Dagur - 16.05.1986, Blaðsíða 20

Dagur - 16.05.1986, Blaðsíða 20
Akureyri, föstudagur 16. maí 1986 Opið alla h vítasmmuhelgina Lágheiðin loks opnuð - Mikill snjór segja vegagerðarmenn „Það verður byrjað í dag að moka heiðina, en veður hafa verið það slæm á þessum slóðum, að ekki þótti taka því að byrja fyrr,“ sagði Gísli Fel- ixson hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki, um mokstur Lág- heiðar milli Fljóta og Ólafs- fjarðar. Eins og menn rekur minni til 31 umsókn um fram- kvæmdastjóra- - hjá ístess, Krossanesi og Iðnþróunarfélaginu Margar umsóknir hafa borist um framkvæmdastjórastöður hjá fóðurfyrirtækinu Istess h.f., Sfldarverksmiðjunni í Krossanesi og Iðnþróunarfé- lagi Eyjafjarðar h.f. Um- sóknarfrestur rann út í þess- ari viku. Um stöðu framkvæmdastjóra Krossanessverksmiðjunnar sóttu 16 aðilar, 9 umsóknir bár- ust um framkvæmdastjórastarf- ið hjá ístess h.f. og 6 um framkvæmdastjórastöðuna hjá Iðnþróunarfélaginu. Ekki reyndist unnt að fá nöfn umsækjenda gefin upp en reikn- að er með að ákvarðanir um áðurnefndar stöðuveitingar verði teknar í næstu viku. BB. átti að moka heiðina fyrir all- nokkru, en ekki þótti það ráðlegt. Siglfirðingar og fleiri sem átt hafa hagsmuna að gæta varðandi moksturinn telja að mögulegt hefði verið að moka heiðina fyrir alllöngu. „Að okkar mati er um mikinn snjó að ræða á heiðinni, þrátt fyrir að Siglfirðingar telji að þar sé lítill snjór. Samkvæmt fréttum frá þeim á að taka 6 tíma að moka heiðina. Við álítum að þeir hafi gleymt margföldunar- staðlinum, en við vitum að þetta er mikið verk, þannig að erfitt er að áætla tímann sem fer í verkið. Það fer eftir því hversu mikill klaki er í þessu,“ sagði Gísli. Snjóblásari sem ætlaður er til verksins hefur staðið við bæinn Þrasastaði, en hann var fluttur þangað fyrir um það bil mánuði, eða áður en þungatakmarkanir voru settar á veginn að heiðinni. Hefur því mörgum þótt súrt í broti að sjá blásarann verklaus- an. Gísli sagði að vegurinn að heiðinni hefði verið illa farinn af aurbleytu, en væri nú að þorna, svo umferð á heiðina kemst fljót- lega á eftir að hún er mokuð. gej- Hver djö . . .? Skrattinn sjálfur og fagurhvítur engill - persónur sem ásamt fleiri skrautleg- um fóru fylktu liði um bæinn í gær, hástöfum syngjandi. Það voru reyndar efstu bekkingar úr Menntaskólanum á Akureyri að dimittera. Mynd: - KGA. Körfubolti: ívar Webster til Þórs Körfuknattleiksliði Þórs hefur bæst góður liðsauki fyrir næsta keppnistímabil. Er það ívar Webster sem leikið hefur með Haukum á undaförnum árum. Webster hefur verið einn sterkasti leikmaður Úrvals- deildarinnar á síðustu árum, geysilega sterkur bæði í vörn og sókn. Webster er stærsti leikmaður- inn í íslenskum körfuknattleik, 2,10 m á hæð og hirðir ávallt mik- ið af fráköstum’ í hverjum leik. Jafnframt því að leika með Þór í 1. deildinni mun hann þjálfa yngri flokka félagsins og hefur þegar verið gengið frá samning- um þar af lútandi. Ekki þarf að fjölyrða um það hversu mikill styrkur það er fyrir Þórsara að fá Webster í sínar raðir en fyrir í liðinu eru margir mjög snjallir spilarar. ívar Webster er bandarískur að uppruna en hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. En vegna reglna alþjóðakörfuknatt- leikssambandsins er hann ekki íöglegur með íslenska landsliðinu og getur því ekki leikið með