Dagur - 13.06.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 13. júní 1986
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58,
AKUREYRI, SlMI 24222
ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 40 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR,
BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON,
GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi sími 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVlK),
KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÓGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
UeiðarL
Kaldar kveðjur
Alþýðubandalags
Það hefur lengi tíðkast ' að
senda fyrirtækjum og einstakl-
ingum árnaðaróskir og sýna
þeim einhvern sæmdarvott
þegar merkum áfanga er náð.
Kaupfélag Eyfirðinga á aldar-
afmæli þann 19. júní n.k. Á
þeim hundrað árum sem liðin
eru frá stofnun kaupfélagsins
hefur það átt stærri hlut í að
byggja upp atvinnu og efla
atvinnuöryggi á Eyjafjarðar-
svæðinu en nokkurt fyrirtæki
annað. Kaupfélag Eyfirðinga
var stofnað af hugsjón og hefur
ávallt verið rekið í þeim anda.
Þar er félagshyggjan sett ofar
auðhyggju.
Kaupfélagið fær kaldar kveðj-
ur frá Alþýðubandalaginu á
afmælisárinu. í Þjóðviljanum á-
miðvikudaginn er viðtal við Svan-
fríði Jónasdóttur, efsta mann
Alþýðubandalagsins á Dalvík.
Þar heldur hún því fram að
aðalkosningamálið í nýafstöðn-
um sveitarstjórnakosningum
hafi verið tengslin milli Fram-
sóknarflokksins og Kaupfélags
Eyfirðinga og eitt af því sem
nýi meirihlutinn í bæjarstjórn
Dalvíkur þurfi að fást við sé að
endurskoða samstarf bæjarins
og KEA.
Valur Arnþórsson kaupfé-
lagsstjóri svaraði þessum
ummælum Svanfríðar í Degi
í gær. Þar bendir hann
á að engin tengsl séu á milli
Framsóknarflokksins á Dalvík
og kaupfélagsins önnur en
hugsjónatengsl en ganga megi
út frá því að hugsjónatengsl
séu milli samvinnumanna og
félagshyggjufólks í ýmsum
pólitískum flokkum. Hins vegar
hafi framsóknarmenn verið
lang einarðastir í stuðningi sín-
um við kaupfélögin, ekki bara á
Dalvík heldur um land allt. Val-
ur segir ennfremur:
„Það er furðulegt að kommar
á Dalvík séu að mynda meiri-
hluta gegn atvinnuuppbygg-
ingu og atvinnuöryggi fólksins.
Samvinnufélag fólksins í Eyja-
firði, Kaupfélag Eyfirðinga, hef-
ur átt afar góða samleið með
Dalvíkingum um áratugaskeið.
Samvinnufélagið hefur byggt
upp hlutfallslega einna mest á
Dalvík af öllum þeim stöðum
þar sem félagið er með starf-
semi sína. Það er alltaf litið á
Dalvík sem eina af höfuðstöðv-
um samvinnustarfsins. At-
vinnureksturinn hefur gengið
vel og fólk búið þar við atvinnu-
öryggi á sama tíma og ýmislegt
hefur bjátað á víðs vegar um
landið."
Kaupfélag Eyfirðinga hefur í
marga áratugi starfað með Dal-
víkurbæ í Útgerðarfélagi Dal-
víkinga og þess er skemmst að
minnast að á síðasta kjörtíma-
bili tók kaupfélagið að sér í
samvinnu við Dalvíkurbæ að
rétta hag Söltunarfélags Dal-
víkur sem var um það bil að
sigla í strand. Ef það fyrirtæki
hefði lagt upp laupana hefði
það haft mjög alvarlegar
afleiðingar 1 för með sér fyrir
Dalvíkinga. Þessar kveðjur sem
KEA fær nú frá Alþýðu-
bandalaginu eru ekki bara
kaldar, heldur mjög svo óverð-
skuldaðar.
