Dagur - 13.05.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 13.05.1986, Blaðsíða 9
13. maí 1986 - DAGUR - 9 íþróttic Umsjón: Kristján Kristjánsson Öiyggisgæsla í Belgíu Eins og flestum er kunnugt um þá fer íslenska landsliðið í körfuknattleik út til Belgíu þann 15. maí nk. til þátttöku í B-keppni Evrópukeppn- innar. Par kemur íslenska landslið- ið m.a. til með að spila gegn landsliði ísraels. Þar sem mik- ið hefur verið um hryðjuverk að undanförnu þá hefur KKÍ kannað sérstaklega öryggis- gæslu í Belgíu. Þegar KKÍ hafði samband við belgíska körfuknattleikssambandið þá var okkur tjáð að öryggisgæsla yrði mjög öflug. Belgar eru minnugir harmleiksins á Basel leikvanginum og hafa því gert allar mögulegar ráðstafanir til þess að tryggja það að ekkert hendi keppendur á meðan keppni stendur yfir. Hópurinn sem hefur tekið þátt í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir b-kcppnina í Belgíu. Körfubolti: Mynd: AE Eftiiiitsdómara- námskeið Evrópumeistara- mót landsliða íslenska landsliðið í körfu- knattleik tekur þátt í B-keppni Evrópumeistaramótsins, sem fram fer í Liege í Belgíu dag- ana 16. til 20. maí. I B-keppn- inni taka þátt, auk Islendinga, lið frá Ungverjalandi, ísrael, Póllandi, Svíþjóð og Tyrk- landi. Þau lið sem skipa fjögur efstu sætin munu síðan, ásamt fjórum efstu liðum A-keppn- innar, taka þátt í undanúrslita- keppninni sem fram fer í Ant- werpen og hefst 22. maí. íslenska liðið á vissulega góða möguleika í þessari keppni, og má t.d. geta þess að í fyrra töp- uðu íslendingar naumlegá fyrir liðum Tyrklands og Ungverja- lands. Síðar sigraði íslenska liðið Norðmenn, en þá hafði norska liðið nýlega unnið bæði Ungverja og Pólverja með talsverðum mun. Það getur því allt gerst á þessu móti í Liege, og er körfuknatt- leiksáhugafólki boðið að koma með til Belgíu og fylgjast með og hvetja íslenska liðið. Ferðin kost- ar aðeins kr. 16.688 á mann, mið- að við að gist sé í tveggja manna herbergi. Aukagjald fyrir eins manns herbergi er kr. 6.140. Innifalið í þessu verði er flug, gisting, morgunmatur, ferðir fram og til baka frá Luxemburg til Liege og ferðir frá hóteli á leikina. Flugvallarskattur er ekki innifalinn í þessu verði. Ferðin hefst 15. maí. Flogið verður til Luxemborgar, þaðan farið með rútu til Liege. í Liege verður gist á Holiday Inn hótel- inu. Heimflug verður síðan frá Luxemburg 21. maí. Gunnar Gunnarsson, fyrrverandi lands- liðsmaður, verður fararstjóri í ferðinni. Aðgöngumiðar á leik- ina fást við inngang íþróttahallar- innar í Liege og kosta kr. 200 hver miði. Þeir sem hafa áhuga á að fylgja íslenska liðinu til Belgíu og hvetja það til dáða skulu hafa samband við söluskrifstofur Flug- leiða sem fyrst, því aðeins er tak- markaður sætafjöldi í boði. Um helgina var haldið hér á Akureyri eftirlitsdómaranám- skeið fyrir þá knattspyrnudóm- ara á Noröurlandi sem koma til með að sjá um eftirlitsdóm- gæslu á leikjum sumarsins. Það vita það e.t.v. ekki allir að á öllum leikjum 1. og 2. deildar eru eftirlitsdómarar meðal áhorf- enda og hafa það hlutverk að dæma dómarann, þ.e. gefa hon- um einkunn fyrir hina ýmsu þætti dómgæslunnar s.s. undirbúning leiks, samstarf við línuverði o.fl. í sumar er ætlunin að efla eftir- litsdómarakerfið stórlega og stuðla að því að eftirlitsdómarar verði á eins mörgum leikjum og mögulegt er, ekki bara í I. og 2. deild. Jafnframt á að samræma störf eftirlitsdómaranna. Tveir menn komu að sunnan, þeir Magnús Gíslason úr hæfnis- nefnd KDSÍ og Halldór Gunn- laugsson frá fræðslunefnd. Þeir félagar héldu fyrirlestra um það hvernig eigi að meta störf dóm- ara á velli. Þá var þátttakendum kynnt hvaða atriði það væru sem dómurum væri uppálagt að gera í sumar. Er það gert til að sam- ræma störf beggja aðila. Á námskeiðið mættu dómarar frá Húsavík, Grenivík, Dalvík og frá Akureyri. Einnig var von á dómurum frá Siglufirði og