er búið að treysta horn- steininn, þess vegna sjáum við frambjóðendur B-listans fram á bjarta framtíð þar sem manngild- ið fær notið sín. Ásgeir Arngrímsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.