Dagur


Dagur - 27.05.1986, Qupperneq 3

Dagur - 27.05.1986, Qupperneq 3
27. maí 1986 - DAGUR - 3 Góð réttritun eykur atvinnumöguleika fólks - segir Rósa Eggertsdóttir kennari Skrífstofutækjavídgerðir Gerum við flestar gerðir skrifstofutækja. „ GÍSLI J. JOHNSEN SF. I H1 í11 Sunnuhlíð ■ Akureyri • Sími (96) 25004. „Ég veit að margir þurfa á svona námskeiði að halda og fólk sem hefur viljað bæta sína stafsetningu hefur ekki getað fengið kennslu í henni, hvorki hjá námsflokkunum né annars staðar,“ sagði Rósa Eggerts- dóttir kennari en hún ætlar að halda réttritunarnámskeið á Akureyri í júní. Námskeiðið stendur í fjórar vik- ur og hefst 2. júní. Kennt verður í tvo tíma á dag eða samtals í 45 kennslustundir og verður miðað við að tólf þátttakendur séu í hverjum hópi. Námsefnið hefur Rósa unnið upp úr ýmsum gögnum varðandi stafsetningarkennslu en hún sagði að kennsluaðferð sú sem hún hyggst nota væri nokkuð frábrugðin því sem fólk ætti að Akureyri: Mini-golf við sundlaugina „Þetta á örugglega eftir að verða vinsælt í góðu veðri þeg- ar margt er um manninn hér hjá okkur,“ sagði Markús Hávarðarson starfsmaður Sundlaugar Akureyrar, um Mini-goIfvöII sem verið er að setja upp á flötinni sunnan sundlaugarinnar. Undanfarin ár hafa bæjaryfir- völdum borist allmargar umsókn- ir um leyfi til að setja upp Mini- golf á þessum stað. Sótt hefur verið nokkrum sinnum um þetta af Sundlaug Akureyrar og fleiri aðilum og var ákveðið að lokum að veita Sundlauginni leyfið. Það verður Sundfélagið Óðinn sem reka mun völlinn í fjáröfl- unarskini fyrir starfsemi sína. Hefur félagið látið smíða 9 braut- ir, sem telst hálfur völlur á golf- máli. Það voru starfsmenn Ýmis h/f á Akureyri sem smíðuðu braut- irnar, sem eru misjafnlega erfið- ar. Þengill Valdimarsson smiður á Ými hannaði og teiknaði braut- irnar. Hann sagðist hafa haft blöð og teikningar til hliðsjónar. Eins hafi hann kynnst slíkum völlum erlendis og sett saman þessar hugmyndir í eina, sem er nú að komast í gagnið við Sund- laugina. Völlurinn verður opnað- ur almenningi á föstudaginn. ■gej- Ferðafélag Akureyrar ^ Kynningar- og myndakvöld að Sunnuhlíð Glerárhverfi fimmtudaginn 29. maí kl. 20.00. Ferðafélag Akureyrar efnir til kynningar á ferðum sínum í sumar með myndasýningum m.a. frá Færeyjum, Snæ- fellsnesi og Dölum, Hornströndum og Kili. Einnig verður almennur söngur og Tónlistarskólirm á Akureyri mun sjá um skemmtiatriði. Að sjálfsögðu verður boðið upp á kaffi og brauð eins og hver getur í sig látið. Allir velkomnir. X B Húsavík X B Lilja Skarphéðinsdóttir 3. sæti B-listans. „Aukna áherslu þarf að leggja á varanlega gatnagerð strax að lokinni byggingu íþróttahúss- ins." Sandfell hf. Oddeyrarskála Akureyri, sími 26120. Við viljum benda viðskiptamöihium okkar á stórlækkað verð á patentlásum. TL-10 kr. 412, TL-13 kr. 483, TL-16 kr. 628, TL-19 kr. 874. Við sérhæfum okkur í veiðarfærum og útgerðarvörum. SANDFELL HF Rósa Eggertsdóttir. venjast og vonandi aðgengiiegri en hefðbundið kennsluform. Námskeiðið er aðallega ætlað fyrir þá sem komnir eru yfir grunnskólaldur, ef svo má segja. Það verður haldið í Síðuskóla og verður nemendum séð fyrir öll- um námsgögnum. Rósa hefur mikla reynslu sem kennari bæði á grunnskólastigi og í iðnskóla, og sagði hún ekki nokkurn vafa á því að góð réttrit- unarkunnátta gæti oft aukið möguleika fólks í atvinnulífinu. Hún sagði að undirtektirnar réðu því hvort áframhald yrði á slíku námskeiðahaldi, en vissu- lega gæti orðið gaman ef takast mætti að koma á einhverri sam- vinnu t.d. við verkalýðsfélögin um slík námskeið. G.Kr. Aríðandi fundur Fulltrúar í fulltrúaráði og trúnaðarmenn Fram- sóknarflokksins í nefndum hjá Akureyrarbæ eru boðaðir á fund í kvöld kl. 20.30 í Eiðs- vallagötu 6. Fundarefnið er lokaundirbuningur vegna kosn- inganna. Aríðandi að allir mæti. Fulltrúaráð framsóknarfélaganna á Akureyri. Einingahús Steypum einingahús eftir pöntunum. Einbýlishús - raðhús, iðnaðarhús - fjós, lítil og stór, allt eftir þínum óskum. Og verðið ætti sko ekki að há neinum. Hringdu eða komdu og fáðu upplýsingar. ii u y m- VI Vr J \j& Sniö í hús á einni hæö. A) Steypt járnbundin veö- urkápa 7 cm þykk Einangrun 10 cm þykk C) Steyptur buröarveggur 13 cm þykk D) Lofteinangrun 20 cm þykk ( Staöáeypa ofan á loft- einingu Lofteining 5 cm þykk G) Þótting viö glugga H) Tenging á milli kápu og buröarveggjar (ryöfrítt stál) Festijárn úr ryöfriu stáli til festingar á veöurkápu viö buröarvegg. J) Gólfflögn K) Rauf fyrir lagnir Fjósbitar Til notkunar í lausagöngu- fjósi. Tvær stærðir: 220 sm, 350 sm. Gólf- og loftplötur. MOL&SANDUR HF. STBEN0JA- STEYB&NHF v/SÚLUVEG - PÓSTHÚIF 61B - 602 AKUREYRI - SÍMI (96)21255

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.