Dagur - 13.06.1986, Blaðsíða 9
13. júní 1986 - DAGUR - 9
London. Þar cr allt mjög
“elegant", fínir stólar og það
klöppuðu allir mjög hæversklcga
eftir hvert lag. Þar sá ég 2 mjög
virta jazzfusion gítarleikara,
John McLaughlin og Lee Riteno-
ur. Ég get líka riefnt mjög
skemmtilega tónleika með Sade í
Royal Albert Hall. Á þeim tón-
leikun voru svokallaðir uppar
mjög áberandi, fólk á uppleið.
Það voru raðir af Porche og
Jagúar fyrir utan. Þessi tónleik-
ahöll er þannig að það eru sæti og
síðan eru svalir og þú getur leigt
þér einar svalir. Þarna sat liðið á
svölunum og úðaði í sig kavíar og
kampavíni, greinilega moldríkt.
Þetta voru fínir tónleikar, Sade
er með góða hljómsveit, svolítið
jazzaða."
- Þú hefur væntanlega gert
fleira en fara á tónleika?
„Já, vissulega. Ég stundaði
pöbbana, hóflega að sjálfsögðu
og svo var ég aðeins í sportinu,
hóflega líka. Það kemur nú
reyndar ekki til af góðu, ég er
nefnilega með óheppnari
mönnum. Ég get yfirleitt ekki
stundað íþróttir lengi samfleytt
sökum óhappa. Ég slasa mig allt-
af með reglulegu millibili og sit
heima.“
Slysavarðstofan
mitt annað heimili
- Einhverjar skemmtilegar sögur
af óhöppum?
„Ég get sagt hundrað sögur og
það væri kannski fróðlegast að fá
bara sjúkraskrána mína ofan af
slysavarðstofu. Á mínum yngri
árum var slysavarðstofan mitt
annað heimili. Ég veit ekki hvar
ég ætti að byrja, en ég held að ég
verði að segja eina sem gerðist
þegar ég var 11 eða 12 ára. Ég og
félagar mínir vorum uppi á
Hrafnabjörgum í gömlum fjár-
húsum, á efri hæðinni var hlaða
og það var bara lúga á milli. Við
vorum að fara að byggja kanínu-
skúr eða einhvern fjandann svo-
leiðis og vantaði nokkrar spýtur.
Okkur þótti upplagt að stelast
inn í hlöðuna og athuga hvort þar
væru ekki einhverjar lausar spýt-
ur sem gætu orðið okkur að
gagni. Það var kolniðamyrkur,
við paufuðumst þarna um og það
vildi auðvitað ekki betur til en
svo að ég hrundi niður opið á
gólfinu og sat fastur í gatinu.
Éélagar mínir drógu mig upp við
illan leik og ég staulaðist heim og
var ansi illa marinn á annarri
hliðinni. Pabbi fór með mig upp á
Slysavarðstofu, eina ferðina.
Meðan ég er inni hjá lækninum
spyr hjúkrunarkonan pabba
hvort ég hefði einhvern tíma
komið áður á slysavarðstofuna.
Pabbi var eitthvað stressaður
þarna og sagði að ég hefði aldrei
komið áður. Hjúkrunarkonan
blaðar í spjaldskránni og finnur
sjúkraskýrsluna mína og dregur
hana upp, þá var búið að líma
aðra við því sú fyrsta var orðin
full. Þetta er kannski góð lýsing á
því hvernig ástandið var.
