Dagur - 13.05.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 13.05.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 13. maí 1986 Sundnámskeið fyrir 6 ára börn og eldri hefjast í Sundlaug Akureyrar 27. maí og 18. júní n.k. Innritun í síma 23260. Herrafatnaður Frábær hönnun og frískleiki. Kíktu á okkar verð. Frá grunnskólum Akureyrar Innritun 6 ára barna (fædd 1980), sem ætlað er að sækja forskólanám á næsta skólaári fer fram í skólum bæjarins miðvikudaginn 14. maí nk. kl. 9-12 f.h. og 1-3 e.h. Innrita má með símtali við viðkomandi skóla. Oddeyrarskóla ........... í síma 22886 Glerárskóla ............. í síma 22253 Barnaskóla Akureyrar .... ísíma 24172 Lundarskóla ............. í síma 24888 Síðuskóla ............... í síma 22588 Skólastjórarnir. Nýtt húsnæði í Miðbænum Til sölu er um 300 m2 skrifstofu- eða þjónust- uhúsnæði á einni hæð í 4ra hæða húsi sem byggja á í Miðbæ Akureyrar. Selst í einum eða fleiri hlutum. Nánari upplýsingar veittar á Verkfræðistofu Norðurlands, Skipagötu 18, sími 24031. AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 14. maí 1986 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Sigurður Jóhannesson og Jón G. Sólnes, til viðtals í fundarstofu bæjarráðs í Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. Eigendur JMJ, Guðný Jónsdóttir og Ragnar Sverrisson, eru hér ásamt starfsmönnum, þeim Sigþóri Bjarnasyni t.v. og Gunnlaugi Sverrissyni t.h. Herradeild JMJ: Versluninni gjörbreytt Hvammstangi: „Vertshúsiö" opnað 1. maí síðastliðinn var opnað nýtt hótel á Hvammstanga og hiaut það nafnið Vertshúsið. I Vertshúsinu eru sex tveggja manna herbergi með baði auk þess er reiknað með að hægt verði að leigja út svefnpoka- pláss í skólanum, þá er þar vistlegur matsalur og seinna í mánuðinum verður tekinn í notkun fundarsalur. Á opnunardaginn bauð Verts- húsið uppá kaffihlaðborð og voru veitingar seldar á mjög lágu verði, opið var frá kl: 14.00 til 18.00 og talsvert á annað hundr- að manns komu á þeim tima til að njóta veitinga og skoða staðinn. Um kvöldið var svo veisla fyrir þá sem að bygging- unni unnu og eigendur Verts- hússins en þeir eru Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Hvamms- tangahreppur, Þórhallur Jóns- son, Ólafur H. Stefánsson, Ingv- ar H. Jakobsson og Ólafur Jakobsson. Að sögn Ingvars H. Jakobs- sonar „Verts“ hefur verið nóg að gera þesa einu viku sem starfsem- in hefur verið í gangi og sagði hann að útlit væri fyrir að svo myndi verða næstu vikur. Verts- húsið er opið daglega frá kl: 8.00 til 21.00 og er þá hægt að fá þar allar almennar veitingar s.s. morgunverð hádegismat kaffi og kVpldverð en Ingvar sagði að opnungrtímanum yrði hugsan- lega breytt ef þeir fengju vínveit- ingaleyfi í lok mánaðarins eins og þeir væru að vona. G.KR. Hin þekkta fataverslun Herra- deild JMJ hefur stækkað athafnasvæði sitt að Gránufé- lagsgötu 4, Akureyri um helming. Jafnframt hefur öllu fyrirkomulagi verið gjörbreytt og innréttingar endurnýjaðar að ítrustu kröfum nútíma verslunarhátta. Allur undirbúningur og vinna við þessar umfangsmiklu breyt- ingar og viðbætur var gerður af akureyrskum hönnuðum og iðn- aðarmönnum. Hönnun og skipu- lagningu annaðist Teiknistofan Form - Árni Árnason húsgagna- og innanhúsarkitekt. Allar inn- réttingar eru smíðaðar