Dagur - 16.05.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 16.05.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 16. maí 1986 af erlendum vettvangi Kraftaveriíavin Sjúkraþjálfari, búsettur í Bretlandi en fæddur Ungverji, telur sig hafa fundið upp lækningatæki, er byggir á hljóðorku, sem hafi undraverð áhrif á fólk, dýr og jurtir. Stephen von Mehesz er óvenjulegur maöur, og svo létt yfir honum, að það er því líkast að hann undrist eigin afrek. Pó er eitthvað púkalegt við hann og samt er hann jarðbundnari og raunsærri en svo að hann verði kenndur við eilthvað dul- arfullt; þó býr hann yfir hæfi- leikum, sem teljast verða óvenju- legir. Og hann hefur fundið upp lækningavél, sem veldur undrun vísindamanna. Stephen von Mehesz fæddist í Ungverjalandi 1912 og varð snemma vitni að hæfileikum móður sinnar til lækninga. Eitt sinn fylgdist hann með henni, þegar hún læknaði sjúkan fugl. Síðar, þegar bantam-fugl, sem hann átti vængbrotnaði, fór hann að á svipaðan hátt, hlúði að fuglinum inni í svefnherbergi sínu, og vængurinn gréri fljót- lega. Þessi hæfileiki til lækninga fylgdi honum til fullorðinsára. Hann minnist þess, að eitt sinn komu börn til hans með hreyf- ingarlausan hamstur og sögðu, að hann væri dauöur. „Ósjálf- rátt,“ segir hann „tók ég dýrið upp og snerti eyra þess. Um leið færðist líf í hamsturinn og hann hljóp burtu hinn brattasti." - „Hvernig átti ég að skýra þetta fyrir börnunum," segir hann. „Miðstöð jafnvægisskynjunar- innar er í eyranu, og ég held að viðbrögð dýrsins hafi eitthvað tengst því.“ Greinilega hafði hamsturinn alveg jafnað sig á því, sem þjáði hann. Svo fór, að von Mehesz gekk í ungverska herinn og varð major í leyniþjónustunni. Sú reynsla, ásamt sjötta skilningar- viti hans, þroskaði raunsæi hans og leynda hæfileika - og reynd- ist síðar hafa ómetanlega þýð- ingu. Árið 1944, þegar innrás Sovétmanna var yfirvofandi, flúði von Mehesz frá Búdapest og komst að lokum til Bret- lands. Eftir að hann hafði dval- ið skamman tíma hjá fjöl- skylduvini, hinum fræga kvik- myndagerðarmanni Sir Alex- ander Korda, reyndi hann að fá inngöngu í breska herinn. En þrátt fyrir þá staðreynd, að hann var mjög fær og reyndur leyniþjónustumaður, var hon- um hafnað; þess í stað réði vinnumálaráðuneytið hann sem kyndara í gasstöðinni í Dorc- hester. Eftir skamman tíma í gas- stöðinni gerðist hann strætis- vagnastjóri. Dag nokkurn átti hann langt samtal við einn af farþegunum, hjúkrunarkonu, sem varð til þess að hann ákvað að leggja fyrir sig sjúkraþjálfun og beinafræði. Hann lauk námi sem sjúkraþjálfari og hefur starfað sem slíkur síðan 1960 heima hjá sér í Dorchester. Á starfsferli sínum hefur von Mehesz reynt að nýta sér eigin hugdettur í starfinu, og þá m.a. vissa þætti úr þjóðtrú sígauna í Ungverjalandi, nasasjón af kín- versku nálastunguaðferðinni og það, sem kannski skiptir mestu máli, þá trú sína að hann væri fæddur til þess að lækna fólk. Eða eins og von Mehesz orðaði það sjálfur: „Mig langaði líka til að sanna innanríkisráðuneytinu það, að fyrst þeir veittu mér breskan ríkisborgararétt, þá gæti ég gert eitthvað í staðinn fyrir mína nýju samlanda.“ Það sem hann gerði var að búa til hljóðbylgju-rafeinda-vél von Mehesz, sem var árangur margra ára tilrauna. Frumgerð- in, (sem nú er í „skurðstofu" hans við Hope Lodge í Dorc- hester) er um það bil 60 sm á breidd og 30 sm á hæð, og líkist við fyrstu sýn hljómflutnings- tæki. Það er með katóðugeisla- skjá og gengur fyrir rafmagni frá rafveitukerfinu. Það tæki, sem síðar var framleitt til að senda á markað er minna og þægilegra í flutningi, kemst fyr- ir í skjalatösku og gengur fyrir rafhlöðum. Von Mehesz segir þannig frá uppfinningu sinni: „Vél mín byggist