Það er líka önnur saga sem ég
má til með að segja frá, þótt mað-
ur eigi auðvitað ekki að vera að
segja frá hvað maður er heimsk-
ur. Þá bjó ég í Kringlumýrinni og
var fluttur niður í kjallara. Það
var mjög löng snúra í símanum
heima og ég fór einhverju sinni
með símann niður í herbergið
mitt. Ég setti hann á skrifborðið
og símasnúran lá þvert fyrir
hurðina. Ég sofnaði uppi í rúmi
og vakna við það að mamma kall-
ar á mig í mat. Ég sprett upp úr
rúminu og ætla að geysast upp
stigann, kem auga á snúruna og
ætlaði að vera heldur betur léttur
á mér ög vippa mér yfir hana. Ég
hoppaði náttúrulcga beint upp í
dyrakarminn og stcinrotaöist. Ég
lá þarna smá tíma eða þar til ein-
hver kom og ýtti viö mér, ég meö
það sama upp á slysavarðstofu og
það voru saumuð nokkur spor í
hausinn. En ég hef veriö svo
heppinn að hafa aldrci slasaö mig
alvarlega, aldrei brotið bein,
nema nefið. Ég hef hins vegar
tognað og snúið mig óteljandi
sinnum. Þetta var sérstaklega
neyðarlegt þegar ég var að kenna
á Bifröst, átti að vera til fyrir-
myndar eins og aðrir kennarar,
en ég mátti ekki koma nálægt
íþróttahúsinu eða fótboltavellin-
um án þess að snúa mig. Ég var
þarna í 3 mánuði og ætli ég hafi
ekki verið samtals 2 mánuði á
hækjum."
Gagnlegt að kunna
bókfærslu
Nóg um óheppnina og snúum
okkur aftur að starfinu í London.
„Ég kom þarna á skrifstofuna til
að vera með bókhald. Það má
kannski segja að bókhald megi
vinna hvar sem er, en ég held að
þetta starf sé gífurlega mikilvægt
og mér finnst þetta hafa verið
ómetanleg reynsla og er þakklát-
ur fyrir að hafa fengið að starfa
við þetta. Þessi þekking hefur
reynst mér mjög vel, þá er ég
ekki bara að tala um starfið. Ég
held að það komi allflestum
góða í lífinu að hafa einhverja
grundvallarþekkingu eðaskilning
á bókfærslu. Starfið sem slíkt er
kannski ekkert ofsalega spenn-
andi, til lengdar er það ekki fjöl-
breytt, þetta er eitt af þessum
monoton störfum sem verða
þreytandi. En það er gott að
prófa þetta. Þetta bókhald sem
ég var í er að mörgu leyti óvana-
legt, það er fært í mörgum gjald-
miðlum, einum 12.
Þetta var kannski ekki eins
leiðinlegt fyrir mig og þann sem
kom á eftir mér því ég var svo
heppinn að fá að tölvuvæða bók-
haldið. Það var góð reynsla að fá
að tölvuvæða svona fyrirtæki frá
byrjun. Áður var þetta alltaf sent
heim til íslands í tölvuvinnslu.
Það varð gífurleg hagræðing að
fá tölvur og í framtíðinni verður
þetta vonandi símatengt til
Islands, það er reyndar ekki
spurning um hvort það verður
heldur hvenær.
Það var ómetanleg reynsla að
búa í London, ekki bara starfsins
vegna heldur hafa allir gott af því
að standa á eigin fótum og ekki
síst í svona stórri borg. Það er
þroskandi að búa í stórborg, það
er enginn vafi. Það nýtist mér vel
í því starfi sem ég er núna í að
hafa góð tök á ensku. Hins vegar
er það svo að þegar maður talar
eitt tungumál svona mikið þá
glatar maður öðru sem maður
kunni. Það er meiriháttar húmor
fyrir mig að ætla að tala dönsku
núna, en það kemur aftur.“
Fólk vill ekki af
Samvinnuhreyfíngunni
vita
- Starfandi hjá Sambandinu til
fjölda ára, ertu mikill Sambands-
maður?
„Já, já, ég er það. Ég væri ekki
búinn að vera í vinnu hjá Sam-
bandinu eða fyrirtækjum tengd-
um því svona lengi ef ég væri það
ekki. En það var ekki fyrr en í
seinni tíð sem ég fór að hugsa um
þessi mál. Hér á árum áður vann
ég bara til að fá vasapening og
auðvitað vinnur maður ennþá til
að hafa í sig og á. Engu að síður
held ég að ég sé mjög raunsær, ég
er alls ekki fanatískur Sambands-
maður og ég myndi aldrci vinna
hjá neinu fyrirtæki ncma þaö gæfi
mér citthvað í aðra hönd. Það
étur cnginn hugsjónina.“
- Hverjir cru kostir Sam-
vinnuhreyfingarinnar?