Á íslandi er ekki til nema
einn raunverulegur félags-
hyggjuflokkur en það er Fram-
sóknarflokkurinn. Alþýðu-
bandalagið reyndi að höfða til
félagshyggjufólks fyrir nýaf-
staðnar sveitarstjórnakosning-
ar með því að kenna sig við fé-
^lagshyggju. Flokksforystunni
hefur ef til vill fundist sem farið
væri að slá í slagorðin um
sósíalisma og viljað fara inn á
nýjar brautir. Árásir forystu-
manns Alþýðubandalagsins á
Dalvík á Kaupfélag Eyfirðinga
og samvinnuhreyfinguna sýna
hug flokksins til samvinnu-
stefnunnar. Ummælin sýna svo
ekki verður um villst að allt tal
um félagshyggju í þeim flokki
eru orðin tóm. Verkin sýna
merkin. BB.
, ^Myndlistarskúffan er
opnuð á uokkurra ára frestí“
- þrír myndlistarmenn segja álit sitt
á myndlistarsýningunni sem opnuð verður í kvöld
í kvöld verður opnuð í íþrótta-
skemmunni á Akureyri mynd-
listarsýning á verkum í eigu
Akureyrarbæjar og einstakl-
inga svo og myndum starfandi
listamanna á Akureyri. Sýning
þessi er á vegum menntamála-
ráðuneytisins og Akureyrar-
bæjar. Þótt auglýst sé að þarna
verði sýndar myndir starfandi
listamanna á Akureyri taka
ekki allir myndlistarmenn á
Akureyri þátt í sýningunni og
telja sumir sig hafa til þess
góðar og gildar ástæður og
hafa ýmislegt við framkvæmd
sýningarinnar að athuga. I
hópi óánægðra eru m.a. Oli
G. Jóhannsson, Ragnar Lár og
Örn Ingi. Blaðamaður Dags
átti við þá spjall um þessa sýn-
ingu, stöðu myndlistar á Akur-
eyri o.fl. fyrir skömmu og fer
það hér á eftir.
Ragnar Lár: „Það var skipuð
nefnd til að undirbúa þessa sýn-
ingu sem opnuð verður í íþrótta-
skemmunni í kvöld. Mennta-
málaráðuneytið skipaði einn
mann í nefndina, Akureyrarbær
einn og Menningarsamtök Norð-
lendinga einn. Þessari nefnd var
svo falið að velja úr hverjir væru
myndlistarmenn og hverjir ekki.
Hún valdi 16 aðila og bauð þeim
að sýna. Við höfum ýmislegt við
þetta val að athuga. Til dæmis
var a.m.k. einum manni ekki
skrifað sem þó gerir ekkert ann-
að en að starfa að myndlist og
hefur numið myndlist bæði hér á
landi og erlendis. Það er Gunnar
Dúi Júlíusson."
Óli G: „Ég frétti af því að þessi
sýning væri í undirbúningi og ég
sagði nefndarmönnum að þeir
þyrftu ekki að senda mér bréf því
ég kæmi aldrei til með að sýna á
þessum forsendum. Ég hef meira
en 20 ára reynsiu í myndlist að
baki og það er mín skoðun að
það þýði ekki af hálfu bæjaryfir-
valda að draga menn upp úr
skúffu á 4 ára fresti og segja: „Nú
skulum við hafa gaman og
skemmta okkur og sýna hvað er
gert í myndlist hér í bænum." Þess
á milli er ekkert gert fyrir mynd-
listarmenn á Akureyri. Myndlist-
arskúffan er opnuð á nokkurra
ára fresti. Ég er engin mella í
myndlist sem hægt er að gamna
sér við þegar yfirvöldum
þóknast.“
Ragnar Lár: „Bréfið er dagsett
27. maí s.l. og menn fengu bréfið
almennt síðdegis 28. maí. Svar
um það hvort menn hygðust taka
þátt í sýningunni átti síðan að
berast eigi síðar en 30. maí!
Verkunum átti síðan að skila 7
dögum síðar. Það er dónaskapur
að bjóða upp á þennan frest.“
Örn Ingi: „Þetta er hrein „lax-
erolíuframkvæmd“ og menn
fengu engan undirbúningstíma.“
Óli G: „Málið er það að vinni
maður heiðarlega í myndlist þá
þarf maður miklu lengri tíma til
að undirbúa sitt framlag til svona
sýningar. Maður vill tjalda því
sem maður telur best og það þarf
alls ekki að vera það sem maður
hefur á trönunum hverju sinni.