Ólafs- firði en þeir komust ekki og þurfa þeir að fara á svona námskeið áður en þeir geta hafið störf sem eftirlitsdómarar. Vormót sundfélagsins Óðins: lllugi og Bima unnu flestar greinar Eyjafjörður: Knattspymudómarar stofna félag Stofnfundur Knattspyrnudóm- arafélags Eyjafjarðar (utan Akureyrar), KDE, verður haldinn í húsakynnum UMSE að Óseyri 2 Akureyri n.k. mið- vikudagskvöld klukkan 20.30. Markmiðið með stofnun þessa félags er að dómarar á Eyjafjarð- arsvæðinu myndi með sér öflugan félagsskap sem vinni að fram- gangi ýmissa hagsmunamála knattspyrnudómara. í dag er ein- ungis eitt dómarafélag á Eyja- fjarðarsvæðinu, Knattspyrnu- dómarafélag Akureyrar, og eins og nafnið bendir til eru meðlimir KDA þeir dómarar sem dæma fyrir Akureyrarfélögin KA, Þór og Vask. Dómarar utan Akur- eyrar telja mjög brýnt að koma á fót virkum félagsskap til að vinna að ýmsum hagsmunamálum dómara, s.s. búninga- og fræðslu- málum. Sem fyrr segir verður fundur- inn haldinn á miðvikudagskvöld klukkan 20.30. Gestur fundarins verður Ingi Jónsson formaður Knattspyrnudómarasambands íslands. Allir knattspyrnudómar- ar á Eyjafjarðarsvæðinu eru hvatt- ir til að mæta. Vormót sundfélagsins Óðins var haldið fyrir skömmu. Keppt var í tveimur flokkum stúlkna og drengja og voru keppendur um 60 talsins. Nokkur fjöldi keppenda kom frá stöðum hér í kring, frá Húsavík, Mývatnssveit, Sauð- árkróki og Hvammstanga. Úrslit í einstökum flokkum og greinum urðu þessi: 100 m bringusund drengja: 1. Sölvi M. Sveinsson HSÞ, 1.23,4 2. Þorvaldur Hermannss. Kormákur, 1.23,9 3. Otto K. Tuliníus Ó, 1.26,0 100 m bringusund telpna: 1. Birna Björnsdóttir Ó, 1.26,2 2. Elsa Guðmundsdóttir Ó, 1.28,2 3. Þórhalla Gunnarsdóttir HSÞ, 1.31,3 50 m bringusund sveina: 1. Illugi F. Birkisson HSÞ, 42,7 2. Kristján Gestsson Ó, 47,4 3. Kristján Sævarsson HSÞ, 48,3 50 m bringusund meyja: 1. Heba Guðmundsdcitir UMSS, 41,9 2. Ingibjörg Gunnarsdóttir HSÞ, 42,7 3. Fjóla M. Ágústsdóttir HSÞ, 44,9 200 m fjórsund telpna: 1. Birna Björnsdóttir Ó, 2.52,2 2. Þórhalla Gunnarsdóttir HSÞ, 2.55,0 3. Unnur Hallgrímsdóttir UMSS, 3.01,9 200 m fjórsund drengja: 1. OttoK. TuiiníusÓ, 2.50,7 2. Þorvaldur Hermannss. Kormákur, 2.50,9 3. Hilmar Ágústsson HSÞ, 2.53,7 50 m skriðsund meyja: 1. Elísabet Sigurðardóttir UMSS, 35,9 2. Heba Guðmundsdóttir UMSS, 36,5 3. lngibjörg Gunnarsdóttir HSÞ, 37,6 100 m skriðsund telpna: 1. Birna Björnsdóttir Ó, 1.07,9 2. Þórhaila Gunnarsdóttir HSÞ, 1.09,2 3. Elsa Guðmundsdóttir Ó, 1.13,5 50 m skriðsund sveina: 1. Illugi F. Birkisson HSÞ, 33,5 2. Hlynur Tuiiníus Ó, 36,7 3. Gísli Pálsson Ó, 37,2 100 m skriðsund drengja: 1. Þorvaldur Hermannss. Kormákur, 1.05,5 2. Kristján Magnússon Ó, 1.07,0 3. Otto K. Tuliníus.Ó, 1.07,4 50 m flugsund meyja: 1. Elísabet Sigurðardóttir UMSS, 43,9 2. Heba Guðmundsdóttir UMSS, 46,5 3. Gunnur B. Hlöðversdóttir UMSS, 46,5 100 m flugsund telpna: 1. Þórhalla Gunnarsdóttir HSÞ, 1.26,1 2. Birna Björnsdóttir Ó, 1.26,4 3. Unnur Hallgrímsdóttir UMSS, 1.31,1 50 m flugsund sveina: 1. Illugi F. Birkisson HSÞ, 40,8 2. Ómar Árnason Ó, 47,3 3. Kristján Gestsson Ó, 51,5 100 m flugsund drengja: 1. Hilmar Ágústsson HSÞ, 1.20,9 2. Gunnar Ellcrts Ó, 1.31,0 3. Kristján Magnússon Ó, 1.31,6 50 m baksund meyja: 1. Ingibjörg Gunnarsdótt'ir HSÞ, 42,9 2. Elísabet Sigurðardóttir UMSS, 44,6 3. Heba Guðmundsdóttir UMSS, 45,6 50 m baksund sveina: 1. IllugiF. Birkisson HSÞ, 39,5 2. Hlynur Tuliníus Ó, 47,2 3. Ómar Árnason Ó, 47,4 100 m baksund telpna: 1. Þórhalla Gunnarsdóttir HSÞ, 1.19,5 2. Birna Björnsdóttir Ó, 1.19,9 3. Erla Gunnarsdóttir HSÞ, 1.28,9 100 m baksund drengja: 1. Þorvaldur Hermannss. Kormákur, 1.21,7 2. Hilmar Ágústsson HSÞ, 1.26,5 3. Otto K. Tuliníus Ó, 1.27,6 Það skal tekið fram að Unnur Hallgrímsdóttir UMSS er gestur á mótinu og reiknast hennar árangur ekki til stiga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.