lið- inu í b-keppninni sem hefst í Belgíu í kvöld. -KK Stórbruni á Skagaströnd Eldur kom upp í Plastiðjunni Marki á Skagaströnd um hálf- fjögur-leytið í gær og brann nánast allt sem brunnið gat. Einn maður var við vinnu í plastiðjunni þegar eldurinn kom upp og bjargaöi hann sér með því að kasta sér út um glugga. Hann sagði að spreng- ing hefði orðið og hann kastað sér út um þann glugga sem næstur var. Maðurinn skarst nokkuð við það, aðallega á hendi en að öðru leyti mun hann heill heilsu. Plastiðjan Mark er til húsa í 200 fermetra stálgrindahúsi og segja má að grindin ein standi eftir, því klæðningin utan á henni er ónýt. Bifreiðaverkstæði, sem er í hinum enda hússins, slapp að mestu óskemmt, enda er eldvarn- arveggur á milli fyrirtækjanna, auk þess sem greiðlega tókst að slökkva eldinn. Einungis einn slökkviliðsbíll er á Skagaströnd en þrír bílar komu frá Blönduósi með allan tiltækan mannskap og tókst mönnum að ráða niðurlögum eldsins um klúkkan 17.20. Plastiðjan Mark framleiddi aðallega báta, fiskeldisker og fleira úr trefjaplasti en starfs- menn voru tveir. Eldsupptök eru ókunn en þess má geta að í Plast- iðjunni var mikið unnið með mjög eldfim efni svo sem polyester, en uppgufunin af því er mjög eldfim. Hins vegar er ekki vitað hvort orsakir spreng- ingarinnar eru efnafræðilegar ellegar hvort neisti hefur valdið henni. BB. 300 nýir bílar til Akureyrar - eftir að tollar voru lækkaðir Allt útlit er fyrir að við íslend- ingar förum fram úr Banda- ríkjamönnum hvað bflaeign varðar og er þá mikið sagt. Frá því kjarasamningar voru undir- ritaðir í febrúarlok hafa verið fluttir inn 3300 bflar sem er rúmlega helmingur þess fjölda er fluttur var inn allt árið í fyrra, en þá voru fluttir inn 5600 bílar. „Geysileg aukning á innflutn- ingi bíla hefur orðið eftir nýju kjarasamningana og hefur gripið um sig kaupæði," eins og einn innflytjandinn orðaði það. Sam- kvæmt fréttum voru um 100 bílar nýskráðir hjá Bifreiðaeftirlitinu í Reykjavík á miðvikudag og búist var við fleiri nýjum bílum til skráningar í gær. Ekkert lát virðist vera á þess- um bílakaupum landsmanna, því vitað er um mörg skip á leið til landsins, sem eru með mikinn fjölda bíla og flestir, ef ekki allir eru þegar seldir. Mörg bílaum- boð segjast vera búin að selja árs- skammt sinn nú þegar og útlit fyrir mjög mikla sölu áfram. Bílasalar eru flestir sammála um að þessi mikla sala eigi eftir að koma niður á sölu næsta árs, eða eins og Tíminn hafði eftir einum bílasala, sem sagði: „Líklega verður öll þjóðin með timbur- menn eftir þetta ár.“ Sigurður Indriðason hjá Bif- reiðaeftirlitinu á Akureyri sagði að 50 bílar hefðu verið skráðir frá áramótum og fram að kjarasamn- ingum, en 295 frá 1. mars og fram Hætt er við að erfiðlega gangi að selja „gamla“ bílinn eftir allan innflutning- inn á þeim nýju. Mynd: KGA til dagsins í gær. Hann sagði jafn- framt að afskráningar hefðu ver- ið fleiri á þessu ári en undanfarin ár. „En þetta þýðir að betri bílar eru í umferð og betra ástand yfir- leitt.“ Haft var samband við aðila sem flytja inn bíla til Akureyrar og var samdóma álit þeirra að geysileg aukning hafi orðið á inn- flutningnum. Einn innflytjandi sagðist hafa selt rúmlega 30 bíla frá áramótum og fram að lækkun, en 180 bíla eftir lækkun- ina. gej-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.