Maður vill ef til vill fá lánuð verk
hjá einstaklingum eða undirbúa
sig á annan hátt og því er lág-
mark að gefa 2ja-3ja mánaða
aðlögunartíma."
Örn Ingi: „Þarna er tækifæri
stóru verkanna, sem við fáum
yfirleitt aldrei. Ég hefði gjarnan
viljað vinna stórt verk sérstak-
lega fyrir þessa sýningu. Það geri
ég ekki á 7 dögum. Ef þetta á að
vera kynning á starfi norðlenskra
myndlistarmanna, þá er hún
dæmd til að mistakast vegna þess
að engir ferðamenn eru komnir
til bæjarins á þessum tíma. En
það er ekki hægt að hnika þessu
til þar sem hátíðin verður að
enda á stúdentasöng!"
Óli G: „Aðstandendum sýn-
ingarinnar er vel kunnugt um það
að margir starfandi myndlistar-
menn í bænum taka ekki þátt í
þessari sýningu en samt er boðs-
kortið kórónað með því að segja
að sýningin sé á „myndum starf-
andi listamanna á Akureyri“.
Mynd: KGA
Þetta er ekki rétt því margir sem
vinna í myndlist og gera ekkert
annað eru ekki með, ýmist vegna
óánægju með undirbúninginn
ellegar vegna þess að þeim var
ekki gefinn kostur á því.“
Örn Ingi: „Það er hugsanlegt
að ég taki þátt í þessari sýningu
með táknrænt verk í tengslum við
framkvæmd sýningarinnar, ef ég
fæ það tekið inn.“
Óli G: „Það er engin aðstaða
fyrir myndlistarmenn hér á Akur-
eyri. Við vorum róaðir með því
fyrir nokkrum árum að verið væri
að teikna menningarmiðstöð fyr-
ir Akureyri og þar fengjum við
sérstaka sýningaraðstöðu. Þetta
hús er risið og er ég þar að tala
um íþróttahöllina, en þar er eng-
in aðstaða fyrir okkur.“
Ragnar Lár: „Það var fengin
sérstök fjárveiting fyrir íþrótta-
höllina vegna þess að þar átti að
vera sýningaraðstaða fyrir mynd-
listarmenn í kjallaranum. Síðan
var bara ýmsum íþróttafélögum
úthlutað okkar húsnæði.“
Óli G: „En þegar menn svo
hugsa sér til hreyfings er ekkert
til sparað. Heil íþróttaskemma er
innréttuð sérstaklega og mörgum
hundruðum þúsunda hent í eina
sýningu. Væri ekki nær að setjast
niður og huga að því í hvað pen-
ingarnir fara? Þessa peninga ætti
að nota til að skapa myndlistar-
gyðjunni verðugan sess í menn-
ingarlífi bæjarins.“
Örn Ingi: „Það væri hægt að
leigja góðan sal í heilt ár fyrir
þessa peninga."
Ragnar Lár: „Það mætti t.d.
nota Iþróttaskemmuna fyrir tón-
leika og myndlistarsýningar allt
heila sumarið. Málið er bara það
að Akureyrarbær hefur enga
stefnu í myndlistarmálum. Stefn-
an er stefnuleysi.“
Örn Ingi: „Ég tala fyrir hönd
að Akureyrarbær búi þannig að
myndlistarmönnum að það sé
bænum til sóma en ekki til háð-
ungar."
Örn Ingi: „Ég tala fyrir hönd
okkar allra þegar ég segi að við
gleðjumst yfir því að hafa fengið
tækifæri til að ræða þessi mál í
tengslum við þessa annars ágætu
M-hátíð. Við vonum að þessi
myndlistarsýning og það sem við
höfum sagt hér að framan verði
til þess að opna umræðuna og fá
fólk til að hugsa um stöðu mynd-
listarinnar og aðstöðu starfandi
myndlistarmanna á Akureyri."
BB.