„Ég veit ekki hvort ég er rétti
maöurinn til að tíunda hug-
myndafræði Samvinnuhreyfing-
arinnar, sérstaklega þar sem hún
hefur ekki átt upp á pallborðið
hjá almenningi upp á síðkastið.
Engu að síður er það þetta klass-
íska að það er almenningur sem á
Samvinnuhreyfinguna. Á seinni
árum hefur fólk ekki gert sér
grein fyrir því og þaö hefur oft
verið sagt á undanförnum árum,
þótt enginn virðist trúa því, að
fólk getur ýmsu ráðið. Ég held að
það sem hefur gerst með Sam-
vinnuhreyfinguna sé það sama og
gerðist með verkalýðshreyfinguna,
fólk vill bara ekkert af þessu vita.
Það er svo óafskipt að því finnst
því ekkert koma við hvað þarna
er að gerast, nennir ekki að mæta
á fundi, nennir ekki að kjósa sér
sína fulltrúa og verður svo bara
brjálað eftir á.
Samvinnuhreyfingin hefur
ekkert breyst í gegnum árin, hún
hefur jú stækkað og hlaðið utan á
sig, en þetta er ennþá byggt upp á
sömu hugsjóninni og það gilda
enn sömu lög, einn maður er
sama sem eitt atkvæði. Félags-
menn hafa allir rétt til að kjósa
sér fulltrúa á aðalfund Sam-
bandsins, sem síðan velur stjórn
Sambandsins sem er æðsta
valdið“.
Samvinnuhreyfíngin
þarf að vera
stór og sterk
- Finnst fólki þetta ekki vera
orðið mikið bákn?
„Jú, það hefur komið berlega í
ljós og það má sjálfsagt alltaf
deila um það. Það hefur sýnt sig í
seinni tíð að það hefur ekki geng-
ið alltof vel hjá Sambandinu og
menn velta fyrir sér hvort þetta
sé komið út í óhagkvæma
rekstrareiningu. En það er ekki
hægt að bera á móti því að Sam-
vinnuhreyfingin þarf að vera stór
og sterk ef hún á að halda uppi
atvinnu alls staðar. Mér finnst
gæta mikils óréttlætis hjá fólki.
Um leið og eitthvað ber út af er
ráðist á Samvinnuhreyfinguna og
hún rökkuð niður, en ef eitthvert
frystihús úti á landi fer á hausinn
þykir sjálfsagt að Samvinnu-
hreyfingin kaupi þetta frystihús
svo helmingur íbúanna verði ekki
atvinnulaus. Fólk þarf ekki að
láta sig dreyma um það að þau
kaupfélög sem eru rekin út um
allt land séu rekin með hagnaði.
Sum kaupfélög sem rekin eru í
þéttbýliskjörnum, eins og KEA,
hafa góða rekstrarafkomu, en
ekki þessi kaupfélög sem rekin
eru á litlum, afskekktum stöðum,
til að halda uppi verslun, þjón-
ustu og atvinnu. Við megum ekki
gleyma því að fiskurinn er okkar
lifibrauð og þeir sem búa í þétt-
býli gleyma því oft. Þess vegna
verðum við að nýta þá fiskvinnslu
sem er úti um allt land og það er
ekki hægt nema hafa þjónustu og
hún væri ekki fyrir hendi ef ekki
væri kaupfélag vegna þess að það
vill enginn annar reka verslun
sem ekki ber sig.
Ég ætla hins vegar ekki að
segja að það sé allt gott sem Sam-
bandið gerir, eins og í öllum stór-
um fyrirtækjum er þar misjafn
sauður í mörgu fé og margt sem
aflaga fer en ég held að við séum
á réttri leið. Það er ýmislegt á
döfinni og ég horfi fram á bjartari
tíma.“ -HJS