á því að nota hljóðorku til lækninga. Pað hefur tekið mig 12 ár að fullmóta hugmyndina og vélina, sem grundvallast á alveg nýjum cðlisfræðilögmálum varðandi hijóð. Rafmagn er notað til að framkalla mismunandi sterkar hljóðbylgjur, sem beint er að Stephen von Mehesz, sem fann upp lækningatæki, er byggir á hljóðbylgj- um og hefur skilað undraverðum árangri við lækningar á mígreni, bein- brotum, vöðvaskemmdum og liðagigt. Vélin hans von Mehesz, ekki stærri en svo að hún kemst í skjalatösku, gengur fyrir rafhlöðum og er því hentug til notkunar á bændabýlum og í hesthús- um, þar sem von Mehesz fæst við lækningar. þýðingarmiklum stöðum á lík- amanum í gegnum púða, sem hefur verið vandlega komið fyrir. Þau grundvallaratriði, sem vélin byggir á, eru auðskil- in . . . En árangurinn hefur far- ið langt fram úr því, sem ég þorði að láta mig dreyma um.“ Enda þótt undraverður árangur af notkun vélarinnar byggist á einhverju því, sem jafnvel skapari hennar á ekki gott með að skýra, þá er talið, að sú sérstaka tíðni sem notuð er framkalli hljóðbylgjur, er hafi svo kröftug áhrif á lifandi frumur, að þær losi sig við öll eiturefni, sem þær hafa að geyma. Samt sem áður verður einhver mannlegur þáttur að koma við sögu. Eða eins og von Mehesz komst að orði: „Stund- um velti ég því fyrir mér, hvort það sé vélin og ég, sem fram- kvæmum galdurinn . . . hvort það sé ekki einhver lækninga- máttur í mér, sem komi við sögu.“ Sjálfur naut ég meðferðar vegna mjaðmagigtar. Tveir blautir púðar voru strengdir yfir mjöðmina, klemmur tengdar við púðana og þræðir frá þeim í vélina, sem síðan var sett í gang. Meðferðin er með öllu hættulaus og veldur ekki óþæg- indum. Tilfinningin var einna líkust því, að eitthvert vélrænt krabbadýr drægi klærnar var- lega eftir líkamanum. Eftir svo sem 20 mínútur var allur verkur horfinn, mér leið vel og ég gat gengið um hinn róleg- asti. í tvo eða þrjá daga fann ég ekki fyrir neinu, og ætti ég heima í Dorchester hefði ég örugglega haldið áfram í með- ferð. En „kraftaverkavélin“ hefur líka gert undraverða hluti fyrir Hér notar von Mehesz frumgeröina af vél sinni til að lækna sjúkling með mígreni. Hann segir ótrúlegan árangur nást við mígrenilækningar með því að tengja hljóðorkuna iljum og fótleggjum. annað fólk og jafnvel, svo ein- kennilegt sem það kann að virðast, fyrir dýr og gróður. Pað hefur furðuleg áhrif að setja sáðkorn í meðferð. Fræið er sett í bómullarpoka og hon- um stungið niður í vatn; málmplötur niðri í vatninu, tengdar vélinni, senda hljóð- bylgjur gegnum vatnið og „geisla“ fræið. Edward Vardy, bóndi í Batcombe lét byggkorn- ið sitt í meðferð hjá vélinni áður en hann sáði; árangurinn met- uppskera, 150 prósent meiri vöxtur en af fræi, sem ekki hafði hlotið meðferð, og var þar að auki laus við alla sjúkdóma. Þróttmiklar plöntur Ég hef séð nokkur risavaxin tómatatré í gróðurhúsi von Mehesz, vaxin upp af fræjum, sem hlotið höfðu meðferð. Og tilraun með sykurrófureit, þar sem fræin höfðu fengið meðferð, tókst með miklum ágætum, eins og Arthur Cox frá Dorchester staðfesti: „Sykur- rófnarækt er alltaf dálítið erfið viðfangs,“ sagði hann, „en árangurinn af þessari tilraun var 100 prósent aukning á vexti. Rófurnar voru af tvöfaldri stærð .rniðað við það venjulega.“ Hvað fólk snertir hefur vélin reynst vel við lækningu á vöðva- gigt, liðagigt, lærtaugargigt, sumum beinbrotum, bólgum, þursabiti og mígreni. Einn sjúklingur með mænusigg, sem vart varð er hann var 25 ára, skrifar: „Læknar hafa staðfest, að þeir geta ekkert raunhæft gert, þar sem ekki er vitað um neina aðferð til að andæfa sjúkdómn- um. Eftir fjórar heimsóknir (til von Mehesz) veitti ég því

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.