hjá Kótó sf. úr vandaðri eik. Ennfremur sáu starfsmenn Kótós sf. um upp- setningu og frágang þeirra. Aðra trésmíðavinnu önnuðust starfs- menn trésmiðjunnar Mána sf. Raflagnateikningar voru gerðar hjá Raftákn hf. og raflögn annað- ist Ljósgjafinn hf. Finnur Magn- ússon glerslípunarmeistari skar og slípaði spegla, sem prýða verslunina. Fjöldi annarra akur- eyrskra iðnaðarmanna kom hér við sögu. Herradeild JMJ hefur um árabil lagt áherslu á að hafa á boðstólum vandaðan og viður- kenndan fatnað, sem uppfyllir kröfur neytenda frá einum tíma til annars. Viðskiptavinir versl: unarinnar hafa kunnað að meta hið fjölbreytta vöruúrval, sem hún hefur á boðstólum og eru þær viðamiklu breytingar, sem gerðar hafa verið á verslunar- húsnæðinu enn einn liður að koma til móts við þarfir þeirra. Markmiðið er að bjóða bestu vörur við bestu aðstæður sem þekkjast. Endurskipulagning og stækun Herradeildar JMJ hefur nú þegar leitt til enn meira vöru- úrvals en áður og er þess að vænta að hinn sístækkandi hópur viðskiptavina njóti góðs af. Eigendur verslunarinnar eru hjónin Guðný Jónsdóttir og Ragnar Sverrisson. Aðrir starfs- menn eru: Sigþór Bjarnason, Elsa Jónsdóttir og Gunnlaugur Sverrisson. Bergljót Jónasdóttir sér um allar gluggaútstillingar. Fjórir listar á Hvammstanga Fjórir listar verða í kjöri við hreppsnefndarkosningar á Hvammstanga í vor. Fimm efstu sætin á listunum skipa eftirtaldir: G-listi. Listi Alþýðubandalags og óháðra: 1. Matthías Halldórs- son, 2. Elísabet Bjarnadóttir, 3. Flemming Jessen, 4. Kolbrún Karlsdóttir, 5. Örn Guðjónsson. H-listi. Listi félagshyggju- fólks: 1. Hilmar Hjartarson, 2. Eðvald Daníelsson, 3. Svava Magnúsdóttir, 4. Haukur Friðr-1 iksson, 5. Bára Garðarsdóttir. L-listi. Listi frjálslyndra og óháðra: 1. Kristján Björnsson, 2. Páll Sigurðsson, 3. Egill Gunn- laugsson, 4. Þorvaldur Böðvars- son, 5. Jóhanna Ágústsdóttir. M-listi. Flokkur mannsins: 1. Ágúst Sigurðsson, 2. Laufey Jóhannesdóttir, 3. Gústaf Dan- íelsson, 4. Anna Bragadóttir, 5. Þuríður Þorleifsdóttir. G.Kr. Tilboð óskast í leigu á Hrolleifsdalsá í Skagafirði fyrir tímabilið 1. júlí til 20. sept. sumarið 1986. Réttur er áskilinn að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum sé skilað fyrir 1. júní til Magnúsar Pét- urssonar, Hrauni, sem gefur nánari upplýsingar í síma 95-6422. Sérleyfisleiðir lausar til umsóknar Sérleyf isleiðirnar Reykjavík - Grímsnes - Laugarvatn, Laugardalur - Geysir - Gullfoss, Reykjavík - Hveragerði - Selfoss, Reykjavík - Þorlákshöfn, eru lausar til umsóknar. Umsóknir skulu sendar Umferðamáladeild, Vatnsmýrarvegi 10, Reykjavíkfyrir20. maí 1986. Umferðamáladeild. Sumarbúðír ÆSK við Vestmannsvatn Flokkaskipting 1. fl. 2. júní - 9. júní stelpur/strákar 8-11 ára 2. fl. 9. júní -16. júní stelpur/strákar 7-11 ára 3. fl. 19. júní - 26. júní stelpur/strákar 8-11 ára 4. fl. 26. júní - 3. júlí stelpur 7-11 ára 5. fl. 7. júlí -14. júlí stelpur/strákar 12-14 ára 6. fl. 16. júlí - 26. júlí aldraðir, Keflavík (upppantað) 7. fl. 26. júlí - 2. ágúst blindir og aldraðir 8. fl. 5. ágúst-12. ágúst orlofskonur 9. fl. 12. ágúst- 20. ágúst aldraðir Selfossi (upppantað) 10. fl. 20. ágúst- 27. ágúst orlofskonur Innritun í síma 41668 frá kl. 17-20 alla virka daga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.